Morgunblaðið - 10.08.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.08.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1968 13 Gjaldeyriseyðsla íslenzkra ferðamanna hefur minnkað um 42 af hundraði — segir Ingólfur Þorsteinsson, skrifstofustjóri Gjaldeyrisdeildar bankanna GJALDEYRISEYÐSLA ís- lenzkra ferðamanna það sem af er árinu er 42% minni en á sama tíma í fyrra. Gera má ráð fyrir, að spamaðurinn á ferðagjaldeyri hafi numið um 50 milljónum króna 1967, en hann stafar einkum af ráð stöfunum, sem tóku gildi 1. september það ár. Ráðstafan- ir þessar hafa leitt til þess að gera má ráð fyrir, að ferða gjaldeyrir þessa árs nemi eigi meiri upphæð en um 230 milljónum króna, svo að lík- legt er að sparast hafi um 200 milljónir króna frá því, er ráðstafanir tóku gildi. Þessar upplýsingar komu fram í viðtali Mbl. við Ing- ólf Þorsteinsson, annan tveggja yfirmanna Gjaldeyr- isdeildar bankanna, en félagi hans er Ingólfur Örnólfsson. Gjaldeyrisdeild bankanna er rekin af Landsbanka ís- lands og Útvegsbanka íslands — hinum tveimur gjaldeyris- bönkum — í samstarfi við viðskiptamálaráðuneytið og framkvæmir deildin í hvert sinn stefnu stjómvalda í gjaldeyrismálum. Árið 1960 var ákveðið af gjaldeyrisyfirvöldunum, að ferðamannaskammtur til hvers einstaklings skyldi nema 7000 krónum, en það jafngilti þá 182 Bandaríkja- dollurum miðað við þáver- andi gengi. Þessar ráðstafan- ir þóttu þá frjálslegar miðað við það sem áður hafði verið og í fullu samræmi við þær breytingar, sem þá voru gerðar á gjaldeyris- og inn- f i utningsmálum. — Hvaða breytingar hafa orðið síðan? — Með batnandi gjaldeyr- isstöðu bankanna og lands- ins var svo frjálsræðið aukið í ferðamálum og árið 1966 va-r svo komið að venjulegur gjaldeyrisskammtur ferða- manna var 15000 krónur og jafngilti það 125 sterlings- pundum. Þá var jafnframt ferðaskammtur hópferða- manna ákveðinn 13000 krón- ur og fengu þá ferðaskrifstof urnar jafnframt yfirfært vegna farþeganna aukalega. Með þessu náði frjálsræðið hámarki og stóð svo til 1. september 1967, er gjaldeyris yfirvöldum þótti rétt að breyta þessu. Var þá skammt urinn lækkaður í 10.000 krón- ur og hópferðaskammtur ákveðinn 6000 krónur. Síðan var skammturinn aftur hækk aður við gengisbreytinguna á sl. ári í 11400 kr. og 6800 kr. — Voru þessar ráðstafan- ir sjálfsagðar? — Þessar ráðstafanir voru króna. Ferðagjaldeyrir, sem úthlutað var árið 1967, nam 350 milljónum, en hefði að öllum líkindum numið 400 milljónum, hefðu ráðstafan- irnar ekki komið til. Þær hafa líka orðið til 'þess að gera má ráð fyrir að ferða- gjaldeyrir þessa árs nerni eigi meiri upphæð en 230 milljón um, svo að reikna má með að nú með haustinu hafi spar- azt um 200 milljónir frá því er ráðstafanirnar tóku gildi. Ingólfur Þorsteinsson í skrifstofu sinni í Landsbankahúsinu að Laugavegi 77. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) að sjálfsögðu nauðsynlegar og bein afleiðing þess, að gjaldeyrisforðinn hafði þá minnkað talsvert frá árinu áður. Ég beld að óhætt sé að segja, að þessi sparnaður síðan f erðamannagj aldeyrir var takmarkaður hafi numið talsvert miklu og á þessu ári er 42% minni eyðsla en var á sama tíma ársins í fyrra. Takmarkanimar tóku gildi 1. september og ég gæti trú- að því að þessar ráðstafanir hafi leitt til sparnaðar á ferðamannagjaldeyri sl. ár, sem nemur um 50 milljónum — Voru þessar ráðstafanir ekki víðtækari? — Jú. Frá og með sama tíma var einnig lækkuð heim ild til að flytja íslenzka pen- inga úr landi — úr 2500 krón um í 1500 krónur í ferð, og um leið bannaður útflutning- ur á stærri seðlum en 100 krónuseðlum. Segja má, að sú ráðstöfun hafi frá okkar sjónarmiði einnig reynzt já- kvæð. — En rýrir slíkt bamn ekki traust á íslenzkum gjald- miðli erlemdis? 