Morgunblaðið - 26.03.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.03.1968, Blaðsíða 1
32 SIÐUR Ekki verður horfið frá stjórnmála- Helga Valtýs- legum endurbðtum í Tékkóslð vakíu dóttir látin Leiðfogi tékkneskra kommúnista skýrir sjónarmið sín í Dresden Prag, 25. marz. NTB-AP. TÉKKÓSLÓVAKÍA hefur gert áhygg.jufullum ríkisstjórnum bandalagsríkja sinna í Austur- Evrópu það ljóst, að ekki geti orðið um það að ræða, að hverfa aftur frá þeim stjórnmálalegu endurbótum, sem nú er verið að framkvæma í landinu. Hinn nýi leiðtogi tékknesk'a kommúnista- flokksins, Alexander Dubcek, sagði ennfremur á fundi komm- únistaleiðtoganna í Dresden í Austur-Þýzkalandi á laugardag, að efla bæri samstarf ríkja Aust ur-Evrópu á sviði efnahagsmála, og mun senn verða kölluð saman ráðstefna til þess að ræða efna- hagsvandamál þeirra. í yfirlýsingu, sem gefin var út á sunnudag í Dresden, kemur það í Ijós, að endurbótaáætlun tékkneska kommúnistaflokksins var aðalumræðuefni ráðstefnunn ar. Orðalag yfirlýsingarinnar Rose heill d húfi BREZKA útvarpið sagði frá því í gærkvöldi, að útvarpsstöð sjó- hersins í Chile hefur náð skeyti frá David Rose sem nú gerir til- raun til að sigla umhverfis jörð ina og feta þannig í spor sir Fran cis Chichester. Kvaðst Rose vera á leiðinni fyrir Góðravonarhöfða, allt væri í bezta lagi og hann mundi reyna að láta heyra frá sér fljótlega aftur. Ekkert hafðd heyrzt frá Rose síðan hann lagði upp frá Nýja Sjálandi í sl mánuði og höfðu flestir talið talið hann af. bendir einnig til þess, að hin nýja forysta tékkneska komm- únistaflokksins hafi ekki látið undan, þrátt fyrir það, að hart hafi veri'ð lagt að henni frá sov- ézku fulltrúunum. Hinn svokallaði „litli topp- fundur kommúnistaríkjanna“ var kallaður saman aðeins tveim ur sólarhringum eftir að Antonin Novotny hafði skýrt frá því, að hann myndi segja af sér sem forseti Tékkóslóvakíu. Tóku full Salisbury, 24. marz. NTB. Reuter. IAN Smith, forsætisráðherra Rhodesíu sagði á sunnudag, að beinar viðræður við Bret- land væru be*ta leiðin til að jafna ágreining landanna tveggja. Smith sagði þetta í ræðu er hann flutti til þjóðar innar og mátti skilja að hann væri enn reiðubúinn til samn ingaviðræðna þrátt fyrir síð- ustu viðburði í landinu er 5 hlökkumenn voru teknir af lífi, þó að Bretadrottning hefði hreytt dauðadómunum yfir þeim í ævilangt fangelsi. Smith sagði, að bæru viðræð- trúar frá Sovétríkjunum, Póllandi, Austur-Þýzkalandi, Tékkóslóvakíu, Ungverjalandi og Búlgaríu þátt í þessari ráðstefnu. Enginn rúmenskur fulltrúi var á ráðstefnunni, en það var send út tilkynning frá rúmenska kommúnistaflokknum, þar sem hugmyndin um opinberar um- ræður um stefnuskrár kommún- istaflokkanna var studd. Er þetta talið vera gert í því skyni, að styrkja stöðu Dubceks gagn- vart „norður“-kommúnistaríkjun um, þ.e. Austur-Þýzkalandi, Póllandi og Sovétríkjunum. í Framhald á bls. 31 ur ekki árangur mundi Rhodesia halda áfram áætlunum um að gera landið að lýðveldi, og yr'ði frá því gengiö væri engin leið að snúa aftur. Ian Smith sagði að nefnd sú sem hefur unnið að því að semja framtíðarlög fyrir Rhodesíu mundi birta skýrslu í lok marz. Smith sagði, að stjórnin hefði enn ekki tekið afstö'ðu til þess, hvort landið yrði gert að lýð- veldi. Smith hvatti til einingar á þess um erfiðu tímum og bað menn standa saman gegn skæruliðum og öfgamönnum. Á meðan Smith hélt ræðu sína hél<du herflokkar stjórnar- innar áfram að reka á flótta skæruliðahermenn í skóglendi um 220 km frá Salisbury. Vill lan Smith semja við Breta? <r jt Arás Israelsmanna fordæmd Sérhvert brot á vopnahléssamkomulaginu at annarra hálfu einnig fordœmt ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna samþykkti á sunnudags- kvöld samhljóða ályktun, þar sem hin umfangsmikla árás Isra elsmanna sl fimmtudag inn í Jórdaniu var fordæmd. Samtím- is var fordæmt sérhvert brot á vopnahléssamkomulaginu fyrir botni Miðjarðarhafsins, af hvaða hálfu sem það yrði. Skírskotunin til þess. að brot á vopnahléssamkomulaginu s'kuli fordæmd almennt, felur í sér mikilvæga tilslökun, sem full trúar vesturveldanna í Öryggis- ráðinu hafa fengið framgengt að tjaldalba'ki að loknum erfið- um samningaviðræðum og á fundum ráðsins og er þar átt við hermdarverkaaðgerðir Ar- aba gegn