Morgunblaðið - 01.09.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.09.1970, Blaðsíða 17
MORGUNBL.AÐI.Ð, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1970 17 Sættast Rússar og Kínverjar? Ekki deilt um grundvallar- atriði, segir fyrrverandi Moskvu-sendiherra Breta Eftir Iain Hamilton Bók, sem nýlega kom út í London um utanríkis- stefnu Sovétríkjanna, hef- ur komið af stað töluverð um umræðum, einkum vegna þess að höfundur- inn, Sir William Hayter, er vantrúaðri en almennt gerist á þá kenningu, að meginmarkmið Sovétríkj- anna hafi breytzt, í tölu- verðum mæli, og að þau séu ekki eins víðtæk og áð ur. Hayter er fyrrverandi sendiherra Breta í Moskvu. Hann lieldur þvi einnig fram í bók sinni, að klofningiu- Kússa og Kin- verja sé ekki eins djúp- stæður og víðtækur og lát ið hefur verið í veðri vaka. Hér á eftir fer um- sögn um bókina eftir Iain Hamilton, fyrrverandi rit- stjóra brezka vikuritsins „Spectator". Þrátt fyrir breytilegt veður á yfirborðinu, frost eða þíðu, fer klaki aldrei úr jörðu í nyrztu hlutum Sovétríkjanna. Svipuðu máli gegnir um grundvallarafstöðu sovézkra valdhafa til Vesturlanda. Klakinn þiðnar aldrei. Andúð þeirra er óumbreytanleg og óumflýjanleg, þótt annað kunni að virðast á yfirborð- inu. Þessi staðreynd er öruggust allra þeirra hörðu staðreynda sem Sir William Hayter tin- ir tii í nýútkominni bók sinni um utanrikismálastefnu Sov- étrikjanna, „Russia and the World“. Hann hefur að eink- unnarorðum tilvitnun i Mach iavelli: „Ég hef talið rétt að segja frá hlutunum eins og þeir eru i raun og sannleika, en ekki eins og menn ímynda sér að þeir séu.“ Sé það rétt sem skáldið T.S. Eliot sagði, að „mannkynið þoli ekki of mikinn veruleika", þá er að- ferð höfundar ekki til þess fallin að vekja áhuga þeirra, sem kæra sig lítt um að skilja hismið frá kjarnanum. Bókirí höfðar til dæmis ekki til þeirra, sem af einhverjum ástæðum, sem ættu að vera þeim sjálfum ljósar, vilja leggja trúnað á þá kenningu, að leiðir Bandaríkjanna og Sovétríkjanna muni mætast. í þröngum skilningi er það rétt, að varla getur heitið að þjóðarhagsmunir þessara tveggja stórvelda rekist á. Og þó segir Sir William, að þeg- ar öllu sé á botninn hvolft, sé óhugsandi, að þau geti bor ið traust hvort til annars, þrátt fyrir öll dæmi þess hvernig hagsmunir þeirra fari einstöku sinnum saman í ein- stökum málum (eins og í því að takmarka kjarnorkuvig- búnaðinn til þess að komast hjá sivaxandi fjárútlátum og að forðast beina árekstra í ýmsum heimshlutum eins og í Miðausturlöndum). Hver er ástæðan ? Bilið milli ólíkra hugmyndakerfa er auðvitað augljóst. En Sir William telur, að ósamræmi I ástandi því sem ríkir eigi miklu meiri þátt í því að eyða gagnkvæmu trausti: „Heimssýn kommúnista krefst þess, að Rússar trúi þvi að kerfi þeirra verði aldrei öruggt fyrr en það verði alls staðar ríkjandi. Enda þótt Bandaríkjamenn telji hins vegar án vafa, að aðrar þjóðir heims verði ham ingjusamari ef þær tileinka sér bandaríska lífshætti, þá finnst þeim það ekkert skil- yrði þess, að þessir lífshættir haldist við lýði, að allir aðrir tileinki sér þá.