1— Jú — slíkt bann leiðir að vísu til minnkandi trausts á íslenzku krónunni, en hér var um nauðsyn að ræða og mitt álit er, að íslendingur erlendis eigi að forðast að láta íslenzka krónu af hendi með afföllum. Stolt landans ætti að vera það mikið, að hann seldi ekki krónuna und ir skráðu gengi. Við það myndi traustið á krónunni okkar vaxa erlendis. — Eru slíkar ráðstafanir einsdæmi? — Nei. Fleiri þjóðir en ís- lendingar hafa orðið að lækka ferðagjaldeyrisveiting- ar. Bretar lækkuðu sinn ferðaskammt á síðastliðnu ári til landa utan sterling- svæðisins í £50 á mann og svo mun standa út þetta ár. Ennfremur var takmarkaður útflutningur á seðlum, þann- ig að brezkir ferðamenn mega ekki fara frá Bretlandi með meira en 15 sterlings- puind. Frakkar lækkuðu líka nýlega sinn ferðaskammt í 1000 franka of er sá ferða- skammtur jafnhár okkar. Þá hafa Baridaríkiin gert ráðstaf- anir til sparnaðar gjaldeyri og aðrar til þess að auka ferðamannastrauminn til landsins. — Hverjar fleiri ráðstafan ir hafa íslenzk gjaldeyrisyf- irvöld gert? — Bannað hefur verið að ferðaskrifstofur eða aðrir hlutaðeigandi aðilar leigi er- lendar flugvélar og eru gjald eyrisyfirvöldin mjög andvíg því að skrifstofurnar leiti eft- ir slíkum leigum erlendis. Talsverð ásókn er í þetta frá Skandinavíu. Alit gjaldeyris yfirvaldanna er, að það sé skylda allra að vernda hags- muni íslenzku flugfélaganna og farkosti þeirra ber að nýta svo mjög sem unnt er. — Hvað um erlend skemmtiferðaskip? — Árin 1966 og ‘67 voru veitt leyfi fyrir fjórum skemmtiferðaskipum. Hófst það með Baltika og lauk með Regina Mairis. Gjaldeyris- leyfi fyrir þessum fjórum skipum námu samkvæmt þá- verandi gengi 22 milljónum króna, sem samsvarar um 30 milljónum í dag. Gjaldeyris- eyðsla þessi var mjög va.r- hugaverð og því var ákveðið af stjórnarvöldum landsins að ekki skyldu veitt fleiri leyfi fyrir skemmtiferðaskip- um og við þá ákvörðun verð- ur að sjálfsögðu staðdð. — Hvað þá um nýjan Gull foss — glæsilegt skemmti- ferðaskip? Gæti hann ekki fullnægt slíkri eftirspurn? — Þetta er góð hugmynd, sem ég styð af heilum hug, en ákvörðun um slíkt tekur að sjálfsögðu Eimskipafélag íslands. — Hvað um tekjur af er- lendum ferðamönnum? — Ég álít að ferðaskrifstof urnar ættu að gera miklum mun meira að því að reyna að fá erlenda ferðamenn til ís- lands, líkt og Ferðaskrifstofa ríkisins hefur gert. Ferða- málaráð birti nýlega tölur um gjaldeyristekjur af erlend um ferðamönnum og tel ég að skil þeirra á erlendum gjaldeyri séu langt fyrir neð- an það sem eðlilegt mætti telja. Eyðsla þeirra hér hlýt- ur að vera meiri en skýrslur gefa til kynna. Á síðastliðnu ári komu til íslands rúmlega 37000 erlendir ferðamenn og eru þá ótaldir þeir 6500, sem komu með skemmtiferðaskip um. Gjaldeyristekjur námu 97 milljónum og sé þeirri upp hæð deilt niður kemu,r í ljós, að hver ferðamaður hefur eytt að meðaltali 2600 krón- um hér innanlands. Þetta stenzt ekki. Skilin eru allt of treg og ferðamenn hljóta að eyða miklu meiri peningum. Ég tek því undir skýrslu Ferðamálaráðs, sem telur heimturnar slæmar. í þessari skýrslu eru áætlaðar gjald- eyristekjur af fríihöfninni á Keflavíkurf.'ugvelli 28 millj- ónir og áætlað meðalfargjald til landsins 7000 krónur. Sam kvæmt þessu hafa erlendir ferðamenn eytt í íslandsferð ir um 264 milljónum, sem að viðbættum eyðslueyri — 97 milljónum, nemur 361 millj- ón. Ferðamálaráð bætir þar við 28 milljónum, sem tekj- um af fríhöfninni, en það er mjög varhugavert að telja það hreinar gjaldeyristekjur, þar eð