Morgunblaðið - 04.12.1971, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.12.1971, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMRKR 1971 BOKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR BOKMENNTIR - LISTIR í lystigarði minninganna Örlygiir Sigurðsson: BGLSÍUR FRÁ BERNSKUTlÐ Goðbót. 1971. Sem lesin er þessi bók Örlygs Sigurðssonar, koma í hug* ann orðtök eins og að láta allt flakka eða því um lákt. Örlygur hvorki sníður né fágar stíl sinn, en er þó ekki það, sem kallað er óheflaður. Stíll hans er óform legt talmál með öllum þeim inn- skotum og útúrdúrum, sem því byrjar í daglegu tali. Uppistaða bókarinnar er „gatan mín“, í fyrstunni gengin með Jökli Jakobssyni vegna svonefnds út- varpsþáttar, síðan hefur höfund ur aukið við, svo nú er þetta semsé orðið bók. Hús, fólk og eigin bernskuminningar verða þama að hinni ágætustu blöndu, sem er harla rósrauð með köflum, en þó ekki ljóðræn, heidur hafin upp í galsa og kátinu. Svo vel íklæðist höfund ur gervi hdns dæmigerða og sí- gilda minningaþular, að hann kryddar frásögn sina með all- hörðum vandlætingum um nú- timann, þegar hann getur ekki stillt sig um að bera hann sam- an við sína góðu, gömlu daga. Raunar þykir mér það kryddið bragðdaufara en þær margrönd óttu bolsíur, sem örlygur minn- ist frá bemskutið sinni. En hjá því hefur hann ekki þótzt mega sneiða, þar eð hann er svo ein- dreginn málsvari síns gamla bæjar og alls, sem til hans tald- ist, að honum þykir ávallt mið- ur, ef við honum er hróflað, þótt í smáu sé. Gömul hús Akureyr- ar, sum rifin eða brunnin nú, eru bemsku hans álfaborgir og hver sá maður að minni, er vilj- andi spillir slíkum dýrðar ger- semum. Annars leika gömlu húsin ekki stærsta hlutverkið í þess- um alvarlega gamanleik Örlygs, heidur fólkið, og þá einkum það fólkið, sem mun hafa talizt „betri“ borgarar kaupstaðarins á bernskutíð hans. Bregður höf- undur upp smáskrítinni mynd af þvi — skopmynd í fáum, en þó svo skýrum dráttum, að svipur- inn leynir sér ekki, sjáif per- sónueinkennin koma fyrst alls í Ijós. Höfundi þykir afarvænt um þetta fólk í endurminning- unni; fyrir sjónum hans eru brestir þess viðlíka töfrandi og mannkostir þess, enda bæði mannlegir og saklausir (það er að segja brestirnir). Manni er talin trú um, að Akureyri hafi verið allra bezt, eins og hún var, en sérhver breyting frá þeirri tíð hafi stefnt til hins verra. Höfðingjar þeirra tíma báru meira en virðingarheiti sín — þeir voru höfðingjar í sjón og raun og kepptu hver við annan — ekki fyrst og frernst um auð og völd, heldur í glæsimennsku, risnu, sannri fyrirmennsku. Slíkir og þvilíkir munu ekki fyrirfinnast á byggðu bóli nú. Og misfellur í daglegu lífi gerðu ekki annað en auka á litskrúð hins fjölbreytta lifs, sem var auðvitað dýsætt eins og bolsí- urnar — nefndar svo á Akur- eyrardönsku — sem bókin heit- ir eftir; með öðnim orðum — á Akureyri hefur guð líka verið i syndinni, svo stuðzt sé við orðalag Einars H. Kvarans, þess ágæta höfundar gömlu borgaranna. Hann var lika Ak- ureyringur um eitt skeið ævinn- ar, eftir á að hyggja. Misklíð- arefnin urðu bara að hláturs- efni, samanber söguna af því, er vert nokkur hugðist senda brott rekinni þjónustustelpu tóninn frá tröppum vertshúss síns, en varð of seinn, hún var horfin fyrir næsta horn, svo sendingin lenti