Morgunblaðið - 08.12.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.12.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DES. 196« Edward Chrankshaw; Lífiö gerist flökiö í heimi kommúnista Verður loks toppfundur? — Verða Kínverjar bannlýstir? — Hvað boðar kenning Brezhnevs flokkum innan og ufan Járntjalds? FUNDUR sá, sem kommún- istaflokkar Austantjaldsland anna efndu til í Búdapest í sl. mánuði, er einn hinn furðulegasti og óhugnanleg- asti atburður, sem um get- ur í sögu Leninismans. Fyr- ir aðeins þremur mánuðum voru kommúnistar um heim allan þrumu lostnir og fullir vandlætingar vegna hins ó- dulbúna yfirgangs Sovétríkj anna gagnvart Tékkóslóvak- íu. Þeir vissu, að Rauði her- inn hafði ráðizt inn í land- ið ekki í þeim tilgangi að bjarga kommúnistískum hugsjónum af neinu tagi heldur lá einvörðungu til grundvallar það, að styrkja vald Sovétríkjanna. Fyrir örfáum vikum lýsti Brezhnev formlega hinum nýju kenningum sínum og stefnu, og var þá hið eina tillegg hans til hugmyndafræðisögunnar það, að kommúnistaríki megi og verði að skerast í leikinn með valdi til þess að koma í veg fyrir að önnur kommúnistaríki fjar- lægist sósíalismann eins og hann er á hverjum tíma túlkaður í Kreml. Bræðraflokkarnir vita mæta vel hvað þetta þýðir. Um sama leyti og „félagarn- ir“ þinguðu í Búdapest, voru síðustu leifar hinnar tékknesku sósíalisma að renna út I sand- inn, örskaimmt handan landa- mæra Ungverjalands. Um hvað ræddu bræðraflokk arnir? Hvað kom til að þeir komu saman til funadr? Hvað raunverulega var sagt á fundinum er ekkent hægt að segja til um með vissu. Hið eina, sem oss er enn kunnugt um, er að sendinefnd Rússa reyndi að koma þar fram rétt eins og ekkert sérstafet og ó- eðlilegt hefði gerzt í Tékkó- slóvakíu, og lagði að öðrum sendinefndum að láta sér nægja að ræða um yfirlýsingu, sem gerð var af Kommúnistaflokki Ítalíu áður en til innrásarinnar í Prag kom. En allt kom fyrir ekki. Varð andi um ástæðuna fyrir fund- inum sjálfum er það að segja, að af hálfu Sovétríkjanna og hinna dyggustu fylgifiska var aðeinis um að ræða framhald á því er virðist óstöðvandi þró un, sem hófst með Krúsjeff 1964 og var endurvakin af Brezhnev jafnskjótt og hann taldi sig nægilega tryggan í sessi — þ.e. haustið 1965. Rúss ar vi'ldu koma á toppfundi kommúnistaflokkanna til þess að lýsa yfir bannfæringu á kín- verska Kommúnistaflokknum. En Rússar mættu mjög harðri andspyrnu í þessum málum. Þeir kommúnistaflokkar utan Sovétblokkarinnar, sem staðast ir reyndust voru hinn öflugi og mikilvægi Kommúnistaflokk ur Ítalíu, og innan Járntjalds- landanna sjálfra voru Rúmen- ar hvað þyngstir í taumi. Þess ir tveir flokkar áttu auk þess ýmsa aðra bandamenn. Ástæðan sem látin var í veðri vafea fyrir tregðunni var sú, að slíkur fundur allra kommún istaflokkanna væri til þess lík- legur að eyðileggja einingu heimáhreyfingar kommúnista. Til voru þeir (t.d. Gomulfea og pólski flokkurinn) sem í raun réttu voru eindregið þessarar skoðunar. En ítalir, Rúmenar og ýmsir aðrir lögðust gegn fundinum sökum þess að komm únistahreyfingin var þegar klof in, og því voru þeir síður en svo mótfallnir. Á meðan Kína væri aðeins utangarðs gæti þá Moskva síðan vonast til þess að ná aftur skilyrðiálausu valdi yfir öðrum kommúndstum. Er Kína hefði verið endanlega skor ið frá og „bannfært“ gæti Moskva á nýjan leik troðið upp sem hinn eini sanni herra hins kommúnistíska heims. Krúsjeff lagði mikið á sig við að reyna að koma á þess um fundi. Hann hafði ákveðið undirbúningsfund í desember 