Morgunblaðið - 28.05.1967, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.05.1967, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1967. 7 Blómavíkingarnir eru komnir heim „SATX bezt að segja urðum við öll fyrir vonbrigðum með íslenzku sýningardeildina á Heimssýningunni í Montreal, ekki vegna þess, að allt hafi ekki verið í lagi, þetta var máski allt rétt tæknilega séð og allt það, en samt sem r'l'ur fannst okkur að betur hefði mátt gera“. Það er blómavíkingurinn, Þórður á Sæbóli, sem kom heim frá Heimssýningunni á fimmtudag, sem þessi orð mælti, þegar við heimsóttum hann og konu hans, Helgu, í Blómaskálann á áliðnum þeim degi. „Hvað myndir þú sjálfur segja, ef þú sæir efckert annað en glærar glerplötur með ein- hverjum abstrakt myndum á, sem enginn skilur, en ættu að minna á ísland? Ég afhenti þér þessar myndir í kynningar- pésa, svo að fólk getá séð, að ég fer ekki með fleipur. Okk- ur fannst vanta einhverjar myndir um þjóðlíf íslendinga, en þetta voru bara strik og punktar, sem fáir skildu, en ef eitthvert hross hefði verið staðsett þar nærri, mætti í- mynda sér, að einhverjir hefðu máski getað hugsað sér hrossa tað, en því var nú barasta ekki að heilsa. Mynd af Surtsey gleymd- ist, ekki einu sinni eins og það var auðvelt að hafa hana í litum engar vörusýningar að marki og m.a.s. nafnið fs- land var skrifað með ein- hverju fleygaletri og varla sást. Ég myndi segja, að þarna hefði átt að hafa á boðstólum fyrir gesti hákarl og brenni- vin, en í þess stað var mönn- um boðið upp á kanadiskt ■Whisky, og fer þá iítið fyrir þjóðerninu. Eða t.d. eitthvert gotterí frá Lindu, Freyju eða Víking, nei, þarna var lítið, sem minnti á ísland. Af hverju ekki að sýna bækur frá ís- landi? Til dæmis fslendinga- sögurnar og Heimskringlu. Nei, þetta var tóm búð, og búð ar í loftið myndi Gunna ekki hafa gengið á þessari heims- sýningu. Eins og þú ert þegar búinn að segja alþjóð, mœttum við Helga til þessa leiks í þjóð- búningum, og skrumlaust voru það þessir búningar sem mesta athygli vöktu. Allir voru að spyrja, hvaðan þessir bún- ingar væru. Við gátum svarað þeim með því, að þessa bún- inga hefðu höfðingjar á ís- landi borið fyrir meira en 1000 árum. Fólkið snéri sér við, hvar sem við komum, það elti okkur á röndum, heill kirkjusöfnuður var jafnan á hælum okkar, við vorum beðin að skrifa nafnið okkar í ýmsar bækur áhugamanna, og munum við hafa skrifað nöfnin okkar yfir 1000 sinn- um, áður en lauk. f skála Persíu urðum við að ferðast í lögregluvernd, og er það til dæmis um þá at- hygli, sem búningar okkar vöktu. í skála Ghana hitt- um við mann að máli, sem sagði upp úr eins manns Þetta er sýnishorn af íslenzku landkynningunni á Heimssýn- ingunni. Tómir punktar og strik, og Sæbólshjónin urSu fyrir vonbrigðum. hljóðij, að íslenzkur fiskur væri sá bezti í heimi, og þó fá þeir aðeins skreið, vesa- lingarnir. Ghanamaðurinn tók af okk ur mynd, og hann sagði að það gleddi sig að geta sýnt löndum sínurn þjóðbúninginn hjá þeirri þjóð, sem sendi þeim góða fiskinn. í Montreal eru íbúarnir 80% katþólskir, og þegar ég kom með rauðu húfuna og í skikkj- unni, átti ég í hreinustu vand- ræðum að stugga frá mér nokkrum mjög fallegum nunn um, sem þótti hér heldur bet- ur bera í veiði, að fá ekki aðeins ábóta heldur og einn vígðan kardinála auk heldur. Þær voru mjög fallegar og girnilegar, blassaðar dúfurn- ar, og myndi ég segja, að Kirkjubæjarklaustur hefði verið vel sæmt af slíkum kvennablóma, hér áður og fyrr meir. Við komum til Rússanna, sem gáfu okkur hamar og sigð úr silfri. Á sýningu Kanada voru sýndar fallegar myndir, en það fór eins þar og annars- staðar, fólkið hætti að horfa á þær, en glápti þess í stað á okkur. Að koma á íslenzk- um búningi á sýningu sem þessa, er án efa einhver bezta landkynning, sem um getur. Svo komum við til Mao, þær voru voða huggulegar litlu hnáturnar en skelfingar ósköp voru litlar á þeim lapp- irnar, máski hafa þær verið reyrðar fast í bernsku. Þar vorum við