Morgunblaðið - 10.08.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.08.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNÐLAÐIÐ, LAUGAKDAGUR 10. ÁGÚST 1-968 0 Of snemmt „Stud juris" SKRIFAR: HEIÐRAÐI Velvakandi! Mér og fleirum þótti eiakennilegt að hlusta á atburðalýsingu Ríkisútvarpsins frá forsetaakiptunum. Fyrir utan óhóflega lang ar og vandraeðalegar þagnir, virtist lýsand- inn ekki vita fullkomlega, hvers konar atihöfn þetta var. Þetta voru forsetaskipti, og ætti hvert mannsbam að skilja, að frá- faranidi forseti er forseti, þangað til komandi forseti hefur undirritað eiðstafinn og foraeti Hæstaréttar íslands hefur afhent honum kjörbréfið. Á þeirri sekúndu, sem forseti hæstaréttar færir honum kjörbréfið í hendur, verður hann forseti íslands, en auð vitað ekki fyrr. Þetta virtist atburðalýsir ekki hafa gert sér ljóst, a. m. k. titlaði hann forsetaefnið sem forseta þegar í upphafi athafnarinnar og konu hans sem forsetafrú. Þetta má virðast smávægilegt og hégóm- legt, en fyrst allt þetta tildur er viðhaft á annað borð, er eins rétt, að Ríkisútvarpið viti nokkurn veginn, hvað um er að vera. 0 Röð skrúðgöngumanna Nú, fyrst ég er á annað borð farinn að Skrifa um þetta, vona ég, heiðraði Velvak andi, að yður finnist ekki of ósmekklegt af mér að gagnrýna serímoníuna sjálfa, eða etikettuna, sem þar var viðhöfð. Þegar gengið var frá Alþingi til Dómkirkju, gengu fremstir tveir saman forsetaefni og forseti hæstaréttar, síðan komu tilvonandi forsetafrú og biskup, þá forsætisráðherra og fráfarandi foseti. Um aðra röðun veit ég ekki Hæstiréttur íslands á að sjá að öllu leyti um þessa athöfn, og hefði hún því átt að fara fram í húsakynnum réttarins, en e. t. v. hefur þótt of þröngt þar um alit fína fólkið, sem varð að vera með, eða gangan of löng frá Lindargötu niður i Templarasund. Hvað um það, — samkvæmt alþjóðlegum og sjálfsögðum siðaregl-um hefði röðin átt að vera þessi: Fremstir fráfarandi og til- vcnandi forseti með forseta hæstaréttar á milli sín, þá forseti Sameinaðs Alþingis og forsætisráðherra, síðan eiginkona tilvonandi forseta og biskup, þá tveir elztu hæstarétt ar dómarar að starlsaldri, síðan þingforset ar efri og neðri deildar, þá hæstaréttardóm arar og ráðherrar. Ég sendi yður þessar Idnur I von um birtingu, þótt ýmsum kunni að þykja málið viðkvæmt, en kannSki man eirahver eftir þessu bréfi og hegðar sér samkvæmt því, þegar forsetaskipti verða næst ( einhvem tíma fyrir aldamót? ). Stud. juris". § Fríholt, fendarar, púðar eða þormar Jón Steingrímsson, Karfavogi 44, skrífar: „H-eiðraði Velvakandi! í blaði þínu 20. júlí sl. gefur að líta góðar myndir frá síldarmiðunum norðaustur I hafi. Mér varð starsýnt á mynd og stóð undir henni: „Jörundur RE 300 landar í Haförninn. Hinn góði útbúnaður, fríholt, kom að góðum notum í veltingi og hindraði að skipin fengju stórar „sskrámur" Það bar samt ekki á öðru en að báturinn „Jömndur" lemdist í hlið stærra skipsins á veltunni — eiramitt undir þessum góðu frí- holtum —. Þessi fríholt virðast vera stórir hjólbarðar. þræddir upp á staura. Orðið fríholt er aðtekið, og mættu orðsniliingar mér betri finna annað skárra orð. „Fendarar" er líka leiðinlegt orð, og orðið „púðar" er stundum notað; mun það seinna til komið. 