Morgunblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1968 17 SÉRA BJARNI GISSURAR- SON í Þingmúla, sem eins og kunnugt er, var sautj- ándu aldar skáld, orti Söng- vísu á jólahátíðinni, sem í er þetta erindi: Fögur jól, fagra sól, færðu í mitt hús. Ég vil glaður játa það, minn Jesús, þú ert skjól, sæla sól, sanna líf, hrós, bótin meina, braut hreina, bjart ljós- Ef til vill er sú skæra, ómengaða guðstrú, sem lýsir sér í ljóði Bjarna, sjaldg'æf í Ijóðum nútímaskálda. En það haggar ekki þeirri stað- reynd, að hér hefur skáldið komist næst kjarna jólahá- tíðarinnar; á henni verður Kristur það skjól, sem ekki fýkur í hvemig sem viðrar. Á fæðingarhátíð Krists hætta jafnvel byssumar að gelta um stundarsakir, sprengjurnar eru lagðar til hliðar. Þetta hafa skáldin fundið, eins og aðrir menn, og ljóð þeirra eflast oft af þessari dýrmætu vissu. Þá er spurt um barnið, frelsar- ann í mynd barnsins; og það jarðneska barn, sem horfir út í óvissu tímans, spyr, fálmar. Ljóðið er kannski öflug- ast, takist því að eignast, þó ekki sé meira en brot af ljóma þeirra augna, sem mæta hreyknum foreldmm að morgni eða eftir önn dagsins; hlutverk smá- gerðra handa er að halda á- fram sköpun heimsins, breyta honum gerist þess þörf. Sá sannleikur, sem verður inntak ljóðsins, á að ríða inn í þá Jerúsalem, sem okkur ber skylda til að geyma í brjóstum okkar. Á jólunum heyrum við þann klukknahljóm betur en áður. Vetrarsólin á að færa í hús okkar þá bót meina, sem er öðmm æðri. Með hjálp skáldskaparins eigum við að rata á brautina, ljóða skálda eins og Bjama í Þingmúla, sem er okkar skáld árið 1968 eins og þeirra landsmanna, sem hann á hörðum tímum í sögu þjóðarinnar, rímaði fyrir söngvísu á jólahátíð. Jón M. Samsonarson, sem sá um útgáfu á kvæðum séra Bjarna Gissurarsonar í Þingmúla, og kallaði Sólar- sýn. (Séra Bjarni Gissurar- son í Þingmúla: Sólarsýn. Kvæði. Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs, Reykjavík 1960), skrifar í eftirmála: „Bjarni er rétttrúnaðarmaður og öruggur í trú sinni. Guðs orð er óhagganlegur sannleikur, og á gmndvelli þess hvíla skoðanir hans- Guðstrú skáldsins er sannfæring, efa- laus og sjálfsögð, trú sem veitir öryggi og birtu. Guð er hið æðsta, skapari og gjafari. Hann er upphaf alls og heldur öllu í styrkri föð- urhendi. Ekkert verður án hans vilja, og honum er ekkert um megn. Fyrir kraft hans lifnar allt og lif- ir við skin sólar “ Ég get aftur á móti ekki fallist á þá skoðun Jóns M. Samsonarsonar, að heims- mynd Bjarna „býsna frá- bmgðin hugmyndum nú- tímamanna“, geti orðið nokkur tálmi við lestur kvæða hans. Eða er Dante Alighiere fjarlægur okkur af því að hann var í öðrum söfnuði en við? En vissulega eru þeir ólíkir austfirska skáldið, sem átti svo hreint og óspillt hjarta og orti svo fagurlega um samlíking sól- arinnar þrátt fyrir ómjúkt veraldarvafstur — og Flór- ensbúinn, sem brynjaður trúarheimspeki miðalda, stillti klukku heimsbók- menntanna, m. a. með lýs- ingum á kvölum hinna for- dæmdu í víti. Hinn síðar- nefnda hefur Guðmundur Böðvarsson nýlega gert til- raun til að kynna lítillega fyrir íslenskum lesendum: (Dant.e Alighieri: T*ólf kvið- ur úr Divina Commedia. — Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1968). Löngu seinna en Bjami í Þingmúla, var uppi skáld, sem leyfði sér ýmislegt bæði í skáldskap og dómum um aðra menn; engu að síður varð hann dýrlingur Is- lendinga framar öðrum, enda réttborinn til þess. Hann orti Jólavísu, og þó hún sé með nokkmm öðrum hætti að allri gerð en söng- vísa Bjarna, þá er ástæða til að íhuga hana á þessu ári og reyndar öll ár; svo nátengt er þetta ljúfa skáld öllu því, sem íslenskt getur kallast: Jólum mínum uni ég enn, — og þótt stolið hafi hæstum guði heimskir menn, hef eg til þess rökin tvenn, að á sælum sanni er enginn vafi. Er ekki hér fastar kveðið að orði en hjá séra Bjarna Gissurarsyni? Er þetta eftir eitthvert