1964. En í októbermánuði sama ár var honum steypt af stalli. Brezhnev frestaði undirbúnings fundinum þar til í marzmánuði næsta ár á eftir, en þegar hann loks var haldinn, varð árangur inn harla lítill. Það var ekki fyrr en um haustið ári síðar að Rússar hófust handa aftur fyrir alvöru um að reyna að koma á hinum endanlega fundi. Þeir reyndu að þvinga fram ráðstefnu vorið 1966, en and- stæðingunum tókst að koma í veg fyrir þá tilraun. Rússar héldu áfram að „pressa" en það var ekki fyrr en á þessu ári, að þeim tókst að fá nokkru framgengt. Þrátt fyrir það, er ólíklegt að undirbúningsfundur inn í Búdapest í sl. mánuði hefði verið haldinn, ef ekki hefði komið til óviljandi að- stoða Bandaríkjanna. Aðgerðir Bandarikjanna í Vietnma hafa Brezhnev. nefnilega lengi verið hið eina mál, sem á yfirborðinu hefur tengt kommúnista um heim all an saman. Hvað veldur því, að Brezh- nev heldur áfram að þrýsta svo fast á toppráðstefnu kommún- istaflokkanna á sama tíma og óánægjan með stefnu Moskvu meðal bræðraflokkanna hefur aldrei verið meiri. Hvers vegna leggur hann nú ríka áherzlu á toppráðstefnu að vori?Og hvers vegna 'lætur ítalski kommún- istaflokkurinn sem lengi hefur verið afskiptalítill, nú sjá sig í Búdapesit? Að því er tekur til Moskvu, hefur allt sigið á ógæfuhlið- ina frá því að Krúsjeff fyrst krafðist toppráðstefnunnar, og valda því ofbeldishneigð og kæruleysi Kínverja, sem hefur haft þau áhrif að margir þeirra sem töldu að meira væri syndg að gagnvart Kínverjum en þeir syndguðu sjálfir, hafa skipt um skoðun í þeim efnum. Nú er svo komið, að því er varðar hinn kommúnistiska heim, að Kína er aukamál, a.m.k. í bili Dagskrá toppfundarins, verði hann nokkru sinni haldinn, mun örugglega verða mjög ólík því, sem upphaflega var ráð fyrir gert. Áhugi Moskvu mun nú fyrst og fremst vera bundinn við að ikippa í lag ýmsum vandamál- um eftir áfallaár og að ná full komnu valdi aftur yfir þeim kommúnistum, sem hún getur neytt til þess að lúta vilja sín- um í þeim efnum. Það virðist líklegt að a.m.k. sumir hinna erlendu kommúnistaflokka, sem hafi gert það til þess að mæta ógnuninni þar í tíma áður en málin þróðuðust á annað og hærra stig. Það, sem rekur Brezhnev á- fram, er andinn, sem felst að baki hinnar nýju kenningar hans — hættan á valdbeitingu gegn sérhverju kommúnistaríki (er Júgóslavía t.d. um þessar mundir skilgreind sem eitt slíkra kommúnista- ríkja, sem kenningin tekur til?) sem hætita sér dkrefi frá 'línu Kreml. Sérhver kommúnistaflokkur utan Járn- tjaldsins verður að líta á sig sem bundinn ákvörðunum frá Moskvu, — nema því aðeins, að hann lýsi því formlega yfir að svo sé ekki. Undirbúningsfundurinn í Bú dapest í al. mánuði, markaði greinilega tímamót í baráttu, sem mun verða löng og erfið fyrir kommúnistaflokka utan járntjalds'landanna að haldarétt sínum — sem flokkunum innan - UR VERINU Framhald af bls. 3 víða, ekki þó í togaraútgerð, heldur vélbáta, sem henta fyrir hráefnisöflun frystihúsanna. Englendingar eru með ráðagerð ir um að sameina togaraútgerð sína í eitt togarafélag. Þ etta ættu líka viðkomandi aðilar að gera í Reykjavík. Togaraeigend- ur, frystihúsin, Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjan og almenning ur ef hann vildi, ættu að leggj a ast hér á eitt um að stofna mynd arlegt togarafélag. Að vísu hafa þessir aðilar eftir þriggja ára kreppu minna en ekkert aflögu, en það er hægt að finna leiðir til þess að lyfta hér því Grettis- taki, sem þarf ef vilj inn er fyrir hendi. AÐ BJARGA SÉR EINS OG BEZT GENGUR