Morgunblaðið - 11.05.1968, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.05.1968, Blaðsíða 25
MORGUN'BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAf 1968 25 t Ekki er Krísuviknrbjargl* árennileg-t, eins og sjá má á þessari mynd, en björgunarsveitarmenn klifu bjargið af mikilli leikni. Örin vísar á einn björgunarsv eitarmanninn, á leið niður í fjör una. (Ljósm-: Sv. Þorm.) - ÞEIR VINNA Frambald af bls. 5. Fjáröflunardagur „Ingólfs". En því er þessi ferð rifjuð hér upp, að í dag, lokadag vertíðarinnar, er fjáröflunar- dagur slysavarnasveitarinnar Ingólfs. Ganga björgunarsveit armenn þá um götur, og bjóða merki til sölu. í tilefni dags- ins snerum við okkur tii Jó- hannesar Briem, formanns björgunarsveitarinnar, og fengum hann til að skýra lítil lega frá þvi helzta úr starfi sveitarinnar á liðnu ári. — Björgunarsveitin var end urskipulögð fyrir 10 árum, seg ir Jóhannes, og hefur fjöldi útkalla og allt starf sveitar- innar aukizt stöðugt ár frá ári. Var síðasta ár ekki nein undantekning og hefur fjöl- breytni verkefna og allt starf hennar aldrei verið meiri en Þá. 1958, þegar endurskipulagið fór fram, vorum við aðeins 15 menn í sveitinni, og höfðum auk björgunarbátsins Gísla J. Johnsen, aðeins yfir fluglínu- tækjum og smávegis af fjalla- útbúnaði að ráða. Nú eru 43 félagar í sveitinni og er hún orðin allvel búin tækjum. Á hinn bóginn er orðið allt of þröngt um hana í núverandi bækistöð og er brýnasta vefk efnið að skapa henni betri að- stöðu. Hefur aðstöðuskortur- inn m.a. valdið því, að ekki hefur verið hægt að halda fullri félagatölu, en fullskip- uð telur hún um 51 mann. Þá torvelda þrengsli öll störf, bæði við viðhald og eftirlit tækja, svo og við leitir og æf ingar. Full nauðsyn er þó á því, að sveitin sé fullskipuð vegna fjölda verkefnanna, því að þá er allt starf sveitarinn- ar unnið í sjálfboðavinnu eins og kunnugt er. Utbúnaður. bíla- og bátatíðni, og annarri á flugtíðni, auk sjúkragagna og súrefnistækja. Hefur reynsla okkar af bifreiðinni staðizt fyllilega beztu vonir. >á eignaðist sveitin 8-manna Zodiak slöngubát á sl. ári til notkunar á sundunum hér í nágrenni við borgina, og er nú verið að athuga með kaup á hentugum utanborðsmótor. Auk þess hefur sveitin tvenn fluglínutæki til björgunar í landi, annað þeirra er útbúið á sérstaka jeppakerru, en hitt er nylontæki, sérstaklega ætluð til bufðar. Af útbúnaði til leitar má fyrst og fremst geta talstöðva sveitarinnar. en hún á eina Nokkrir lélagar úr Ingólfi, sem tóku þátt í leiðangrinum. Verzlunarstarf Sérverzlun óskar að ráða mann eða konu vana sölu og verzlunarstörfum. Tilboð sendist Mbl. með upp- lýsingum um aldur og fyrri störf fyrir 16. þessa mánaðar merktar: „Sölustarf — 8680“. Tilboð óskast í vörulager (leikföng, plastmódel og fl.) Allt góð og mjög seljanleg vara, að verðmæti um 230 þús. í útsölu. Tiboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Vörulager — 8681“ fyrir 15. þ. m. Af útbúnaði sveitarinnar má fyrst nefna björgunarbát- inn Gísla J. Johnsen, en að undanförnu hafa farið fram endurbætur á honum og ver- ið sett í hann ný vél. Bátur- inn er búinn ágætum siglingar tækjum, auk nauðsynlegra björgunartækja, en ennþá vantar í hann bæði aflmikla dælu og slökkvitæki, svo að unnt sé að veita brennandi eða sökkvandi bátum aðstoð. Hefur sveitin ekki getað veitt nauðsynlega aðstoð í nokkrum slíkum tilfellum á undanförn um árum vegna skorts á þess um tækjum. Unimog-bifrefð sveitarinnar hefur nú verið búin festing- um fyrir 9 sjúkrakörfur eða 6 venjulegar sjúkrabörur. Hún hefur einnig talstöð á BíJl - Bátur Til sölu er Willys Station Vagoneer árgerð 1965, og Klipper master vatnabátur ásamt utanborðsmótor. Upplýsingar í síma 19747 eftir kl. 17:00 í dag og næstu daga. Tveir duglegir sjómenn óska eftir að taka á leigu 14—15 tonna bát. Skil- yrði með góðri vél og í góðu lagi frá 15. júní. Tilboð sendist til afgr. Mbl. fyrir 20. þjm. merkt: „Skilvó — 8596“. burðartalstöð á báta — og bílabylgju, sex labb-rabb tæki 3 stöðvar á tíðninni 156.8 Mc og loks eina móðurstöð, sem er til húsa í byggingu SVÍF á Grandagarði. Vonir standa til að sveitin fái aðra