Morgunblaðið - 08.10.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.10.1970, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1970 eftir Hemingway Er aðalpersónan höfundurinn sjálfur? Ernest Hemingway. Fyrir skömmu birtist stutt grein í International Herald Tribune þar sem sagt er frá bókinni Eyjar í straumnum eftir Ernest Hemingway, en bókin er væntanleg á mark- aðinn í Bandaríkjunum í byrj un október. Grein þessi er eftir Miles A. Smith og birt- ist hún hér á eftir lítillega stytt! 1 bók Emest Hemingway, „Eyjar í straumnum", sem fannst í eigum hans að hon- um látnum árið 1961, kemur persónuleiki höfundarins skýrt í ljós. Sagan er þó ekki uppbyggð sem sjálfsævisaga, en aðalpersónunni í henni svipar hins vegar mjög mikið til höfundarins sjálfs hvað lifsvenjur snertir og auk þess eru margir atburðir í sögunni byggðir á atvikum úr lífi Hemingways sjálfs. „Eyjar í straumnum" er alls 466 blaðsíður og mun koma út í Bandaríkjunum i októberbyrjun. Bókin er í þremur hlutum en Carlos Bak er sem rltað hefur bók um höfundinn hefur fært drög að þvi að Hemingway hafi hugs- að sér hvern hlut sem sjálf- stæða bók. 1 öllum hlutunum er aðalpersónan amerískur málari, Thomas Hudson að nafni. 1 fyrsta hlutanum lifir Hud son einmanlegu lifi á Bimini- eyjum á árunum milli 1920 og 30 og er heimsóttur af þremur sonum sínum — Tom, sem hann átti með fyrstu konu sinni, og Dave og And- rew, sem hann átti með ann- arri konu sinni. 1 öðrum hluta er sviðið Hawana í heimstyrjöldinni síð ari. Þar syrgir Hudson dauða Toms, sonar sins, en í þriðja hlutanum notar Hudson bát- inn sinn til þess að handtaka Þjóðverja, sem lifað höfðu. af þegar kafbáti þeirra var sökkt. í lok bókarinnar er Hudson skotinn þremur skot- um. 1 viðtali við ekkju Hem- ingways fyrir skömmu segir hún að hún hafi beðið Hem- ingway um að láta söguhetj- una ekki falla, heldur gefa honum tækifæri. „Hann hafði gert það einu sinni áður,“ sagði hún, Hann hafði ætlað að láta Santiago deyja í bók- inni „Gamli maðurinn og haf- ið,“ en ég sagði við hann „Nei láttu hann lifa, hann er alltof góður maður til þess að deyja.“ „Mér fannst Hudson vera elskulegur og góður persónu- leiki og Ernest samþykkti" hélt hún áfram, „Hann var særður en það var möguleiki á að hægt væri að bjarga hon um með góðri læknismeðferð" En síðan bætti hún við að Hemingway hafi ráðgert að láta Hudson deyja „vegna þess að það var snyrtileg og einföld leið til þess að Ijúka bókinni." 1 bók Carlos Baker um Hem ingway, bendir Baker á ýmis atriði sem eru sameiginleg með Hemingway og Hudson og hann vill halda þvi fram að augljóst sé að Hemingway byggi Hudson á sinni eigin persónu og sínu eigin lífi. Fyrri kona Hudson líkist tals vert Hadley Richardson, fyrri konu Hemingways, og elzti sonur Hudson, sem deyr I bókinni, ber sterk einkenni af John syni Hadley og Hem- ingway. 1 þriðja hluta „Eyjar í straumnum" eru lýsingar á miklum atburðum, orrustum og dauða og segir Baker að það sé eins konar endursköp un á hlutverki Hemingways sjálfs í heimstyrjöldinni síð ari, en þá var hann skip stjóri á fiskiskútu frá Cubu, sem notuð var áem kafbáta- slæðari. Loks bendir Baker á ýmis smáatriði, til frekari sönnun ar á þvi að Hemingway bygg ir Hudson á eigin persónu. Má þar til dæmis nefna að Hemingway kom oft á krá í Hawana, sem kölluð er Flor- icita, og það gerir Hudson einnig í