Morgunblaðið - 04.07.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.07.1971, Blaðsíða 17
- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1971 17 Hátíðarhöld Skagfirðinga. Nú um helgina er haldin mik il hátíð á Sauðárkróki í tilefni af hundrað ára byggð þar, og um næstu helgi hefst svo lands mót UMFl þar nyrðra. Hátíða- höldin eru hin fjölbreytitustu og sækir mikill fjöldi manna Sauð árkrók heim um þessar mundir. Skagfirðingar geta vissulega fagnað þeim árangri, sem á Sauðárkróki hefur náðst. Þar er nú blómleg byggð, fjöldi húsa í smíðum, fyrirtæki hafa risið upp og Sauðárkrókutr er að verða mikill iðnaðarbær. En í þessum höfuðstað Skag firðinga gerist líka fleira. Þar er menningarlíf með blóma og löngum hefur leiklistin verið á háu stigi á Sauðárkróki. Skag- firðingar eru söngmenn miklir eins og allir vita. Aðstaða til íþróttaiðkana hefur verið bætt, j Reykjavíkurbréf L^u^sirdðgur 3. júlí bókhlaða reist og svo mætti lengi telja. Þegar á allt þetta er litið er eðlilegt, að menn gleðjist yfir þeim árangri, sem náðst hefur og horfi vonglaðir fram á veg- inn. Dauði geim- faranna. Fregnin um það, að geimfar- arnir þrír i rússneska geimskip inu hefðu látizt, vakti mikla sorg um heim allan, en þó auð- vitað fyrst og fremst 1 heima- landi þeirra. Hvert mannsbarn hefur fylgzt af miklum áhuga með þeim afrekum, sem unnin hafa verið á sviði geimvísind- anna, hvort heldur um er að ræða afrek Bandaríkjamanna eða Rússa. Á sviði geimvísindanna hafa samskipti Bandarikja- manna og Rússa verið meiri en á öðrum sviðum. Þeir hafa skipzt á upplýsingum og visinda menn frá þessum risaveldum hafa farið í heimsóknir til starfs bræðra sinna, Rússar vestur um haf og Bandaríkjamenn austur til Rússlands. Þessi samvinna hefur gefið vonir um, að nokk- uð gæti dregið úr kalda stríðinu og skilningur færi vaxandi á því, að hin mikla tækni, sem mannkynið nú ræður yfir, yrði hagnýtt í þágu friðarins, en ekki til gjöreyðingar. Sovézku geimfararnir unnu störf sín til enda, en fengu ekki notið þess heiðurs og virðing- ar, sem þeirra beið. Þeir létu þó ekki lifið til einskis. Menn eru nú reynslunni rikari, en það sem mest er um vert, er ef til vill sú staðreynd, að við frá- fall þeirra fundu menn betur en oft áður, hve heimurinn er lit- ill, þegar á allt er litið, og hver nauðsyn það er, að samhugur aukist, en hatri og tortryggni verði rutt úr vegi. Erfið fæðing. Eins og að líkum lætur fylg- ist landslýður allur með tilraun um Ólafs Jóhannessonar til myndunar ríkisstjórnar. Auðvit að hafa allar áhyggjur af því, að myndun ríkisstjórnar dregst á langinn. Sú stjórn, sem nú situr, getur að vísu leyst aðkall andi vandamál frá degi til dags, en eftir að hún hefur sagt af sér, er ekki á hennar valdi að gera viðamiklar ráðstafanir, til dæmis í efnahagsmálum, a.m.k. ekki meðan stjórnarmyndunar- tilraunir standa yfir og útlit er fyrir að breytt verði mjög um stjórnarstefnu. Hvað sem líður óskum manna um það, hvaða ríkisstjórn verði mynduð, eru allir sammála um, að nauðsynlegt er að hraða stjórnarmyndunartilraunum, og hefur Ólafur Jóhannesson lýst því yfir, að hann telji ekki að mjög langur tími muni líða, þar til séð verði, hvort honum takist að mynda stjórn sína. Fyrstu dagana eftir kosning- arnar var mikill móður í vinstri mönnum, ekki sízt kommúnist- um. Þjóðviljinn birti þá dag eft ir dag ritstjórnargreinar um þá stefnu, sem blaðið taldi, að vinstri stjórn ætti að