Morgunblaðið - 17.08.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.08.1969, Blaðsíða 4
4 MOB'GUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1909 1-44-44 Rvérfiscötu 103. Simi eftir lokun 31160. ÍVIAGrMÚSAR I5K1PH31TI21 SIMAR21190 eftir lokun ílmi 40381 BILALEIGANFALURHF car rentalservíce © fH* 22-0-22* RAUÐARÁRSTÍG 31 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. Bókhaldsvinna Opirvbert fyrirtaeki vil'l ráða strax mann trl bákhalds- og gja'ld- kerastarfa. Góð bókhaldskunm- átta og sta-rfsreynsla rtauðsyn- teg. Ti'lboð, merkt „Trúnaðarstarf 3539", með upplýsingLHn um aikfur og fyrri störf, senórst afgr. sem fyrst eða fynir 26/8. Enn sem fyrr Mallorka London ódýrustu og beztu utanlandsferðirnar Leiguflug beint til Spánar Dvöl i London á heimleið ferðaskriistofa bankastræti 7 símar 16400 12070 UppseFt í a-H-ar ferðir í ágúst og september nema ef losnar vegna forfa'IHa. — Nokkur saeti teos 1. og 15. október. Yndistegur tími t»l sumar- auka. Sól og hiti um 30 stig. 0 Varhugavert fyrir ís- lenzka flugmenn að storka stjóminni í Lagos Virtur borgari ,sem kýs að skrifa undir atvinnuheiti sínu, segir: „Heiðraði Velvakandi! Frétt £ Morgunblaðinu í dag, 13. ágúst, um það ,að íslenzkir flugmenn hafi í hyggju að ráða sig til starfa hjá stjórn Biafra, varð til þess, að ég rita þessar línur. Hafi íslenzkir flugmenn, trú- lega nýskriðnir úr skóla ,hug á að fara til Biafra, ættu þeir ekki að básúna það út í blöðunum, a.m.k. ekki fyrr en þeir þá kæmu aftur, og að stríðinu þar af- stöðnu. Von Rosen og þátttaka hans í her Biafra varð til þess , að sænsk áhöfn var tekin fyrir og flugvél hennar skotin niður með þeim afleiðingum, sem allir kannast við. Nú starfa margir íslenzkir flug liðar við hjálparstörf ,bæði fyrir kirkjusamböndin og Rauða kross inn. >að er vitað mál, að sam- bandsstjórnin í. Nígeríu hefir lát ið þetta liggja svona nokkurn veginn milli hluta, þótt til mála- mynda hafi verið gerðar árásir öðru hverju. Það er einnig vitað, að ef sambandsstjórnin í Lagos ætlaði sér að tortíma þeim áhöfn um, sem vinna þessi störf, þá væri það auðvelt verk .Nú er ver ið að setja saman I Lagos flug- vélar af nýrri gerð, sem bera radarstýrðar rakettur. Verður þá hreinn bamaleikur fyrir sam- bandsstjórnina að skjóta niður hverja þá flugvél ,sem þeim sýn- ist ,yfir Biafra og nágrenni. Það væri hörmulegt, ef einhverjir strákgosar færu að blanda ís- lenzkum flugmönnum beint í hernaðaraðgerðir í þessu ógæfu- sama landi, sem svo gæti haft þær afleiðingar, að sambands- stjórnin sýndi íslendingum það í verki ,að þeim væri fyrir beztu að skipta sér ekki af hernaðin- um, og skyti niður íslenzka flug vél með íslenzkri áhöfn. Það er til sóma íslendingum, hversu vel hefir tekizt til með hj álparstörfin, og ber þar hæst nafn Þorsteins Jónssonar, sem með dugnaði og hugprýði hefir unnið fórnfúsara starf en marg- an grunar. Það má ekki með gleiðgosaskap búa honum og öðr um flugáhöfnum þama suður frá meiri hættu en núer og hefur ver ið. FlugmaSur". 