Morgunblaðið - 01.10.1970, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.10.1970, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1970 7 GEísíPf VETRARFRAKKAR og REGNFRAKKAR mikið og fallegt úrval. Fatadeild. Mála bara i minum eigin stíl Antonio Azevedo við mynd sína Þrjii hlntlæg tákn. (Sv. Þorm. tók niyndina.) I „Ég get ekki flokkað mynd í ir mínar undir neina sérstaka I liststefnu, ætli ég máli ekki bara í mínum eigin stíl,“ sagði ungiu' Portúgali með dökkt skegg, ekki ósvipaður mönn- um, sem við sjáum á gömlum málverkum meistaranna og sýna lærisveinana í Gyðinga- landi, — en við hittum hann á förnum vegi í veitingahús- inu Mokka við Skólavörðu- stíg, en þar heldur hann um þessar mundir málverkasýn- ingu á 9 oliumálverkum eftir sig, og eru þær allar nýjar. Málarinn heitir Antonio, fullu nafni Antonio Azevedo, og þetta er önnur sýning hans á Mokka á þessu ári. Á hinni fyrri voru eldri málverk hans, og þá seldi hann allvel. Myndirnar eru margar trú- arlegs eðlis, svo að við spyrj- um í fávizku okkar: „Ertu kaþólskur, Antonio?" „Nei, ég er Gyðingur og gyðingatrúar, og þessa mynd af krossfestingunni kalla ég „Þrjú hlutlæg tákn.“ Ég er fæddur i Portúgal fyrir 25 árum. Nei, ég lagði lítið stund á málaralist þar. Hins vegar iagði ég stund á heimspeki við háskólann í Coimbra. Coimbra er 7 alda gömul borg, ævaforn í útliti. Síðan lá leið mín til Parísar." „Hvað olli þvi, að þig bar upp að lslandsströndum?“ „1 París kvæntist ég is- lenzkri konu. Við eignuðumst einn son, en við erum nú skil in. Þannig lá leið mín til Is- lands, og nú vil ég ekkert frekar en eignast íslenzkan ríkisborgararétt, því að hér hefur mér liðið vel, og ég kann ákaflega vel við mig hér. Ég vann á skrifstofu Loft Jeiða fyrst eftir að ég kom að utan, en frá 1. september og í vetur er ég ráðinn til að kenna börnunum á Sólheimum í Grímsnesi föndur, og hugsa með gleði til þess. Meðan ég vann hjá Loftleiðum hélt ég sýningu fyrir farþega Loft- leiða, en sú sýning var ekki opin almenningi. Ég vona, að gestunum hans Guðmundar á Mokka falli myndir mínar, það er ekki ónýtt að geta drukkið úr kaffibolla og borð að fínar kökur, meðan mál- verkin eru skoðuð, og hér er opið allan daginn, og sýning- in stendur yfir næsta hálfa mánuðinn. Allar myndirnar eru til sölu.“ Myndir Antonios heita allar nöfnum, og i skránni rákumst við m.a. á nöfn eins og Mað- urinn frá Marokkó, Farkost- ur, Er apamaðurinn grátandi eða hlæjandi? Undir veröld annarrar víddar og svo fram- vegis. Við þökkuðum Antonio fyrir rabbið og Guðmundi fyr ir kaffið og héldum út i ys- inn á Skólavörðustígnum. — Fr.S. > A förnum vegi Herra Jón biskup Helgason visiteraði eitt sinn Árnesprófasts- dæmi og fór ríðandi með marga áburðarhesta. Hann kom að sjálf sögðu að Stóra-Núpi. Sóknarpresturinn, séra Valdimar Briem tók á móti honum á hlaðinu, og gekk að trússhestunum, er töskurnar höfðu verið teknar niður, og sá, að I einn klifberann var grafið: Biskupinn yfir Islandi. Þá varð honum að orði: „Er nú klifbera- boginn