burðar- talstöð til umráða innan skamms. Þá má einnig geta þess, að einstaklingar innan bjöngunarsveitarinnar eiga nú um 20 tveggja-drifa bifrefðir og eru 10 þeirra búnar tal- stöðvum. Eru þessar bifreiðir sveitinni til reiðu, hvenær sem þörf er á. Markvisst hefur verið unn- ið að því að búa út fjalla- flokka sveitarinnar, og eru nú til tjöld, viðlegubúnaður, ís- axir, mannbroddar, líflínur, ýmis klifurbúnaður, sleðar o. fl. fyrir 21 mann. Aftur á móti eru einungis til 11 pör af skíðum, og því nauðsyn að afla fleiri í náinni framtíð. þá hafa verið fest kaup á tveimur vélsle’ðum. Loks má geta þess varðandi útbúnaðinn, að sveitin hefur eignast 20 manna tjald, yfir- byggðan aftanívagn, stórt loft netsmastur og ýmsan þann búnað, sem nauðsynlegur er til að koma upp bækistöð utan byggðar, til að mynda við víð tækar leitir á fjöllum uppi, segir Jóhann. Mörg útköll. Við spyrjum hann þessu næst um helztu verkefni sveit arinnar á liðnu starfsári. — Sveitin var kölluð út sex sinn um til leitar að týndu fólki. I þremur tilfellum fundust hin ir týndu látnir, en í hinum þremur fundust þeir eða komu fram af sjálfsdáðum. Tvisvar var undirbúin leit, en hinir týndu komu fram áður en til hennar kæmi. Tvisvar var sveitin kölluð út til leitar að flugvélum. 1 fyrra tilíellinu hafði lítil flug vél stungizt í sjóinn við Við- ey, og fóru þá þrír frosk- menn úr sveitinni ásamt ein- um flokka hennar á Gísla Johnsen. Tókst sveitarmönn- um að finna flugvélina og ná henni upp ásamt flugmannin- um, sem var látinn. í síðara til fellinu hvarf flugvél fyrir Norðurlandi, og tóku félagar úr sveitinni þátt í leit úr lofti á Hrútafirði, Húnaflóa og fjalllendinu þar suður af. Enn fremur sá hún um leit á Snæ fellsnesfjallgarðinum ásamt björgunarsveitum SVÍF á Akranesi, Borgafnesi, Hafnar- firði, Kópavogi og Borgarfirði. Sex útköll voru á árinu vegna sjóbjörgunar. Hinn 29. júní var farið á Gísla Johnsen og Sæbjörgu til áðstoðar við Grjótey, sem hlekkzt hafði á upp við Kjalarnes. I ágúst var sveitin kölluð út vegna lítils hraðbáts, sem hafði orðið viðskila við fleiri báta á leið til Reykjavíkur úr Hvalfirði, en hann náði landi að sjálfs- dáðum. Þá voru í september þrjú útköll vegna neyðar- merkja í eyjunum hér á Sund unum, og var náð í fóik þang áð, sem leitað hafði þangað, er litlum bátum þeirra hlekkt- ist á. Þá ná'ðu félagar úr sveit inni í slasaða skíðamenn upp í KR-skálann, og einnig var farið til aðstoðar við ferða- menn, sem lent höfðu i ógöng um á Hellisheiði, og fleira mætti nefna. Æfingar. Við víkjum þessu næst að æfingum sveitarinnar, og Jó- hannes segir: — Sveitin tók þátt í fimm samæfingum méð öðrum björgunarsveitum út á landi, en einnig fóru flokkar úr sveitinni í æfingar á ýmis fjöll hér sunnanlands. Reglu- bundnar æfingar voru hjá froskm. sveitarinnar i Sund- laug Vesturbæjar, en sveitin hefur nú á að skipa 10 frosk mönnum. Margt fleira mætti tína til úr starfi sveitarinnar, en of langt mál yrði áð telja það allt upp hér. En ég vil nota tækifærið og færa öllum þeim aðilum, sem styrkt hafa okkur á einn eða annan hátt, okkar beztu þakkir. Radíóverkstæði Land- símans vil ég þakka sérstakan velvilja og gott samstarf, Landhelgisgæzlunni og lög- reglunni í Reykjavík fyrir margvíslega hjálp og góða samvinnu. Þá hefur samstarf íð við Hjálparsveit skáta 1 Reykjavík og Hafnarfirði ver- ið slík, að ekki verður á betra kosið, og hið sama er að segja um samstarfið við aðrar björgunarsveitir SVFl úti á landsbyggðinni. Töskur fyrir yngstu börnin í miklu úrvaii. Ný dönsk blöð. Bókabúðin Hlíðar, Miklubraut 68. Til sölu 1000 ferm. lóð undir einbýlishús í Skerjafirði. Sverrir Hermannsson, Skólavörðustíg 30, sími 20625, kvöldsími 24515. KJÓSENDUR í NORDURUNDSKJÖRDÆMI EYSTRA STUÐNINGSMENN GUNNARS THORODDSEN við forsetakosningar hafa opnað skrifstofu í húsinu nr. 5 við Strandgötu á Akureyri. Súnar skrifstofunnar eru 21810 og 21811. Stuðningmenn Gunnars Thoroddsens eru vinsam- lega beðnir að hafa samband við skrifstofuna sem fyrst. F. h. undirbúningsnefndar ARNÞÓR ÞORSTEINSSON, JÓN INGIMARSSON, JÓN G. SÓLNES, ÞORVALDUR JÓNSSON.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.