Morgunblaðið - 04.07.1971, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.07.1971, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚLl 1971 Sr. Árni P*álsson, Södulsholti: Flísin og bjálkinn Lúk. 6:36—112 ÞtJ þekkir „Fjallræðuna", nafnið að minnsta kosti og manst, að þér var sctiað að læra hluta úr henni á barna- skólaárunum. Er nú ekki komin fram hjá þér löngun til þess að lesa þessa mestu ræðu allra tíma í heild og vita hvort hún höfðar ekki til þín, sem þrosk- aðs manns, hvort hún gefur þér ekki svar við duldum þrám þínum og megnar að bæta þig og breyta? Þessi ræða er ekki aðeins meistara- stykki að stilbrágði eða hugvitssöm kenning, heldur er hún opinberun guðs á vilja hans með þig. 1 henni er þér kennt að þekkja Krist sem meðalgang- ara Guðs og manna. Hún segir þér ekki aðeins hver Kristur er, heldur einnig hver þú ert og hvernig þú átt að læra að þekkja þig í ríki kærleikans hér á jörð. Það er því ekki litið I húfi, að þú vitir, hvar þú átt að fletta upp í Biblí- unni til þess að finna allt þetta. Ræðan í heild er birt í fyrsta guðspjallinu hjá Matteusi 5.—7. kapítula. Við rekumst reyndar viða á glefsur úr þessari ræðu í hinum guðsspjöUunum, svo sem hjá Lúkasi, sem er texti þessa dags. Þar er fyrst þetta að finna: „Verið miskunnsamir eins og faðir yðar er miskunnsamur." Síðan er varað við dómum og hvatt tii sýknu, þá er höfðað til gjafmiidinnar, svo við getum sjálf vænzt þess að þiggja, því með þeim mæli, sem við mælum, mun okkur aft- ur mælt verða. Þá kemur likingin sterka um hinn andlega blinda mann, sem slær auðvitað þá blindu einnig, sem hann hefur áhrif á og ber að leiða. 1 beinu framhaldi af því með vaxandi stíganda lesum við svo um flisina og bjálkann, sem sitja í augunum og varna okkur réttrar sjónar og rugla dóm- greindina. Þessi síðasta líking er með því eftir- minnilegasta, sem við höfum lesið og iært, vegna þess að við finnum öil, að hún er sönn af eigin reynslu, hversu sáluhjálplega trú sem við eigum í hjarta okkar. Við þekkjum af eigin reynslu að augun eru eitt viðkvæmasta liffær- ið og þegar við finnum til í þeim, þá sviður hjartað undan þeim sársauka. Við vitum lika að eitthvað minna en bjálki gæti blindað svo viðkvæmt lif- færi. En Kristur notar bjálkann hér til þess að rumska við okkur og stein- blindu okkar á eigin lesti, þegar við leitum að ávirðingunum í fari annarra, smáflisunum. „Við miskunnsamir eins og faðir yð- ar er miskunnsamur," Þetta er ávarpið í dag og Kristur segir okkur skýrt frá því, á hvern hátt við getum verið það. 1 fyrsta lagi megum við ekki með tungunni dæma hart og kærleikslaust. 1 öðru lagi er það höndin, sem alla daga á að vera útrétt til hjálpar og stuðn- ings, til gjafar og greiða þeim, sem mest þurfa á henni að halda. Og i þriðja lagi er það svo augað, að það verði ekki slitið úr tengslum við hjartað. Sjón og tilfinning eru skilningarvit, sem verða að spila saman, viljum við teljast heil- skyggnir menn og heilbrigðir. Viltu, lesandi góður, rifja upp með mér reynslu þina, þvi ég veit að allir eigum við hana lika í sambandi við vini og samferðafólk. Við komumst ekki yfir að rækja vin- arskyldur við alla þá, sem veitt hafa okkur tryggð og traust á lífsleiðinni svo sem vert væri. En fáa útvalda eig- um við, sem lengst og bezt hafa veitt og þegið. Nokkra slíka eignaðist ég á barnsaldri. Ég man hve sárt ég leið, þegar ég kynntist veikleika þeirra og fann þá ekki alfullkomna. Þá voru