bókinni. Hemingway og Hudson kunna báðir að meta drykk, sem blandaður er úr gini og kókóshnetu- safa og einnig hafa þeir báð- ir mikið dálæti á köttum, sem þeir kalla ýmsum einkennileg um nöfnum. „Hafði alla veröld- ina i vasanum“ Rætt viö Þorvarð Helgason MORGUNBLAÐINU hefur bætzt nýr liðsmaður í hóp gagnrýnenda þar sem er Þorvarður Helgason, sem annast leiklistargagnrýni blaðsins. Þorvarður er nýkominn frá Vín, þar sem hann vann að doktorsritgerð um leikrit franska skáldsins Claudel en áður hafði hann lokið námi í leikhúsfræð- um, þýzku og frönsku við há- skólann í Vín. „Námsferill minn erlendis byrjaði reyndar á Ítalíu, í Flór- enz, þar sem ég sat hálfan vetur 1952. En þegar til kom olli skól- inn mér vonbrigðum. Það var sérstaklega einn prófessor, sem ég var að sækjast eftir að sjá og heyna; mjög frægur prófessor. Þegar til kom, reyndist hann svo frægur, að hann var aldrei við skólann; alltaf á fyrirlestraþeyt- ingi. Svo var kuldinn gífurleg- ur.“ — Eitthvað mun nú ftalía frægari fyrir annað en kulda. — Getur verið. En þarna var svo kalt, að ég sat í vetrar- frakka og með vettlinga á bóka- safninu. ftalirnir hafa þykkari húð en við íslendingar og þola betur umskipti hita og kulda. Svo kynda þeir lítt. Einu sinni fékk ég tvo vini mína, íslend- inga, í heimsókn. Þeir byrjuðu á því að lýsa herbergi mínu sem ísskáp og eftir fimm mínútur flúðu þeir út! — Og svo flúðir þú til Vínar? — Já. Og við háskólann þar var ég til 1959 að undanskildum einum vetri í París. Vorið 1959 hafði ég lokið námi, að ritgerð- inni frátalinni og að auki tók ég svo með seinni hlutanum próf í leiklist og leikstjóm. Það nám varð ég að sækja út fyrir skól- ann, því leikhúsfræðin voru ein- Nauðungaruppboð sem auglýst var í 26., 27. og 28. tbl. Lögbirtingablaðs 1970 á hluta í Hraunteig 23, þingl. eign Pálma Péturssonar, fer fram eftir kröfu Boga Ingimarssonar hrl., og Gjaldheimtunnar á eigninni sjálfri, mánudaginn 12. október n.k. kl. 15,30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 35., 36. og 37. tbl. Lögbirtingablaðs 1970 á hluta í Efstasundi 67, þingl. eign Matthíasar Jónssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Jónssonar hdl., á eigninni sjálfrí, mánudag 12. október n.k. kl. 11,30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 41., 43. og 44. tbl. Lögbirtingablaðs 1970 á hluta í Hraunbæ 192, talinni eign Jóns R. Oddgeirssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar og Sveins H. Valdimars- sonar hrl., á eigninni sjálfri, mánudaginn 12. október n.k. kl. 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Þorvarður Helgason göngu akademískt nám og jafn- vel illa séð, að nemendur væru að leggja stund á praktisku hlið- ina með því. — Þá komstu heim? — Já. Og var heima í fimm ár. Fyrst var ég við leikstjórn EFLUM 0KKAR HEIMABYGGÐ ★ SKIPTUM VIÐ SPARISJÓÐINN SAMBAN0 ÍSL. SPARISJÓÐA síðan skrifstofustörf. Á þessum tíma tók ég meðal annars þátt í stofnun áhu galeikf élags ins Grimu. Nú 1964 hélt ég aftur til Vínar að ganga frá doktorsrit- gerðinni og einnig fleiru, sem ég var koiminn af stað með. — Og ritgeirðin? — Já. Hún fjallar um verk franska skáldsins Claudel og sýningar á þeim. Claudel þessi fæddist í lok nítjándu aldar og lifði fram á sjötta ánatug þess- arar. Hann er talinn eitt höfuð- skáld kaþólskunnar á tuttugustu öld. Ritgerðin er analýsa á verk- um