Morgunblaðið - 01.10.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.10.1970, Blaðsíða 12
I 12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBBR 1970 Stór rifa var á hlið tækjafarsins eftir sprenginguna. Aqiiarius líðnr burt frá stjórnfa rinu, eftir að hann var losaður frá, skömniu fyrir lendingu. Gei mfararnir horfðu með söknuði á eftir þessum „bjö rgunarbáti" sínum. Swigert og Lovell skoða st jórnfarið, eftir iendingti. „Hæ, Houston við eigum í vandræðum. Swigert, Haise og Lovell, nm borð i tiinglferjunni eftir spreng- inguna. Þeir eru þreytulegir og órakaðir. Súrefnið minnkar stöðugt, rafmagnið er að fara, við getum ekki haldið út miklu lengur.” Apollo 13 geimfararnir, þeir James Lowell, Fred Haise og John Swigert, koma i heimsókn til íslands hinn fyrsta október. Lovell og Haise hafa konur sín- ar með í förinni, en Swigert sem er ókvæntur kemur einn. Þeir félagar og frúrnar 2 eru sérleg- ir fulltrúar Bandaríkjaforseta, og auk Islands heimsækja þau Sviss, Grikkland, Möltu og Ir- land. Það hafa verið farnar merki- legri geimferðir en Apollo 13 á að baki, en það er vafasamt hvort jafnvel fyrsta lending mannsins á tunglinu verði jafn lengi í minnum höfð. Óheillaför- in hófst hinn 11. april á þessu ári og fyrst í stað gekk allt sam- kvæmt áætlun. En aðfaranótt 14. april hófst eitt mesta taugastríð geimferðasögunnar með stuttri tilkynningu frá stjórnandanum James Lovell: — Hæ, Houston, við eigum í vandræðum. Augnabliki áður hafði geimfar ið hristst harkalega, þegar sprenging varð í tækjafarinu. í Houston varð loftið þrungið spennu á einu augnabliki. Skelf ingu lostnir horfðu menn á mæla sem sýndu raforku og súrefnis- birgðir, falla niður úr öllu valdi. Þá barst tilkynning um að geim farið væri farið að láta uia ao stjórn, og kominn á það mikill veltingur. í stjórnstöðinni biðu menn með öndina í hálsinum með an Swigert barðist við að stöðva veltinginn, og eftir nokkra hrið tókst honum það. Á meðan unnu Haise og Lovell hratt en örugglega að því að taka úr sam- bandi öll tæki sem þeir gátu án verið, til að spara raforku og súrefni. Um stund leit út fyrir að geim fararnir þrir hefðu sigrazt á örðugleikunum, en þá fóru að berast tilkynningar um fleiri bil anir. — Súrefnið minnkar stöðugt, rafmagnið er að fara, við getum ekki haldið út miklu lengur. 1 flýti var farið yfir neyðarráð- stafanir sem gætu átt við þetta tilfelli, og Houston tilkynnti: — Þið verðið að fara yfir í ferjuna og nota liftæki hennar. Swigert svaraði: — Við vorum einmitt farnir að hugsa um það. Þetta kom engum á óvart, Swig- ert var einn þeirra sem samdi neyðartilfellabókina. Tunglferjunni Aquariusi var í upphafi aðeins ætlað að flytja tvo menn niður á yfirborð tunglsins, og lyfta þeim þaðan aftur. Hún var þröng fyrir tvo menn, og þrír voru þeir eins og síldar í tunnu. Ef innilokunar- kennd gerði vart við sig hjá geimförunum, urðu að minnsta kosti engir varir við það nema þeir sjálfir. Raddir þeirra voru rólegar, næstum hlutlausar, þeg- ar þeir gáfu hverja skýrsluna af annarri, sem virtust hafa það sameiginlegt að undirstrika meira og meira dauðadóm þeirra. Tveir efnarafalarnir eru óvirkir, tilkynnti Fred Haise, við verðum að notast við gos- hreyfil tunglferjunnar. Sá hreyf ill var margfalt aflminni en gos- hreyfill móðurskipsins, og það þurfti að beita honum með ítrustu varkámi og lagni, ef hann átti að koma að gagni. FRAMIIJÁ? Eitt af verstu augnablikunum var þegar ræsa þurfti hreyfil tunglferjunnar meðan farið var á bak við tunglið, til að koma Apollo 13 á rétta braut til jarð- ar. Ef hreyfillinn starfaði ekki nákvæmlega rétt, myndu þeir fara framhjá jörðinni í 30 þús- und kílómetra fjarlægð og hverfa að eilifu. 