mér líka eigin lestir mjög duldir. Svo liðu árin og maður hætti að einblína á frestina, enda alls óvist nema maður hafi sjálíur átt sinn þátt í þeim. Og áður en varir finnur maður að þessir vinir eru orðnir hluti af manni sjálfum, sem maður ver í veikleika fyrir hnjaski 3 umheimsins með ráðum og dáð sem sitt eigið skinn. Þegar svo er komið upplýkst leyndardómurinn, að maður á ekki vini vegna einhvers heldur þrátt fyrir eitthvað. Væri slíkt vinasamband rikjandi al- mennt meðal kunnugra sem ókunnugra og hætt að einblína á lesti og ljótleik, þá værum við ekki aðeins nær kærleiks- riki Guðs, heldur færðum við sálum okkar kærkominn frið og fullnægingu. Stór munur er á heilbrigðri, jákvæðri gagnrýni og sífelldri tortryggni, útá- setningu og nöldri út af högum og stöðu annarra. Það er á stundum eins og menn gangi um með of dökk gler- augu og sjái þvi allt í myrkri hjá öðr- um. Annað er svo að sjá lestina í fari náungans eða vilja leggja sig fram 'um að eyða þeim. Og viljum við í alvöru hjálpa öðrum til þess að losna við flís úr auga, þá er bezt fyrir okkur að hugsa til sársaukans, sem eitt lítið sandkorn hefur valdið okkur sjálfum í auga. Þá íyrst getur líka hugsazt að við skynjum eigin sök í löstum meðbróðursins. Verið miskunnsamir með tunguimi, með hendinni og með auganu. Hér er það Guð sem talar til þess að við skynj- um að það, sem við höfum verið að dæma svo hart í fari annarra, býr einnig með okkur sjédfum. Hann hjálpar okk- ur til þess að læra að þekkja okkur sjálf svo við verðum fáorðari um ann- arra hagi. Hann fann mikið gott í fari hinna vesælu og smáðu og grimmd og hatur meðal hinna virtustu, en hann vill að við vitum, að okkur er ekki ætlað að dæma um slikt, heldur þekkja vilja Guðs, sem yfir okkur vakir og kallar okkur til fylgdar við hreinleik og frið hins hæsta. lestir heildarverð kg-v. klvkjaMk 1 siðustu viiku var þrálát norð- amátt, sem reyndist simærri bát- •unum ertfið tii sjósóknar, eink- •uan þó þeirn, sem stunduðu hand- færaveiðar. Eln narðamáttin gerði eiranig stórn bátunum, sem róa með linu og liggja úti við Græm- land, enfitt fyrir, og voru þéir 'lenigur úti en vant er. Atfii var alveg sæmilegur hjá hatndfærabátunum. Bezta róður- inin í vikunni af þeim, sem landa að staðaldri í Rey'kjavík hafði Andvari með 16 lestir. Hann rær með handfæri og fékk 154 lestir euf stægðum fiski í sdðasta mán uði. Þetta er afli fyrir upp undir iy2 milijón króna. Sjóli er vist ekki með minni aifla, en hann hefur ekki alltaf landað 1 Reykja- viík. Þetta eru 50—60 lesta bátur. Hjá tróllbátum he.fur afli verið heOdur tregari en áður, en það smá líka eitthvað rekja til braal- unmar. Nókkrar tri'lllur ofan af Akra- neisi hafa komið með afla sinn, sem þær hafa fengið á línu, til Reykjavíkur til þess að selja hann þar fisfksöSum. Þetta er grullfalfeg-ur fiskur, svo að segja spriMandi. Sjómön-num finnst éfltirtektairvert, hvað afli hefur gOæðzt á linu í Paxaiflóa, þó að friðunarinniar hafi ekki gætt nema í tvo til þrjá mánuði. Sel- vogsbankahraunið, sem er mesta hrygninigansvæði við island, ætti ®ð verða næsita .friðunarsvæðið. TOGARARNIB Það er litið að segja af togur- unum sáðustiu viku. Þeir eru nú ©Hir hér á heimamiðum og leggja sig einikum eftir karfa, sem þeir hafa verið að fá sæimi- legein reyting af, þótt alllt sé það I minna lagi. Það er mjóst á munumutm að afli Víkings oig Sigurðar sé jafn. Víkiragur iandaði á Akranesi i fyrri viku, og