Morgunblaðið - 11.05.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.05.1968, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAf 1968 31 - STUÐLAÐ ................. Framhald af bls. 32. svo og kaflar úr áliti nefndar- innar. 1. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að taka lán eða takast á hendur sjálfsskuldarábyrgð á láni sem Síldarútvegsnefnd tæki, að f jár hæð allt að 15 milljónir króna, eða jafnvirði þess í erlendri mynt, til greiðslu kostnaðar við flutninga sjósaltaðrar síldcir til íslenzkra hafna af miðunum norð austur og austur af íslandi á árinu 1968. 2. gr. Síldarútvegsnefnd skal hafa forgöngu um og hafa á hendi framkvæmd flutninga samkvæmt 1. gr. og er henni heimilt að taka á leigu allt að fimmflutn- ingaskip í því skyni og gera aðrar ráðstafanir, er nauðsyn- legar reynast til tryggingar fram gangs flutninganna. Ennfremur er henni heimilt að veita öðr- um aðilum fjárhagslegan stuðn- ing eða aðra fyrirgreiðslu í þessu skyni, samkvæmt reglum, sem sjávarútvegsmálaráðherra setur. 3. gr. Síldarútvegsnefnd skal fyrir 10. júní 1968 gera áætlun um heildarkostnaðinn við flutninga samkvæmt lögum þessum. Skal sú áætlunarfjárhæð dregin frá útflutningsandvirði saltsíldar- framleiðslunnar á Norður- og Austurlandi á árinu 1968 hjá Síldarútvegsnefnd áður en kem- ur til greiðslu andvirðisins til BÍldarsaltendia. Áætlunarfj árhæð þessi skal ganga til greiðslu kostnaðar við flutningana og endurgreiðslu lána ásamt vöxt- um samkvæmt 1. gr. Verðlagsráð sjáVarútvegsins skal leggja áætlun Síldarútvegs nefndar samkvæmt 1. mgr. þess- arar greinar til grundvallar verð lagningu sumarsíldar til söltun- ar á árinu 1968. Hinn áætlaði heildarkostnaður við flutningana skal við verðákvörðun skiptast til helminga milli útgerðarmanna og sjómanna annars vegar og síldarsaltenda hins vegar. 4. gr. Reynist kostnaður við flutn- inga samkvæmt lögum þessum minni en áætlun Síldarútvegs- nefndar samkvæmt 3. gr. gerir ráð fyrir, skal sú inneign geymd á sérstökum reikningi til næsta árs til ráðstöfunar sam- kvæmt ákvörðun Verðlagsráðs sjávarútvegsins. Reynist kostnaður við flutn- inga samkvæmt lögum þessum meiri en áætlun Síldarútvegs- nefndar samkvæmt 3. gr. gerir ráð fyrir, skal sá viðbótarkostn ur greiddur af útflutnings- andvirði saltsíldarframleiðslunn ar á Norður- og Austurlandi á árinu 1969 og skal Verðlagsráð sjávarútvegsins leggja þann við- bótarkostnað til grundvallar við verðákvörðun sumarsíldar til söltunar yorið 1969 og skiptast til helminga milli útgerðarmanna og sjómanna annars vegar og síldasaltenda hins vegar. 5. gr. Sjávarútvegsmálaráðherra get- ur sett reglugerð um nánari framkvæmd laga þessara, þar á meðal um löndunar staði, kaup, yfirtöku og skoðun saltsíldar, sem flutt er samkvæmt ákvæðum laganna. 6. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Kaflar úr nefndaráliti. Flutningar á sjósaltaðri síid. Mjög alvarlegt vandamál hef- ur skapazt í sambandi við sölt- un síldar hér á landi, einkum sumarsíldar á Norður- og Aust- urlandi vegna vaxandi afla brests á heimamiðum á undan- förnum árum. Á síðast- liðnu sumri aflaðist sáralítil síld til söltunar á venjulegum sölt unartíma. Megin hluti söltunar- innar var framkvæmdur í októ- ber og nóvembermánuði, þegar síldargöngurnar höfðu nálgast landið. En svo sem kunnugt er, er sá galli á haust og vetrar- BÍld, að fiskur síldarinnar er ekki eins mjúkur og ljúffengur eins og venjulegrar sumarsíldar, auk þess sem síldin er magr- ari. Þá er veðurfar oftast mjög risjótt og kalt á haustmánuðum, svo erfitt er að salta síldina nema inn í húsum og síldin verk ast seint og illa, ef hún ligg- ur úti í kuldum og þyrfti helzt að geymast í upphituðum húsum, ef hún ætti að verkast á eðli- legan hátt eins og sumarsíld. Sumir af helztu kaupendum vilja ekki síld sem