Morgunblaðið - 14.11.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.11.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUININUDAGUR 14. NÓVEMBER 1971 Höfundar greinarinnar. — Myndimar teiknaðar af einum þeirra. Gagnrýni fyrir byrjendur GREINARKORN þetta verður fyrst og fremst .að líta á sem út- víkkun á, og jafnframt stuðning við áskorun Arkitektafélaga ís- lands til menntamálaráðherra um útboð þjóðarbókhlöðu í sam- keppni. Hið sjálfsagða í því, að efnt sé til opinberrar samkeppni um mál efni sem þessi, þarf ekki að fara fleiri orðum um; hins vegar er ætluni-n að drepa á nokkur atriði varðandi bókhlöðumálið, sem ekki hafa verið nefnd í blaðaskrif um undanfarið. Það hefur m.a. komið fram, að verkundirbúning eða áætlun argerð um bygginguna (rýmis þarfir o.s.frv.) vanti eða að minnsta kosti sé ekki ljóst, hvort þær séu fyrir hendi. Má þar m.a. benda á þá áætl unargerð eða ákvörðun, sem felst í úthlutun lóðar fyrir starfsem- ina, staðsetningu hennar og hlut- verki í umhverfi sínu, tengslum við aðra skylda þætti eða skorti á tengslum. Bókhlöðunni hefur verið val- inn staður á fyrirhuguðu háskóla svæði (skv. aðalskipulagi m.a.) og er sjötta byggingin, sem sett hefur verið niður innan þess á sl. fimm árum. Eftir því sem við bezt vitum hefur þó enn ekki birzt nein heild arskipulagsáætlun fyrir háskól- ann eða þróun háskólasvæðisins á komandi tímum, þótt off hafi verið bent á nauðsyn þess. Þróunarmöguleikarnir hafa hins vegar þrengzt og þeim fækk að með hverri nýbyggingu. Með samþykkt aðalskipulagsins urðu mörk svæðisins Ijósari en áður, Mál síldarskipa til saksóknara ÍMÁL Síldarskipanna tveggja frá Vestmannaeyjum, sem reyndust Ihafa of miikið magn af ýsu í afl- ainum, hefur nú vertið sent sak- ssóknara til frekairi ákvörðumar. En samkvæimit reglugerð er bann að að veiða þorsk, ýisu og uf.sa í síldamætur. Rannsókn máJsdns lauk hjá bæjarfógetaembættinu í Vesit- mannaeyjum og var síðan sent jþaðam til saiksókinara. Hjartanlega þakka ég öllum vinum, skyldmennum og öðr- um, sem glöddu mig með heimsóknum, blómum, sím- tölum, heillaskeytum og gjöf- um á áttræðisafmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. Brynjólfur Jóhannesson. þó ekki hefði það neinn fjörkipp í för með sér innan háskólans, svo vitað sé. Skipulagsnefnd Háiskól ans á þó að vera til, en ekki er Ijóst, hvort byggingar þær, sem undanfarið hafa risið, séu stað- settar skv. tilmælum hennar né heldur, hvort nefndin virfnur að víðtækara skipulagi. Slík heildar- skipuiagning hlýtur þó að vera grundvallaratriði, áður en hafizt er handa um einstakar bygging- ar. Allt er þetta þeim mun fárán legra sem tveir af nefndarmönn- um í byggingarnefnd þjóðarbók- hlöðu eiga jafnframt sæti í skipu lagsnefnd háskólams og einn þeirra vegna embæt.tis síns einn ig í skipulagsnefnd ríkisins, og ættu því öðrum fremur að vera ljós þörfin og jafnframt bera á- byrgð á viðunandi lausn þessara mála. Okkur finnst ástæða til að gefa þessum atriðum gaum núna á þessu stigi, þótt seint sé, og jafn vel hvetja til, að lögð verði meiri áherzla á lausn þeirra, en bók- hlöðubyggingar þeirrar, sem nú er í algleymingi. T.d. með þvi að nú verði efnt til opinberrar hug- myndasamkeppni um þróun há- skólastarfseminnar og innan þess ramma einnig staðsetningu bók- hiöðu og hvaða hlutverki hún gæti gegnt í samhengi við aðrar menntastofnanir. Það er þó Ijóst, að þetta verð- ur ekki gert hema að undangeng innd áætlunargerð um mögulegar lóðarstækkanir, og hlýtur því að krefjast samhliða endurskoðunar aðalskipulagsins, e.t.v. með sér- stöku tilliti til flugvallarsvæðis- ins. Meðan þetta ekki er leyst, er hafpið að ræða einstök atriði í vinnubrögðum