Morgunblaðið - 30.09.1967, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.09.1967, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐ:©, LAUGARDAGUR 30. SEPT. 1967 Reglusöm kennaramennt'uð stúlka óskar eftir starfi. Tilboð merkt: „Reglusöm 311 — 5832“ óskast send afgr. blaðsins fyrir 6. okt. n. k. Keflavík — Suðurnes Happdrætti Mána er í full- um gangi. Dregið í dag. — Kaupið miða. Félagsmenn gerið skil. Fjáröflunarnefnd. 4ra herb. íbúð á 1. hæð í nýlegu húsi við Holtsgötu til leigu 1. okt. Uppl. í síma 37739 milli kl. 1—2, laugardag. 3 menn ventar fæði og húsnæði í Reykjaví'k frá 18. okt. í 6 vikur. Tilboð sendist Mbl. merkt: „5890“ sem fyrst, eða í síma 1251, Vestmanna eyjum. Píanókennsla Kennsla í píanóspili. Laufey Sveinbjörnsdóttir, Langholtsvegi 159, Sími 82526. Til leigu stutt frá Miðfoænum, gott forstofuherbergi með sér snyrtingu og baði. Tilboð merkt: „Reglusemi 5872“ sendist Mbl. fyrir 5. okt. Bifreiðasfjórar Gerum við allar tegundir bifreiða. Almennar viðgerð ir. Sérgrein hemlaviðgerð- ir, hemlavarahlutir. Hemlastilling hf., Súðavogi 14, sími 30135. Skólabuxur Góð efni, tízkusnið, seljast í Hrannarbúðinni, Hafnarstræti 3, sími 11260. Málmar Kaupi eir, kopar og fleiri málma á hæsta verði. Stað greitt. ARINCO, Skúlag. 55 (Rauðarárport). Sími 12806 og 33821. Notað mótatimbur óskast. Uppl. næstu kvöld kl. 8—9 e. h. í síma 35542. Til sölu er Mercedes Benz 190 D, 61 model. Uppl. í síma 60362. Sendiferðabifreið Til sölu vel með fiarinn sendiferðabill. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Uppl. í síma 23549. Til leigu 170 ferm. hæð í nýlegu húsi, 6 herb. og eldhús. — Laus strax. Fyrirfram- greiðsla. Upplýsinagr í Fasteignasölunni, Óðinsgötu 4, ekki í síma. Hvítur og grár barnavagn fallegur og vel með farinn til sölii. Verð kr. 2.500. — Sími 81704. Sniðaskóli Bergljótar Ólafsdóttur, — sniðkennsla, dag og kvöld- tímar. Kennsla hefst 3. okt. Innritun í síma 34630. Sniðskólinn Laugarnesv. 62 Messur á morgun n jmn Nýja kirkjan í Ólafsvík á Snæfellsnesi. (Ljósmynd Ottó Ey- fjörð). Dómkirkjan Messa kl. 11. Jón Auðuns. Keflavíkurkirkja Messa kL 5. Séra Björn Jónsson. Innri-Njarðvíkurkirkja Messa kl. 2. Séra Björn Jónsson. Fríkirkjan Barnasamkoma kl. 10,30. Séra Þorsteinn Björnsson. Filadelfia, Keflavík Guðsþjónusta kl. 2. Har- aldur Guðjónsson. Filadelfia, Reykjavik Guðsþjónusta kl. 8. Ás- mundur Eiríksson. Ásprestakall Messa í Laugarásbíói kl. 11. Séra Grímur Grímsson. holtssikóla kl. 10.30. Guðs- þjónusta kl. 2. Séra Ólafur Skúlason. Langholtsprestakall Barnasamkoma kl. 10,30. Séra Árelius Nielsson. Guðs- þjónusta kl. 2. Séra Árelius Nielsson. Kristskirkja í Landakoti Lágmessa kl. 8,30 árdegis. Hámessa kl. 10 árdegis. Lág messa kl. 2 síðdegis. Laugarneskirkja Messa kl. 11. Fermd Inga Rós Ingó'lfsdóttir, Hofteig 48. Altarisganga. Séra Garð- ar Svavarsson. Elliheimilið Grund Guðsþjónusta kl. 10. Ólaf- ur Ólafsson kristniboði pré- dikar. Heimilisprestur. Grensásprestakall Kópavogskirkja Breiðagerðisskóli. Barna- Messa kl. 2. Haustfermmg samkoma kl. 10,30. Messa kl. arbörnin beðin að mæta. 2. Séra Felix Ólafsson. Sera Gunnar Arnason. Mosfellsprestakall Messa að Lágafelli kl. 2. