Morgunblaðið - 30.09.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.09.1967, Blaðsíða 14
14 MOHGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPT. 1967 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar; Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Auglýsingar: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: í lausasölu: Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Aryakur, R'eykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Jphannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. •Árni Garðar Kristinsson. Aðaístræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími. 22-4-80. Kr. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. ÞRJU MEGINA TRIÐI Þjdnusta í Sovétríkjunum Á stæða er til þess að þjóðin hugleiði þau þrjú megin- atriði, sem komu fram í ræðu Bjarna Benediktssonar, for- sætisráðherra, á Varðarfundi í fyrrakvöld. Þau voru í fyrsta lagi, hvort þörf væri á að gera íslenzkt atvinnulíf fjölbreyttara en nú er, í öðru lagi, hvort hyggilegt hefði ver ið að koma upp gjaldeyris- - varasjóði og í þriðja lagi, hvort eðlilegt og hyggilegt væri að taka upp nánari sam- vinnu við aðrar þjóðir í við- skipta- og efnahagsmálum. Um fyrsta atriðið ætti ekki að geta ríkt ágreiningur meðal hugsandi manna. Allir íslendingar gera sér ljóst, að atvinnuvegir þeirra eru ekki nægiléga fjölbreyttir. Afla- brestur á einstökum vertíðum eða verðfall á hinni einhæfu útflutningsframleiðslu okkar getur skapað sveiflur í efna- hagslífi okkar, sem síðan hafa örlagarík áhrif á allt hagkerf- ið og afkomu þjóðarinnar. Af þessu hafa íslendingar beiska reynslu fyrr og síðar. Það liggur því í augum uppi að brýna og aðkallandi nauðsyn *ber til þess að efla íslenzkt atvinnulíf og gera það fjöl- breyttara. Þetta hefur núver- andi ríkisstjórn m.a. gert með því að hafa forustu um hag- nýtingu auðlinda landsins til sköpunar stóriðju. Jafnframt hefur hún stuðlað að því, að nútíma tækni hefur í vaxandi mæli verið tekin í þágu hinna eldri atvinnugreina. Þrátt fyrir harða and- stöðu stjórnarandstöðuflokk- anna eru framkvæmdir nú hafnar við álverksmiðju og hinum miklu virkjunar- framkvæmdum í Þjórsá mið- -ar vel áfram. Myndun gjaldeyrisvara- sjóðsins hlýtur einnig að áliti allra hugsandi manna að vera hyggileg og nauðsynleg. — Vegna þess að þjóðin hafði safnað myndarlegum gjald- eyrisvarasjóði hefur ekki þurft að grípa til harka- legra gagnráðstafana vegna verðfalls afurða og þverrandi gjaldeyristekna. Þarf naum- ast um það að deila, að gjald- eyrisvarasjóður hlýtur á öll- um tímum að vera nauðsyn- legur. Ábyrg ríkisstjórn verð- ‘ur að byggja þjóðarbúskap- inn á jafnvægisstefnu, sem gerir söfnun nokkurra gjald- eyrissjóða mögulega. Afstaða Framsóknarmanna til mynd- unar gjaldeyrisvarasjóðs er nánast sagt eitthvert ábyrgða lausasta tiltæki, sem nokkur stjórnmálaflokkur hefur gert sig sekan um. Um þriðja atriðið í Varðar- fundarræðu Bjarna Bsne- diktssonar, forsætisráðherra, aðild íslands að alþjóðlegri samvinnu í viðskipta- og efnahagsmálurn, kunna skoð- anir að vera nokkuð skiptari en um tvö fyrri atriðin. Stað- reyndirnar sýna þó nú þegar, að ísland getur ekki til lengd- ar staðið með öllu utan við þessa samvinnu. íslenzk út- gerð stenzt til dæmis ekki það að þurfa að borga háa tolla af fiskafurðum sínum á sama tíma, sem aðalkeppinautar okkar um markaði sleppa við slíka tolla. Um hugsaniega aðild ís- lendinga að efnahagsbanda- lögunum sagði forsætisráð- herra á Varðarfundinum, að útilokað væri fyrir Island að gerast aðili af Efnahagsbanda laginu, en nauðsynlegt væri fyrir okkur að ná við það samningum um aukaaðild eða einhvers konar viðskiptasamn inga. Um Fríverzlunarbanda- lagið væri það að segja, að nágrannar okkar á Norður- löndum hefðu talið sér mjög mikinn hag að vera aðilar að því, og auðveldara yrði fyrir ísland að ná samningum við Efnahagsbandalagið, ef það væri aðili að Fríverzlunar- bandalaginu. Kjarni