fór hann þá 125 lestir upp fyrir Siguirð og varð þar með aflahæstur islienzlkra togara. Nú iandaðd Siigurður í þessari vilbu og varð þar með aftar afiahaastur. Skipin eru raú naeð: Sigurður 2168 lestir og Vík- inigur 2010 lestir, og muraar þann- iig á þeim nú 158 lestum. Þessir togarar seidu nýfLega í BretJiandi: Uraraus 155 3.923.000 25,31 Mars 136 3.731.000 27,44 Þessir togarar iönduðu heima í siðustu viku: Sigurður 282 lesitir Júi>iiter 185 — Þormóður goði 230 — Togarimn Ross Reverage, áður ísílenzki togarinn Freyr, setti i vikunmi nýtt brezfct sölumet og seQdi fyrir rúm 28.000 sterlimgs- pund, eða um 6 milljúnir króna. KEFLAVÍK rækjutroll. Skagaröst fékk þann- ig siðari hluta vikunraar eftir tveggja daga útivist 6 lestir af rækju, 200 kg af humar og 1 lest af fiski. Rsekjan er nú keypt á 20 kirónur kg. Þessi róður hefur því gert um 150.000 króraur eða eiras og 15 lestir af fiski. Guranar Hámundaraon kom inm á fknmtudaginm með 28 lest- ir af fiski, sem hann fékk á handfæri á tveimur dögum. AKRANES Handfæraaflinn var heldur rýrari síðusta viku en áður, komist þó upp í 25 lestir hjá Rán í eimum róðri, en svo írar það líka niður í sáralitið. Togbáturinra Grótta, sem er um 220 lesta bátur, kom tvisvar inn i vikunni með samtals 80 lestir af fisiki, og Fram, sem einnig er togbátur, kom með 55 lestir. Sigurborg, sem rær með línu og er í útilegu, kom inn í vik- Framh. á bls. 22 Afli var almennt dágóður sið- ustu vibu i humar-, fiski- og Ferðaúrvalið hjá ÖTSÝN FERÐA-ALMANAK OTSÝNAR 1971 Nú þegar eru margar þessar ferbir að seljast upp ! Júlí: 9. NORÐURLÖND: Kaupmannahöfn með vikudvöl (má framlengja) — 17. SPÁNN: Costa Brava — London, 18 dagar — 26. SPÁNN: Costa del Sol, 15-29 dagar Agúst: 7. NORÐURLÖND: Kaupmannahöfn með vikudvöl (má framlengja) — 10. SPÁNN: Costa del Sol, 15-22-29 dagar — 10. SPÁNN: Costa del Sol — aukaferð um London — 14. SPÁNN: Costa Brava — London, 18 dagar — 24. SPÁNN: Costa del Sol, 8-15-22 dagar — 31. SPÁNN: Costa del Sol, 8—15—22 dagar Sept: 2. SPÁNN: Costa Brava — London, 18 d. — 4. RÚSSLAND: Leningrad, Moskva, Yalta, Odessa, London, 18 d. — 7. SPÁNN. Costa del Sol, 8-15-29 dagar — 7. SPÁNN: Ibiza — London, 19 dagar........ — 9. GRIKKLAND: Rhodos — London, 18 dagar .... — 14. SPÁNN: Costa del Sol — London, 19 dagar — 19. JÚGÓSLAVÍA: Budva — London, 17 dagar — 21. SPÁNN: Costa del Sol, 15 dagar — 21. SIGLING UM MIÐJARÐARHAF — London, 15 dagar Okt: 5. SPÁNN: Costa del Sol — London, 27 dagar .. TIL AÐ ANNA EFTIRSPURN aukaferðir. LOIMDOIM—COSTA DEL SOL 8. og 10, ágúst 3—4 viRur. ALLAR ÚTSÝNARFERÐIR MEÐ ÞOTUFLUGI! — SKIPULEGGtÐ FERÐ YÐAR TlMAIMLEGA! UTSÝNARFERÐ: ÓDÝR EN I. FLOKKS! ÖDÝRAR IT-FERÐIR EIIMSTAKLIIMGA. — ALLIR FARSEÐLAR OG HÓTEL A LÆGSTA VERÐI. Verð frá kr. 16.900,00 Verð kr. 26.800.00 Verð frá kr. 12.500,00 örfá sæti laus Örfá sæti laus Verð frá kr. 16 900.00 Verð frá kr. 15.500.00 Uppselt Verð kr. 26.800,00 nokkur sæti laus Verð frá kr. 15.500,00 Uppselt Verð frá kr. 15.500.00 örfá sæti laus Verð frá kr. 26 800.00 Uppselt biðlisti Verð kr. 39 800.00 Verð frá kr. 15.500,00 Verð kr. 28.800,00 Nokkur sæti laus Verð frá kr. 34.200,00 Verð frá kr. 22.900,00 Verð frá kr. 29 400,00 örfá sæti laus Verð frá kr. 15.500,00 Fá sæti laus Fá sæti laus Verð frá kr. 31.000,00 Verð frá kr. 23500.00 fá sæti laus FERÐASKRIFSTOF AN AUSTURSTRÆTI 17 — SlMAR 20100/23510. ÚTSÝN <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.