Morgunblaðið - 30.10.1970, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.10.1970, Blaðsíða 14
14 MORjGrUN'BLAÐIÐ, FÖSTUDAiGUR 30. OKTÓBER 1970 Farsælast að sættir takist milli deiluaðila Athugasemd frá iðnaðarráðuneytinu varðandi Laxárvirkjunarmálið Morgunblaðið birti i gær bréf nokkurra aðila til iðnaðarráðu- (neytisins varðandi Laxárvirkj- unarmálið, og fylgdi því bréf ráðuneytisins frá í vor til deilu- aðila. Hið síðarnefnda bréf var nú sent sem fylgiskjal, en atíhugasemd ráðuneytisins varð viðskila við það af þeim sökum að Mbl. barst hún ekki fyrr en í gær. Fer hún i heild hér á eftir: Ráðuneytið hefir móttekið bréf yðar, dags. 22. október 1970, sem þér skrifið ásamt stjómum Stétt arsambands bænda og Land- náms ríkisins — Nýbýlastjóm, svo og Veiðimálanefnd og Nátt- úrufræðistofnun Islands. Þar sem nokkurs misskilnings virðist gæta í forsendum að beiðni yðar varðandi stöðvun framkvæmda við I. áfanga Gljúf urversvirkjun i Laxá, þykir ráðu neytinu rétt að rekja í stórum dráttum sögu málsins, þannig að yður mætti vera málefnið fylli- lega ljóst. Með bréfi dags. 15. september Á grundvelli þessarar heimild ar lét svo stjórn Laxárvirkjun- ar fram fara útboð um mánaða- mótin september - október 1969. Snemma árs 1969 fara opinber lega að koma fram mótmæli gegn Glj úf urversvirkj un. engin fyrirheit eru gefin um 1 apríl 1969 barst ráðuneytinu sameiginlegt bréf frá þessum að- ilum: Stjóm Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga, Sveitarstjórn Suður-Þingeyinga, Sveitarstjórn Bárðdælahrepps, Stjóm Búnað- arfélags Bárðdæla, Sveitarstjórn Ljósavatnshrepps, Stjóm Búnað arfélags Ljósavatnshrepps, Sveit arstjóm Skútustaðahrepps, Stjórn Búnaðarfélags Mývetn- inga, Sveitarstjóm Reykja- hrepps, Stjóm Búnaðarfélagsins Ófeigs, Sveitarstjóm Reykdæla hrepps, Stjóm Búnaðarfélags Reykdæla, Stjóm Búnaðar- félags Aðaldæla, Sveitarstjóm Aðaldælahrepps og Stjóm Bún- aðarfélags Laxdæla. 1 bréfi þessu segir m.a. „yrði Fossarnir neðan núverandi stíflugarðs. 1969 sendir Laxárvirkjunar- stjóm ráðuneytinu skýrslu og áætlun um Gljúfurversvírkjun, sem þá var ráðgerð sem hér segir: „I. áfangii Bygging stöðvarhúss og vatns- vega og fyrri aflvél 24 MW að stærð. Aflgeta í þessum áfanga er um 7 MW. II. áfangi. Bygging fyrri hluta stíflunn- ar, vatnsborðshækkun um 21 m. III. áfangi. Bygging síðari hluta stíflunn- ar í 57 m hæð, vatnsborðshækk- un um 45 m. IV. áfangi. Síðari aflvél um 30,9 MW að stærð. Auk þess er ráðgert að fram- kvæma sem V. áfanga Suðurár- veitu, en hún er í því fólgin að veita um 16 m3/sek af vatni úr Suðurá i Kráká, sem rennur í Laxá.