Morgunblaðið - 10.08.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.08.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1968 Málfríður Jónsdóttir Fædd 16.8. 1923. Dáin 26.7.1968 2. júlí 1968 var til moldar borin í Fossvogskirkjugarði Málfríður Guðbjörg Jónsdóttir Hátúni 6 hér í borg. Það er ekki ofmælt þótt sagt sé að lífsstarf Málfríð- ar hafi fyrst og fremst mótazt af umhygigju og ástúð fyrir vel- ferð barna sinna og síðan barna barna sinoia sem hún unni svo heitt og batt miklu ástfóstri við, enda munu þau hafa fund.ið hjá henni þá umönnun sem sannri móður eða ömmu sæmir. Kynni okkar Málfríðar voru stutt eða aðeins 4 ár, en þessi 4 ár eru mér ógleymanleg. Ég átti marg ar ánægju stundir með Möllu eins og hún var kölluð í dag- legu tali. Hún var ætíð glöð, þótt hún hefði áttt við vanheilsu að stríða um langt skeið. f dag- legri framkomu Möllu var tryggðin hennar aðalsmerki þeg- ar eitthvað fór miður vildi hún gera gött úr öllu. Malla var raungóð og gjafmild, sérstaklega fékk hún að njóta sín þegarhún gat gert einhverjum gott. Á þessum brottfaratíma er kallið beirst svo isnöggt á vini og kunn- t Móðir og tengdamóðir okkar, Hulda Matthíasdóttir, lézt í sjúkráhúsinu í Kefla- vík fimmtudaginn 8. þ.m. Guðmundur Helgason, Matthías Helgason, Haukur Helgason, Ólafur Helgason, Jóhanna Helgadóttir, María Helgadóttir, Sigurlaug Helgadóttir, Stefanía Bergmann, Dóra Líndal, Sigurjóna Guðmundsd. Yngvi Þ. Amason, Stefán Ág. Júlíusson. t Útför föður okkar, Guðjóns Þorsteinssonar trésmíðameistara, Hellu, fer fram frá Oddakirkju þrfðjudaginn 13. ágúst. At- hofnin hefst kl. 2 e.h. Börnin. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðar- för, Stefáns G. Helgasonar Austurgötu 43, Haifnarfirði. Sveinsína Narfadóttir, Gunnar H. Stefánsson, Ólína Agústsdóttir, Þóra Jenný Gunnarsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð við auidlát og jarðarför, Gríms Þorkelssonar skipstjóra, Reynimel 58. Sigríður Jónsdóttir, Þorkell Grímsson, Oddný Grímsdóttir, Jónas Guðmundsson, Ingibjörg Jónasdóttir, Grímur Þorkell Jónasson. Guðbjörg — Minning ingja, horfir maður yfir farinn veg. Þá eru margar minningar sem eftir lifa. Hver og einn geymir þær hjá sjálfum sér. Mér finnst tilhlýðilegt að minnast hennar með fáum orðum. Ég vott börnum hennar og foreldrum mína innilegustu samúð. Svo óska ég þér Malla mín góðrar ferðar yfir móðuna miklu. Sigurbjörn Ingólfsson. - LJÓÐ OG ÁR Framhald af bls. 10 einkum með hliðsjón af ljóðlist- inni. Jón Óskar segir nú í Birtingi, að „það eru skáld eins og Mall- armé, Valery, Breton, Zara, Ara- gon, Rilke Eliot, Rimbaud, Lautréamont og fleiri sem bók- menntafræðingar okkar verða að rýna í, auk þess að kynna sér skrif erlendra manna sem reynt hafa að skyggna efnið“. Þetta er rétt, ekki svo? Þessi orð hefðu verið tímabær fyrir tuttugu árum. Og það er hverju orði sannarra, að upptalning Jóns Óskars má enn vera þörf lesning fyrir þá, sem skrifa hér að staðaldri um bókmenntir í blöð og tímarit. Aðeins finnst mér skáldfylking Jóns Óskars vera orðin nokkuð aldurhnigin, þó áhrif þessara gömlu meistara á nútímaljóðlistina séu að vísu óvéfengjanleg. Og að lokum sá pósturinn, hve báglega ungu skáldunum veitt- ist að koma bókum sínum á prent. Ekki skal rengja það. Flestum skáldum mun ganga erf iðlega að koma fyrstu verkum sínum á framfæri. Þrengingar atómskáldanna voru því tæpast nokkurt einsdæmi og sanna eng- an veginn, að bækur þeirra hafi ekki verið lesnar; enn síður, að þær hafi verið illa lesnar. Ung skáld eru mest lesin af ungu fólki, og svo var því líka háttað, þegar fyrstu verk' atóm- skáldanna sáu dagsins ljós. Þau voru lesin, rædd og brotin til mergjar af fólki, sem var svo ungt, að rödd þess var yfirleitt ekki farin að heyrast. Vitaskuld hafði unga fólkið takmörkuð efni á að kaupa bæk- ur þessara eftirlætisskálda sinna. þó það kæmist með ýmsu móti höndum undir þær til að