söltuð er í októ- bermánuði eða síðar og allir kjósa þeir heldur góða sumarveidda síld til verkunar upp í samninga sína. Á undanförnum árum hafa orðmenn stundað síldveiðar fyrst og fremst til bræðslu en síðastliðið sumar lögðu þeir þó meiri áherzlu á síldarsöltun en verið hefur. Vegna mikillar eft- irspurnar á sumarveiddri síld nú í haust og vetur hafa Norð- menn boðið ýmsum helztu kaup- endum Íslandssíldar sumar- veidda síld, sem þeir nefna fs- landssíld og ráðgera að verka um borð í veiðiskipum og sér- stökum skipum, sem ætlað er að taka á móti síldinni á miðunum og verka hana um borð. Svip- aðrar samkeppni er einnig að vænta úr öðrum áttum. Af þessum ástæðum er aug- ljóst, að verði síldargöngur á sumri komandi með sama eða svipuðum hætti og síðastliðið sumar, þá verður mjög erfitt fyr ir íslendinga að ná viðunandi fyrirframsamningum um sölu salt síldarinnar (þ.e. saltsíldar, kryddsíldar og sykur saltaðrar síldar), nema því aðeins, að þeir geti boðið að verulegu sjósalt- aða sumarsíld jafnhliða land- saltaðri síld í samningagerð sinni við hina ýmsu kaupendur. Það er því nauðsynlegt að koma í veg fyrir yfir- vofandi markaðshrun á saltsfld- arframleiðslu landsmanna, að hefjast handa um framileiðslu sjósaltaðrar sumarsíldar á mið- unum norðaustur og austur af íslandi. Nefndin hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að heppileg- asta leiðin til þess að greiða fyrir sjósöitun sumarsíldar á fjarlægum miðum, sé sú, að verk un síldarinnar fari fram um borð í veiðiskipunum, jafnframt því sem þau stundi veiðar til bræðslu. Ekki yrði saltað mikið magn í einu. Sérstök birgða- skip yrðu látin flytja tunnur og salt til veiðiskipanna og tækju aftur við síldinni hjá þeim, þeg- ar hún hefur verið hausskorin, sett í tunnur og pækluð. Gert hefur verið ráð fyrir, að síldarsaltendur tækju við síld- inni- á hafskipabryggju og að þessi síld yrði skoðuð og yfir- tekin, þegar í land kæmi og endanlegt verð og greiðslur frá sildarsaltenllum til hvers skips færu eftir því, hvernig síldin reyndist við skoðun. Óhjákvæmilegt er, að útgerð- armenn þeirra skipa sem salta síld um borð hafi fyrirfram sam- þykkt ákveðna síldarsaltendur sem tækju við síldinni til verk- unal. Síldin verði ekki afhent öðrum síldarsaltendum en þeim, er viðkomandi útgerðarmenn hafa samþykkt fyrirfram. Nefnd in telur að ekki megi landa úr hverju skipi nema á 2-3 höfn- um í hverri ferð til þess að halda kostnaði í skefjum. Þá yrði og nauðsynlegt til þess að flutningarnir þyrftu ekki að truflast vegna óvissu um lönd- unarstað, að útgerðarmaðurinn hefði samþykkt síldarsaltenda sem viðtakanda og kaupanda síldarinnar á sem flestum stöð- um eða a.m.k. einn saltenda á hverjum stað (höfn) á 10-12 stöðum (höfnum). Að áliti nefndarinnar er það ekkert vafamál, að verkun salt- síldar um borð í veiðiskipum á fjarlægum miðum getur forðað saltsíldarframleiðslu landsmanna frá yfirvofandi hruni og orðið til mikilla hagsbóta fyrir sjó- menn og útgerðarmenn og land- ið í heild. Nefnílin telur æskilegt, að ein stakir útgerðarmenn sem kunni að flytja sjósaltaða síld til ís- lenzkrar hafnar í veiðiskipi eða sérstöku móðurskipi fái sömu greiðslu pr. tunnu til að standa straum af flutningskostnaði og kostnaður reynist pr. tunnu við flutninga Síldarútvegsnefndar á sjósaltaðri síld, enda sé þessari síld skipað í land undir eftir- liti fulltrúa Síldarútvegsnefnd- ar og síldin samþykkt á sama hátt og önnur sjósöltuð síld sem flutt er á vegum nefndarinnar í flutningaskipum. Nefndin tel- ur nauðsynlegt, að þeir útgerð- armenn, sem ráðgera að flytja verkaða síld að landi á framan- greindan hátt, tilkynni það til Síllarútvegsnefndar fyrir 10. júní næstkofandi, svo unnt sé að gera áætlun um flutninga- þörfina og kostnaðinn við flutn- ingana. Auglýsi 'SÚN eftir um- sóknum um