Morgunblaðið - 03.08.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.08.1967, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1967 f 10 Sameiginlegur uppruni, menning og saga hefur tengt Norðurlandaþjdðirnar saman frásögn at setningarathöfn norrœna œskulýÖsmótsins í gœr NORRÆNA æskulýðsmótið — upphaf Norræna æskulýðsársins — var sett við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í gær kL 14. Við Hagatorg blöktuðu fánar Norð- urlandanna sex og sólin skein í heiði. Fundarstjóri við setning- arathöfnina var einn af farar- stjórum Svía, Anders Palm. Sviðið var skreytt fánum Norð- urlandanna svo og blómum. Sigurður Bjarnason, formaður Norrænafélagsins hér á landi. Fyrstur tók til máls Jón E. Ragnarason, formaður Æskulýðs ráðs Norræna félagsins, og bauð gesti velkomna og setti mótið. Sagði hann m.a.: „Þegar um er að ræða virð- ingu sameiginlegrar sögu og mienningararfleifðar landa okk- ar, er norræna hugmyndin göfug Oig jákvæð. En þessi hugmynd felur líka í sér annað og meira. í þeim heimi, sem við lifum í, er samstaða Norðurlanda stjóm- málaleg náuðsyn, ef okkur á að takast að varðveita til lengdar menningu okkar lifnaðarhætti og þjóðskipulag. Við skulum aðeins hugleiða landfræðilega legu Finn lands, Danmerkur, Færeyja og íslands. í menningarlegu og stjórnmálalegu tilliti liggja lönd þessi nærri áhrifarífcum stór- veldum og hætt er við, að Sví- þjóð og Noregur yrðu aðþrengd, ef þau einangruðust á milli stór veldanna. Ég leyfi mér einnig að nefna víðtækt, hagkvæmt samstarf Norðurlanda á mörg- um sviðum, sem hefur stuðlað að auknum framförum í hverju landi fyrir sig, einkum þó í hin- um minnL Að lokum nefni ég ættarbönd Norðurlandabúa, sem koma gleggst í ljós úti í hinum stóra heimi, þar sem Norður- landabúar leita ætíð hvers ann- ars félagsskapar og fá sér gjarn- an glas saman — og ef tii vill ræða þeir um leið alvarlegt ástand áfengismála heima fyrir. Norræna bræðrahugsjónin býr í brjósti okkar, en við unga kyn- slóðin krefjumst þess einnig að bún höfði til heilans. Þ-að er meir í anda nýja tímans. Hjart- að er þrátt fyrir ailt ekki þýð- ingarmesta stjórnunarlíffærið í stjórnmálum í okkar véivæddu óskáldlegu veröld, en hætt er þó við að hugsunin sljóvgist, ef hjartað hættir starfsemi sinni“. Næstur talaði Sigurður Bjarna son, alþingismaður frá Vigur, formaður Norræna félagsins. Han bauð hina erlendu gesti vel komna fyrir hönd Norræna félagsins og þakkaði þá velvild og áhuga, sem birtist í komu þeirra til íslands. Síðan sagði Sigurður Bjarnason: „Það er sameiginlegur upp- runi, menning og saga, sem hef- ur tengt þessar þjóðir saman á liðnurn tíma. En það er ekki nóg að fortíðin tengi okkur saman. Nútíðin og framtíðin verða einn- ig að gera það. Þess vegna erum við stödd hér í dag á þessu glæsi lega norræna æskulýðsmóti. Þess vegna erum við þess alráð- in að gera norræna samvinnu sífellt raunhæfari og jákvæðari. Nýr tími er upprunninn með byltingar og breytingar á öllum sviðum. Við lifum í dag í al- heimsnálægð. Sviptibyljir breyt ingana leika um okkar litlu þjóðir og þjóðfélög. Þess vegna er það aldrei nauðsynlegra en nú fyrir þjóðir Norðurland'a að halda saman. Ekki ti'l þess að ein angra sig frá öðrum heimsblut- um, heldur til þess að ávaxta sameiginlegan menningararf, styðja hver aðra til menningar- legs þroska og efnahagslegrar og félagslegrar velgengni". 