Morgunblaðið - 01.09.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.09.1970, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 1. SEPTEMBER 1970 25555 wm/Ð/ff BILALEIGA HVERPISGÖTU 103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VW svefnvagn V W 9 manna - Landrover 7 manna bilaleigan AKBRAUT car rental service 8-23-4? sendum Bílaleigan UMFERÐ Sími 42104 SENDUM Hópierðir TH ieigti í tengri og skemmri ferðir 10—20 farþega bilar. Kjartan Ingimarsson, sími 32716. Pjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar, púströr og fteiri varahlutir i margar gerðír bifreiða Bflavörubóðin FJÖÐRIN Laugavegi 168 - Sími 24180 Volkswagen varahlutir tryggja Volkswagen gæði: Örngg og sérhælð viðgerðaþjónnsfa 0 Félagsheimili í Stykkishólmi Árni Ketilbjarnar frá Stykk ishólmi, Framnesvegi 21, skrif- ar: „Stykkishólmsbúar byggja nú myndarlegt félagsheimili fyrir snæfellska æsku, og verður hluti af byggingunni notaður til hótelreksturs, þar sem að- eins er starfrækt sumarhótel í Stykkishólmi, og er í þvi sam- bandi notuð heimavist gagn-. fræðaskólans. Vegna sívaxandi ferðamanna straums um Snæfellsnes og vest ur yfir Breiðafjörð, er nú mik- il nauðsyn á slíku hóteli, sem starfrækt yrði allt árið. Eins og Snæfellingum er vel kunnugt, hefur unga kynslóðin i Stykk- ishólmi átt við mikla örðugleika að etja vegna skorts á rúm- góðu félagsheimili, og hefur því reynzt örðugt að halda unga fólkinu heima í sínu fagra kauptúni, sem þó væri brýn þörf, vegna hrattvaxandi áhuga íbúanna fyrir allsherjar iðnvæðingu, sem tryggt gæti fólkinu betri lífskjör og vax- andi efnislega, andlega velmeg un, svo eftirsótt verði að eiga heima í Stykkishólmi. Þá mun og aðild okkar að EFTA eiga nokkurn þátt í framsókn Hólmara á þessu sviði. 0 Skorað á Snæfellinga Eins og fyrr getur, er nú allmikill iðnaður í kauptúninu, svo sem stórvirk skipasmíða- stöð, sem starfrækt er í sam- bandi við nýja og fullkomna dráttarbraut Stykkishólmshafn ar, þá er og allmikill fiskiðn- aður, húsgagnagerð, járn- og trésmiði af ýmsu tagi, ásamt ýmiss konar öðrum iðnaði. 1 sam bandi við áhuga Hólmara fyrir iðnvæðingu kauptúnsins, er hin mesta nauðsyn, að unga fólkið yfirgefi ekki heimili sín, heldur verði kyrrt heima, til þess að vinna að uppbyggingu síns fagra kauptúns, og til þess að auka möguleika á þessu er nú hafin bygging félagsheimilis sem er þáttur í þeirri viðleitni. Eins og að líkum lætur, eiga Hólmarar við nokkra fjárhags örðugleika að etja, og hafa þeir því efnt til happdrættis til stuðnings þessu menningar- máli sínu, og hefur Stykkis- hólmshreppur gefið ljómandi fal lega eyju í nágrenni Stykkis- hólms sem vinning i happdrætti þessu. Vinningurinn er hin fagra og ég vil segja dýrmæta Hvítabjarnarey, allstór eyja rétt utan Stykkishólmshafnar, og er eyjan reiknuð á eina milljón króna. Nú er það einlæg von og ósk Stykkishólmsbúa, og þá ekki sízt ungu kynslöðarinnar, að Snæfellingar og fólk af snæ fellskum ættum, ásamt öðrum góðum fslendingum, bregðist nú vel við og kaupi nú Upp út- gefið magn af happdrættismið- um, til þess að auðvelda og koma i framkvæmd þessu mikla hagsmuna- og menningarmáli, sem ýmsir dugnaðar- og hug- sjónamenn i Stykkishólmi beita sér nú fyrir að koma í fram- kvæmd. Snæfellingar verum samtaka og aðstoðum þessa dugmiklu forystumenn í Stykkishólmi, til þess að koma góðu og göfugu máli í örugga höfn, snæfellskri æsku til aukinnar menningar og hagsbóta, og stuðningsmönn um þessa þarfa fyrirtækis til sóma og virðingar! Árni Ketilbjarnar, Framnesvegi 21, Beykjavik." 0 Verjum gróður, verndum land Vigdís Ágústsdóttir skrifar: „Reykjavík, 24. ágúst, 1970 Kæri Velvakandi! „Verjum gróður, verndum land“. „Sá, sem kemur fyrstur á tjaldstað, á forgahgsrétt á að vera þar. Gróðurinn kom á und an okkur og á fullan rétt á að vera í friði. Sýnum nærgætni í sambýli við náttúruna. Verjum gróður, verndum land.“ — Ég leyfi mér að endurtaka þessa klausu eftir ykkur við Morg- unblaðið og sannarlega er þetta góður áróður og nauðsynlegur. Það færi betur, að Mbl. væri sjálfu sér samkvæmt og sæi, hvað raunverulega fer fram hjá „Skógrækt" rikisins. Var það ekki björkin, sem kom fyrst, er það ekki birkið, sem á forgangsrétt á að vera hér í stað þess að verða að víkja fyr ir barrtrjám, sem blindir skóg- ræktarmenn eru að þrengja upp á íslenzkt landslag og aldrei munu þrífast hér að neinu marki? Hvaða nærgætni er í því fólgin að arka ævinlega beint inn í bjarkarlundinn og planta þar barri á kostnað birkisins? 0 Björkin á forgangsrétt Ef þessir menn ætla að til- heyra þeim, sem verja gróð- ur, vernda landið og bera virð- ingu fyrir íslenzkum sérkenn- um, ættu þeir að fara að sjá að sér og hætta að útrýma birk inu. Barrtré munu aldrei una sér í íslenzkum jarðvegi —veðr áttan hér hentar ekki barrskóg um — reynslan hefur sannað það á þessum 40 árum. Eini staðurinn, sem barr þrífst eitt hvað á hér, er Hallormsstaður. Þar geta þessir menn haldið sig, en birkið kom hér fyrst og á forgangsréttinn. Sýnum nær- gætni í sambýli við náttúruná, varðveitum það, sem íslenzkt er. Vigdís Ágústsdóttir. E.S. Því eru þessi brúnu brunnu barrtré hér víðsvegar í borginni ekki fjarlægð? A.m.k. 2 tré bak við Stjórnarráðið hafa staðið þar steindauð síðan 1963. Hver er tilgangurinn? V.Á.“ Sníðakona óskast helzt vön skinnasníðingum. Ullarverksmiðjan Framtíðin Frakkastíg 8 — Sími 13060. 3ja herbergja Höfum til sölu 3ja herb. íbúð í nýlegri blokk við Skipholt á 3. hæð um 95 ferm. Vönduð eign. Harðviðar og plastinnrétt- ingar. Teppalagt. Vélar í þvottahúsi. Teppalagðir stigagangar. Lóð fullfrágengin. Laus 1 12. 1970. Verð 1350 þús. kr. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR Austurstræti 10 A, 5. hæð. Sími 24850. — Kvöldsími 37272. Sölumaður fasteigna Ágúst Hróbjartsson. Vélritunarskóli Sigríðar Þórðardóttur Ný námskeið hefjast nœstu daga SÍMI 33292

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.