hafa. Yakti þar einkum athygli, að áherzla var lögð á úrsögn íslands úr At lantshafsbandalaginu, eignakönn un og stóreignaskatt, samhliða þjóðnýtingu ýmissa fyrirtækja. Þessar kröfur urðu þess vald- andi að tvær grímur runnu á ýmsa Framsóknarmenn og stuðningsmenn Hannibals Valdi marssonar, og torveldaði það mjög tilraunir Ólafs Jóhannes- sonar til að samræma sjónarmið in. Morgunblaðið vakti að sjálf- sögðu athygli á þessum kröfum kommúnista og var þá talsvert fjaðrafok, bæði í herbúðum kommúnista og eins á Tíman- um. Síðan hefur Þjóðviljinn haft hægt um sig og setur ekki fram neinar kröfur, enda er ljóst, að kommúnistar vilja allt til vinna að myndun vinstri stjórnarinn- ar takist. Kröfur í mörgum liðum. Eins og áður segir hefur Þjóð viljinn nú hætt að setja fram kröfur kommúnista um þá stefnu, sem Ólafía á að fylgja, en engu að síður er nú upplýst um stefnu þá, sem kommúnist ar vilja fá stjórninni. í blaði, sem nefnt er Alþýðubandalagið og kom út fyrir nokkrum dög- um er stefnan rakin í 19 lið- um. Hafa kommúnistar augljós lega verið búnir að undirbúa blað þetta um það leyti, sem Þjóðviljinn taldi sig knúinn til að breyta um málflutning, og þá hefur verið talið rétt að gefa blaðið út. í stefnuskrá þessari kennir margra grasa og skal nokkuð hér talið. f utanríkismálum á stefnan að vera sú, sem Þjóð- viljinn boðaði eftir kosningar, að fslendingar segi sig úr At- lantshafsbandalaginu. Sömuleið- is er boðuð þjóðnýting olíufé- laga og tryggingafélaga. Lyf- salan verði þjóðnýtt og „fram- kvæmd verði endurskipulagn- ing á ýmsum þáttum innflutn- ingsins“. Er þar sjálfsagt við það átit, að tekin verði upp ein hvers konar landsverzlun og inn flutningur einokaður af ríkisins hálfu, nema þá að samvinnufé- lögin fái hlutdeild í honum. Þá er boðuð eignakönnun og stóreignaskattur í samræmi viSS þær kröfur, sem Þjóðviljinn gerði meðan mesti móðurinn var í kommúnistum að kosningum afstöðnum. Ekkert hefur af því frétzt, hvort kommúnistar hafa sett þessar kröfur sínar fram á við ræðufundum stjórnarandstöðu- flokkanna þriggja, en Ólafur Jó hannesson svarar því venjulega til, þegar spurt er um þessi fundarhöld, að „ekkert umtals- vert hafi gerzt“. FLeiri kröfur. En í blaði þvi, sem áður var vitnað til, eru settar fram fleiri kröfur en þær, sem nú hafa ver ið nefndar og áður hafði borið á góma. Þar segir t.d.: „Sett verði lög, sem tryggi óskoruð yfirráð almennings yf- ir hinum miklu sjóðum sínum, Atvinnuleysistryggingasjóði og l'ífey rissj óðunum.“ í sjóðum þeim, sem hér um ræðir, er gífurlegt fjármagn, eing og menn vita, og aukast þeir mjög, sérstaklega lífeyris- sjóðirnir. Þessum sjóðum er stjórnað af launþegum og vinnu veitendum sameiginlega, og er fé þeirra að langmestu leyti varið til lánveitinga til hús- bygginga. Nú finnst kommúnistum að vonum bera vel i veiði, hér sé um gifurlega fjármuni að ræða, sem ekki væri ónýtt að koma undir pólitíska stjórn. Að vísu er þessi tilgangur fagurlega orð aður, þar sem sagt er, að tryggja eigi „óskoruð yfirráð al mennings“ yfir sjóðunum. En engum dylst þó, að tilgangurinn er sá, að sú vinstri samsteypa, sem nú er reynt að mynda, fái að valsa með þetta fé að eigin geðþótta óháð þvi, hvað hag- kvæmast sé fyrir þá, sem sjóði þessa hafa myndað, annars veg ar launþega og hins vegar at- vinnulífið. Lífeyrissjóðirnir hafa verið myndaðir með samkomulagi launþega og vinnuveitenda, og stjórn þeirra er einnig samn- ingsatriði. Sú