ísraelsmönnum. Hinir síðastnefndu halda því fram, að árásin sl. fimmtudag hafi verið réttmæt gagnráðstöfun eftir þessi hermdarverk. Áður hatfði kornið fram álykt- unartillaga í Öryggisráðinu, sem borin var fram af fulltrúum Asíu- og Afríkuríkja þar um, að fordæma ísraelsmenn einhliða fyrir árás þeirra í síðustu viku. Tillaga þessi hafði mætt and- stöðu fulltrúa ýmissa ríkja og þá einkum vesturveldanna. Hatfði bandaríski fulltrúinn, Art- hur J. Goldberg, orð fyrir þeim og kvaðst hann vera mótfallinn þessari tillögu, þar sem þar væri ekki tekið nægilegt tillit til þess, að vopnaðar árásir hefðu verið gerðar gegn ísrael af hálfu Jórdaníuhermanna að undan- förnu og sem ísraelsmenn héldu fram ,að hefði verið bein orsök til árásar þeirra sl. fimmtudag. Árásin óhjákvæmileg, siegir Dayan Moshe Dayan, varnarmálaráð- herra ísraels, sagði á sunnudag, að árásin gegn Jórdaníu hefði verið mjög mikilvæg og að hún myndi hafa miki] áhrif á þróun- ina fyrir botni Miðjarða.iihafs- ins. Framhald á bls. 31 Árás fsraelsmanna inn í Jórda- níu í síðustu viku. Árásin var gerð í fernu lagi, eins og örvarn- ar sýna, en beindist þó einkum að Karameh. ísraelsmenn segja, að tilgangurinn hafi verið að eyðileggja stöðvar hermdar- verkamanna, sem farið hafi til hermdarverka inn í ísrael. Helga Valtýsdóttir, leikkona. HELGA Valtýsdóttir leikkona lézt í Landsspítalanum að morgni s.l. sunnudags eftir langa og erfi'ða legu. Hún var 44 ára gömul, fædd í Kaupmannahöfn 22. september 1923. Þótt ung væri að árum, var hún kömin í röð fremstu listamanna þjóð- arinnar og má óhikað fullyrða að fáir leikarar hafi staðið henni á sporði í listgrein henn- ar. Hugur hennar hneigðist snemma að leiklistinni, og þegar hún lézt hafði hún verið fast- ráðin leikkona við Þjóðleikhús- fð í 5 ár, eða frá 1963. Hún var starfandi leikkona frá 1952 og eru hlutverk hennar, bæði á leiksviði og í útvarpi orðin fjöl- mörg. Öllum er í fersku minni leikur hennar í Mutter Courage og Marta Helgu Valtýsdóttur í Virginiu Woolf er öilum ógleym- anleg svo að getið sé tveggja hlutverka hennar í Þjóðleikhús- inu, auk leiks hennar í Brown- ing-þýðingunni, Glerdýrunum, Öllum sonum mínum og Hart í bak, svo að getið sé nokkurra leikrita. sem hún gerði ógleym- anleg í Iðnó. Heiga Valtýsdóttir varð stúd- ent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1943 og stundaði næsta ár listnám við Kaiiforniu- Humprey til Mexico HUMPREY varaforseti Banda- ríkjanna fer til Mexico þann 1. apríl til að undirrita nýjan samn ing um bann við staðsetningu kjarnorkuvopna í Suður-Ame- ríku. Johnson forseti tilkynnti þetta í gær og sagði að Hump- hrey mundi ræða við forseta Mexico Diaz Ojdaz meðan hann stendur við í landinu. háskóla. Hún var aiin upp í iist- rænu og menningarlegu um- hverfi, þar sem var heimili for- eldra hennar. en sem kunnugt er var Valtýr Stefánsson einn helzti bakhjall lista og mennta í landinu, meðan hann var og hét, og Kristín, kona hans, í fremstu röð íslenzkra myndlistarmanna. Þessi jar'ðvegur, sem Helga Val- týsdóttir spratt úr, mótaði hana alla tíð. Hún fékk gott vegar- nesti í heimahúsum og bjó að því síðan. Helga Valtýsdóttir stjórnaði, ásamt Huldu systur sinni, barna- timum hjá ríkisútvarpinu frá 1950 og nutu þeir mikilla vin- sælda, eins og kunnugt er. Upp- lestur hennar á barnasögunni Bangsimon er öllum ógleyman- legur, sem á hlustuðu. Hún var í stjórn Leikfélags Reykjavíkur 1960-1963 og hafði ávallt vakandi áhuga á störfum félagsins og vann ötullega að hagsmunamál- um þess hvenær sem færi gafst. Hún varð varaforseti Bandalags íslenzkra listamanna 1963. Helga Valtýsdóttir var gift Birni Thors, blaðamanni við Morgunblaðið, og eignuðust þau fjögur börn, en skildu fyrir tveimur árum. Þessarar merku og mikiihæfu listakonu verður minnzt síðar hér í blaðinu. En um leið og við sendum ættingjum Helgu Val- týsdóttur og ástvinum hennar innilegar samúðarkveðjur Morg- unblaðsins, þökkum við henni umhyggju hennar og áhuga á blaðinu, en eins og gefur að skilja kviknaði sá áhugi á æsku- heimili hennar og fölnaði aldrei upp frá því. Eiga starfsmenn Morgunbiaðsins margar og góð- I ar minningar um áhuga hennar og eldmóð. Hún tók upp merki föður síns, þegar hann lézt, og átti sæti í stjórn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.