30 þúsund kiló- metrar er ekki mikið í ómæl isvídd geimsins, en það hefði ver ið of mikið fyrir þá. Þetta gekk þó allt að óskum, og menn vörpuðu öndinni létt- ara. En það stóð ekki lengi. Tölvur í Houston sýndu að geim farið var ekki á réttri braut, og ef ekki tækist að gera stefnu- leiðréttingu, mundi það fara framhjá jörðu í aðeins 167 kíló- metra fjarlægð, án þess að nokk uð væri hægt að gera til hjálp- ar. Reiknað var út i snatri hver breytingin þyrfti að verða, en rétt þegar átti að framkvæma hana kviknaði enn eitt aðvör- unarljós sem gaf til kynna að enn ein rafhlaða hefði ofhitnað og bilað. Hún var þegar rifin úr sambandi. Þá sýndu mælitæki að kolsýringur í lofti því sem geim- fararnir önduðu að sér var orð- inn hættulega mikill. Lofthreinsi kerfi stjórnfarsins var óvirkt, og hreinsikerfi ferjunnar hafði ekki undan. Til að kóróna allt saman tilkynnti svo Haise að hann sæi agnir úr geimfarinu fyrir utan gluggann, og var ótt- azt að það væri að liðast í sundur. Næstu klukkustundirnar var unnið sleitulaust að viðgerðum. Geimfararnir útbjuggu sérstak- ar síur til að hreinsa loftið, skipt var yfir á aðrar rafhlöður, og eftir mikið erfiði og spenmu tökst þeim að koma þessu í lag, og beina Apollo á rétta braut. Vistin var orðin fremur köld, því hitunartæki geimfarsins voru óvirk, og það kólnaði stöð- ugt. Mennirnir þrir voru þó jafn æðrulausir og þeir höfðu verið frá því að þeir fyrst hófu þessa fjögurra daga baráttu fyr- ir lífi sínu. Eftir stefnubreyt- inguna þurftu þeir lítið annað að gera en reyna að halda í horfinu, þar til þeir nálguð- ust jörðina meira. MARGAR HÆTTUR En það biðu þeirra margar hættur áður en þeir lentu á Kyrrahafi, þar sem geysimik- ill björgunarfloti frá fjölmörg- um þjóðum beið þeirra. Súrefn- isbirgðir voru af skornum skammti. Fyrir lendinguna þurftu þeir að yfirgefa ferjuna, og reyna lendingu á neyðartækj- um stjórnfarsins, sem mörg hver voru langt frá því að vera i góðu lagi. Þeir þurftu að losa Aquarius og hið bilaða tækja- far frá stjórnfarinu, og það yrði ekki auðvelt verk, með illa virk andi stjórntæki. Þeir þurftu eftir það að snúa stjórnfarinu í rétta stöðu til að hitaskjöldur- inn sneri fram, og þeir þurftu að hafa áfallshornið nákvæmlega rétt þegar þeir kæmu inn í gufu hvolfið. Ef þeir kæmu of grunnt, myndi farið fleyta kerlingar á yztu lögum gufuhvolfsins og þeytast fram hjá jörðinni. Ef það kæmi of bratt, myndi það brenna upp til agna. Þegar að þessu kom settist Jim Lovell við stjórntækin. Jim Lovell er reyndasti geimfari heims. Þetta var hans fjórða ferð, og hann hefur verið leng- ur samtals í geimnum en nokk- ur annar maður. Þetta var líka í annað skipti sem hann fór á bak við tunglið, því hann var með Apollo áttunda, sem fyrstur flutti menn í nágrenni annars hnattar. Og Jim Lovell lenti Apollo 13, tæpum 800 metrum frá fyrir- huguðum lendingarstað, og setti þar með nýtt met í nákvæmni geimfaralendinga. Það fór fagnaðarbylgja um heiminn, þegar fréttist að þre- menningarnir væru lentir heilir á húfi. Þessa fjóra daga sem þeir börðust fyrir lífi sínu féll margt í stundargleymsku. Póli- tík, litarháttur, trúarbrögð, ekk- ert skipti máli. Um allan heim fylgdust menn fullir eftirvænt- ingar með hættuför Apollo 13. Allir sem á einhvern hátt gátu hugsanlega orðið til aðstoðar buðu hana fram, kommúnista- riki jafnt sem vestræn. 1 fjóra daga virtist mannkynið samhent ara en nokkru sinni fyrr í bæn um að þessir menn mættu lifa. Kannski er það eitt af krafta- verkunum sem færðu Apollo 13 og áhöfn hans til jarðar heila á húfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.