Morgunblaðið - 10.09.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.09.1969, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. SEPT. 196» Sinfóníuhljómsveit íslonds Orðsending til áskrifenda. Sala áskriftarskírteina að tónieikum hjólmsveitarinnar er hafin. Askrifendur hafa forkaupsrétt að miðum en verða að tilkynna um endurnýjun nú þegar og sækja skírteinin sín í slðasta lagl 15. september. Sala fer fram í Rikisútvarpinu, Skúlagötu 4, sími 22260. H afnarfjörður Hef kaupanda að nýrrt eða nýlegri 3ja herb. ibúð með góðri útb. ARNI GRÉTAR FINNSSON, HRL. Strandgötu 25. Hafnarfirði. S'tmi 51500. NÝ OG BREYTT SÍMANÚMER: Verzlunin 41000 Timbur, þilplötur, járn o. fl. 41010 Vörulager Auðbrekku 28 42000 Skrifstofa: bókhald og innheimta 42130 framkvæmdastjóri 41849 Byggingavöruverzlun Kópavogs. Kársnesbraut 2—4. - AFMÆLISBARNIÐ Framhald af Us. U skórinn kreppti að. í>að var ekkert í veginum með bygg- ingu hraðfrystihúss í Ólafsvik annað en það, að öll líkindi væru á, að það yrðu Sjálfstæð- ismenn, sem stjórnuðu fyrirtæk inu. Yfirvöldin sögðu sem sé und- ir rós við Ólafsvíkinga — Fyrr skuluð þið allir drepast, en þið fáið að reisa frystihús, sem í- haldið stjómar. Það er ekkert launungarmál og ekkert vafamál a,ð það átti hreinlega að svelta Ólafsvík- inga til pólitískra sinnaskipta. Það tekur alltaf nokkum tíma að svelta fólk til hlýðni ekki sízt ef soðning er næg, eins og var í ólafsvík, þar var ekki hungur þó að margur væri oft svangur og ástandið slæmt og Ólafsvíkingar létu sig ekki held ur héldu áfram að skrifa suður og fá synjun til baka í fjögur ár, en svo kom stríðið og Ólaf ur Thors varð sjávarútvegs- málaráðherra Ólafur var ekki fyrr seztur í stóli nn en leyfi Fiskimálanefndar var fengið og nefndin var nú jafnáköf í stuðn ingi sínum við byggingu frysti- húss í Ólafsvík og hún hafði fyrr verið hörð á synjuninni og studdi nú bygginguna með ráðum og dáð. Af þessum skyndi legu sinnaskiptum samfara ráð- herraskiptunum, virðist ekki ó- eðlilegt að álykta að synjanir nefndarinnar hafi verið ákveðn ar af einhverjum öðrum en henni sjálfri Ég var unglingur, þegarþetta var, réttra sautján ára, en samt æxlaðist það svo, að ég varð til að vigta fyrsta fiskinn ininí hið nýstofnaða frystihús og það var sem áður segir 29. ágúst 1939. Vélar voru gangsettar 30. ágúst og fyrsta flökun var 31. ágúst. Við hvern þessara daga, sem menn vilja miða að rekst- urinn hefjist, þá er það óum- deilanlegt að það eru nú um þessi mánaðamót þrjátíu ár lið in síðan Hraðfrystíhús Ólaf3- víkur tók til starfa . NEITAB UM FÉ TIL ENDUR- BÓTA — EN NÝTT HÚS REIST Allt athafnalíf í ólafsvík ger breyttist við stofnun frystihúss in s og mannlífið sömuleiðis. Þama höfðu ekkert verið nema smákoppar, sem menn settu á bökum sér, en jafnhliða frysti- húsinu komu bátar 12—15 tonn, sem stunduðu dragnótaveiðar og einnig lögðu aðkomubátar upp afla sinn í frystihúsið. Og nú liðu árin. Ég fór að heiman ári eftir að frystihúsið tók tö starfa og hafði þá unnið það ár Til söln 2jo herb. ibúð i sambyggingu við Hringbraut, smá herb. í risi. Laus nú þegar. Samband ísl. fegrunarsérfrœðinga FUNDUR Fundur verður haldinn i Átthagasal Hótel Sögu sunnudaginn 14. september 1969 kl. 8.30 siðdegis. Fundarefni: 1. Sýning á kvöldsnyrtingu (make up) frá 4 snyrtistofum innan félagsins. 2. Hárgreiðslusýning. 3. Tízkusýning frá nokkrum fyrirtækjum. STJÓRNIN. Gunnlaugur Þórðarson, hrl., Simi 16410. Skrifstofuhúsnœði Skrifstofuhúsnæði, atls 4 herbergi, um 80 fermetrar á góðum stað i steinhúsi í Miðborginni til leigu nú þegar. Sigurgeir Sigurjónsson, hæstarétta rfögmaður Óðinsgötu 4, sími 11043. Fást hjá: Húsgagnaverzluninni Skeifan, Kjörgarði, Húsgagnaverzluninni Augsýn, Akureyri, Verzluninni Tindastóll, Sauðárkróki. SPOHTVBfUJHÚS OEYKIAVfKllH Óðinsgötu 4, Reykjsvík (Sím 16488). Ódýrustu klæðaskáparnir á markaðnum eru sænsku plast- skáparnir. Tilvaldir fyrir ungar stúlkur og einhleypinga. Tónlistorskóli Gorðohrepps Innritun er hafín á skrifstofu