0 Fundið að við blaða- menn og útvarpsmenn J. Ö. P. skrifar: „Góði Velvakandi! Aðeins fáeinar aðfinnslur .Þú hnýttir nokkrum athugasemdum aftan í pistil Jóns G. Pálssonar 6. þm.., þar sem hann vegur hart að afkáraskap í unglinga- tízku (svo sem fjöldinn allur ger ir) og spyrð svo sem í tilefni þess, hvort ekki skuli sekta fólk fyrir hiksta, æðahnúta á fót- um eða rauðan háralit. Hér er mjög skotið fram hjá marki, og ætla ég, að þú hafir sjálfur verið í sumarleyfi þessa daga en, etn- hver lítt fyndinn náungi hafi hlaupið í skarðið fyrir þig. Þegar páfimi dó úr hiksta, gerði hann það ekki til að vekja á sér eftirtekt, enda þurfti þess ekki ,þar sem hann var sá eini sinnar tegundar í heiminum .Æða hnútar á fótum er sjúkdómur en ekki tízkufyrirbæri, og sektir fyrir sjúkdóma hef ég aldrei heyrt nefndar. Sé rautt hár „ori- ginalt“ er ekkert við því að segja fremur en jörpu eða svörtu öðru máli kann að gegna ef það er keypt í búð eða framleitt í snyrtistofu. Svo var það sama dag ,að Mbl. skýrir frá, að „einhverjir gárungar" hafi rifið upp merki- spjöld við jurtir í grasgarði Reykvíkinga og dreift þeim eða fjarlægt. Slikur verknaður heyr- ir ekki undir gamanleiki eða gárungaskap, heldur heitir hann á íslenzku skemmdarverk eða spelivirki. Að týna lifi Þá leiðist mér að heyra sjón- varp og útvarp tönnlast á því, að þessi eða hinn hafi „týnt lífi“ (sb. tabt livet), þar sem maður- inn FÓRST (af slysförum, óeirð um, hernaði). Er leitt að sjá ekki meiri árangur af blaðamanna- skólanum, sem svo myndarlega var til stofnað nýlega, og mun m.a. hafa átt að temja frétta- mönnum málvöndun. Þreyti þig þá ekki meira .Þú ræður, hvort þú birtir þetta i heild .glefsur úr því eða ekkert af því. Ætíð marg-blessaður, J.Ó.P." Q Vörn höfð uppi í mál- inu. — Grímur og Gunnhildur leidd fram sem vitni — Velvakandi þakkar bréfið frá J.Ó.P., sem mun ekki með öllu ókunnur blaðamennsku. Vel vakandi getur tekið undir þess- ar aðfinnslur að flestu leyti nema þá helzt hina síðustu. Vera má, að það sé orðinn leið- ur tízkukækur hjá fréttamönnum hljóð- og myndvarps að segja „týna lífi“, án þess þó að Vel- vakandi hafi tekið sérstaklega eftir því , en varla mun þetta orðasamband geta talizt rangt. Eða hvað segir ekki sjálf Gunnhildur konungamóðir við menn sína (í 3ja kap. Njálu), eftir að þau Hrútur hafa legið uppi á lofti saman við ölteiti og annað gaman í hálfan mánuð? „Þér skuluð engu fyrir týna nema lífinu, ef þér segið nökk- urum frá um hagi vára“. Og fleiri dæmi má sjálfsagt finna í fornsögunum, þótt þetta komi eðlilega fyrst fram í hugann, enda stundum til þess vitnað á vorum dögum við svipaðar kring umstæður (á nútíma blaðamanna máli kallaðar „aðstæður"), — en á venjulegri nýtízku-íslenzku er bara sagt: „Ég skal drepa þig, ef þú heldur ekki kjafti". Þá endar eitt kvæða Gríms Thomsens (,,Heift“) á þessum hendingum: brugðu hjörvum, týndu fjörvi. Jafnvel „að tapa lífi“ er jafm- góð íslenzka sem danska, sbr. minnistæCa setningu í Bærings sögu: „Skal ek svá til haga, at þér tapit bæði lífi ok sæmd“. Það er hægt að týna lífi, tapa lífi og missa llf á íslenzku, sam- anber vísuna, sem J. Ó. P. kann ast áreiðanlega við: Stóð í hjarta stálið bjarta, stundi undin; féll af hesti maðurinn mesti, missti líf og helju gisti. 