lesa þær. Tímarit gegndu líka sínu hlutverki, ekki smáu. Auk þess að hafa mætur á ljóðunum, mat unga kynslóðin atómskáldin, jafnaldra sína, fyrir, hve ísmeygilega þeim tókst að stríða eldri kynslóðinni, sem allt þótt- ist vita. Og orðið „atómskáld“ — ef til vill var það skammar- yrði á sumra vörum, en ekki í munni ungra lesenda, vel að merkja. Og hvað var í raun og veru sjálfsagðara en yngstu skáldin kenndust við þau undur og stórmerki, sem talin vora skipta svo sköpum, að mannkyn- ið stóð á aldahvörfum:: „morgni atómaldar“ eins og það var þá orðað? Framhald af bls. 15 lagsins. Okkur er tjáð að með an á sýningunni standi verði ávallt félagskonur til staðar og kenni réttu handbrögðin. Laxar með veggjum — Meðfram veggjum Laug ardalshallarinnar má líka sjá syndandi laxfiska þessa dag- ana. Hér er deild Veiðimála- stofnunarinnar, og þar hittum við fyrir Þór Guðjónsson, veiðimálast j óra. — Þetta er tveggja punda hrygna, sagði Þór og benti á laxinn, sem lá makindalega í kassanum og horfði á blaða manninn. Vi'ð fengum hann inn í stöð ina í Kollafirði fyrir þremur dögum. — I öðrum enda salarins blasti við annar og dálítið stærri lax. Þama hangir sjálf ur Grímseyjarlaxinn uppi á vegg. 49 pund vó sá góði fiskur eftir blóðgun. Bleikj- urnar sem syntu um í köss- unum fyrir neðan sýndust næsta smáar miðað við fer- líkið. Þegar við komum inn í aðal sýningarsalinn runnum við á matarilm .Ekki urðum við fyr ir vonbrig'ðum. 1 sýningar- deild Sláturfélagsins stóðu tvær stúlkur önnum kafnar við að fylla bakka af ýmis * konar góðmeti úr vinnslu fyr- irtækisins. Hvarf það jafn óðum ofan í maga sýningar- gesta, eins og dögg fyrir sólu. « Einn skó á mann Fyrir enda salarins er ein veglegasta sýningardeildin, hér er það Harry Fredriksen sem ræður ríkjum. Fyrirtæki Sambandsins á Akureyri sýna þama sýnishorn af fjölbreytt- ri framleiðslu. — Hér er einkum skófatn- aður, leður- og ullarvörur, flest framleiðslustig gærunn- ar frá sútua og upp í glæsi- legan pels. — Grái pelsinn er gerður í Svíþjóð, en þangað flytjum við allar gráar gærur sem til nást. Árlega eru fluttar út alls 600-800 þúsund gærur, þar af líklega um 60 þúsund gráar. Sjálfir framleiðum við svo mokkaskinnkápa fyrk norð- an. — Skófatnaðurinn er frá Iðunni og allt yfiirleðrið er úr íslenzkum stórgripahúðum. írr þeim er einnig framleitt leður í söðla og húsgagna- leður fyrir Valbjörku, svo eitthvað sé nefnt. — Um samkeppni við inn- flutta skó, sagði Harry: — Nú er öldin önnur. Fyrir 8 árum framleiddum við 90 þúsund pör á ári þannig, að hvert mannsbarn gat notað einn Ið- unarskó. Svo kom innflutn- ingurinn í spilið, en nú fram- leiðum við 30 þúsund pör á ári. Okkur væri þó sönn ánægja af að geta aftur séð öllum landsmönnum fyrir skóm, og það gjarnan heilu pari í þetta skiptið. — f deild eggjaframleið- enda var sannarlega „líf“ og „fjör“. f stóreflis útungunar- vél mátti líta hænuunga upp tekna við að brjótast út úr prísundum sínum og lá eggja skurnin allt umhverfis. Við hliðina á var búr með ung- Nú eru tímar breyttir. Yngstu skáldin, sem þá voru, hafa sent frá sér bækur og bætt við sig árum og þegið verðlaun og íkáldastyrki. Og almenningsálit- ið er orðið þeim viðunanlega hliðhollt, sem er þó ef tdl vill ekki sem hagstæðast fyrir skáld, sem kenna sig við formbylting. Skaphitinn í grein Jóns Ósk- ars er, sem vænta mátti, skemmti legur og vekjandi. En að skrifa, eins og hann skrifar nú, finnst mér eins og að glíma við þraut, sem er þegar leyst eða svo gott sem. Erlendur Jónsson. Þessar ungu og þjóðlegu stúlkur stóðu í baðstofunni og voru önnum kafnar við að selja bókina „Bættir eru bænda hættir“. Ekki ætluðu þær að sitja iðjulausar því rokkurinn var við hendina. um, sem sagðir voru fæddir í gær. — f Keldnadeildinni mátti sjá nokkur marsvín og hvítar mýs, sem fórna lífi sírnu fyr- ir íslenzkan landbúnað, ef því er að skipta. Þar blöstu oig við ógnvekjandi