byggingarnefndar bókhlöðunnar, þótt víða sé þar pottur brotinn, og berida megi á fleiri svipuð eða sambærileg dæmi. Bygging bókhlöðunnar, sem á rætur sínar að rekja til A1 þingissamþykktar frá 1957, hefur á undanförnum árum orðið snar þáttur í metnaði ýmissa opinberra embættismanna, vegna væntan- legra hátíðahalda 1974. Hefur það án efa haft sín áhrif á vinnu- brögð ÖU. Það hlýtur að vera ljóst, að ástæðan fyrir byggingunni er fyrst og fremst þörf sameiningar og stækkunar tveggja bókasafna og þörf menntastofnana okkar á slikri aðstöðu, en ekki ákveðið ártai í sögu landsins. — Ártalið er hvort eð er á huldu. Kaupmannahöfn, 9, nóv. 1971. Árni Þórólfsson. Björn H. Jóhannesson. Einar E. Sæmundsen. Finnur Björgvinsson. Guðbjörg Zakariasdóttir. Halldór Guðmundsson. Hilmar Björnsson. Stefán Öm Stefánsson. (Nemendur í arkitektaskólan- um í Kaupmannahöfn). „Geðveiki" sovézkra Breznev — fékk öþægileg skiia boð X París. menntamanna Mál Vladimir Bukovskys ÞEGAR Leonid Brezhnev, aðalforingi sovézka komm- únistaflokksins, var í heim- sókn sinni í Frakklandi á dögunum, barst konu Georg- es Pompidou Frakklandsfor- seta áskorun frá sovézkri móður. Sonur hennar Vladi- mir Bukovsky, dvelst um þessar mundir á geðveikra- sjúkrahúsi, og hún fór þess á leit við forsetafrúna að hún talaði máli hans við Brezhnev. Fáar mæður trúa þvi, að syn ir þeirra séu igeðveikir. Margit af því sem Bukovsky sagði í viðtali í fyrra við bandariska blaðaimanninn William CJole mætti túlka þannig, að hann þjáðist af ofsókmarbrjálæði: „Mér er stöðugt veitt eftirför, simi minn er alltaf hleraður, og ég er mér þess alltalf meðvit- andi, að ég er undir eftirliti yifixvaldanna.“ En þetta gæiti líka verið satt. Jafnvel þótt það sé ekki satt, er það varla nægi- leg ástæða til að læsa hann inni á geðveikrahæli. Mál Vladmir Bukovsky þyrfti kannski nokk urrar athugunar með. Brottvísun. Vladimir Bukovsky er fædd- ur 1942. Faðir hans er mikils- metinn blaðamaður og foreldr- ar hans báðir félagar í Komm- únistaflokknum. Allt virtist því benda til þess, að hann yrði ánægður meðlimur forrétt indastéttarinnar í Sovétrikjun um. En 1960 var hann rekinn úr skéla fyrir ólöglega útgáfu á ádeiiiuriti. Eiinu ári síðar var hann rekiinn úr Moskvuháskóla fyrir þátt sinn I útgáfu neðan jarðarritsins „Fönix". Sovézk blöð gagnrýndu Bu- kovsky fyrir bókmenntastörf hans, en þó var jáltað, að vísu í hálíkæringi, að Bukovsky „bærl höfuð og herðar" ytfir fé- laga Sína vegna frumleika í hugsun, enda þótt hanm væri að eins 19 ára gamall. Seinna skipulagði hann óleyfilega sýn ingu á abstraktlistaverkum, og til þess að komast hjá hand- töku, flýði hann og tók þátt í jarðfræðiieiðangri. Hann hélt upptebnum hætti við heimkcan- una til Moskvu. Hann var hand tekinn í mai 1963 og sendur íii dvalar á Serbsky-geðveikra- stofnuninni, án þesis að réttar- höld færu fram í máli hans. Seinna var hann fhittur í geð- veikrasjúkrahús í Leníngrad. Seinna lýsti hann geðveikra- sjúkrahúsinu þannig, að það væri eins og íangelsi frá því fyrir byltinguna, fudt af morð- ingjum og igeðveikum glæpa- möninum. En þarna voru llíka aðrir dvalargesitir — pólitiskir fangar, andófsmenn sem efcki var hæglt að dæma eftir nokkru ákvæði heginingarlag- anna. Einn félaga hans í hæl- inu var Nikolai Samsonov, jarð eðlisfræðinigur frá Leningrad, sem hefur unnið ýmis verðlaun fyrir rannsóknir sínar, og framskur kommúnisti af rúm- enskum uppruna, sem flór til Sovétríkjanna tll þess að kynna sér framkvæmd komm- únismans í reynd. Þeir voru geymdir í llæstum klefum og fengu að hreyfa sig eina klukkustund á dag. Gest- um var leyft að heimsækja þá einu sinni í mánuði, bréf máttu þeir tfá einu sirani