spurð, hvort þetta væri ekki kóngurinn og drottningin á fslandi? Hvort við værum ekki aðals- fólk frá íslandi? Við svöruð- um því játandi. Ferðalagið á heimssýning- una gat ekki verið dásamiegra. Við ferðafélagarnir vorum einn samstilltur hópur á veg- um Guðna Þórðarsonar í Sunnu, og ég held, að við höfum verið fslandi til sóma, hvar sem við komum. Landið og þjóðin er dæmd eftir því hvernig svona hópar koma fram. Á leiðinni frá Washing- ton tii New York var sungið mikið, og Ijóð lesin. Hugrún skáldkona las upp frumsamið ljóð, en hún Helga konan mín, fór með ævagamalt kvæði, um Indjánadrottningu, en við vorum einmitt að fara um svæðið, sem Indíánar seldu á sínum tíma fyrir 24 dollara, þar sem nú er Manhattan. Þetta var kvæðið um Vöndu Indíánadrottningu, sem hún lærði í barnæsku, og fyrsta erindið er á þessa leið: „Það var í fyrndinni frægur, er frjáls var hin eirrjóða þjóð og eldvatnið enn ekki þekktist né árnar né kristmunkaljóð". Og með það kvöddum við Sveinn Þormóðsson þessa Blómavíkinga, en Sveinn smellti af þeim mynd í Blóma- skálanum, — og buðum þá velkomna aftur í Kópavog- inn. — Fr S. 1 Þarna eru Blómavíkingar Heimssýningarinnar með mynd Sigmunds á milli sín, en hún gladdi þau geysilega. Mótatimbur Til sölu er mótatimbur. Uppl. í síma 52158. Henry J — Ódýrt Til sölu nú þegar, mjög ódýr Henry J. fólksbif- reið, model 1953. Ný dekk, útvarp og miðstöð. UppL í síma 30515. 14 ára dreng vantar vinnu í sumar. UppL í síma 41882. Atvinna óskast Reglusöm stúlka í 5. bekk Menntaskólans óskar eftír vinnu. Margt kemur til greina. Er vön afgreiðslu. Uppl. í síma 60338. 12—13 ára telpa ósikagt til að gœta 2ja ára barns í sumar hálfan eða allan daginn. Uppl. í síma 13741. Hestamenn Stór og fallegur 6 vetra hestur til sölu. Verður til sýnis á skeiðvellinum frá kl. 2 í dag. Uppl. í sima 30897. Stýrishús á 5 tonna Volvo vörubif- reið, árgerð 1960, óskast til kaups. Uppl. í sima 32175 í Reykjavík og 12156 á Aku'reyri. Kranastjóri Vanur og áreiðanlegur kranastjóri óskast. Uppl í símum 20930 og 14780. Tek að mér að sauma kjóla og kjól- dragtir. Sími 36841. Trésmiður óskar eftir 4—5 herb. íbúð. Uppl. í síma 15200 í há- deginu og milli 7—8 á kvöldin. Keflavík — Suðurnes Veiðiútbúnaður, tjöld, svefnpokar, vindsængur, piknik sett, pifcnik setit, prímusgastæki. Stapafell, sími 1730. Til sölu Mercedes Benz 814 tonna vörubíll með veltisturtum, árg. ’66, ekinn 16 þús. km. Nánari upplýsingar gefur Hafsteinn Steindórsson, 1 sima 133 Seyðisfirði. Sendiferðabíll til sölu, meðfylgjandi hlutaíbréf í sendibílastöð. Til sýnis mánudagskvöld eftiir kL 7 að Nöfckvavog 54. Uppl. ekki gefnar í síma. Til sölu nýtt viðtæki Philips (Siera). Hljómifagurt og hægt að tengja við það plötuspilara og segulband-s tœki. Sími 24531 milli kl. 7 10. Herbergi og eldhús eða líitil fbúð óskast tíl leigu sem fyrst fyrir reglu saman einhleypan Banda- ríikjamann. Uppl. í sdma 10860 frá 1—6 mánud. tíl föstud. Sparifjáreigendur Ávaxta sparifé á vinsælan og öruggan hátt. Uppl. kl. 11—12f.h. og 8—9e.h. Margeir J. Magnússon Miðstræti 3 A. Símar 22714 og 15385. Ökukennsla Kenni á Volkswagen ’67, 1300. Sími 21139. Innréttingar Tek að mér smáði innrétt- inga, geri verðtilboð. — Vönduð vinna. Uppl. í síma 31307. 3 tonna trillubátur til sölu, með dýptanmæli, lúkar og stýrishúsi. Uppl. gefur Bjarni Haraldsson í síma 24 Sauðárkróki. Tækifæriskaup Sumar'kápur á kr. 1500 til 2000. Sumar- og heilsárs- dragtir 1800. Kjólar á hálf- virði frá kr. 400. LAUFIÐ Laugaveg 2. Eignarlóð Til sölu er falleg útsýnislóð í Mýrarhúslandi á Sel- tjarnarnesi. Samþykkt teikning. Til greina kemur að gera fokhelt hús á lóðinni í samráði við kaup- anda. Uppl. í símum 13850 og 22607. Arnarnes - sjávarlóð Rúmlega 1500 fermetra sjávarlóð á Arnarnesi til sölu. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 15. júní merkt: „8613“. Sigrún Pétursdóttir tekur við rekstri Hótel Fells í Grundarfirði 1. júni næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.