“ Þetta er óbreytt Gljúfurvers- virkj un. Ráðuneytið svaraði síðan Lax árvirkjunarstjórn með bréfi, dags. 23. september 1969. Er þar skírskotað til 4. og 5. gr. laga um gr. nr. 60 frá 1965 um Laxár- virkjun, þar sem veitt er heim- ild til að reisa allt að 12 MW orkuver í Laxá. En siðan segir í bréfinu: „Samkvæmt þessu vill ráðuneytið hér með leyfa Laxár virkjun að reisa I. áfanga Gljúf urversvirkjunar í Laxá með um 7 þús. KW afli í samræmi við framangreinda áætlun. Telji stjórn Laxárvirkjunar hagsmunum virkjunarinnar bet- ur borgið með því að leggja í þann aukakostnað við I. áfanga, sem með þarf til að búa undir stærri virkjun og taka þá á- hættu, sem þvi er samfara, þá hefi r ráði'reytið út af fyrir sig ekkrrt við það að athuga, hins vegar skal það tekrð fram að !eyl t:l st; rr'. virkjana, en fram angr i)id lög gera ráð fyrir.“ Suðurá og Svartá veitt i Laxá eins og fyrirhugað er mundi það valda stórtjóni i Mývatnssveit, Laxárdal, Aðaldal og Reykja- hreppi. Verðmætum veiðivötnum stefnt í hættu, fjöldi nýbýla gerð ur óbyggilegur og hættuástand leitt yfir Aðaldal með 50 m hárri jarðstíflu i Laxá, sem rnundi fylla Laxárdal af vatni og leggja hann I auðn. Breyting á rennsli Suðurár og Svartár mundi hafa skaðleg áhrif á Skjáifandafljót og fiskiræktarmöguleika þess og eyðileggja Svartárvatn sem fiski vatn. Að sjálfsögðu erum vér hlynnt ir viðbótarvirkjun í Laxá, svo framarlega sem rennsli vatna verði óbreytt, byggð og verð- mætur gróður ekki settur í hættu. Þar sem ekki verður séð, að þjóðarnauðsyn beri til stór- virkjunar í Laxá, sem er hin lagalega forsenda slíkra fram- kvæmda teljum vér skyldu vora að standa gegn því jarðraski og náttúruspjöllum, sem yrði afleið ing G1 júfurversvirkjunar.“ Hinn 24. júní 1969 sendir sýslu maður Þingeyinga endurrit úr gjörðabók sýslunefndar Suður- ÞiinigeyjarsýS'l'U. Er þar lagt tratm eftirfarandi erindi frá Búnaðar- sambandi Suður-Þingeyinga: „Aðalfundur Búnaðarsam- bands Suður-Þingeyinga 1969 tel ur að lagaheimild skorti til fyrir hugaðra framkvæmda við Gljúf urversvirkjun. Auk þess raski hún búskaparaðstöðu í héraðinu í miklum mæli og rýri stórkost- lega notkun lands og hlunninda í framtíðinni. Þess vegna skorar fundurinn á stjórn Laxárvirkjunar, Raf- orkumálastofnun ríkisins og raf- orkumálaráðherra að miða fyrir hugaðar framkvæmdir í Laxá í mesta iagi við 18—20 m vatns- hækkun við efri stíflu i Laxár- gljúfri, frá því sem nú er og ó- breytt vatnsrennsii, enda verði gengið frá nauðsynlegum samn- ingum við héraðsbúa, áður en framkvæmdir hefjast. Fundurinn lýsir fullum stuðn ingi við aðgerðir sambandsstjórn ar til þessa, og felur henni áfram haldandi framkvæmdir í mál- inu.“ 1 ályktun sýslunefndarinnar er mótmælt vatnaflutningum frá Svartá og Suðurá yfir í Kráká og öllum breytingum á rennsli vatns, sem valda kynnu spjöll- um á löndum í Skútustaðahreppi og ennfremur er mótmælt fyrir- hugaðri vatnsborðshækkun í Laxárdal, en síðan segir orðrétt: „hins vegar vill sýslunefndin vekja athygli á, að hún telur hér aðinu hagkvæmt, að raforku framleiðsla verði aukin með við- bótarvirkjun þar, þótt hún hafi . , , ... í för með sér hækkun vatns í nef"d“ afðlla.Yar slðan s^Puðvik hmn 7. oktober s.l. sattatil- með brefi raðuneytisms dags. Fremst á myndiimi sést ruðningur úr nýju jarðgöngimum ofan við núverandi stífiii. Laxá ofan virkjunarinnar allt að 18 m.