Morgunblaðið - 26.03.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.03.1968, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1968 31 99 Hvíld í 3 daga og síðan sleppt aff uréé 'í Rœtt við tvo togaraskipstjóra sem seldu vel í Grimsby TOGARARNIR, Júpíter og Ingólfur Arnarsson komu til Reykjavíkur í gær frá Eng- landi, en þar seldu þeir afl- ann. Við hittuno að máli skip stjórana á báðum skipunum og ræddum við þá um ferð- ina og söluna. Við vorum á bryggjunni, þegar Ingólfur Amarsson lagðist að og ræddum við við Sigurjón Stefánsson, þar sem hann var í brúnni. — Hvað voruð þið lengi á veiðum, Sigurjón? — Við vorum búnir að vera 11 daga á veiðum c*g sigldum síðan beint til 6-rimsby. — Hvað var aflinn mikill? — Aflinn var 2600 kitt, eða tæp 170 tonn. Mest var af þorski og ýsu einnig töluvert af ufsa. — Hver var salan? —• 13500 £ og þá er meðal- verðið 10,94 kr. á kg. Markús Guðmundsson skip- stjóri á Júpíter. — Þetta er ágætis sala. — Já, það borgar sig fyrir okkur að sigla fyrir svona markað. Ætlið þið að sigla aftiur? — Ég veit ekki ennþá, það er óákveðið, enda fer það eft ir því hvaða fisk við fáum. — Hvert ferðu á veiðar í næstu veiðiiferð? — Það er ómjögulegt að segja, maður hugsar ekkert um það fyrr en lagt er af stað. Nú slappar maður bara af í þrjá daga og síðan er sleppt. — Er nóg framtooð af sjó- mönnum? — Nógur mannskapur, úr- vals menn. Við hittum Markús Guð- mundsson, skipstjóra á Júpí- ter heima hjá honum á Laug- arásvegi 17.. — Þið selduð vel í síðustu ferð. — Já það fór nú betur en á horfðist. Það bjóst enginn við þessu, hvorki ég eða aðr- ir. — Voru slæmir sölumögiu- leikar? — Það voru rnjög slæmiri sölumöguleikar eftir því sem maður vissi, en þegar til kom var verð á þorski mjög hátt og það réði úrslitum. — Hvað var aflinn mikill? — Við vorum með 249 tonn og þar af voru 180 tonn af „hvítum fiski“ eins og við köllum, en það er ýsa og þorskur og einnig vorum við með nokkur kitt af lúðu og kola. — Fyrir hvað selduð þið? — Fyrir 20100 £ oig þá er meðalverð á kg. kr. 11.08. Raunverulega var verð á ýsu og þorski mik’lu hærra, því að við vorum með 60 tonn af ufsa og karfa, en það er ruslfiskur fyrir Englands- markað og það lækkar með- alverðið á kg. — Hvar voruð þið á veið- um? — Við byrjuðum fyrir vest an, en ísinn hrakti okkur burtu og þá fórum við á Sel Sigurjón Stefánsson, skipstjó á Ingólfi Arnarssyni. vogsbankann ag fengum mest an aflann þar. Við vorum 16 daga á veiðum, en þegar skip ið sigldi var ekkert loforð fyr ir því að landað yrði úr því og það var algjörlega upp á eindæmi Tryggva Ófeilgsson- ar, útgerðarmanns skipsins, að við sigldum og það var ekki gefið loforð um löndun fyrr en sk'pið var komið út á Humberfljót, en þar biðum við í 2 sólarhringa áður en landað var. — Hvenær ferðu aftur út? — Við förum annað kvöld. — Hvert þá? — Það er aldrei ákveðið hvert maður fer fyrinfram, en það virðist nú ekki ólík- legt að fara á sama stað og áður. Veiðilhorfurnar ei/ga að fara batnandi eftir því sem líður á vertíðina . A. J. F egurðardrottning Framhald af bls. 3 og hefur átt heima í Reykja- vík síðan. Helen er gagnfræð ingur frá Lindargötuskólan- um og er nú að læra hár- greiðslu. — Fannst þér gaman að taka þátt í keppninni? — Já, mér fannst það reglu lega gaman. — Hvað freistaði þín helzt til þess að taka þátt í keppn- inni? - Ég var nú nokkra daga að ákveða mig hvort að ég ætti að taka þátt í keppn- inni, en mig hefur all'taf lang að að sjá mig um í heimin- um og verðlaunin í keppn- inni eru ferðalög til Evrópu og Ameríku. — Hvert ferð þú svo í ferða lag? — Ég fer til Miami bað- strandarinnar í Florida. — Hefurðu nokkrar sérstak ar framtíðaráætlanir aðrar j en hárgreiðsilustarfið. — Nei, ekki eins og er. j Ég hef hugsað mér að ljúka námv, en annars er allt óráð- ið um framtíðina. — Ertu ánægð með úrslit- in? — Já, ég er mjög ánægð með úrslitin og það hefur ver ið mjög ánægjulegt að kynn- ast hinum stúlkunum, sem tóku þátt í keppninni, og við nutum mjög góðrar aðstoðar Sigríðar Gunnarsdóttur. — Hver eru þín helztu áhugamál? — Ég veit nú ekki hvað skal segja, mér finnst gaman að ferðast og svo er auðvitað a.