orðinn biskupinn yfir lslandi“. Köttur á fiskveiðum Kæru Dagbókamienn. Ég sendi ykkur þessa mynd af lienni kisu okkar þegar hún stökk npp á fiskabúrið, og komst lieldur en ekki i veiðihug þegar Iiún sá fiskana tifa i vatninu. Svo leggjum við henni orð í munn: , (Kisa fer á fiskveiðar) Hér er þá nógan fisk að fá, fallegt er roðið til að sjá. Það verður erfitt þeim að ná, þetta eru svodda-n kríli, „mjá“. Ó.f. MÓTATIMBUR TIL SÖLU BROTAMÁLMUR 1 "x6", H"x4”, 2"x4’’. Uppi. Kaupi allan brotamálm lang- hæsta verði, staðgreiðste. I siíima 31104. Nóatúni 27, sími 2-58-91, DRENGJAREIÐHJÓLI ALIFUGLABÚ var nýiega stolið fná Sund- Útungiunarvél, rafkmúin till teug Kópav. Hjóliið er grænt söl'u, 300—500 eggija vél, — að lit með 'hvítuim brettum. Hentug fyrir sveitalheimifi. Þeir, sem gefið geta uppl, vin Uppl. í síma 50018 eftár kl. sainril. hringi í síma 40738. 7 á kvöldin. SANDGERÐI SAAB TIL SÖLU Höfum kaupanda að einbýl- árg. 68 V-4. Bíllinin er tii sýn isihiúsi 5 Sandgerði, is í dag. Fasteignasalan, Hafnarg. 27, Sveinn Björnsson & Co„ Keflavík, sími 1420. Skeifan 11, sími 81530. KONUR — NÁMSKEIÐ NJARÐViK Get enn bætt við á október Til söl'u lítið einibýli'Shús í náms'keiðið { útsaum, smelTÍ, Ytri-Njarðvík, tosnar fljótlega. taiuiméluin o. fl., sími 84223. Fasteignasalan, Hafnarg. 27, Jóhanna Snorradóttir. Keflavík, sími 1420. STÚDENT KEFLAViK óslkast tiíl að ikenne 2. bekikj- Afgreiðsiustúlka óskast. — air nemanda, 15—20 tíma á Æslk'iilegt að viðkomandi hafi mániuöi i vetiuir. Tilboð m'erikt: þeikikiimgiu á ihaninyrðavörum. „Tung'umál og reíkningur Hcinnyrðaverzlun Þyri Hólm, 444", 'sendiist Mbl. f. 3/10 mk. Keflavík. ATVINNUREKENDUR Reglusamiur maður ós'kar eft- 2JA—4RA HERB. iBÚÐ ir starfi í kaupstað úti á landi, hef Samvinn'usikólapnóf, van- ur margs konar stönfum. — Uppl. í síma 32650. óskast til leigu. Uppl. í sima 25870. BARNAHEIMILINU TIL LEIGU Steinahlíð við Suðurlands- braut verður takað um mén- aðanmóíiin sept. — bkt. — Eigandi. góð 4ra herb. íbúð að Laug- arnesvegi 104. Tiiib. sendist Mbl. merkt: „íbúð 4746". SÁ PÍÆST BEZTI Ii FRETTIR Fríkirkjukonur, Hafnarfirði Munið fundinn í Alþýðuhúsinu þriðjudaginn 6. október kl. 8.30 Myndasýning. Vetrarstarfið rætt. Kvenfélag Hafnarfjarðarkirkju heldur basar 9. okt. Félagskon- ur og aðrir velunnarar félags- ins sem vilja styrkja basarinn, eru vinsamlega beðnir að láta vita í síma 50781 og 50534. VISUKORM Maður kemur manns í stað, mæðist sérhvert hjarta. Visir beri verður að visna blóm er skarta. Ó.H.H. Höfundur mættibíl frá Siglu- firði á Reykjanesbraut með gamalkunnu nafni. Ekkert klökugt, engin þraut, enginn vegartálmi. Nú ekur Birgir aðra braut, eða máski hann skálmi. En óljóst hef ég um það grun, að enn sé gamli mátinn, og aka skarðið enn hann mun þótt eitthvað gefi á bátinn. Þótt hans leiðir liggi um grund langt frá vetrarhrinu að enn sé stolt í stórri lund og styrkur í handtakinu. Sigríður .iónsdóttir, frá Stöpum við Reykjanesbraut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.