Morgunblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1968 tJitgjeíandí H.f. Árvalcuir, Reykjavíik. Framkvaarrulastj óri Haraldur Sveinsaon. iRitstjóraí Sigurður Bjamasion; frá VigW. Mattihfas Johannessten. Eyjólfur Konr áð Jónsslon. Ritstj ómarfuILtrúi Þorbjörn Guðmundssoxi. Fréttaistjóri Björn Jóhannssom AuglýsingaBtjóri Ámi Garðar Kristinssoin. Ritstjórn og afgmeiðsla A-ðalstræti 6. Sími 19-100. Auiglýsingar Aðaistræ'ti 6. Sími 22-4-80. Aakxiftargjald lcr. 160.00 á mánuði innanlands, 1 lausasöiu fcr. 10.00 eintakið. SIGURÓÐUR LJÓSSINS YFIR MYRKRINU t’nn einu sinni rennur upp kristin jólahátíð. Ys og þys hins daglega lífs hljóðnar. Fólkið safnast saman á heimilum sínum til að halda þar hátíð ljóss og friðar- Jólaljósin spegl- ast í augum barnanna, sem lengi hafa beðið með eftirvænt- ingu hins mikla dags og jólagjafa eftir efnum og ástæðum. Engin gleði er sannari en gleði barnsins við lítið jólaljós. I þeirri tæru og fölskvalausu gleði er fólginn siguróður ljóssins yfir myrkrinu. Hinar hreinu og óspilltu tilfinningar barnsins lýsa innri fegurð, sem hvergi ber á skugga eða kám. ★ Þegar þess er gætt, að víða einkennist jólahald um of af íburði og óhófi, er ástæða til að minnast þess, að sjálfur jólaboðskapurinn er í eðli sínu prjállaus og einfaldur. Kjarni hans er hinn fórnandi kærleikur og boðorðið um að menn- imir eigi að elska hver aðra, virða tilfinningar hver annarra og koma fram við nágranna sinn eins og þeir vilja að hann komi fram við þá. Þetta boðorð kann að koma upp í hugann á stórhátíðum, en hversu oft er það ekki gleymt og grafið í hinni eilífu baráttu mannsins og þjóðanna um veraldleg gæði. Engu að síður er það þetta boðorð, sem er mikilsverð- ast af öllum. ★ Sókn vísinda og tækni heldur áfram. Mannleg snilligáfa yinnur æ nýja sigra og gerir sér jörðina æ undirgefnari. En er það víst að í því sé fólginn sigur andans yfir efninu? Því miður þarf það ekki að vera. Margt bendir til þess að sálin hafi dregist aftur úr í hinu stórfelda tæknikapphlaupi, sem þó ætti að geta skapað mannkyninu á ýmsum sviðum betra og fegurra líf. Á þessari stundu eru menn á leiðinni til tunglsins. Að baki þeirri för stendur ótrúleg nákvæmni og tæknisnilld. Ástæða er til að fagna hverjum nýjum sigri á framfara braut mannkynsins. En alla góða hluti er hægt að misnota. Einnig landnám tæknisnilldar á tunglinu- Hættan sem steðjar að mannkyninu í dag er fyrst og fremst í því fólgin, að mikið virðist bresta á að það kunni að hagnýta hinar efnahagslegu framfarir í skjóli tækninnar til þess að auðga og þroska anda sinn. Hin kalda efnishyggja nær stöðugt sterkari tökum á manneskjunni. ★ Framtíðarhamingja einstaklinga og þjóða er háð því, að mannkyninu takist að þroska anda sinn og göfga hvatir sínar, jafnhliða því, sem snilligáfa þess kemt lengra og lengra á sviði tækni og vísinda, því hvað stoðar það mann- inn þó hann vinni öll ríki veraldarinnar og dýrð þeirra ef hann bíður tjón á sálu sinni. Það er hin innri rósemd og sátt við guð og menn, sem öllu. máli skiptir. Þetta er þesssari litlu þjóð hollt að hugleiða á heimilum sín um í kyrrð jólahátíðarinnar á erfiðum tímum, mitt í óvægileg um deilum um efnaleg verðmæti. Boðskapur jólanna hvetur til umburðarlyndis og