íltaf skemmtilagt að vera með vinum og kunnmgjum i glöðum hópi. Á. J. EKKI VERÐUR Framhald af bls. 1 þessum þremur ríkjum eru lei’ð- togarnir fylgjandi öflugri mið- stjórn á öllum sviðum þjóðfé- lagsins, en því hefur verið heitið í Tékkóslóvakíu að draga úr henni á næstu mánuðum. Ekki er ljóst, hvort valdhaf- arnir í Moskvu kölluðu saman Dresden-fundinn í því skyni, að reyna að hindra tékknesku flokksforystuna í að framkvæma áætlun sína um endurbætur, eða hvort Dubcek og félagar hans í flokkstjórninni í Prag ákváðu að leggja spilitn. á i borðið, samtímis því sem þeir | vottuðu Varsjárbandalaginu holl ustu sína. Af yfirlýsingu ráðstefnunnar sést, að Dubcek gerði á fundin- um, sem stóð í 12 tíma, grein fyr ir hinni nýju stefnuskrá flokks síns. Orðalagið gerir það ljóst, að hann fór til Dresden til þess að leggja áherzlu á það gagnvart leiðtogum hinna kommúnista- ríkjanna, að það kemiur ekki tiil greina að ganga á bak þeirra lof orða, sem hann hefur gefið, hversu mikla erfiðleika, sem það kann að skapa kommúnista- flokkunum í nágrannaríkjunum. Áætlun Dubceks um endurbæt ur verður lögð fyrir miðstjóm tékkneska kommúnistaflokksins á fimmtudag og verður síðan til umræðu á opinberum vettvangi, áður en hún verður tekin til um- ræðu á þjó’ðþinginu. Ýmsir hafa hafa verið nefndir á nafn sem hugsanlegir eftir- menn Novotnys forseta í embætti þeirra á meðal Svoboda, hers- höfðingi, sem var yfirmaður tékknesku deildarinnar í Sovét- ríkjunum í heimsstyrjöldinni síð ari og vinsæl str.íðshetja. Hann er 73 ára að aldri. Fjórir aðrir til viðbótar þykja koma til greina. Það er Josef Smrkovsky, ráðherra, sem dæmdur var til dauða í hreinsunum Stalínstíma- bilsins rétt yftir 1950, skáldið Ladislav Novomesky frá Sló- vakíu, sem einnig hlaut fangels- isvist á tíma hreinsananna, Jiri Hanzeelka, sem er þekktur rit- höfundur og Ota Sik, prófessor, sem lagt hefur fram tillögur til endurbóta í efnahagsmálum og er mjög vinsæll meðal stúdenta. Framkvæmdastjóri bókafor lags tékkneska rithöfundasam- sambandsins skýrði frá því í dag, a’ð margar bækur, sem bannaðar hefðu verið fyrir að- eins fáeinum mánuðum, yrðu nú gefnar út. Þá hefur eftirlits- nefnd miðstjórnarinnar mælt með því, að rithöfundarnir Ivan Jima A. J. Lietom og Ludvik Vaculis yrðu að nýju teknir í kommúnistaflokkinn, en þeir voru allir reknir úr honum að loknum stormasömum fundi rit- höfundasambandsins í júní í Þá skýrði framkvæmdastjóri bókaborlagsins frá því enn frem- ur, að bókin „Sætleiki valdsins" eftir Ladislav Mnacko mundi einnig verða gefin út, en höfund- urinn lifir nú í sjálfviljugri út- legð í ísrael. Síðasta símtalið, sem afgreitt var áður en nýjastöðinvar opn- uð Ljósm.: P. H.). Sjálfvirk símstöð opnuð að Brúarlandi Brúarlandi 25. marz. í DAG var opnuð sjálfvirk sím- stöð hér á Brúarlandi, sem nær yfir meginhluta Mosfellshrepps. Kom póst- og símamálastjóri hingað og opnaði stöðina, en síð an þauð hann til samsætis í Hlé- garði fyrir nokkra gesti úr sveit inni og starfsmenn símans. Þar flutti póst- og símamálastjóri ræðu og lýsti framkvæmdum við verkið, en oddviti