“ Hinn 10. október 1969 ritar héraðsnefnd Þingeyinga í Lax- árvirkjunarmálum svar við grein argerð Laxárvirkjunarstjórnar. Þessu svari lýkur á þessa lund: „eins og áður hefur komið fram í ályktunum og yfirlýsingum setja Þingeyingar sig ekki á móti jafnrennslisvirkjun í Laxá innan þeirra marka, að ekki verði stíflað hærra en svo, að vatn hækki ekki í Birningsstaða flóa i Laxárdal, enda heimila lög um Laxárvirkjun ekki að gengið verði lengra. Jafnframt verði þá gert samkomulag aðila um, að horfið verði frá öllum frekari virkjunaráformum í Laxá.“ Á útmánuðum 1970 voru haldn ir allmargir viðræðufundir með málsaðilum fyrir atbeina ráðu- neytisins. Vair leitazt við að kanna viðhorf aðiia, svo vel sem unnt var. Á grundvelli þessara viðræðna setti svo ráðuneytið 26. júni 1970. Þessi nefnd kom saman hér í Reykjavík 1. júlí sl. og var á þeim fundi ákveðið að kveðja til sérfræðilega aðila til að leggja á ráðin um framkvæmdir rann- sókna og að taka að sér þessar fyrrnefndu rannsóknir. Til þess- ara starfa hafa verið tilkvaddir tveir ísienzkir sérfræðingar, er báðir starfa erlendis og einn sænskur. Er gert ráð fyrir því, að þeir hefji störf sín nú innan skamms. Nú fyrir nokkru lýsti forsæt- is- og iðnaðarráðherra því yfir í áheyrn alþjóðar, að áform um háa stíflu í Laxárdal væri brott fallið. Með tilliti til þess, sem nú hef ur verið rakið, er rétt að benda á eftirfarandi: 1. F'ramkvæmdir þær, sem nú eru hafnar í Laxá eru fullkom- lega innan marka heimildar ráðuneytisins og heimildar í lög- fram lokaálit sitt í bréfi, dags. um- Vinnuskálar Norðurverks h.f. v ið LaxA. 13. mai 1970. Bréf þetta fylgir hér með í afriti. Eins og þar kem ur fram er viðhorf ráðuneytis- ins það til upphaflegrar Gljúf- urversvirkjunar, að fallið skuli frá öllum áformum um Suðurár- veitu og ennfremur er því lýst yfir, að virkjunaráform í Efri- Laxá og Kráká séu ekki á dag- skrá. Ýmsar samþykktir úr hér- aði höfðu að þvi beinzt, að leyfð yrði stífla með 18—20 m vatns- borðshækkun. Ráðuneytið lét þó aðeins að því liggja að vatns- borðshækkun í Laxárdal um 20 m, sem kynni að felast í næsta áfanga væri innan marks þess, sem unnt væri að leyfa síðar. Ráðuneytið vildi þó ganga lengra í þessu efni til móts við héraðsbúa og lagði fyrir, að fram færi á Laxársvæðinu alls- herjar líffræðileg rannsókn, m. a. með tillíti til fiskiræktar í ánni. Ráðuneytið vildi hafa for göngu um umfang þessara rann- sókna í samráði við hlutaðeig- andi sveitarstjórnir, sýslunefnd Suður-Þingeyjarsýslu, Náttúru- fræðistofnunina og Veiðimála- stofnunina. Nefnd þessara hér- 2. Það hefúr formlega verið fallið frá áformum um Suðurár- veitu og gefin yfirlýsing um, að hástifla (um 50 m) verði ekki leyfð í Laxárdal. Það er því á engan hátt hér um óbreytta Gljúfurversvirkjun að ræða, sem þessar byrjunar- framkvæmdir nú stefna að. Ráðuneytið hafði ástæðu til að ætla á vordögum 1970, að sam- komulag mundi nást milli aðila á grundvelli þess, sem rakið er í bréfi ráðuneytisins frá 13. maí s.l. Þetta reyndist þvi miður ekki svo, og þegar ráðuneytið sá hverju