hér er einungis um brúttósölu að ræða og varn- ingur að mestu keyptur fyrir erlendan gjaldeyri. Þeir, sem selja minjagripi eiga að stuðla að því að hafa vand- aða gripi til sölu, þjóðlega innlenda framleiðslu. Að lokum spurðum við Ing ólf Þorsteinsson um gjaldeyr isstöðuna í dag, og hanin svar aði: — Gjaldeyrisstaða bank- anna og landsins hefur versn að mikið upp á síðkastið, en hún batnaði þó í júnímánuði síðastliðnum. — mf. — Utan úr heimi Framh. af bls. 12 sannað, að það væri af Adolf Hitler. Á sama hátt var geng ið úr skugga um lík Evu Braun. En rannsóknarnefnd Smersh lét þar ekki staðar numið. Safnað var öllum fáanlegum upplýsingúm um síðustu ævi daga Hitlers og sjálfsmorð hans. Samkvæmt frásögn Bezymenskys voru hundarn- ir tveir notaðir til þess að ganga úr skugga um notagildi eitursins. Eftir því sem komizt varð næst, gengu Hitler og Eva Braun til herbergja sinna snemma dags hinn 30. apríl. Hitler skipaði einkaþjóni sín- um, Heinz Linge, að koma inn að 10 mínútum liðnum. Þegar hann kom aftur, voru sjálfsmorðin um garð gengin, Samkvæmt fyrirmælum Hitl ers framkvæmdi Linge þá „þungbærustu sky.ldu á æv- inni“. Bezymensky lætur þess ekki getið, hvers vegna Stal- ín hélt leyndum öllum at- vikum við dauða Hitlers, en hann segir, að Stalín hafi fengið nákvæmar upplýsing- ar fyrir lok maímánaðar. Á Potsdam-ráðstefnunni í júlí lét hann samt svo í viðræð- um við Churchill og Truman, sem hann hefði ekki hug- mynd um afdrif Hitlers. Rannsakaðir voru mögu- leikar á því, að Hitler hefði komizt undan frá Berlín. Handteknir voru allir þeir, sem voru honum nánir, svo sem aðstoðarmaður hans, Otto Gunsohe, flugmaður Hitlers, Hans Bauer, yfirmað ur lífvarðarins, Wilhelm Mohnke, Heinz Linge og margir aðrir. Þessir menn voru yfirheyrðir og haldið í fangelsi árum saman. Árang- urinn var síðan lokaður niðri í skjalasöfnum ásamt kjálk- unum og öðrum hlutum sem máli skiptu. Skýrslurnar hafa ekki enn verið birtar í Sovétríkjunum, en Bezymensky fékk leyfi sovézkra yfirvalda til þess að láta gefa bókina út á VesUí>- urlöndum. bergi sitt ásamt Evu Braun. Tveimur mínútum síðar heyrði ég skot. Otto Kempka, bílstjóri, sem aðstoðaði við að bera lík Hitlers út: — Eva Braun tók inn eitur. Síðan tók hún upp skammbyssu til öryggis, ef eitrið skyldi ekki koma aff gagni. En hún þurfti ekki á henni að halda. Þá tók Hitl- er byssuna og skaut sig. Úkyrrð með Böskum Niðurstöðurnar dregnar í efa Þegar fréttist um efni bók- arinnar, var enn einu sinni leitað til mainna, sem stóðu nærri atburðunum í kjallara- byrgi Hitlers. Otto Gunsche er nú starfs- maður í efnaverksmiðju ná- lægt Köln. Hann segir: — Cyanide átti engan þátt í dauða Hitlers. Ég stend við fyrri framburð mirun, um að hann hafi skotið sig. Heinz Linge: — Ég kvaddi Hitler síðastur manna, þegar Berlín var að hrynja í rúst- ir .Hartn för inn í svefnher- San Sebastian, Spáni, NTB. YFIR fimmtíu manns, þar á með- al margir klerkar hafa verið handteknir í Kuiputoca-héraðinu á Norður Spáni, en þar hefur refsiaðgerða gegn Böskum, sem vilja stofna sjálfstætt ríki og rjúfa tengsl við Spán. Skipun var gefin um fjölda- handtökur og nákvæmar húsleit- ir, eftir að lögreglustjóri var skotinn til bana. Stjórnarvöld eru þeirrar skoðunar, að þjóð- ernishreyfing Baska ETA standi að baki morðinu. Samtökin hafa oft gripið til hryðjuverka í bar- áttu sinni fyrir sjálfstæði lands- hlutans. Meðal hinna handteknu eru fimm ungir kaþólskir prestar, og fleiri hafa setið inni alllanga hríð. Eftirlit hefur verið eflt við landa mærin og fylgzt gaumgæfilega með öllum ferðum yfir til Frakk- lands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.