í mánuði og pafcfca einu sinini 5 mánuði. Læknarnir voru sjálfir sér þess meðvitandi, að stofnunin, sem þeir störfuðu við, væri fremur fangelisi en sjúkrahús og létu stundum þá skoðun hreinskilnis lega í Ijós. Dvalargestunum var refsað fyrir óhlýðni með lyfja- skömmtum, sem annaðhvont höfðu þunglyndisleg áhrif eða gerði þá eirðarlausa í nokkra daga. Bukovsky kveðst einnig haía verið pyntaður þannig, að hann var rammlega vafinn inn í votan striga, sem dróst saman þegar hann þornaði. Þegar Bukovsky var látinn laus í fébrúar 1965, tók hann fljótlega þátt í því að afhenda eriiendum fréttariturum upplýs ingar um brot á mannréttindum í Sovétrikjunum. Vladimir Bu- fcovsky hefur raunar alla tið sýnt svo mikið skeyttingarleysi um eiigin hag, að afsakanteigt væri, þótt þeir tfélagar hans, sem varkárari eru, teldu þessa fífldinfsku hams nok'kurs kon- ar „geðveiki.“ Bukovsky var viðriðinn vörn ina, sem var haldið uppi fyrir málstað rithöfundanna Daniels og Sinjavskys og seinna fyrir rithöfumdana Ginzburg og Galanskov, og leiddi það til þesis, að hann var leiddur fyr- ir rétt í febrúar 1967. Hanm var dæmdur í þriggja ára betr unarvinmu fyrir „ólöglegar mót mælaaðgerðdr.“ Ekki blíðkaði það dómaramn I máilinu, að Bu- kovsky vitnaði af mikilli leikmi í sovéziku stjórnarskrána, sem tryiggir „rétt til hópgamgna á götum úti og mótmælaaðgerða." Hann var látinn laius í fyrra, án þess að hann hefði afneitað skoðumum sinum. „Stalínistlsk- ar aðtferðir bera ekki temgur árangur. Yfirvöldin vilja ekki stórhneyflosli. Þau verða að fara eftir lögumum í orði kveðnu" sagði hann. Aftur liandtekinn. Bukovisky vissi á hverju hann átti von, og 1 marz var hann handtekinn, skömmu eft- ir að bréf frá homum hafði ver ið aflhent Parisarblöðunum. I september var hann fluittur á geðveikrastofnun. Bukovsky er aðeins einn af mörg hundruð sovéztoum menmtamönnum, sem efu sagð- ir dveljast um óákveðinn tima í geðveitoraspítölum. Andrei Amalrik, hinn umgi rússneski sagmfræðimgiur sem samdi „Verða Sovétríkin til árið 1984?“, segir að hann þeloki jærsónulega margt eðliiegt, andlega heilbrigt fólk, sem hatfi verið 'lokað inni í slíkum stofn- unum. „Mér virðist, að þetta sé skýlaust dæmi um hugmynda- fræðilega uppigjöf stjómarinn- ar fyrir andsitæðimgum sínum, ef hún sér ekkiert annað ráð en að lýsa þá geðveika." Einna kunnastur þeirra er Grigoremko hershöfðingi, sem hefur verið geymdur 1 Chemy- akhovisk-'geðve ikras júk rah ús- inu síðan í júnl 1970. „Ef þú heldur að þeir einir sovézflcra borgara séu andtega heilbrigð- ir, sem beygi sig í dufið fyrir hverju eina einasta gerræðis- verki, sem skrifstofuembættis- mennirnir drýgja, þá er ég auðvitað afbrigðilegur." 1 tfyrra var Jíffræðingurinn Jaures Medvedev haíður í geð- veikrasjúkrahúsi í þrjá mán- uði fyrir mótmælaskrif, en hann var látinn laus eftlr há- vær mótmæli menntamanna jafnt í Sovétríkjunum sem á Vesturlöndum. Við það tæki- færi skrifaði Nóbelsskáldið AI- exander Solzhenitsyn; „Það er kominn fírni til að hugsa skýrt: þessi innilokun frelsis- unnandi heilibrigðs fólks á viit- iiausraspítölum er andiegt morð; það er tilbrigði við sama stef og igasktefinn var, en það er igrimmara — pynting fólks sem er drepið er ógeðiegri og þjáningarfyllri aí því hún stendur lengur." 1 októberbyrjun undirrituðu um 50 menntamenn, þar á með- al Andrei Saklarov, hinn kunni eðfliisfraDðinigur Rússa, bænaskjal, þar sem þess var farið á Leiit, að Bukovsky væri látinn laus. Ef frú Pompidou hefur orðið við beiðni móður Buikovskys, má viera að bein áhrif hennar og persónuleg af- skiptd af málinu verði til þess að hann verði látinn laus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.