slíka fyrirgreiðslu með nægilegum fyrirvara til þess að umsóknir geti borizt fyrir 10. júní n.k. í þessum tilfellum verði ekki tekin ábyrgð á skipa- leigum eða öðrum kostnaði um- fram það sem að framan grein- ir. n. Flutningar á síld til bræðslu. Það er almæli að síldveiðar á s.l. sumri mundu vart hafa verið stundaðar á fjarlægummið um, ef ekki hefði notið við hinna stóru flutningaskipa m.s. Hafarnarins og e.s. Síldarinnar til flutninganna. Reynslan af flutningunum und anfarin ár virðist benda ótví- rætt í þá átt, að tankskip sem bera um 3000—3500 tonn eða meira henti bezt til þessara flutninga, þar sem að flutning- arnir séu miklum mun ódýrari í þessum stóru skipum heldur en í smærri skipum miðað við flutt magn. Flutningskostnaðurinn var á s.l. ári greiddur þannig, að sjó- menn og útgerðarmenn seldu síldina til flutningaskipanna fyrir 22 aurum lægra verð pr. kg. heldur en þeir fengu greidda fyrir hana afhenta verksmiðju í landi. í uppgjöri Síldarverksmiðja ríkisins á bræðslusíldarflutning- um vegna síðastliðins árs var gert ráð fyrir því, að Síldar- verksmiðjur ríkisins greiddu helming flutningskostnaðarins, þ.e. aðra 22 aura pr. kg. og voru þá fyrir hendi til afskrifta rúmlega 8 milljónir króna á skip inu, en lögleyfðar afskriftir voru um 10 milljónir króna. Eins og áður segir, er það álit nefndarinnar að ekki séu aðrar leiðir líklegri til að bæta hag síldarútvegsins á komandi sumri, ef sildargöngur verða svipaðar og á síðastliðnu ári, en að taka upp söltun á síld á fjarlægum miðum um borð í veiðiskipun- um jafnframt því sem skipin fiski síld til bræðslu. Til þess að söltunin sé framkvæmanleg í svo ríkum mæli sem þyrfti að vena, er nauðsynlegt að auka flutninga á brfðslusíld frá því sem var s.l. sumar. Telur nefnd- in þáð algera forsendu fyrir því, að söltunin sé framkvæmanleg á þann hátt sem hún hefur mælt með hér að framan, að fjölga flutningaskipunum um eitt til tvö skip með burðarmagni um 3000 tonn eða meira, eins og framangreind skip hafa hvort fyrir sig. Síðaatliðið sumar fullnægðu flutningaskipin tvö ekki þörf- inni og þurftu veiðiskipin því oft að bíða eftir flutningaskip- unum eða sigla til móts við þau allt að 2ja til 3ja sólarhringa ferð og bíða þar eftir þeim svo umskipun gæti farið fram. Var síldin því oft þegar umskip- un fór fram orðin óeðlilega gömul. Oft á tíðum urðu veiði- skipin að sigla alla leið til lands með aflann allt að 900 sjó- mílna leið og gat þá farið í ferðina fram og til baka allt að 10 dögum. Aflamöguleikar síld- veiðiflotans nýttust því ekki að fullu auk þess sem hráefnið varð lélegra en myndi hafa orð- ið, ef næg flutningaskip hefðu verið fyrir hendi til að anna flutningunum. Hið lága verð sem nú er á bræðslusíldanaf- urðum gerir það enn nauðsyn- legra að hagnýta veiðimöguleik- ana á fjarlægum miðum til hins ýtrasta. Mælir nefndin þvi eindregið með því við ríkisstjórnina, að hún veiti Síldarverksmiðjum rík isins þá fyrirgreiðslu til leigu á tankskipi til síldarflutninga, sem verksmiðjustjórnin sam- Þannig líta út gangmótin Suð- urlandsbraut — Álfheimar og Suðullandsbraut — Grensásveg- — Framkvæmdir Framhald af bls. 32. stöðulaust á svokallaðri grænni bylgju um þau öll, sé réttum hraða haldið. Umferðarljós á Suðurlandsbraut verða sam- tengd á sama hátt, en hætt er við meiri truflun á þeirri leið. Nú eru 1900 umferðarmerki í Reykjavík og þarf að flytja 1050, en taka niður 50. Við breyt inguna þarf að bæta við 210 AMERÍSKUR ríkisborgari var handtekinn á Austurvelli í fyrra kvöld með mikið magn af ís- lenzkri mynt í ferðatösku. Gaf hann þá skýringu, að íslenzk mynt væri að sínu áliti snöggt- um betri verzlunarvara en gull. og kvaðst hann ætla að selja hana þegar heim kæmi. Þegar lögreglan efaðist um sannleiks- gildi þessa, dró hann mynt- verðlista upp úr vasa sínum og kom