Mosfellshrepps þakkaði fyrir hönd hinna nýju símnotenda. Nýja stöðin tekur 162 númer. Símstöðin í Mosfellshreppi hef ur verið að Varmá og Álafossi og síðast hér að Brúarlandi. Sím- stjórnar hafa verið: Halldór Varmá, Sigurjón á Álafossi, Lár us Halldórsson á Brúarlandi og nú síðast frú Guðrún Magnús- dóttir í Mörk frá 1952. Mikil ánægja ríkir yfir þess- um framkvæmdum og vænta menn þess, að þetta verði lyfti- stöng fyrir atvinnulíf í byggðai laginu. — Fréttaritari. Póst- og símamálastjóri opnar nýju sjálfvirku stöðina. - ARAS Framhald af bls. 1 í útvarpsviðtali í ísiael sagði Dayan, að ekki hetfði verið unnt að komast hjá því að gera þessa árás. Hún hefði verið nauðsyn- íeg til þess að tryggja þá toern- aðarlegu og stjórnmálalegu að- stöðu, sem áunnizt hefði í sex I daga styrjöldinni í júní í fyrra. Viðtal þetta fór fram við Day an, þar sem hann lá á sjúkra- beði, en hann hafði verið lagður inn á sjúkratoús með brotin rif- bein og fleiri meiðsli. eftir að grjót og mold hrundi ofan á hann er hann var við fornleifa- gröft rétt utan við Tel Aviv á miðvikudaginn var. Dayan sagði ennfremur, að margir Arafoar væru reiðuibúnir til þess að berjast gegn ísrael, ef þeir fengju aðstoð frá jór- dans'ka hernum. Hér hefði ekki verið um einstaka orustu að ræða, toeldur gæti vel verið að ísraelsmenn ættu fyrir höndum langvarandi hernaðaraðgerðir, áður en úrslit hefðu fengizt. Ennþá ófriðlegt Á sunnudag skiptust herlið ísraelsmanna og Jórdaniumanna enn á skotum meðfram ánni Jórdan. Samkvæmt frásögn tals- manns ísraelsstjórnar. hófu Jórdaníumenn fallibyssuskottoríð eftir hádegið og hefðu ísraels- menn svarað skothríðinni, sem hefði staðið yfir í tvo tíma. Þá hefðu Jórdaníumenn einnig beitt vélbyssum gegn ísraels- mönnum. >á skýrði talsmaður ísraelska hersins frá því í dag, að tveir arabískir toermdarverkamenn hefðu verið skotnir til bana af eftirlitshópi ísraelskra hermanna í norðurhluta JórÖandalsins. Sagði í til’kynningunni. að ísra- elsku hermennirir hefðu komið hermdarverkamönnunum á óvart og hafið skothrið á þá. Var sagt, að hermdarverkamennirn- ir hefðu verið frá E1 Fatafo- hreyfingunni. Eban á ferðalagi Abba Efoan, utanrikisráðherra fsraels, hefur sent utanríkisráð- herrum margra rikja bréif þar sem hann skýrir ástæðuna fyrir hernaðaraðgerðum ísraelsmanna á jórdönsku landi sl. fimmtudag. í bréfinu lýsir hann því yfir, að ekkert friðels’kandi land geti harmað árás á „flokk morð- ingja“, sem hæfu sig upp yfir alþjóðalög og eyðilegðu vonir um frið fyrir botni Miðjarðar- hafsins. Eina krafa ísraels gagnvart Jórdaníu væri, að Jórdania segði skilið við hreyfingu hermd arverkamanna ,sem fæli í sér yf irvofandi ógnun um, að Austur- löndum nær yrði að nýju varp- að út I víti ofbeldis og grimmd- arverka. Bban hélt til London á sunnu- dagskvöld, þar sem hann hugð- ist eiga viðræður við brezka ut- anríkisráðherrann, Mictoael Stewart, um þróun mála fyrir botni Miðjarðarhafsins. Á fimmtudag hyggst Eban fara frá Bretlandi í viku opinbera heim- sókn til Hollands, Belgíu og Luxemfoourg. ---------------- - MINNING Framhald af bls. 22 Með sóley og fífil, söng og blóm ég sé þig í draumsins heimi. Ég heyri þinn milda, mjúka róm — mál, sem ég aldrei gleymi. Ég finn þú varir og blessar blíð. — og bæn þín frá draumalöndum fylgir mér alla ævitíð yljuð af þínum höndum. Svo kem ég hljóður seinna J vor, er sólin brosir í heiði og golan kyssir þín gleymdu spor, með gleym mér á þitt leiði. >á mynd þín geislar í minni sál við minninga logann bjarta. Ég skal geyma þitt milda má1 mótað í göfugu hjarta. Á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.