Morgunblaðið - 14.11.1971, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.11.1971, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIB, SUNINUDAGUR 14. NÖVEJMBER 1971 19 HOTEL LOFTLEIÐIR SÍM! 22322 W FUNDUR I KVOLD AÐ HÓTEL LOFTLEIÐUM? d? Fundur í Reykjavík — og fólkið kemur frá útlöndum, p utan af landi eða úr miðbænum — hittist og ræðir málin þar, sem aðstaðan er bezt. Hótel Loftleiðir er orðið miðstöð fyrir stærri og smærri k fundarhöld og aðrar samkomur í höfuðstaðnum. Einstaklingar, samtök, stofnanir, félög og fyrirtæki stefna fólki sínu til Hótels Loftleiða, því að þar hafa verið byggðir sérstakir ráðstefnu- og fundarsalir fyrir þá fjölmörgu, sem þurfa að hittast af ýmsu tilefni. Hríngið í Hótel Loftleiðir. Við munum gefa yður allar upplýsingar og aðstoða við undirbúning að hverjum þeim fundi eða öðrum mannfagnaði, sem þér kunnið að standa fyrir. ---------------......................................................................■■■?' Nýtt rit sem á sér enga hliðstæðu hérlendis. Bók heimilisins, skrifstofunnar og skólans. ÁNÆGJULEGT LESTRAREFNI Bókin er hátt á 6. hundrað blaðsíður og ein sú yfir- gripsmesta sem gefin hefur verið út á íslandi. NÝ HANDBÚK UM HEIMSMÁLIN JAFNT AF INNLENDUM VETTVANGI SEM ERLENDUM Greinir frá öllu sem máli skiptir: Lönd, þjóðir, menn og málefni. EFNI BÓKARINNAR ER SKIPAÐ f STAFRÓFSRÖÐ HELZTU ÞÆTTIR BÓKARINNAR: Ríki heims: Saga ríkja, einkum þó á síðustu timum, þ. á. m. allir helztu stjórnmálaviðburðir. Sagt er frá staerð ríkja, íbúafjölda og íbúaskiptingu, stjórnarformi og stjórnarstofnunum, helztu stjóm- málasamtökum og stjórnmálamönnum, efnahags- lífi og auðfegð, t. d. oliulindum, samskiptum við önnur riki og aðild að bandalögum og auk margs annars, hvort ríkið hafi stjórnmálasamband við ísland og hversu mikil viðskipti Islands við það hafi verið árið 1970 í krónutölu og hlutfallstölu. Stjómmálamenn. stjórnmálaflokkar og stjómmála- hugtök: Allir helztu stjórnmálamenn heims, lífs og jafnvel liðnir, i sérstökum þáttum, og er ferill þeirra og barátta rakin, einnig má lesa um þá í þáttunum um einstök ríki. Saga og skipulag nokkurra mikil- vægra stjórnmálaflokka er rakin, og ýmis stjórn- málahugtök skýrð. Bætt hefur verið við sérstökum þáttum um alla þjóðhöfðingja Norðurlanda, þ. á. m. Islands, svo og helztu stjórnmálamenn sömu landa, t. d. forsætisráðherra og formenn flestra helztu flokka á hinum Norðurlöndunum, en ríkisstjórn Is- lands, forsætisráðherra Iýðveldisins og t. d. for- menn stjórnmálaflokkanna að auki. Landsvæði og mikilvægir staðir: Landsvæði, sem teljast ekki sjálfstæð ríki, t. d. auðugar nýlendur, og ýmis umdelld svæði en jafnframt ýmsir sögu- rfkir staðir, t. d. borgir eins og Berlin. Greint er frá viðskiptastengslum við fsland, ef einhver eru. Alþjóðastofnanir og alþjóðleg samtök. Allar helztu alþjóðastofnanir og öll helztu alþjóðleg samtök, t. d. Sameinuðu þjóðirnar og helztu sérstofnanir þeirra. efnahagsbandalög, fríverzlunarsamtök og hernaðar- bandalög. Sagt er frá aðdraganda að myndun stofn- ananna eða samtakanna, skipulagi þeirra og starfs- háttum og oft einstökum atriðum úr starfinu, og orðréttar tilvitnanir eru úr stofnskrám þeirra um markmið og leiðir. Greint er frá þvi, hvort og hvenær Island hafi gerzt aðili, og sagt er frá öðrum aðilum. Alþjóðasamningar og alþjóðlegar yfirlýsingar: Fjallað er um ýmsa þá samninga, sem hæst ber á alþjóða- vettvangi og eru mjög umtaiaðir, svo og sögu- frægar yfirlýsingar, sem varða örlög þjóða og auka skilning manna á stöðu þeirra nú Vikið er að aðild Islands sérstaklega og jafnframt fjallað um samn- inga þess almennt eða einstakra þeirra, svo sem handritasáttmálann, Ýmis fróðleiksatriði af vettvangi heimsmálanna: Greint er frá ýmsum hugtökum af vettvangi heims- málanna, sem menn hafa reyndar stundum örlitla nasasjón af, en skortir þó af.ar áreiðanlegar upp- lýsingar um, þrátt fyrir stöðuga notkun í ræðu og riti. Skýrð eru hugtök eins og auðvaldsstefna, bylt- ing, ihlutun, kynþáttaaðskilnaður, lýðræði, marxismi og neitunarvald. Þá kennir og ýmissa annarra grasa. Er t. d. sagt frá Hvíta húsinu og Kreml. Einnig má nefna skýringar á skammstöfunum, t. d. á nöfnum alþjóðastofnana og alþjóðlegra samtaka, og nægir að telja Comecon, EBE, GATT, ILO og NATO. Af islenzkum vettvangi má nefna t. d. þætti um Al- þingi, forsetann, hæstarétt og stjórnarskrána. ÖRN OG ÖRLYGUR HF. REYNIMEL 60 - SÍMI 18660 HEIMURINN ÞINN HEFUR SVARIÐ OG SVARIÐ FINNST Á SVIPSTUNDU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.