Þegar síldin er orðin í margra sólahringa siglingu frá landinu, verður að grípa til nýrra úrræða enda hafa útvegsmenn og sjó- menn sýnt að þeir eru fljótir að laga sig eftir breyttum kringum stæðum. Nú landa íslendingar siild í Færeyjum, Noregi, Þýzka- landi og Bandairíkjunum. Og sjálf sagt eiga þeir eftir að kanna fleiri leiðir. Kanmske eiga þeir eftir að fara alla leið til Suður- Amerífcu og Suður-Afríku, eins og Nodðmenn hafa m.a. gert og látið vel yfir. ?Tárntjaldsins er synjað um — að fara þær leiðir sem þeim sjálfum sýnist í því sem Rúss ar kalia sósíalisma. Það er naum ast hugsanlegt, að sumir flokk anna, t.d. ítalski kommúnista- flokkurinn muni gefa eftir þann rétt. En eiga þessir flokkar þá það á hættu að verða bann- lýstir af hinu kommúnistíska bræðralagi? Eða gerir Brezhnev sér í hugarlund lausn, sem fæl- ist í því, að 'leppríkin yrðu ein faldlega talin ‘hiluti af hinu sov- ézka veldi, kommúnistaflokkum utan þeirra verði leyfð til- vera „í lausu lofti“, einskonar skugga „international", sem líf inu yrði haldið í Moskvu og flokkarnir yrðu meðlimir þar tiil þess að „halda andlitinu“? Það verður fróðlegt að fylgj ast með því, sem fram vindur í þessum málum. Það eru ýms ar og sterkar ástæður fyrir því að erlendir flokkar telja sér nauðsyn að sýna samstöðu með Moskvu. En til þess að fá mola af borði Brezhnevs kunna þeir að þurfa á löngum gaffli að halda. (Observer — öll réttindi á- skilin.) En fyrst er að kanna sín heima mið og næsta nágrenni.Og það er fleira matur en flesk. Bjarni Sæmundsson sagði, að loðna væri fyrir Norðurlandi fram á sumar. f sumar þóttust menn finna þykk ar torfur af loðnu við Austur- Grænland. Hvaðan kemur loðnan þegar hennar verður fyrst vart í Lónsbugtinni í byrjun febrú- ar. Er ekki eins hægt að byrja að veiða hana í janúar á leið hennar til lands. Loðnuveiði er ódýrari en nokkur annar veiði- skapur. Notaðar eru heldur ó- dýrar nætur, og það þarf ekkert að gera þeim ár eftir ár. Full- fermi í síldarbát jafngilda 30— 40 lestum af þorski, og fyrir verksmiðjurnar jafngildir loðn- an síld, þótt hún sé afurðaminni. Sjávarútvegsmálaráðherra skýrði frá því á aðalfundi Landssam- bands ísl. útvegsmanna, að gerð yrði gangskör að því að leita að loðnu, líklega þá strax upp úr áramótum eða kannske fyrr, og eru það góð tfðindi. AÐALFUNDUR L. í. U. Þetta var þróttmikill funduir og margar merkilegar tillögur samþykktar. Það var ekki að þrek útvegsmanna væri ólamað þrátt fyrir geysilega erfiðleika, sem þeir hafa átt við að stríða undanfarið. Gert er ráð fyrir, að aukafund þurfi að halda um áramótin til þess að árétta sum- ar af samþykktum fundarins. - SANNLEIKANS MEGIN Framhald af bls. 3. En það er hingað komið og er hér. Því Jeaús Kristur kom og er hér. Og hiann kom og er hér til þess að gefa ríkið sitt. Þegar einhver heyrir hans rödd í gegnum gnýinn, þá er það röddin, sem boðar hjálp, fulla hjálp, tjáir ást, ei- lífa ásrt, og afhjúpar leyndarmálið mikla, það, hvers vegna ég er og til hvers. Röddin hans ber með sér þann blæ, þann anda, sem er ekki af þessum heimi, hánn er frá uppsprettunni, frá sfeapandi lind alls lífs, allrar heilsu, alls sannleika. Það er bylting, þegar þetta gerist, nýtt ljós yfir allt, yfir sjálfan sig, yfir heiminn og öll vanda- mál. Þeir, sem heyra, verða ekki engl- ar. Þeir verða menn, sjáandi, liíandi menn. Þeir verða nemendur eða læri- sveinar hjá honum, sem er konungur- imi í ríki sannleikans. Og hann segir: Ef þér standið stöðugir í orði mínu, þá eruð þér sannarlega lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleifeann og sann- leikurinn mun gjöra yður frjálsa. Hann afhjúpar lífsins lögmál og laðar til falýðni við það og sú hlýðni er frelsi Þetta er bylting. Ekki blóðug umturn un, sem sáir nýju illgresi með hverju fræi, sem hún dreifir í umrótið. Bylting Jesú Krists er í ætt við það, sem verð- ur, þegar sjúkur líkami snýr á bata- veg. Hann gerir einstaklingana að heil brigðum frumum í lífeama þjóðanna og þaðan berst bati um hann allan. Og það er þetta, sem vantar. Fýrst og fremst þetta, sem vantar. Hvað ógn- ar jörðinni í dag? Eldflaugar, skriðdrek ar, sprengjur, vísincH í þjónustu dauð- ans, mtevitur, nænsýn pólitík, maðurinn í greipuim viðskiptaliífis og auðmagns, sem gerir ríku löndin ríkari og þau snauðu snauðari og alla öryggislausa, maðurinn í felóm alræðisvalds, eem gerir heiil þjóðlönd að fanigelsum. Þetta eru ægilegar staðreyndir. En hver er undirstaða þeirra? Mannleg hugsun, Pílatus með sína heimspeki: Hvað er sannleikur? Kaifas með sína pólitík, sína samningaleikni, Júdas með pyngjuna og svo fjöldinn, síðast en ekki sízt fjöldinn, sem ýmist þegir eða æpir, síðast en ekki sízt viðbrögð eða við- bragðaleysi venjulegs fólks, hugsunar- leysið, trúleysið, lausungin, nautnasýk- in, ábyrgðarleysið. Sá fjöldi manna, sem er, eins og skarpur menntaskólanemi hefur nýlega skrifað „að miklum meiri hluta eltitíkur annarlegra afla og ó- frjálsir, af því að þessi öfl hafa rænt þá öllum vilja til skapandi sjálfstæð- is“. Hver sem er sannleikans megin heyr ir mína rödd. Heyrir þú, ungi íslend- ingur? Mitt ríki vil ég gefa þér smáa þjóð. Heyrir þú, barnið meðal þjóða? Ef vér heyrðum, heyrðum til hlítar, væri fundin auðlind í þessu landi, sem mundi tryggja hag og framtíð betur en margnefndar ráðstafanir á sviði efna- hagsmála og atvinnulífs, með allri virð- ingu fyrir þeim. Auðlind sem gerði oas færa um að miðla snauðum heimi. Þá gætum vér bent á, hvernig manngildi verður haldið í fullu gengi, hvað sem krónuinni liður. Þá gæti íslenzkt þjóð- félag sannað að lýðræði er til og nokk- urs virði, því lýðræði byggist á mann- gildi þegnanna og bakábyrgð mann- gildis er samvizfean. Þá væri hér land, þar sem mannleg sál er þyngri á met- um en peningar, og rétthærri. Þar sem deilur væru háðar í því skyni að kom- ast að því sanna en ekki að finna högg stað á andstæðingi og keppinaut. Þar sem meira væri hugsað um næstu kyn- slóð en næstu kosningar. Þá væri hér þjóð, sem elskaði landið sitt svo, að hún heefði ekki aðeins fjöll og fb&sa og tært loft og miðnætursól og norðurljós til þess að lokka og gleðja ferðamenn, ekki heldur aðeins hótel og skemmti- staði, helidur manrtlegt Mf, sem væri heilbrigt, mannlíf, sem hefði eihkenni ríkisins, sem Kristur reisir og stýrir, sem bæri ávexti hans anda. En þeir á- vextir eru, segir Nýja testamentið, m. a. góðvild, trúmennska, hógværð, bind- indi. Já, þar að auki gleði, friður, kær- leikur. Er þeitta of stór ósk handa íslandi? Of stór draumur? Er þetta bara draum- ur, óraunhæft hátíðarhjal? Spurðu ekki PlLtus, hann er bú- inn að rteyna sig. Spurðu ekki hávaðann utan úr þeirri nótt, sem að beiminum fter. Spurðu ekki sfcugg- ann í þínum eigin huga. Spurðu nú fangann, þennan fanga endalausra hleypidóma og undanbragða, þennan hlekkjamann mannlegrar syndar í ölkim útgáfum. Hann er samt frjáls að tala til þín og leysa þig úr böndum og géra drauminn sannan, gera allt nýtt. Og hver sem er sannleikans megin, heyrir hans rödd. Sigurbjörn Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.