þar i Ijós, að íslenzka myntin er ólíkt verðmeiri vest- an hafs en hér á iandi. f töskunni var íslenzk mynt að upphæð á sjötta þúsund krónur. Mest var af nýju 10 króna rriyntinni, en meðal ann- ars voru þarna 20.000 einseyr- ingar. Samkvæmt myntverðlist- ánum, er íslenzkur einseyring- ur seldur á 10 cent í Banda- ríkjunum, 25 eyringurinn á 20 cent og krónan á einn dollar. Ef kórónan er á bakhlið pen- inganna er söiluverðið 50% hærra. Samkvæmt þessu kvaðst maður þessi fá um 114 þús. isl. krónur fyrir þessa 20.000 eins- eyringa, sem hann keypti hér á þykkti 9. marz s.l. og áréttað hefur verið með bréfi stjómar S.R. til sjávarútvegsmálaráðu neytisins, dags. 23. apríl, 1968. Þá leggur nefndin til að at- hugað verði, hvort ekki s unnt að stuðla að því, að einkaverk- smiðjur geri út skip af svipaðri stærð til bræðslusíldarflutninga í sumar. nýjum merkjum. Merkið „inn- akstur bannaður“ mun í fram- tíðininí breytasit og verður hið nýja bogið og sézt því betur frá hlið. Stefnt er að því að flutningur merkjanna verði geng inn um garð, er H-umferð tekur gildi. Öll merki sem að skað- lausu má flytja fyrir H-dag verða flutt, en biðskyldumerki og stöðvunarskyldumerki verða flutt á H-nótt milli kl. 03 og 06. Á tímabilinu 06 til 07 verð- ur allt merkjakerfið yfirfarið og munu a.m.k. 5 vinnuflokkar starfa að því eingöngu. Menn sem búa við tvístefnu- alksituir verða að atihiuiga að þeir þurfa að koma úr önd- verðri átt ætli þeir að leggja bílum sínum á sama stað og breytist á þessum götum: Brá- vallagötu, húsagötum Miklu- braiutiar, Laiuigarniesvegiair og Kleppsvegar. Tekinn verður upp einstefnuakstur til austurs á Hverfisgötu frá Kalkofnsvegi að Ingólfsstræti. Gatnamerking er nú langt komið og verður haldið áfram við hana til H-dags. Er hún í samræmi við H-umferð og eru bifreiðastjórar beðnir að gæta þess. H-nóttina verður unnið við að setja eins margar ak- reinaörvar og frekast er unnt. Öllum bifreiðastæðum verður breytt í samræmi við breytt við- horf. 435 stölumælar eru nú í Reykjavík og flytja þarf um 120. Gatnamálastjóri bað Mbl. að síðustu að koma eftirfarandi á framfæri: Þar sem nú standa víða yfir framkvæmdir við gatnagerð, breytingar á gatnamótum vegna gildistöku hægri umferðar og merking akbrauta, er þeim til- mælum beint til ökumanna og annarra vegfarenda, að þeir sýni þolinmæði og sérstaka til- litsemi í umferðinni. Lögreglan í Reykjavík annast eftirlit og umferðarstjórn á þeim stöðum, sem framkvæmdir standa yfir, til að koma í veg fyrir langvarandi umferðartruflanir. Stilling umferðarljósa og færsla umferðarljósastólpa vegna gildistöku hægri umferðar fer nú víða fram í borginni. Meðan á því stendur eru ljós- in óvirk, en lögreglan annast umferðarstjórn á viðkomandi gatnamótum. A þeim stöðum, sem unnt verður, verða ljósin tekin í notkun fyrir H-dag. 200 krónur. Þá var söluverð 500 króna gullpeningsins skráð 35 dollarar í þessum verðlista. Tildrögin að handtöku manns- ins voru þau, að lögreglan var sagt að þar væri erlendur mað- ur að fara frá ógreiddum reikn- ingi. Þegar lögreglan kom, var maðurinn farinn burt, en skömmu síðar sást maður, sem lýsingin svaraði til, á gangi yfir Austurvöll með ferða- tösku í annarri hendinni og skjalatösku í hinni. Gaf maður- inn þá skýringu, að hann hyggð- ist fara á annað hótel, en morg- uninn eftir ætlaði hann að fara í banka, skipta ferðaávísunum og greiða reikninginn á Hótel Vík eins og hver annar heið- arlegur maður. Lögreglunni fannst ferðataska mannsins grunsamlega þung, opnaði hana og komu myntirnar þá í ljós. Samkvæmt lögum má erlendur ferðalangur taka allt að 1500 íslenzkar krónur með sér út úr landinu og fékk. maður- inn að halda þeirri upphæð, en afganginum varð hann að skila í banka. Islenzk mynt gulli betri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.