sveitarstjóra. Skólinn verður settur þann 28. september kl. 2 e.h. í Garðakirkju. SKÓLAST JÓRI. Megrunornodd og snyrting Er byrjuð að vinna að loknu sumarfríi. Get boðið: DÖMUM Tyrknesk böð, megrunar- og partanudd, andlitsböð, handsnyrtingu, fótsnyrtingu, augnabrúnalitun. HERRUM andlitshreinsun, fótsnyrtingu og handsnyrtingu. ÁSTA BALDVINSDÓTTIR, Hrauntungu 85, Kópavogi, sími 40609. ■ > HLEDSLUTÆKI FTRIR RAFCETMi hjá því. Syðra var ég við nám í verzlunarskólanum en einnig á togurum. Síðar kynnti ég mér fiskverkun og tók við fram- kvæmdastjóm frystihússins á Hellissandi 1944 og var þar unz ég tók við framkvæmda- stjórn verzlunarfélags í heima- þorpi mínu, ólafsvík. Því fyrir tæki veitti ég forstöðu um nokk urra ára skeið og þó ég segi sjálfur frá, var það stöndugt fyrirtæki, þegar ég lét af fram kvæmdastjórninni og tók við stjóm á Hraðfrystihúsi ólafs- víkuir, sem ég hafði vigtað fyrsta fiskinn inní sem ungl- ingur. Mér leiddust verzlunar- störfin og hafðí alla tið þráð að komas aftur í fiskinn og fiskverkun, enda var kunnétta mín á því sviði fyrst og fremst. Hraðfrystihús Ólafsvíkur hafði verið byggt af nokkrum vanefnum bæði fjárhagslega og tæknilega en þó réði mestu um vankantana á byggingunni, að hún var háð opinberri leyfis- veitingu og því varð að hlíta opinberri fyrirsögn um bygging una. Veggir voru einangraðir með torfi og var sú einangnm löngu orðin ófullnægjandi. Frystispír- alarnir höfðu verið tengdir loft inu og það látið bera uppi þunga þeirra og var það að nið urfalli komið og fleira var eft- ir þessu. Skömmu eftir að ég tók við stjóm frystihússins var mér tilkynnt af fiskimati ríkis- ins að vinnsluleyfið yrði tekið af húsinu, nema á því færu fram gagngerðar endurbætur. Aðalfjárveitingarvaldið var um þessar mundir í höndum Fram- kvæmdabankans og stjórn hans var pólitískt skipuð og þannig að meiri hluta hennar líkaði ekki liturinn á Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur og endurtók sig nú stofnsaga þessa fyrirtækis. Dögum saman lá ég á hnján- um í Framkvæmdabankanum og talaði þar langt mál og strítt um nauðsynina, sem þorpinu væri á endurbótum frystihúss- ins, en ég talaði fyrir daufum eyrum. Orsök þessa skilnings- leysis fjárfestingarvaldsins kom skyndilega og óvænt i Ijós. Það átti alls ekki að endurbæta Hraðfrystihús Ólafsvíkur, þóað það væri hagkvæmast og bezt fyrir þorpsbúa, heldur átti að reisa nýtt frystihús af grunni með réttum pólttískum lit. Á sama tíma og mér var harðnieit að um eyri tö endurbóta var veitt hundruðum þúsunda króna tö byggingar nýs frystihúss í þessu litla þorpi og öllum sjá- anlega til þess eins að drepa það fyrirtæki, sem fyrir var á staðnum en í höndum pólitískra andstæðinga. Þó að sagan af skipulagðri fjárfestingu póli- tísks valds gerðist ekki aðeins í Ólafsvík á þessum árum, þá sýndi hún þar báðar hliðar sín- ar glögglega. í fyrra tilvikinu, við stofnun hússins — tafði „skipulagningin“, í fleiri ár stofnun bráðnauðsynlegs fyrir tækis, en í síðara tilvikinu var hróflað upp fyrirtæki til óþurft ar og aðeins í pólitísku ugna- miði. Þannig hefur skipulögð fjárfesting of oft verið í fram- kvæmd á íslandi il þess, að ég vilji efla vald ríkisins í þeim efnum. Við þetta hefur bætzt, að kaupfélögin, sem mörg voru fjárhagslega sterk um skeið og nutu góðs af „hinni skipulögðu fjárfestingu", notuðu fé almenn in.gs til að stofnisetja ný fyrir- tæki til að drepa önnux sem fyr ir voru og ná þannig tökum á at vinnulífi byggðarlaganna og þar með atkvæðunum. Þær kaupfé- lagshallir, sem við okkur blasa hér og þar um landið h,afa orð ið dýrari en almenningur ger- ir sér ljóst Það þarf enginn að halda að það kosti ekki pen- inga að drepa samkeppnisfyrir tæki, hversu aum sem þau eru. Mín saga fjallar fyrst og fremst um fjárfestinigarvaldið í hönd- um pólitískra yfirvalda enekki kaupfélagsstarfeem-ina, þó að ég kunni einnig nokkra sögu af henni að vestan og víkur nú sögunni aftur að Hraðfrystihúsi Ólafsvikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.