Morgunblaðið - 04.10.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.10.1970, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1970 ~WTjl BtLALEIGAX MÍALURf 25555 BILALEIGA IIVERFISGÖTU 103 VW Sendiferðabifreia-VW 5 manna-VW svefnvajn VW 9manna-Landrover 7manna Viin skrifstofustúlka óskast í skrifstofu í Hafnarfirði hátfan eða attan daginn. Ti tboð sondtst afgr. Mbl., merkt „Áreið- anleg 4248”. Skoðið ATLAS FRYSTI- Skoðið vel og sjáið muninn í Íír efnisvali -íí- frágangi tfr tækni litum og Or formi ^ Undanhald íslendinga í trúmálum Jóhann Þórólfsson skrifajr: „Mig hefur lengi langað til að ræða dálítið um trúmál og kirkjusókn, þó að hina vegar geri ég mér fulla grein fyrir því, að þar hætti ég mér út á hála brgut, þar sem þessi máL eru bæði viðkvæm og erfið við fangsefni. Mér er engin laun- ung á því, að sjáifur er ég sterktrúaður og er alveg viss um það, að það er til annað líf eftir dauðann, þó að sumir haldi því fram, að það sé tóm fjarstæða. Það, sem ég ætla að ræða hér um og víkja að, er það, að mér finnst, að við íslendingar séum á undanhaldi í þessum efnum. Hverju það er að kenna skal ég ekki fuliyrða um, þó að hins vegar detti mér helzt í hug, að þar sé um þrjá aðiia að ræða, sem ekki hafi verið nógu vakandi með að flytja okkur boðskap Guðs, og á ég þar við presta, foreldra og kennara. 0 Að bæna sig og signa sig Ég man svo langt, að þegar ég var barn að aldri, sagði mamma við okkur krakkana á hverju kvöldi: „Munið nú eftir að signa ykkur, lesa Faðirvorið ykkar og bænirnar". Ég hefi ó ljósan grun um það, að þetta hafi minnkað stórlega frá því sem var. Einnig mininist ég þess, að kennararnir töluðu mik ið við okkur í tímunum um trú mál og frelsara vom. Ég dreg það í efa, að slikt sé gert í dag. Einnig er ég ekki í neinum vafa um það, að kirkjusókn var miklu meiri hér áður fyrr, helduir en hún er nú. Allt þetta og margt fleira gefur manni til efni til þess að hugleiða þessi mál og reyna að gera sér grein fyrir þvi, hvers vegna okkur hefur farið svona hrakalega aft ur í þessum efnum. 0 Húsvitjanir og trú- málaumræður í skólum Mér kemur helzt í hug, að til þess að ná því aftur, sem við höfum misst í þessum efnum, væri bezta leiðim e.t.v. sú, áð prestar landsins húsvitjUðu nokkrum sinnum á ári og ræddu við foreldrana og börn in og prédikuðu Guðs orð, og einnig finnst mér, að það ætti að setja það inn í skólalöggjöf ina. að það væri skylda í öll- um skólum landsins, að skóla stjórar og kennarar ræddu við Fótsnvrting — Fótaaðgerðir Fófaaðgerðarstofan Bankastræti 11. Sími 25820 # I. DEILD Úrslitaleikur um silfurverðlaunin. Melavöllur klukkan 14.00. í rlag sunnud. 4. október leika til úrslita um 2. sætið: Fram — Í.B.K. Að leik loknum fer fram verðlaunaafhending 1. og 2. deildar. MÓTANEFND. ið algóður og syndlaus, þegar hanin er kominn í kistuna, eru prestarnir þá ekki orðnir hræsti arar og syndarar með því að skrökva upp á hinn látna, með því að halda um hamm langa lofræðu og gera hann syndlaua an í eyrum fólksins? Úr því að ekki má segja sannleikanm um það, á hvern hátt hann lifði líf inu, finnst mér rétt að leggja allar ræður niður. Þá yrði kannski spurt: Hvað á þá að gera? Því væri þá til að svana, að ég myndi bara vilja láta fiytja bæn og syngja nokkra sálma. Það fyndist mér alveg nóg. Nú er ég búinn að ræða um þessi mál, og nú vona ég, að biskupinn eða einhver prest urinn svari mér og gefi mér rétta mynd af því, sem ég hefi gert hér að umtalsefni. Þökk fyrir birtinguna. Jóhann Þórólfsson. P.s. Mér láðist að geta þess, að ég er þeirrar skoðunar, að það að biðja til Guðs sé sterk- ast af öllu og með því komi fram hið bezta, sem í hverjum manni býr. J. Þ.