virðingar fyrir mannlegum tilfinning- um. Vér skulum ekki aðeins minnast þess á helgum jólum, heldur einnig í daglegu starfi og umgengni við samborgara vora. Ef vér gerum það mun margur sá vandi leysast, sem kann að virðast torleystur. ★ Morgunblaðið óskar öllum lesendum sínum, sjómönnum á hafi úti, flugmönnum á langferðaleiðum, sjúkum og sorg- mæddum, öldruðum og ellihrumum, allri hinni íslenzku þjóð gleðilegra jóla. Að Steinbeck látnum ÞEGAR John Steinbeck hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1962 flutti hann að eigin sögn, fyrstu ræðuna, sem harin hafði haldið á ævinni. Þá sagði hann: „Rithöfundurinn á að skíra og hylla eiginleika mannsins til andlegrar göfgi, hvetja hanntil dáða á tímum ósigra, til hug- prýði og samúðar og kærleika. f hinni þrotlausu baráttu við veikleika og örvæntingu eru þess ir eigin'leikar hin leiftrandi tákn vonarinnar. Sá almenni ótti, sem er ríkjandi á okkar tímum er afleiðing af þeirri öru þekk- ingu okkar og umgengni við hættuleg fyrirbæri í þessum heimi. Á langri sögu sinni hef- Winter of our Discontent" ger- ist í Nýja Englandi og í henni þótti skáldið slá á allnýstár- lega strengi í hörpu sinni. Vin- iir og aðdáendur Steinbeck fögn uðu mjög útkomu bókarinnar þar sem hann hafði þá um ára- bil slegið nokkuð slöku við rit- störf, gerzt drykkfelldur úr hófi og margir töldu að rithöfunda- ferli hans væri lokið. En Stein- beck hafði enn nóg að segja og hann hafði snilld og kraft til að klæða söguna beztu rithöfundar eiginleikum sínum. Ekki var ánægjan þó einróma með ákvörðun sænsku akadem- iunnar að veita Steinbeck Nób- elsverðlaunin. Arthur Lundquist, John Steinbeck ur mamnkynið margoft snúizt gegn eðlisóvinum sínum. Nú stöndum við andspænis óttalegu vali. Við höfum sölsað undir okkur mikinn hluta þess valds, sem við töldum eitt sinn, að geyrði guði til. Skjálfandi af kvíða og angist höfum við náð yfirráðum yfir lífi og dauða allra lífvera jarðarinnar. Hætt- an, heiðurinn og valið á úr- sldtastundu liggja hjá mannin- um sjálfum. Úr því við höfum tekið ’okkur guðlegt vald verð- um við einnig að leita í okkar sjálfum þeirrar ábyrgðarfullu vizku, sem við báðum áður, að heyrði guðdómnum til. Því er maðurinn í senn mesta hætta okkar og okkar mesta von“. Ræðuefni Steinbecks á Nób- elshátíðinni lýsir viðhorfi hans einkar ljóslgea. Viðfangsefni hans hefur jafnan verið maður- inn, maðurinn sem einstakling- ur, frelsi hans til að hugsa og segja það sem honum býr í brjósti, til að fara hvert á land sem er til að leita hamingjunn- ar — og ekki síður þær skyld- ur, sem slíkt frelsi leggur mann- inum á herðar. Af þessum sök- um hlýtur Steinbeck að teljast einhver mannlegasti rithöfund- ur okkar tíma. Steinbeck hlaut Nóbelsverð- launin fyrir söguna „The Wint- er of our Discontent“, og í for- sendum sænsku akademíunnar er sú bók lögð að jöfnu við skáldverkið „Grapes of Wrath“ sem kom út 1939 og færði Steinbeck Pulitzerverð- launin bandarísku. Sagan „The Sta'línsverðlaunahafi, reit grein í Stockholms Tidningen og sagði í fyrirsögn: „Mestu mistök aka demíunnar." f greininni sagði Lundquist t.d.: „Það hefur oft verið fjallað um það, hve banda rískum rithöfundum hefur geng ið iila að ná þroska. John Steinbeck er í þeim fjölmenna hópi, sem skrifa ungir áhrifa mikil og máttug verk, sem lofa miklu, en síðan kemur uppgjöf — Þeim tekst ekki að keppa við sjálfa sig, er frá líður.