skáldið, sem gerir sér það að leik að gera at í þjóðinni og kristni hennar, en þorir svo ekki öðru und- ir lokin en játast því, sem heilagt er. Því er skjótsvar- að. Hér er Jónas Hallgríms- son á ferð, eins og flestir munu vita. Skáld annarrar tjáningar og vinnubragða en Bjarni Gissurarson, en skáld kristinnar trúar eins og hann. En Jólavísa Jónasar, er hugvekja - og er eins og ljóð Bjama tímans, sem við lif- um. Þannig er að vera klaæ- íker. Og er það ekki ein- kenni stórskáldanna, að höfða til allra tíma, þótt vafalaust muni finnast menn, sem neita því með nokkmm rökum, að séra Bjarni Gissurarson hafi ver- ið stórskáld- Að orða eitthvað fagur- lega á óyggjandi hátt, er það ekki að eignast hlutdeild í eilífðinni — og er það ekki að verðskulda heitið nútíma skáld? Hvað um Bjarna Gissurarson í Þingmúla og Jónas Hallgrímsson? Eigum við ekki að hlusta á þá í dag. Eða eigum við að standa fyrir utan eins og Einar Benediktsson: Mín trú er ekki arfgeng sögn, á allra leiðum spurð, ég á mér djúpan gmn, sem nóttin elur. Ég geri ráð fyrir því, að flestir muni taka undir með séra Bjarna Gissurarsyni á þessum jólum sem öðrum: Fögur jól, fagra sól, færðu í mitt hús. Það er sannarlega kominn tími til að við hyggjum bet- ur að ýmsu því í íslenskum skáldskap fyrri alda, sem ekki hefur verið í hávegum haft. Hallgrímur Pétursson var ekki eina trúarskáldið á sautjándu öld- Þá vom uppi fleiri merk skáld, og ljóðagerð þeirra er ekki fjar lægari okkur en margt það, sem fyllir stofur okkar um jólin. Jóhann Hjálmarsson. Árið 1939 kom svo út „Grapes of Wrath“ (Þrúgur reiðinraar) og fyrir þá bók hlaut haran banda- rísku Pulitzerverðlaunin ári síð- ar, svo sem fyrr er getið. Sú bók vakti víða úlfaþyt í Bandaríkj- unum og Steinbeck var af mörg um stimplaður kommúnisti. Síðar átti Steinbeck oft eftir að lýsa afstöðu sinni til hugmyndafræði kommúnismans og var þá ekki myrkur í máli frekar en endra- nær, því að hugprýði og kjark til að aegja það sem honum bjó í brjósti, skorti hann aldrei. Eins og sjá má af þessari upp- talningu var Steinbeck mjög af- kiastamikill og frjór rithöfundur á árunpm 1930—1940. Á stríðs- árunum var hann fréttaritari á Kyrrahafsvígstöðvunum og skrif aði þaðan margar greinar, sem vöktu athygli. Síðan virtist sem mokkuð drægi af honum, þótt hann sendi frá sér bækur öðru hverju og gagnrýnendur þótt- ust verða varir við hnignun í skrifum hans. Því varð útkoma bókarinnar „Austan Edens“ fjöl mennum lesendahóp hans um all an heim ósvikið fagnaðarefni. Árið 1967 ákvað John Stein- beck að gerast stríðsfréttaritari í Vietnam. Hann lét ekki sitja við orðin tóm og hélt þangað taf arlaust, þá var hann 65 ára að aldir. Þaðan skrifaði hann fjölda greina og birtust nokkrar þeirra í Mbl. á sínum tíma, „Bréf frá Víetnam." í „Austan Edens“ hafði Steinbeck skriíað: „Hverju á ég að berjast fyrir og_ hverju á ég að berjast gegn? Ég held, að frjáls leitandi hugur manns- ins sé það verðmætasta í heim- inum. Og þessu ætla ég að berj- ast fyrir — frelsi hugans til að taka þá stefnu, sem hann óskar, og af sjálfsdáðun. Og þeasu ætla ég að berjast gegn — hverri hug mynd, trú eða stjóm, sem tak- markar eða útilokar frelsi einstakl ingsins.“ Kannski lýsa þessi orð hans vel því sem hann taldi að væri að gerast í Víetnam. Og stefnu sinni var hann trúr alla tíð. Alls munu um 27 bækur liggja eftir John Steinbeck og þýðing- ar á verkum hans hafa komið á milli þrjátíu og fjörutíu tungu- málum. Ásamt Ernest Hemingway sem hann átti margt annað sam- eiginlegt með, mun hann sjálf- sagt vera einn mest lesni Nóbels höfundur í heiminum. Og þeir tveir eru meðal þeirra höfunda bandarískra sem hafa mótað sam tíð sína hvað mest og áhrifa þeirra mun gæta áfram um ó- komna framtíð. John Steinbeck var fæddur 27. febrúar 1902, og lézt sl. föstudag 66 ára að aldri. Steinbeck með eiginkonu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.