0 Hvernig Japanir flytja afla úr veiðiskipum x móðurskip Undanfama rúma 12 mánuði hefur undir- ritaður verið á kæli- og frystiskipi sem flutt hefur kjöt og fisk fyrir Kinverja, ávexti fyrir Ástralíumenn og bjúgaldin fyrir Bandarlkjamenn, auk þess tvisvar sinnum fullfermi aí fiáki fyrir Japana. Kem ég þar að kjama máisins, því að það er lærdómsríkt að sjá þeirra háttu að umferma (ekki ,Josa 1“) í stærri skip. Veiðisikipin em frá 600 tii 2000 rúmlesta skuttogarar, sem hengja út hjá sér stóra uppblásna plastbelgi í stórriðnum vír- netum, sem er svo tyUt í báða enda, LátnLr fljóta með hlið skipsins, hafður slaki á, en aldrei sást, að verulega reyndi á þessar festingar þótt talsverð kvika væri. Þeir netuðu aldrei fleiri belgi en þrjá. Það þurfti mörg veiðiskip til þess að fylla rúm- lega 8000 lesta frystiskip. Skemmdir á skip um voru hverfandi, þótt oft væri verið að við slæmar aðstæður, svo sem straum og sjólag, en skipið, sem fermt var í, þurfti að liggja við akkeri eða þá bryggju. Þegar minni veiðiSkip (undir 600 smál.) um- ferma í stór móðurskip, sem vinna úr afl- anum, hafa móðurskipin næga belgi, sem þau Xáta siga í sjóinn milli skipa, sem að jafnaði eru látnir hanga á hlið móðurskips ins, meðan engin umferming á sér stað. Þessi orð mín eru aðallega ætluð okkar ágætu skipstjórum og útgerðarmönnum, sem með reynslu sinni geta skorið úr um, hvað hentar bezt við núverandi aðstæður, svo að ekki verði óþarfa skemmdir á skip- um_ Ugglaust eru mörg fyrirtæki í Japan, sem geta afgreitt svo sjálfsagða hluti á mjög skömmum tíma, umboðsmenn eru margir, og við lifum á öld hraðans. Vonum samt, að vondu veðrin láti standa á sér — en ekki síldin. V irðingarfyllst, Jón Steingrísson". Velvakanda minnir, að hann hafi ein- hvern tíma heyrt notað orðið þorm ( , þormur" í nefnifalli ) sem þýðingu á orð inu „fríholt", sbr. sagnorðið að þyrma". - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. T=f0rtJk££/EAM Sími 22-0-22 Rauðarárstig 31 BÍLALEIGAN MAGIMÚSAR SKIPHOLTI 21^ÍMAIt21190 I eftir lokun simi 40381 RITARI Stúlka óskast til ritarastarfa nú þegar eða 1. sept. Þarf að vera vel að sér í ensku og einu Norðurlandamáli. Umsóknir sendist Mbl., merkt: „Ritari nr. 8066“. fyrir 15. ágúst. Skrifstofur STEFs eru lokaðar vegna sumarfría 10. ti-1 24. ágúst. Hef kaupanda að einbýlishúsi í Kópavogi eða Reykjavík. Þarf að vera fullklárað og laust fljótlega. Mikil útborgtin. — Upplýsingar gefur Jón Ólafsson, hdl. Tryggvagötu 4 í sima 12895 og 52157. 4ia-5 herbergja íbúð við Skaftahlíð til leigu nú þegar. íbúðin er teppa- lögð og gluggatjöld fyrir gluggum. ísskápur fylgir. Tilboð leggist inn á afgr. blaðsins, merkt: „8065“. Staðo nómshjúkrunarkonu við Röntg-endeild Rorgarspítalane er laus til umsóknair. Upplýsiragar geíur yfirlæknlir Röntgendeildar. Umsóknir ásamt uppl. um nám og fyrri störf sendist Sjúkra húsnefnd Reykjavíkur, Borgarspítalanum, fyrir 20. ágúst næstkomandL Reykjavík, 8. ágúst 1968. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hagstætt leigugjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748. Sigurður Jónsson. BÍLALEIGAN AKBRAIJT SENDUM SÍMI 82347 Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. Ódýrar Þjórsórdalsierðir Hinar vinsælu eins dags hringferðir í Þjórsárdal eru alla miðvikudaga kl. 9 og sunnudaga kl. 10. Meðal annars er komið í Gjána, að Stöng og Hjálpar- fossi. Á austurleið er farið um Skálholt. Einnig er ekið um virkjunarsvæðið við Búrfell. Verð aðeins kr. 470,00. Innifalið kaffi og smurt braut á Selfossi. Matarpakkar á kr. 100,00 ef þess er óskað. Upplýsingar gefur B. S. í. Umferðarmiðstöðinni, sími 22300. Landleiðir h.f. ÚTSALA Mánudaginn 12. ágúst hefst hin vinsæla ágústútsala Faco. Herraföt frá kr. 2400, herrajakkar frá kr. 795, drengjaföt frá kr. 1775, herraskyrtur frá kr. 250, drengjaskyrtur frá kr. 125, drengjabuxur frá kr. 495. Ullarteppin ódýru, terylene-bútarnir, sem allir bíða eftir og margt og margt fleira. Terylenebútarnir vinsælu. FACO, Laugavegi 37.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.