“ Fleiri sænsk blöð tóku í sama streng og sögðu að það væri hneisa að veita Steinbeck verðlaunin, meðan gengið væri framhjá mönnum, eins og Ezra Pound, Pablo Ner- uda og Jean Poul Sartre. Yfirleitt mun þó álit manna hafa verið, að Steinbeck væri vel að heiðrinum kominn og ef nokkuð væri hefði hann átt að fá þessa viðurkenningu mörgum árum fyrr, ti'l dæmis þegar „Aust an Edens“ kom út árið 1952. Um þá bók sagði Steinbeck, að allt sem hanm hefði skrifað fram að þeim tíma, hefði varla verið ann að en undirbúningur undir þá bók. Steinbeck var fæddur í Salin- as í Kaliforníu. Forfeður hans voru nokkrir af írsku bergi brotnir. Frá móður sinni er Stein beck sagður hafa tekið í arf til- finningu fyrir gagntakandi krafti bókmenntanna, en sú til- finning hafði þau áhrif að sum- ar bækur hafa orðið Steinbeck raunverulegri en persónuleg reynsla. Hann hefur sagt frá því, að í uppvextinum hafi eft- irfætisbækur hans verið „Glæp ur og refsing“, „Paradísarmiss- ir" og „Frú Bolvary" Þá nefndi hann og bókina „Dauði Arthurs" eftir Malory og sagði að fóar bækur, ef Biblían væri undan- skilin, hefðu haft dýpri áhrif á sig. Steinbeck stundaði nám við Stanford háskólann í sex ár, en hann þótti laus við, og ekki sinna náminu sem skyldi. Regluleg námssókn átti ekki við hanm, hann kaus heldur að sækja ein- göngu fyrirlestra í þeim grein- um, sem vöktu sérstaklega áhuga hans . Á þessum árum fékkst Steinbeck nokkuð við ljóða gerð, en mun síðar hafa lagt það á hilluna. Rösklega tvítugur að aldri hvarf Steinbeck frá námi, án þess að hafa lokið prófi, lagði Land undir fót og hélt til New York. f New York gerðist hann blaða maður við The New York Journ- al, en starfaði þar ekki lengi. Ritstjórarnir voru óánægðir með fréttaskrif hans, og sáu engan til gang í að vefja fréttirnar í skáld legar umbúðir í stað þess að snúa sér vafningalaust að kjarna málsins. Eftir að honum hafði verið vísað úr starfi hélt hann á ný til Kaliforníu og byrjaði að skrifa fyrir advöru. í tvö ár vann hann að sögunni „Gullbik- arinn“, sem hann hafði byrjað á þegar hann var í háskóla, en mun hafa umskrifað hana að minnsta kosti sex sinnum. Hon- um gekk illa að fá útgefanda að bókinni þótt það tækist að lok- um, en bókin seldist afleitlega. Árið 1932 fékk hann gefið út smásagnasafnið „Pastures of Heaven“, og vakti sú bók naum- ast nokkra athygli og seldist lít- ið. Bókaútgefandinn Pasoal Cov- ici rakst á bókina af rælni, hreifst af henni og gerði ráðstafanir til að ná sambandi við höfundinn. Steinbeck hafði þá nær fullbúið handrit að skáldsögu og Covici afréð samstundis að gefa það út. Það var „Tortilla Flat“ sem er meðal frægustu verka Stein- becks. Nú fór allt að ganga bet- ur fyrir Steinbeck, á næstu ár- um komu út verkin „The Red Pony“ og „Of Mice and Men“ og „The Dubious Battle", altl verk sem öfluðu Steinbeck geysilegra vinsælda og virðingar og gerðu honum kleift að helga sig rit- störfum eingöngu, eins og hann hafði dreymt um frá unga aldri. Steinbeck flytur ræðu sína á Nó belshátíðinni í StokkhóLmi 1962

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.