“ Skrúðmælgi sovézkra for- ustumanna og aðgerðir, sem fyrirskipaðar eru í skúma- skotum stjórnmálanefndarinn ar og KGB (rússnesku örygg islögreglunnar) virðast stang ast á. Ræðurnar eru ennþá byltingarkenndar og herska. ar, en margar aðgerðirnar eru í svipinn íhaldssamar og ætl- aðar til varnar. Er þá hægt, eins og oft er haldið fram, að gera greinarmun á þjóðar- hagsmunum Sovétríkjanna og markmiðum byltingahug- mynda þeirra? Sir William kemst að þeirri niðurstöðu, að svo sé ekki: „sami hlut- urinn er aðeins nefndur tveim ur nöfnum," segir hann. Að- stæður breytast, og breytt er um aðferðir til að mæta þeim, en grundvallarstefnan verður áfram sú sama. „Stundum getur virzt mót- sagnakennt að heyra þung- lamalega, íhaldssama skrif- stofuembættismenn básúna byltingarkennd slagorð. En í þessu felst engin mótsögn. Varðveizla þessa viðamikla skrifstofubákns krefst bylt- ingar annars staðar til þess tryggja öryggi þess. .. “ L.OKAÐ ÞJÓÐFÉLAG Benda má á annað ósam- ræmi í jafnvægi Bandarikj- anna og Sovétríkjanna, og gæti það orðið umhugsunar- efni róttæku ungu fólki á Vesturlöndum, sem aðhyllist það sjónarmið maoista, að enginn raunverulegur grund vallarmunur sé á Rússlandi og Bandaríkjunum: „Þetta ó- samræmi felst í því, að vitn- eskja almennings í þessum tveimur löndum stendur á gerólíku stigi. Við getum fræðzt um allt, sem við vilj- um fá að vita um Bandarík- in: fá þjóðfélög eru eins op- in. En Sovétríkin eru innilok uð. Sjúkleg pukursástriða fel ur ýmsar hliðar mannlífsins, sem öllum væru sýnilegar alls staðar annars staðar og öllum væri leyft að rökræða um. Stefnan er ákveðin í laumi án umræðna fyrir opn- um tjöldum og þegar hún er loksins tilkynnt opinberlega, er að vísu varið til þess miklu rúmi, en reynt að segja þannig frá málunum, að eins lítill fróðleikur komi fram og mögulegt er.“ 1 formála bókar sinnar „Rússland og Vesturlönd ítíð Leníns og Stalíns", semfyrst kom út fyrir 10 árum furð- aði George Kennan (sem fékk innsýn frá fyrstu hendi i sov- ézk viðhorf i bandarísku ut- anríkisþjónustunni eins og Sir William í brezku utanrík isþjónustunni) sig á því, hve saga utanríkismála Sovétríkj anna vekti litla athygli á Vest urlöndum. Hann benti á það, að áróðurssagnfræðingar í Sovétríkjunum væru önnum kafnir við að mynda skoð- anir, sem að gagni gætu kom- ið ríkjandi viðhorfum og markmiðum sovézka kommún istaflokksins og köstuðu rýrð á vestræna stjórnmálamenn og störf þeirra og hugsjónir vestrænna þjóða. Hann kvað óviturlegt að virða að vett- ugi þessi frámunalega hlut- drægu skrif. „Sú skoðun á samskiptum Sovétríkjanna og Vesturlanda sem sovézkir sagnfræðingar eru nú að mynda, er mikil- vægur þáttur í þeim vinsæld- um sem valdhafarnir í Moskvu njóta nú á dögum meðal þjóða, sem eru rétt í þanri veginn að vakna til með vitundar um þjóðlega sér- stöðu og krefjast sjálfstæðis. Margt af þessu finnst þessu fólki í alla staði sennilegt og trúlegt." Uggur Kennans virtist á rökum reistur á sínum tíma. En raunin hefur orðið sú á undanförnum 10 árum, að þriðji heimurinn hefur lagzt eindregið