0 Keflavfkursjónvarpið „Ágæti Velvakandi! Mikið hefur verið rætt bæði um hunda og bjórinn undanfarið og hafa verið stofnuð samtök um bæði málin. En hvað um Kefla- víkursjónvarpið? Eru menn bún ir að gleyma því? Hvers vegna hafa ekki verið stofnuð samtök um það mál? Þarna gefst okkur kostur á að horfa á úrvals- skemmtiþætti með heimsfrægum skemmtikröftum, þætti, sem við eigum e.t.v. aldrei eftir að sjá í því íslenzka ,En hvað gerum við? Jú, við látum einhverja vesæla 60—menninga koma því til leið- ar, að sjónvarpsstöðin er látin draga úr styrkleika sínum og beina útsendingarloftnetum sín- um frá Reykjavíkursvæðinu. Og þar við situr. Ég er anzi hræddur um að, eitt hvað myndi syngja í nágrönnum okkar, Dönum, ef koma ætti í veg fyrir, að þeir sæju sjónvarps sendingar frá Svíþjóð, Þýzka- landi og fleiri löndum, sjónvarps sendingar, sem þeir horfa á dag- lega. Látum álit okkar í ljós, stofn- um samtök, gerum hvað sem er, en fyrir alla muni fáum aftur Keflavíkursjónvarpið. Við vilj- um fá að velja á milli vöruteg- unda, þegar við förum í verzlun, af hverju ekki að velja á milli sjónvarpsstöðva, þegar við horf um á sjónvarp? Samtaka nú, Reykvíkingar! Þ.K.“ Slærnur raddburður GuSmundur Magnússon , sjó- maður, Laugarnesvegi 64, skrif- ar: „Velvakandi! Þótt Jón Múli Árnason sé í alla staði vænsti maður, þá er ekki heppilegt, að hann lesi frétt ir útvarpsins, þar kemur til ,að hann hefur svo dimma og þvoglulega rödd, og þegar út fyrir borgarsvæðið kemur, er varla skiljanlegt orð af þvi, sem hann er að segja, — og má bæta þvi við ,að meðal sjómanna hef- ur hann ekki miklar vinsældir. Það kann vera, að ekki sé mik- ið að missa, þar sem oftast er um sömu þvargmál stórveldanna að ræða ,hitt má vera öllu óskilj anlegra, hvers vegna íslending- ar þurfa að bíða til loka frétta- tímans eftir að heyra, hvað ger- ist í þeirra eigin landi, og væri ekki ofraun að fá fyrst fréttir af landsmálum. Þetta kann að vera frekja að bera fram þannig óskir, en þó varla, þegar huggað er til margra ára þjónustulausr- ar fréttamennsku og einokunar við hlustendur". ASAHI PEMTAX ASAHI PENTAX myndavélar nýkomnar. Vinsælasta vandaða myndavélin um allan heim. — ASAHI PENTX. Stórgiæsilegt úrval af linsum, filterum og öðrum fylgihlutum fyrir ASAHI PENTAX myndavélar. Komið, skrifið eða hringið eftir mynda- og verðlistum. FÓTÓHÚSIÐ Bankastræti. — Sími 21556. Fann hver bana í brosi annars, No. 16001 Mercedes-Benz 220 Höfum til afhendingar strax Mercedes-Benz 220. RÆSIR H.F. FERDINANT í SUMARFRÍI Á SUÐURLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.