breyting á stjórn sjóðanna, sem kommúnistar krefjast, væri því valdníðsla og væntanlega aðeins byrjunin á því að misnota ríkisvaldið og afnema frjálsan samningsrétt. Breytt stefna í húsnæðismálum. í stefnuskrá kommúnista segir eftirfarandi um húsnæðismál- in: „Tekin verður upp mun félags legri stefna í húsnæðismálum, þar sem einnig verður lögð á- herzla á vaxandi framboð á leiguhúsnæði, sem lúti félags- legri stjórn." í húsnæðismálum hefur sú stefna verið ríkjandi hér á landi í áratugi að leitast við að gera sem flestum kleift að eignast eigið húsnæði. Þótt húsnæðislán hafi að vísu oftast verið helzt til lítil, er hitt staðreynd, að hvergi á byggðu bóli eiga jafn margar fjölskyldur sitt eigið hús næði og hér á íslandi. Þessi stefna í húsnæðismálum hefur lengi verið þyrnir í augum sós íalista. Þeirra stefna er sú, að ríki og sveitarfélög eigi að eiga húsnæðið, en ekki einstakling- arnir. Það er eitur í þeirra bein um, er almenningur býr við efnalegt sjálfstæði. Framan af var þvi haldið fram, að einungis hinir efna meiri mundu eignast íbúðirnar, en láglaunafólk gæti aldrei kom izt yfir eigið húsnæði. Þegar fram í sótti var þó ekki talið unnt að halda fram þessum skoð unum, þvi að allir vissu hið gagnstæða. Engu að síður bryddir ætíð á þeim sjónarmið um, sem sósíalistar hafa í þess um efnum, hvenær sem vinstri menn telja áhrif sín hafa vaxið svo, að þeir geti komið stefnu sinni fram. Hinum eldri er enn í fersku minni gula bókin svonefnda, á- form síðustu vinstri stjórnar um húsnæðisskömmtun og „félaga- lega stefnu“ í húsnæðismálum. Nú er enn tekið að tala um fé lagslegar aðgerðir og byggingu leiguhúsnæðis í eigu hins opin bera. Hægt er að visu farið af stað, en skilst fyrr en skell- ur í tönnum. Eitt af meginstefnu miðum vinstri stjórnarinnar á að kröfu kommúnista að vera gjörbreytt stefna í húsnæðismál um, þ.e.a.s. að láta opinbera að- ila byggja húsnæðið í stað ein- staklinganna. Þannig muni með áhrifamestum hæfcti verða komið í veg fyrir fjárhagslegt sj álf- stæði einstaklinganna, þvi að ekkert er mikilvægara sérhverri fjölskyldu en að eiga eigið hús- næði. Nú veit að visu enginn, hvað framsóknarmenn og Samtök frjálslyndra og vinstri manna muni segja við kröfugerð kommúnista, en fróðlegt verður að sjá stefnu nýju stjórnarinn ar, ef hún þá einhvern tima biirt ist. Snúið á i Hannibal. Alþýðuflokkurinn er nú í sár um, og við því var raunar að búast eftir þau ógnarlegu mis- tök, sem flokknum urðu á í borgarst j órnarkosningunum. Samt sem áður verður að játa, að með svari því, sem Alþýðu- flokkurinn sendi Ólafi Jóhann essyni við tilboðinu um þátt- töku í myndun vinstri stjómar, hafa Alþýðuflokksmenn snúið illilega á Hannibal Valdimars- son. Svarið er hið klókindaleg- asta. Nú hefur boltanum verið varpað til Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, og það er á þeirra ábyrgð, hvort hin marg- umtalaða sameining lýðræðfe- jafnaðarmanna tekst eða ekki. Naumast á Hannibal Valdi- marsson nú annarra kosta völ en taka upp viðræður við Al- þýðuflokkinn um sameininga flokkanna, áður en til stjórnar myndunar dregur. Ef hann ger ir það ekki, verður hann áfram sundrungarmaður, en ekki mað ur sameiningarinnar, og mun það þó vera hans heitasta ósk að reka af sér sundrungarorðið og láta það verða sitt síðasta verk að sameina þau öfl, sem hann hefur átt svo ríkan þátt í að splundra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.