fram fór óskaði það eftir því við dómsmálaráðuneyt- ið, að skipaðir yrðu sáttasemjar ar í þessu máli, þeir sýslumað- UTÍwn í Suðiu.r-Þ iiriigeyjainsýslu og bæjarfógetinn á Akureyri. Urðu þessir embættismenn við þessum tilmælum og voru þeir skipaðir til starfsins með bréfi 20. ágúst s.l. Þrátt fyrir þessa sáttatil- raun var Miðkvíslarstífla rofin viku síðar eða 26. ágúst. Sátta- menn hafa síðan starfað að þess um málum og lögðu fram á Húsa lögu, sem fylgir hér í afriti. Skal nú vikið að bréfinu sjálfu. 1 þriðja tölulið bréfs yðar segið þér: „Laxárvirkjunar- stjórn hefur hafið framkvæmdir við orkuver eftir óbreyttri Gljúf urversvirkjun." Hér er algjör- lega rangt með farið. Óbreytt Gljúfurversvirkjun er eins og fram er tekið hér að framan stór virkjun í Laxá í fimm áföngum, þar með talin Suðurárveita. Þetta hlýtur yður að vera full- komlega ljóst og þess vegna er það furðulegt, að háttvirtar stjórnir í jafnvirðulegum sam- tökum skuii leyfa sér að fara með slíkar fullyrðingar og það þvi fremur, þegar höfð er i huga lokasetning í bréfi yðar. Áframhald í þriðju grein bréfs yðar er heldur ekki rétt. Lög heimila og ráðuneytið hef- ur heimilað virkjun I. áfanga Gijúfurversvirkjunar og enn- fremur sagt, að því sé ljóst, að um áframhaldandi virkjun geti verið að ræða og þó skýrt fram tekið, að III., IV. og V. áfangi Gljúfurversvirkjunar verði ekki Xeyfðiir. En þetitia bneytir því ekki, að ekki megi hefja fram- kvæmdir við I. áfanga innan þeirra marka, sem lög og heim- ildir ákveða. 1 síðari málsgrein fjórða lið- ar takið þér réttilega fram, að þegar hafi verið lagður grund- völlur að rannsóknum, með full- tingi iðnaðarráðuneytisins og muni þær hefjast næsta vor og samkvæmt áliti Náttúrufræði stofnunar íslands muni þær rannsóknir taka þrjú til fimm ár. Það má teljast víst, að ekki verður ráðizt í II. áfanga, ef leyfður verður, fyrr en að þess- um tima liðnum. Rannsóknartím- inn er því nægilegur. 1 fimmta lið bréfsins takið þér fram, að aðstaða sáttasemjar- anna sé mjög veik, ekki sízt af því, að framkvæmdum er hald- ið áfram af fullum krafti við virkjunina eins og ekkert hafi í skorizt. Ráðuneytið getur ekki séð, að þetta þurfi að hafa nein áhrif. Það er verið að fram- kvæma virkjunaráfanga, sem er alveg óháður því, hvað siðar verður. í sjötta lið farið þér fram á það, að ráðherra iáti stöðva framkvæmdir við I. áfanga Gljúf urversvirkjunar þegar i stað. Ráðuneytið vill taka það fram með tilvísun til framanskráðs, að ekki er unnt að verða við þess- um tilmælum yðar. Ráðuneytið vill að lokum ein- dregið mælast til þess við hátt- virta stjórn Búnaðarfélags Is- lands og aðra þá aðila að bréfi dags. 22. þ.m., er þeim nú hefur verið kynntur aðdragandi þessa máls af hálfu ráðuneytisins, og málavextir þess að öðru leyti, að þessir aðilar beiti áhrifum sin- um til þess að sættir takist milli aðila í þessu deilumáli, sem verða mundi öllum aðilum fau:- sæla^t. sign. Jóhaim Hafstein Árni Snævarr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.