“ — Orðið er frjálst. 0 Góðviðrisdagur Mikið undur var veðrið gott hér í Reykjavík á föstudaginn. Ljómandi sólskin og hæfilega hlýtt, enda var auðséð, að veg farendum leið vel, þar sem þeir gengu hægt um stræti og teyg uðu hreina loftið í 3Íg. Allir voru í góðu skapi, óeðlilega létt ir í lundu og bjartsýnir í tali. Svona hefur þá umhverfið mik il áhrif á fólk eftir allt saman. Kannski er eitthvað til í þessu umhverfisvaindamálatali. Verið getur, að þetta verði síðasti góðviðrisdagurinn á þessu hausti, eða a. m. k. fer enginn fram úr honum héðan af. Það var eins og fólk grun- aði þetta og vildi því njóta dags ins eins vel og hægt var. Grun samlega margt fólk var á ferli, og mætti segja mér, að sums staðar hafi verið fáliðað á vinnustöðum, vegna þess hve margir þurftu nauðsynlega að fá frí um stund. Vegna dvalar erlendis verður teiknistofa mín að Bakkastíg 1 lokuð um skeið. í fjarveru minni bið ég viðskiptavini mína vinsamlegast að snúa sér til Gests Ölafssonar, arkiteks, F.A.I., Garðastræti 17, eða beint til mín. Magnús Skúlason, arkitekt, F.A.I. c/o Cappelen og Rodahl, arkitektar M. N.A.L. Jacob Aallsgate 28 Oslo 3. ÉSKÓLANN Hinar margeftirspurðu útsniðnu Strigaskór flauelsterylenebuxur. Kvenskór Reimaðar telpu- og drengjapeysur Gúmmískór Rúllukragapeysur með belti og Karlmannaskór beltislausar fyrir telpur. Inniskór, hvítir klossar. Verzlunin Dalur. Skóv. P. Andréssonar, Framnesvegi 2. Framnesvegi 2. börnin einn klukkutíma á dag eingöngu um trúmál. Það er sannfæring mín, að væri þesai háttur hafður á, yrði mannlífið miklu befcra og fegurra, bæði hjá börnum og fullorðnum. — Einnig hefur mér stundum dott ið í hug„ að hefðu alþingis- menn okkar og ráðherrar eins mikinn áhuga á þessum málum og ræddu þau eins mikið og sjórnmálin, væri þjóðin betur á vegi stödd. 0 Trúflokkar En úr því að óg er nú á annað borð farinn að ræða um trúmál, langar mig að víkja nokkrum orðum að biskupi landsins og prestunum. Eru þessir trúarflokkar og prestar þeirra eða kannski réttara sagt prédikanar þeirra hinir réttu boðberar Krists? Til dæmis þeir, sem prédika fyrir Hvítasunnu-flokkinn, Að ventista og Votta Jehóva. Mér hefur lengi leikið hugur á því að fá upplýsingar um það. Spyr sá, er ekki veit. Einhvem veg inn finnist mér, að þeiir hafi ekki leyfi til slíkra athafna, og með því séu þeir að misnota Guðs orð. Ég stend nefnilega í þeirri trú, að prestarnir séu hinir einu réttu boðberar Guðs. 0 Útfararræður Eitt enn langar mig að spyrja biiskupinn um, og það er í sambandi við jarðarfarir. Þegar maðurinn hverfur burtu af þessari jörðu, eru ævinlega haldnar ræður yfir honum. í sambandi við það langar mig að spyrja: Úr því að ekki má segja um hinn látna, hvernig hann í raun lifði lífinu hér á jörðu, og ræður prestanna bera það með sér, að hamn hafi ver

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.