afleiðingar þurramæði og votamæði. Kort á veggjum sýna útbreiðslu fjár pestanna frá Karakúlfénu. — Nú var kominn tími til að líta á útisvæðið og heim- sækja húsdýrin. FyrLr fram an Laugardalshöllina gefur nú að líta ógrynni landbúnaðar- véla og tækja. En síðan taka húsdýraskemmurnar við. Fyrir framan þær sleiktu útiloftið sauðfé og geitfé, en í nok sauðfé og geitfé, en í nokk urri fjarlægð er refagirðing- in og íslenzkir hundar. Tveir tamdir skynsemdar hrafna munu þar og vera á næstu grösum. — Við heimsóttum fjósið á staðnum og hitbum þar að máli þá Ólaf Stefánsson bún- aðarráðunaut og Jóhannes Sigmundsson formann Héraðs- sambandsins Skarphéðins. Hér eru menn að búa sig undir gripasýninguna. Ólafur segir okkur, að í samráði við „Skarphéðin“ hafi í vetur ver ið valdir 11 unglingar úr Ár nes- og Rangárvallasýslu til að sjá um sýningu á úrvals kálfum. Reglur um þátttöku voru mjög strangar, t.d. mátti garnaveiki ekki hafa komið upp á viðkomandi bæjum ag kálfarnir urðu að vera undan úrvals kúm. — Síðan í marz, en þá fæddist fyrsti þessara kólfa, sagði Jóhannes, hafa ungling arnir séð algjörlega um fóðr un þeinra. Þeir hafa tamið þá til að ganga hringi, standa rétt og á annan hátt að gera þá færa að taka þátt í sýn- ingunni. Á hverjum degi hafa þau farið út með kálfana til tamningar. Á laugardag (þ.e. í dag) kemur svo árangurinn í ljós og verða verðlaun veitt fyrir hina ýmsu liði á sýn- ingunni. — í þessu tók kýr nokk- ur að baula all bressilega á stalli sínum. — Þetta er holdakýrin, sem þurfti heilan her manns við að hemja svo hún kæmist fyrir augu sýn- ingargesta, segir Ólafur. Kúnni virðist eitthvað í nöp við okkur og lætur ófriðlega. Svo lítið ber á látum við okk ur hverfa út um fjósdyrnar eins og sönnum blaðamönnum sæmir. Samsöngur STÓR, svissneskur kór, Evange- lische Singgemeinde, hélt eina samsöng sinn í Reykjavík sl. miðvikudagskvöld í Háteigs- kirkju. Kirkjan var nokkuð þétt setin, svo að gott 'má telja, því að þetta er óvenjulegur tími til hljómleikahalds og hefur þótt ófært að halda tónlaika á sumr- in hér. Kannske er þetta nú að breytast hér í þéttbýlinu, og tími kominn til að haga sér dá- ltíið stórborgarlega með því að bjóða upp á opinbera tónleika á sumrin líka. Samsöngur Evangelisohe Sing- gemeinde var ánægjulegur á alla lund. Kórinn er vel þjálfaður og blæbrigðaríkur og lýtur vand aðri stjórn prófessors Martins Flamig. Flamig er sjálfur þýzkur að uppruna, en býr nú í Sviss og hefur haft veg og vanda af stofnun kórs þessa, en hlutverk kórsins er að flytja, eins og nafnið bendir til, guðsspjallið syngjandi. Þess vegna hefur kór inn á takteinum ýmis mikilfeng legustu kórverk sögunnar og gaf hann áheyrendum sínum tæki- færi til að heyra dálítið úrval í Háteigskirkju. Fyrst söng kórinn þrjú, stutt verk eftir aðalstofnanda lút- ersku tónþjónustunnar, Jóhann Walter. Því næst flutti hann „*g er vegurinn", mótettu eftir sviss neska samtímatónskáldið Adolf Brunner, velhljómandi og yfir- lætislaust verk. Hinn þétti og öflugi sexradda hljómur þriggja mótetta eftir meistarann Heinrich Schötz fylgdi á eftir, og síðan stílræn andstæða í tveimur ágætum verk um frá hendi Hugo Distlers. Hi'ð fyrra var tignarumgjörð um sálm inn „Liftið vorn Drottinn“. Samsöngnum lauk með fimm- þættu verki eftir svissneska tón skáldið Willy Burkhard (1900— 1955), „Syndaflóðið". Þættirnir fimm, „Spilling mannkynsins“, „Köllun Nóa“, ,,Flóðið“, „Flóðinu linnir“, „Sátt- máli Guðs og Nóa og Regnbog- inn“, gáfu höfimdinum tilefni til beitingar fjölbreytni og hug- kvæmni þrunginni af lífskrafti. Vonandi voru einhverjir kirkju kórsstjórar viðstaddir og lögðu vel við hlustimar, því að svo mikil var fyrirmynd söngs þessa áhugafólks, Evangelische Sing- gemeinde. Áheyrendur sýndu þakklæti sitt og hrifningu með því að rísa úr sætum áð samsöngnum lokn- um. Þorkell Sigurbjömsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.