'Síðan ræddi Sigurður Bjarna son í stórum dráttum sögu nor- rænnar samvinnu, en sagði síð- an: „Fyrst eftir að síðari heims- styrjöldinni laúk, varð vart ótta við það á Norðurlöndium, að fs- land ameríkandiseraðist og fjar- laegðiist Norðurlönd. En þetta hef ur sem hetur fer ekki orðið. ís- Jón E. Ragnarsson, formaður Æskulýðsráðs lagsins og fundarstjórinn Anders Palm. Norræna fé- Dr. Bjarni Benediktsson flytur ræðu sína land getur ekki fjarlægzt Norð- urlönd. Ástæða þess er einfald- lega sú, að enginn getur gleymt uppruna sínum eða flúið hann. Vagga ílslenziks þjóðernis stóð á Norðurlöndum. Þess vegna eru tengal okfkar við þau tra.ust og lifandi. Að sjálfsögðu tökium við þátt í alþjóðlegri samvinnu eins og þið á hinurn Norðurlöndun- um. Við reynum að treysta við- skiptatengsl okkar bæði til aust- urs og vesturs. Við viljum kaupa við alla, sem við okkur vilja kaupa, eins og þið. En takmark- okkar er að gera norræna sam- vinnu eins hagnýta og jakvæða og mögulegt er“. Að lokium sagði Sigurður Bjarnason: „Norræna félagið á fslandi þakkar ytkkur af heilum hug kornuna hingað og vonar, að hún verði ykibur til gagnis og gleði. Það er einnig von oíkkar, að hún megi verða til þess að styrkja samvinnu okkar og færa íslenzka æsiku ennþá nær ykk- ur, frændum og vinum á Norð- urlöndum". Þá tók til máls dr. Bjarni Benediktisison, forsætisráðherra, og sagði, að íslendingar mætu heimsókn norrænu þátttakend- anna enn meira en ella, vegna þeas að flestir þeirra hefðu fyrir- fram nokkra þefckingu á landi og þjóð, sem flestir teldu í senn litla og fjarlæga og létu sig li'tlu skipta. En án nokkurraæ þekkingar á sögu og Ihögum íslendinga væri örðugt að -sikilja tilveru og lilfs- hætti íslenzku þjóðarinnar. fs- land og íslenzka þjóðin væru srvo ólik öðrum löndum og þjóð- um. Að sjálfsögiðu fengju er- lendir gestir mismunandi hiug- myndir um ísland eiins og önn- ur lönd, sem þair heimsæktu, en hvernig sem þær væru, yrðu þeir að viðurkennia að íslenzka þjóðin væri ólík öllum öðrum. Hún byggi í landi, se-m gerði miklar kröfur til hennar. Þó að veðrið væri gott í dag, hefði hin óblíða náttúra þess á liðnum öld um valdið því, að íbúar hér hefðu ávallt verið færri tiltölu- lega en annars staðar á Norður- löndum. Ragnar-Brede Stene flytur þakkir erlendu þátttakendanna. Engir erfiðleikar 'hefðiu þó megnað að draiga úr ást ísflend- inga á landi sinu, en þvert á móti tengt þá því sterkari bönd- um. Meirilhluti íslendinga ætti ættir sínar að rekja til Noregls og þeir hefðu lenigst af lotið Norðmönnum og Dönum. Samt h-efð'U fislendinigar aldrei talið sig Norðmenn eða Dani, heldur ís- lendinga, sérstaka þjóð, sem í aldir hafði mótazt af ættlandi sínu og þeirn kjörum, sem það bjó þeirn í 1100 ár. íislenzka þjóðin væri nú hin einasta, sem enn talaði þá Framhald á bls. 27. Ungt fólk við setningarathöfnina í gær. (Ljósm. Ól. K. M.) Páll Líndal, borgarlögmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.