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. Séra Bjarni Sig- urðsson. Keflavíkurflugvöllur Barnaguðsþjónusta í Græn ási k’l. 10,30. Séra Ásgeir Ingibergsson. Hafnarfjarðarkirkja Messa kl. 2. Ásgeir Ingi- bergsson. Grindavíkurkirkja Messa kl. 2. Gísli Bryn- jóMsson prédikar. Séra Jón Árni Sigurðsson. Bústaðaprestakall Barnasamkoma í Réttar- 80 ára er í dag Sigríður R. Eliasdóttir. Verður hún stödd hjá tengdadóttur sinni og syni á Kópavogsbraut 99. Allir henn ar vinir og vandamenn vel- komnir. f dag verða gefin saman í hjónaband 1 Akureyrarkirkju Vilborg Júlíusdóttir, hjúkrunar- kona og 0vunid Sakke, vélstjóri frá Skien Noregi. Brúðhjónin dveljast að Fjólugötu 14, Ákur- eyri. í dag verða gefin saman í hjóna band af séra Ólafi Skúlasyni í Dómkirkjunni, ungfrú Hulda Bjarnadóttir, skrifstofustúlka. Vesturgötu 12 og Kristján Ósk- arsson, útvarpsvirkjanemi, Laugateig 26. í dag verða gefin saman í Háteigskirkja Méssa kl. 2. Séra Jón Þor varðsson. Neskirkja Messa kl. 11. Séra Jón Thorarensen. Hallgrímskirkja Barnasamkoma kl. 10. Systir Unnur Halldórsdótt- ir. Messa kl. 11. Séra Sigur- jón Þ. Árnason. prédikar. Séra Felix ólafsson þjónar fyrir altari. Garðakirkja Sunnudagaskólinn í skóla salnum kl. 10.30. Guðsþjón- usta kl. 2. Bílferð frá Vífils- stöðum kl. 1.40. Séra Bragi Friðriksson. hjónaband í Dómkirkjunni af séra Sveini Víking ungfrú Kat- rín Árnadóttir og Eggert Jóns- son íréttamaður. Heimili ungu hjónanna verður að Hörgshlíð 10. f dag verða gefin saman í hjónaband í Langholtsikirkju af séra Sigurði Hauki Guðjóns- syni ungfrú Sólveig Jónasdótt- ir, Austurgerði 7, Kópavogi og Sturla Snæbjörnsson, Grund, Eyiafirði. í dag verða gefin saman í hjónaband af séra Ólafi Skúla syni ungfrú Anna Guðmunds- dóttir. Kirkjuvegi 21, SeMossi og Ragnar Kristjánsson, Mos- gerði 13, Reykjavík. Heimili þeirra verður að Kirkjuvegi 21, Selfbssi. f dag verða gefin saman í hjónaband í Innri-Njarðvíkur- kirkju af séra Birni Jónssyni ungfrú Guðrún Fjóla Granz, í dag er laugardagur 30. septem- ber og er pað 273. dagur ársins 1967. Eftir lifa 92 dagar. Árdeg- isháfiæði kl. 3.41. Síðdegishá- flæði kl. 16.00. Vakið því, þar eð þér vitið eigi hvaða dag herra yðar kemur. (Matt., 28,18). Læknaþjónusta. Yfir sumar- mánuðina júní, júlí og ágúst verða aðeins tvær lækningastof- ur heimilislækna opnar á laugar- dögum. Upplýsingar um lækna- þjónustu í borginni eru gefnar í síma 18888, símsvara Læknafé- lags Reykjavíkur. Slysavarðstofan í Heilsuvernd- arstöðinni. Opin allan sólarhring inn — aðeins móttaka siasaðra — sími: 2-12-30. Læknavarðstofan. Opin frá kl. 5 síðd. til 8 að morgni. Auk þessa aHa helgidaga. — Sími 2-12-30. Neyðarvaktin svarar aðeins á vírkum dögum frá kl. 9 til 5, sími 1-15-10. Næturlæknir í Hafnarfirði, helgarvarzla laugard. — mánu- dagsm. 30/9—2/10 er Ólafur Einarsson, sími 50952. Næturlæknir í Hafnarfirði að- faranótt 3. okt. er Grímur Jóns- son sími 52315. Kvöldvarzla í lyfjabúðum í Reykjavík vikuna 30. sept. til 7 .okt. er í Lyfjabúðinni Iðunni og Vesturbæjarapóteki. Næturlæknir í Keflavík: 30/9 og 1/10 Guðjón Klemenz- son 2/10 Jón K. Jóhannsson 3/10 og 4/10 Kjartan Ólafsson 5/10 Arnbjörn Ólafsson. Keflavíkurapótek er opið virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—2 og sunnudaga frá kl. 1—3. Framvegis verður tekið á móti þeim, er gefa vilja blóð í Blóðbankann, sem hér segir: mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 9—11 fh. og 2—4 eh. MIÐVIKUDAGA frá kl. 2—8 eh. og laugardaga frá kl. 9—11 fh. Sérstök athygli skal vakin á mið- vikudögum vegna kvöldtímans. Bilanasími Rafmagnsveitu Reykja- vfkur á skrifstofut.