málsins er, að Is- lendingar verða að líta á þessi mál af víðsýni og á- byrgðartilfioningu. Það er fá- sinna að afneita fyrirfram öllum tengslum við hin nýju efnahagsbandalög. Það hlyti að leiða til ófarnaðar fyrir ís- lenzka atvinnuvegi og efna hagslíf. — Hyggilegra er, eins og forsætisráðherra hefur lagt. til, að fylgzt verði nákvæmlega með því, sem er að gerast í þessum efnum og sá kostur valinn að yfirlögðu ráði, sem íslenzku þjóðinni og bjargræðisvegum hennar ei hagkvæmastur. NÝTT SLÁTURHÚS ¥ fyrradag skýrði Mbl. ítar- lega frá nýju sláturhúsi, sem tekið hefur til starfa í Borgarnesi og skipu- lagt er með öðrum hætti en sláturhús hérlendis fram til þessa. Teknar hafa verið upp nýjar aðferðir við slátrun, sem gefið hafa góða raun í Nýja Sjálandi og víðar. Þetta nýja sláturhús er einn þáttur í þeim víðtæku tækniframförum, sem orðið hafa í atvinnuvegum okkar á undanförnum árum. Þær eru vafalaust umfangsmeiri en flestir gera sér grein fyrir og þær má sjá í öllum þremur höfuðatvinnuvegum okkar. SO VÉZK húsmóðir í Kiev, sem átti því láni að fagna, að hafa sérstakt baðherbergi uppgötvaði morgun nokkurn, að sal- ernið var stíflað. Hún sneri sér þegar í stað til hús- varðarins, sem sagði henni, að hún yrði að færa þetta í tal við „raðhúsanefnd- ina“. Meðlimur þessarar nefndar sagði henni að fylla út skýrslu og fara með hana til viðgerðar- þjónustu hverfisins. Þetta tók mestallan daginn. — Snemma næsta dag kom húsmóðirin aftur að máli við viðgerðarþjónustuna. Þar varð hún að standa í biðröð í tvær klukkustund ir áður en hún hitti að máli félaga pípulagning- armanna. Hann rannsak- aði dagatalið sitt og sagði síðan: „Við sendum einn af mönnum okkar til íbúð- ar yðar innan mánaðar". Haag, 28. sept. — NTB.: CHALFONT, Iávarður, sá er stjórnar viðræðum af hálfu Bret lands um aðild ríkisins að Efna- hagsbandalagi Evrópu, sagði í Haag í dag, að stjóm Hollands hefði heitið fullum stuðningi við tilraunir Breta til þess að komast í bandalagið og vildi, að viðræð ur hæfust sem fyrst. Lávarðurinn hefur átt viðræð- ur við hollenzka rá'ðherra síð- ustu tvo daga og eru þær liður í síðustu undirbúningsviðræðum hans í höfuðborgum bandalags- ríkjanna, áður en ráðherrafund- ur bandalagsins tekur endanlega ákvörðun um það hvenær við- ræður eigi að hefjast. Hann hef ur þegar verið í Bonn, Briissel og París og fer fljótlega til Rómar og Luxembourg. Chalfont sagði á fundi með bláðamönnum, að hollenzka stjórnin hefði gefið sér ýmis góð ráð m.a. að leggja alla áherzlu á að leysa stærstu vandamálin varð andi aðild Bretlands en halda aukaatriðum utan við á fyrsta stigi umræðnanna við bandalag- ið. Einnig sagði hann, að franska stjórnin hefði gert þáð nokkuð ljóst, að hún mundi ekki beita neitunarvaldi að þessu sinni til þess að koma í veg fyrir aðild Breta. Yrði hann fyrir sitt leyti Nýsjálendingur hefur starf að að því í Borgarnesi að kenna íslenzku starfsfólki hin réttu vinnubrögð og reynslan hefur eðlilega orðið sú, að það hefur tekið nokk- urn tíma að þjálfa starfsfólk- ið, svo að fulium afköstum er tæplega náð enn. Slíkir atburðir eru fremur algengir í Sovétríkjunum, þar sem þjónustustarfsemi er álit- in niðurlægjandi og er lágt launuð. I stéttlausu þjóðfélagi var álitið, að pípulagninga- mann, þjón eða hárskera skorti sjálfsvirðingu sökum þess að þeir þurftu að sjá fyr- ir þörfum annarra. Árangur- inn varð sá, að alvarlegur skörtur hefur verið á þjálfuðu fólki til hverskonar þjónustu- starfa. Nú hefur ríkisstjórnin grip- ið til sinna ráða til áð bæta úr ástandinu. Hún hefur beitt sér fyrir þriggja ára áætlun til að þjálfa fleira fólk til þjón- ustustarfa, lofað því hærri launum og komið á þesskonar titlum, sem ökumenn dráttar- véla og stáliðjuverkamenn höfðu áður fyrr. Sem dæmi um slíka titla má nefna: „Meistari fyrsta flokks“ í pípulagningum, og „Meistari efri flokks“ í hótelstjórn. Þrátt fyrir þetta mun það taka langan tíma, að