gegn tilraunum Moskvuvaldhafanna til að vinna hann á sitt band. Eins og Sir William bendir á, „hafa fyrrverandi nýlendur í öllum tilvikum annað hvort öðlazt frelsi af eigin ramm- leik eða verið veitt það bar- áttulaust af fyrrverandi yfir- drottnurum." Nýju valdhaf- arnir voru haldnir heilbrigðri vantrú á tilboð Rússa um að- stoð til að „útrýma leifum heimsvaldastefnu" eða til að „berjast gegn nýlendustefnu í nýrri mynd." Að sjálfsögðu voru þau reiðubúin að taka við öllu því sem komið gæti þeim að notum — en ekki við Trójuhesti sovézks hug myndakerfis. Og sannleikur- inn er sá, að sú aðstoð, sem Sovétríkin hafa boðið, hefur verið lítilræði samanborið við það magn, sem flætt hefur frá Vesturlöndum. Þriðji heim urinn reyndist langt frá því að vera eins ginnkeyptur og Kennan hafði óttazt. „Hvergi í þriðja heiminum skaut kommúnistastjórn upp kollinum," segir Sir William, „nema á Kúbu og í Norður- Vietnam (Norður-Kórea hef- ur sérstöðu, þar sem sovézka hernámsliðið kom kommún- istastjóminni þar til valda). Meira að segja urðu fáar rík- isstjómir i þriðja heiminum áreiðanlegir bandamenn Sov- étríkjanna. Flest lönd héldu við alls konar tengslum við fyrrverandi heimsveldi Vest- urlanda og fánabera „nýlendu stefnu í nýrri mynd“ handan Atlantshafsins." 1 ljósi þeirr- ar lexíu, sem valdhafarnir 5 Moskvu hafa kennt íbúum Tékkóslóvakiu i nafni hinn- ar nýju kenningar um „tak- markað fullveldi" (sem stjórn irnar i Peking og Hanoi hafa síðan reynt að taka til eftir- breytni í Kambódíu), þá leik ur enginn vafi á því, að þriðji heimurinn telur varkárni sína vel rökstudda. FJÖLSKYLDUKRYTUK De Custine markgreifi, franskur aðalsmaður við hirð Nikulásar keisara fyrir 130 árum, skýrði frá þeirri skoð- un gamalreyndra stjórnarer- indreka í Pétursborg, sem voru gerkunnugir rússneskum málefnum, að forlög rússn- esku harðstjórnarinnar yrðu þau að þenjast yfir Asíu og klofna að lokum í tvennt að fengnum öllum landvinning- um. Þetta var lika skoðun Kennans fyrir 10 árum, og þetta er einnig útbreidd skoð- un nú, þegar þrætur Rússa og Kínverja gerast sífellt hat- rammari. En Sir William (sem vitnar einnig í de Custine) er á öðru máli. Þrátt fyrir allar svívirð ingarnar, sem Rússar og Kín verjar hafa dembt hvorir yfir aðra, þá heldur hann því fram, að ríkjandi sé djúp og einlæg von um samkomulag. Á hinn bóginn ríkir hvorki í Peking né Moskvu nokkur slík von um að komast að raunverulegu samkomulagi við Vesturlönd. „Deila Rússa og Kínverja er fjölskyldu- krytur, og ef utanaðkomandi blanda sér í málin, er það á þeirra eigin ábyrgð. Hvorugt ríkið er tilbúið að ganga í bandalag gegn hinu. En Bandarikin eru ekki i fjöl- skyldunni, heldur svarinn fjandmaður." 1 þessu sem öðru skvettir Sir William kaldri gusu á ýmsar skoðanir, sem hú eru í tízku. Köld gusa er óþægileg, en áhrifin eru óneitanlega hressandi. Lagast ástandið einhvern tíma? Kannski. Kannski ekki. „En þótt það lagist ekki,“ segir Sir William að lokum, „getur lifið haldið áfram eins og það er.“ FORUM W'ORLD FEATURES

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.