íma er 18-222. Næt- ur- og helgidagavarzla, 18-230. Orð lifsins svarar í síma 10-000 RMR—4—10—20—SAR—MT—HT. D Mímir ,59671027 — Atkv. Frl. Norðurstíg 5, Ytri-Njarðvík og GyMi Sæmundsson. Skipholti 49, Reykjavík. FRETTIR Bænastaðurinn Fálkagötu 10 Kristileg samkoma sunnud. 1. okt. Sunnudagaskóli kl. 11 f.h. Almenn samkoma kl. 4. Bænastund alla virka daga kl. 7 e.h. AMir velkomnir. Kvennadeild Slysavarnafé- lagsins í Reykjavík heldur fund að Hótel Sögu, Súlnasal, þriðjudaginn 3. okt. kl. 8,30. Til skemmtunar: Ein- söngur, Guðrún Tómasdóttir. Undirleik annast frú Hanna Guðjónsdóttir. Danssýning. Heiðar Ástvaldsson sýnir nýj- ustu dansa. Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund í Sjómannaskól- anum fimmtudaginn 5. okt. kl. 8.30. Rætt verður um vetrar- starfið. Séra Frank M. Hall- dórsson sýnir myndir frá ísra- el. KaÆfiveitingar. Boðun fagnaðarerindisins Almenn samkoma sunnudags kvöld kl. 8 að Hörgshlíð 12. Tónlistarskólinn í Reykjavík Skólinn verður settur laug- ardaginn 30. sept. kl. 4. Nauð- synlegt er að nemendur taki með sér stundaskrár sínar úr öðrum skólum. Skólastjóri. Fíladelfía, Reykjavík Almenn samikoma sunnudag- inn 1 .okt. kil. 8. Ræðumenn: Ásmundur Eiríksson og Kristín Graham tala. Tvísöngur: Gunný Einarsdóttir og Elín Pálsdóttir. Kristileg samkoma verður í samkomusalnum Mjóuhlíð 16 sunnudagskvöldið 1. okt. kl. 8. Verið hjartanlega velkomin. Kristniboðsfélögin Saumafundur fyrir telpur 8—13 ára byrja í Betaniu, Lauf ásvegi 13 föstudaginn 6 .okt. ki. 5.30. Kvenfélag Neskirkju heldur fund fimmtudaginn 5. okt. kl. 8,30 í félagsheimilinu. Rætt um afmælisfagnað félags- ins. Sýnd kvikmynd frá aðal- fundi og fleira. Kaffi. Stjórnin. VÍSUKORIM Þá var fögur fjallasýn, er friðar leit ég bogann. Það var eina óskin mín að elta vafurlogann. Guðlaug Guðnadóttir frá Sólvangi. Sunnudagaskólar Mynd þessi er tekin s.l. vor í Sunnudagaskóla KFUM í Reykja vík. Heimatrúboðið Sunnudagaskólinn hefst kl. 10,30 sunnudaginn 1. okt. Öll börn hjartanlega velkom- in. Sunnudagaskóli KFUM. og K. í Hafnarfirði hefst á sunnudag kl. 10,30 í liúsi íé- lagsins Hverfisgötu 15. öll börn velkomin. Filadelfia. Keflavík Sunnudagas'kólinn hefst sunnudag kl. 11. öll börn vel komin. Sunnudagaskóli Filadelfiu er hvern sunnudag kl. 10.30 á þessum stöðum: Há- túni 2, Reykjavík, og Herj- ólfsgötu 8, HafnarfirðL Öll börn velkomin. Sunnudagaskólinn í Mjóu- hlíð 16 hefst sunnudaginn 1. okt. kl. 10.30. öll börn velkomin. Sunnudagaskóli Kristniboðs- félaganna hefst sunnudaginn 1. okt. í Skipholti 70 kl. 10,30. Öll börn velkomin. Sunnudagaskóli KFUM í Reykjavík hefst í húsi fé- lagsims sunnudaginn 1. akt., kl. 10:30. sá NÆST bezti Tveir sjómenn voru einoi sinni að ræða saman um íslendinga- sögurnar og urðu sammá'la um, að þar væri lýst mörgum atfourð- um, sem voru til lítils sóma fyrir þjóðina. „Hugsaðu þér“, segir annar þeirra. .slikan óþokkaskap og hjá Hallgerði langbrók, þegar hún neitaði að gefa Gunnari hár í bogann, svo að hann gæti varið sig“. „Já, satt er nú það“, segir hann, „en henni var nokkur vorkunn, þvi að karlvargurinn var búinn að gefa kerlingartuskunni á kjaft- inn“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.