bæta úr þörfum hins rússneska neyt- anda, sem lengi hefur verið vanræktur. Konur, sem ætla í hárlagningu í Moskvu verða að fara í biðröð í dögun, ef að reiða sig á yfirlýsingar de Gaulles, forseta þar að lútandi og það væri ekki rétt, sem sagt hefði verið í fréttum að Bretar byggjust við neitunarvaldi de Gaulles, þrátt fyrir fyrri yfirlýs- ingar hans. Lávarðurinn sagði ennfremur, áð gæti ekki náðzt samkomulag Bankok, 28. sept. — NTB.: STJÓRNIR Burma, Laos og Thai lands hafa allar sent herlið til norðurlandamæra sinna til þess að reyna að stöðva vopnuð átök, sem verið hafa að undanförnu milli vopnaðra ópíum smyglara og kostað líf mörg hundruð manna. Fréttir, sem bárust til Bangkok í dag, hermdu, að Burma og Laos hefðu þegar sent fótgönguliðssveitir og skriðdreka herdeildar væri að vænta inn- an skamms. Hér mun meðal annars um áð ræða u. þ. b. 800 vopnaða Kuom- intang hermenn — þ.e. hermenn úr liði kínverskra þjóðernissinna sem börðust við kommúnista um yfirráð í Kína á árunum fram til 1949. Þessir hermenn flúðu suður yfir landamærin, þegar Sláturhúsið í Borgarnesí sýnir okkur, hve nauðsynlegt er að fylgjast vel með tækni- framförum erlendis. Þótt ís- lenzkir sjómenn hafi oft og tíðum rutt brautina í fisk- veiðum og aðrar þjóðir tekið upp nýjungar, sem fyrst hafa verið reyndar hér, er það svo þær ætla sér að komast inn þann daginn. Starfsemi lagðist niður í „skýjakljúfum" Moskvuborgar í hitunum sl. sumar vegna þess, að loftræsti tæki biluðu og enginn vissi hvernig þau voru byggð né hvernig skyldi gera við þau. Tæknibækur um loftræstitæk- in fundust hvergi. Bifreiðar eru svo fáar í Sovétríkjunum, að ríkið krefst þess, að sá sem á annað borð fær ökuleyfi verði að vita svo mikið um bílvélar, að hann geti gert við sjálfur. Ríkisstjórnin horfist því í augu við mikið vandamál, þeg ar nýja Tolyati Fiat verk- smi'ðjan í Mið-Volgu-héraðinu verður tilbúin árið 1969. Nú sem stendur eru ein milljón bifreið í Sovétríkjunum, þar af aðeins 75.000 í Moskvu, 6.5 milljón manna borg. í Moskvu eru átta benzínstöðvar; þrjár í Leníngrad. I Fiat-verk- smiðjunni eru ítalskir tækni- ráðgjafar og tækin ítölsk. Hún mun framleiða 600.000 bifreið- ar þegar í ársbyrjun 1970 — en það er meira en þreföld bifreiðaframleiðsla Sovétríkj- anna á ári. um aðild Bretlands að bandalag- inu, yrðu Bretar að finna aðra lausn á pólitískum og efnahags- legum vandamálum sínum, með hliðsjón af Samveldinu og Frí- verzlunarsvæðinu og á grund- velli hinna góðu samskipta við Bandaríkin. Kvaðst hann viss um, að Bretar gætu komizt vel af með aðra skipan mála en að- ild að Efnahagsbandalaginu, þótt hann teldi samvinnu Evrópu- ríkjanna á brei'ðum grundvelli, með góðri samvinnu við Banda- ríkin, beztu lausnina. Lávarður- inn sagði að lokum, að þýðingar laust yrði að reyna að tefja fyrir upptöku Bretlands í bandalagið á þeirri misskildu forsendu, að þeir vildu aðild, hvað sem hún kostaði — því færi fjarri. kommúnistar náðu völdum 1949 og hafa síðan haldið sig á þess- um slóðum. Þeir hafa grafið sig niður meðfram landamærum Thailands og Burma, að sögn sök um þess, að lögreglan í Thailandi neitaði að leyfa þeim að fara yfir thailenzkt landsvæði á leið sinni til Laos. Þar hugðust þeir ráðazt á keppinauta sína og hefna ósig urs, er þeir höfðu beðið í nýaf- stöðnu ópíumstríði. Opinberir aðilar í Bangkok telja, að á svæðinu milli Thai- lands, Burma og Laos, — sem mestan part er lítt byggðir, skógi klæddir ásar og hæðir — séu um 5—6000 hermenn samankomn ir. Þeir hafa samvinnu við svo- nefnda Shan-uppreisnarhermenn í Burma og útlæga hermanna- Framh. á bls. 18 á flestum sviðum, að við þurfum að leita nýjunganna erlendis. Það sýnir okkur bet ur en flest annað að nauðsyn legt er að efla tengsl okkar við önnur lönd og þátttöku í alþjóðasamskiptum á ýmsum sviðum. Chalfont sótti hollráð til stjórnar Hollands Ópiumsmyglarar stríða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.