hans sem heildar og einnig hverju fyrir sig. Nú eru þessar analýsur notaðar sem mælistik- ur á sýningar á leikritunum í Vín. — Var Claudel mikilvirkur höfundur? — Já, já. Hann skrifaði mikið og skriíaði stórt. í ritgerð minni tók ég fyrir átta mestu leikrit hans. Þau eru þó ekki allt, sem eftir hann liggur, því hann Skil- aði að minnsta kosti þreföldu lífsstarfi. Auk leikritanna var hann ljóðskáld gott og á efri árum einbeitti hann sér að bibl- íuskýringum og skrifaði eins og hálfan bókaskáp af slíku. En skriftirnar voru ekki það. eina. Hann var einnig karríer- diplómat; var í Bandaríkjunum, Kína, Japan, Suður-Ameríku, Danmörku og endaði sinn starfs- feril í Belgíu. Þetta var heims- maður og hafði alla veröldina í vasanum. — Nokkurt verka hans verið þýtt á íslenzku? — Nei'. — Hvernig eru leikrit hans? — í leikritunum spannaði Claudel mannlegt líf; allt frá mjög jarðnesku, girndarfullu og sterku lífi til heilagleikans. Frægasta og vinsælasta leikrit hans er „Boðun Maríu“, hvar í aðalpersónurnar eru tvær. „Önn- ur tekur á sig krossinn, verður Laxveiði í Veiðihlutur Háhóls, Hvítstaða og Jarðlangsstaða er til leigu sumarið 1971. Tilboðum sé skilað fyrir 15. nóvember til Einars Jóhannes- sonar, Jarðlangsstöðum, sem gefur allar nánari upplýsingar. Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. heilög — endurlífgar m.a. bam, en hin, sem er að visu trúuð líka, lifir mjög sterku lífi í baráttu um ást og eignir. Ýmsir af beztu leikhúsmönn- um Frakklands og víðar bafa séð og reynt í leikritum Claudels kröftugri tök á viðfangsefnum mann-sins en annars staðar er að finna. — Hvernig atvikaðist það, að þú valdir þetta verkefni? — Jú. Mér var boðið að velja viðfangsefnið sjálfur og þá gjarn an íslenzkt en mér fannist hæpið að bera íslenzkt efni á borð fyrir þá, sem ekki höfðu fyllstu að- stöðu til að meta það. Ég vildi reyna við innanevrópskt efni, sem þeir þekktu vel og voru fyllilega dómbærir á. Ég valdi svo samstarf franska leikarans og leikstjórans Jou- vets, sem þú myndir kannast við, værir þú svolítið eldri, og rithöfundarins Giraudoux. Þegar til kom, reyndust gögn þama um lokuð, líklega eins konar fjölskyldumál. Mér bauðist svo Claudel og tók verkefninu fegins hendi, því þar var mikið að tak- ast á við. — Þú nefndir áðan, að þú hefð- ir farið til Vínar með eitthvað í handiraðanum? — Já. Ég lauk ytra við skáld- sögu, sem kemur út í haust. Hún fjallar svona um kynni íslendings af Evrópu og því sem þar hefur verið að genast síðustu 20-30 ár- in. — Kannski ekki tómur skáld- skapur? — Jú, blessaður vertu. Hreinn skáldskapur. Hins vegar má á það líta, að skáldskapur er aldrei gripinn út úr engu. — Fleiri skrif? — Tvö leikrit eftir mig hafa verið flutt í útvarpinu. Og eitt- hvað fleira er til í handraðan- um, sem ef til vill á síðar eftir að koma í ljós. — Hvar stendur íslenzkt leik- hús nú að þínum dómi? — Lei'klisitin hér er að verða atvinnuliist á síðustu árum en samt er enn nokkuð starf eftir til að hún teljist sambærileg við það sem gott er annars staðar. — Hvair er potturinn helzt brotinn? — Við höfum ekki nógu stóran hóp af vel skóluðu fólki. Kannski vanitar líka strangari og meir mótandi leifcstjórn; leikstjóra, sem eru skapandi í starfinu. Það vantar á að aðgangurinn að sköpuninni sé hverju sinni nýr og feriskur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.