óvart á alsaklausri frú, sem gekk þar hjá af tilviljun (orð vertsins verða ekki tilfærð hér, því höfundur bannar þau innan sextán ára). Prakkarastrikum sinum hefur höfundur haldið skiimerkilega til haga í minni sinu og segir þau þarna af stakri sjálfB- ánægju, svo bók hans gæti af þeim sökum skoðast heilmikill skóli í herstjórnarlist fyrir verð andi hrekkjalóma, eins konar strákapara Saint-Cyr eða Sand- hurst eða West Point, svo ekki sé miðað við neitt af lakari end- anum. Hrikalegasta og militarískasta aðgerðin, sem hinn akureyrski prakkaraher framkvæmdi, var að sprengja í loft upp fjöshauga nakkvara með þeim afleiðingum — eða árangri væri víst rétt- ara að segja í því tilfelli — að eigandinn losnaði við gervalla fyrirhöfn vegna áburðardreif- ingar það árið; mykjan tvistrað ist út um allar jarðir. Alvarlegri hefur líklega talizt sú tiltekt- in — og sannar, hversu andinn er efninu mikilvægari — er af- hjúpa skyldi minningartöfiu í Lystigarði'num og ietrað háfði verið á töfluna að fyrirsögn sjálfs Sigurðar skólameistara: Steinunn f-’ignrðardóttir: ÞAR OG 1>Á. 61 Ws. Alm. bókaf. Rvík 1971. Steinunn Sigurðardóttir hefur valið ljóðabók sinni hentugt nafn. Þar og þá -— það er rétt- nefni. Því Steinunn yrkir um stund og stað. Ljóð hennar eru miðsækin, en engu að síður með dáviðum sjónhring. Þetta er blóðheitur kveðskapur, ferskur; mikið um safarítot vor eða ilm- þrungið haust; sterk þrá; ljútf- ur söknuður. Og þessar ti'lfinn- ingar túLkar skáldkonan með fingerðri blöndu af alvöru, glettni og stelpulegum ærslum. Orðaval hennar ber vott um fag Örlygur Sigurðsson. konur gerðu garðinn, en Örlyg- ur hafði þá að sínu leyti leið- rétt áletrunina með töflu- krít, svo lesa mátti, jafnskjótt sem blæjunni var svipt af minn- ismerkinu: konur gerðu í garð- inn. Svona hefur örlygur ver- iega menntun, góðan smekk, en ótamda bugsun. Skáldkonan, sem mun vera ung að árum — a.lliént er hún nánast byrjandd í ljóðlistinni — lætur eftir sér þann munað, sem er ekki hægí að leyfa sér nema stuttan tíma æviranar, að vera ungæðis- leg, láta hitt og annað flakka, sem kann að fara vel í góðum kveðsíkap, en mætti frá- leitlega flokkast hærra; ætti t. d. vart heima í neinu, ér kenna skyfldi við úrval, klassík. En það er þetta sakleysislega ábyrgðarieysi, sem framar öðru gerir Ijóð Steinunnar að mjög svo aðlaðandi lesning — þessi Framhald á bls. 20. * Erlendur Jónsson 1 skrifar um J BC M [] EJ N N rJ rj [j Um liðið vor ið forhertur og óforbetranlegur prakkari, og líkast tii hef- ur hann sízt batnað með árun- um, þar eð hann er enn að rifja þetta upp og lyftir þar með sin- um gömlu bellibrögðum upp í sjálfam ódauðleikann með því að greypa þau í bókstaf, sem mál- tækið segir, að blífi. En svo má ekki gleyma, að þessi bók hefur gildi tvenn: fjölda margar teikningar prýða hana. Þeim fylgja skrifaðir text- ar, svo bókin er einnig til fiett- ingar og hraðlestrar failin, ef tími gefst ekki til gaum- gæfilegri yfirferðar. Hvort sem nú myndirnar skulu skoðast sem sjálfstæð listaverk eða skýring- armyndir við texta bókarinnar eða hvað, þá held ég, að fyrir- tæki það, sem gefur út bókina, rísi hér bærilega undir nafni, en það kallar sig, eins og kunm- ugt er — Geðbót. Sakir þess, að svo margir hafa numið í skóla þeim, þar sem Örlygur sleit barnskóm sínum, munu þeir vera hvergi fáir, sem geta með eigin reynslu að leiðarljósi fylgt honum á endur- minningareisu hans .um Eyrar- landsveginn og minnzt eigin göngu þar um slóðir — hvort sem þeir hafa stigið þar einhver víxlspor eða gæfuspor, um leið og þeir njóta leiðsagnar þessa fjöruga sögumanns. Leikfélag LOGINN HELGI, eftir W. Somerset Maugham. Leikstjóri: Albert K. Sanders. Leikmynd: Sævar Helgason. LeikféQag Kefilavíkur er 10 ára um þessar mundir. í tilefni afmælisins sýnir það „Logann helga“ eftir Somerset Maugham. 1 þetta skipti brugðu Keflvík- ingar sér út af vana og fóru ettcki til Reykjavíkur til þess að fá sér leikstjóra, nei, þeir fóru tíl Ytri Njarðvikur og fengu Ai- bent Karl Sandtrs til að stýra fyrir siig. Albert er ísfirðingur, en fluttur, góðu heilli, hingað suður. Hann er þrælvanur leik- ari og hefur leikið með Keflvík- ingum, þanniig að við þekkjum hans ágætu hæfiLeika. Enda bar frumsýningin þess vott að hér fór kunnátitumaður með stjóm. Albert .tekst það, sem öðrum góð um ieikstjórum tekst svo oft, að iaða fram það bezta úr ágætis efniviði. Leikendur eru 8 talsins Qi? tekst ölflum vel, en auðvitað xrtisjafnlega vei. iAnna Kristín Marteimsdóttir ber af öllum öðrum á þessari sýningu. Leikur hennar er sterk ut og nú fær hún í fyrsta skipii tækáfæri til þess að sýna yfir hverju. þún býr. Bara að Reyk- vffldragar „nappi“ henni raú ekki írá okkur eins og Gunnari Eyj- ólfssyni og Helga Skúlasyni! Keflavíkur Frá vinstri: Anna Marteinsdóttir, Jónína Kristjánsdóttir og Guðríðnr Magnúsdóttir. mjög vei. Jónína er formaður Leitkfélagsins og er dritffjöðrin í starfi þess. Ung stúika, alis óvön, skilaði erfiðu hlutverki merkilega vel, hún er Guðríður Magnúsdóttjr. Framsögn hennar er sikýr, en hún þarf að þjáDtfa. hreyfinigar betur. Eggert Ólafsson, sem er svíðsvanur hjá okkur, er mjög sannfærandi í sánu hlutverki. Ungur aðfluftur Isfirðingur, Finnur Magnússon, lieikur lítið hlutverk mjög smekldega. Þor- steinm Eggertisison hefur van- þalkttdátt Mtið Mutverk, sem hann sikiiar alflvel, en framsögn haras mætti vera skýrari Guðrún Pétursdóttir leikur þjónustu- stúlikuna. Hún fær ekkert tæfci- færi til þess að sýna hvað í henni býr, hflutverfkið leyfir það ekki. Leittonyndin er sú bezta, sem sézt hefrar í Keflavík. Hana gerði Sævar Helgason af mikilli simekkvisi. Leiksýniragin í heild var leikstjóranum til mikiis sóma og vonandi sæfcja Suðumesja- menn þessa ágætu sýningu, hún er vél þess virði. Það er hvatn- ing ieikendum og leikstjóra að sýþingar séu vel sóttar. 1 iotk sýningar var leikstjóra og leik- endum þaikkað méð áköfu lófa- Ikliaþpi og bltómum. Guðbjörg Þórhallsdóttir. Anna er urag, aðlaðandi stúilka og á vafa laust að halda áfram á sviðinu. Anna hefur leik- ið undanfarin ár undir stjóm leikstjóra frá Þjóðleikhúsinu og Iðnó, en núna tófcst henrai bezt og er þetta erfiitt hluiíverk, sem k. afst mikiíls. Sverrir Jóhanmsson gerði sínu hlutverki einnig mjög góð skil. Leikur hans hvergi yfirdrifinn, en hógvær og gervið gott. Hann var skemmtiflega brezku.r í hlut- verkinu. Frú Jónína Kristjánsdóttir lék stórr, erfitt hlutverk. Hún gerði það af skikiinigd og skilaði þvi Sviðsmynd. Talið frá v.: Guðríður Magnúsdóttir, Jónína Kristj ánsdóttir, Finnur Magnússon, Sverrir Jóhannsson og Eggert Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.