Morgunblaðið - 20.02.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.02.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1973 BOKASPJALL fo Auglýsingar og bækur EFTIR STEINAR J. LCÐVÍKSSON NÚ ER tiltölulega skammt síðajn bókavertíð okkar Islendiinga lauk. Bókahrotu væri ef til vill réttara að kala þetta tímabii, þar sem það tek- ur aðeins til hálfs mánaðar til þriggja vikna tíma fyrir jólin. Á þessum dög- um kemur oft ótrúlega stór bundraðs hluti þeirra bóka sem áriega eru gefn ar út hériendis, og virðist sem stöð- ugt sæki meira í þann farveg að jóla- bókamarkaðurinn verði umfangs- meiri, en útgáfustarfseml á öðrum tímum árs þeim mun rýrari. Ekki er þvi vafi, að útgáfuhættir þessir stainda í beinum tengslum við eftir- spurnina, og miun það vera samdóma álit flestra útgefenda að bókaútgáfa á öðrum tímum árs sé ekki líkleg til þess að standa undir sér. Að sögn dagblaðanna á Norðurlöndum stefnir í sömu átt þar. Bækur eru að verða vinsælar jóiagjafir, og útgefendur sinna kalli kaupandans. Á hinu stutta jólabókatímabili dynja augiýsingar útgefenda síðan á landslýð, og þykir vitanlega hverjum sinn fugl fagur. Lengi vel voru dag- blöðin heilzti auglýsingavettvangur- inn, en á siðustu árum hafa sjón- varpsauiglýsingar rutt sér æ meira til rúms, og náðu hámarki fyrir síðustu jól, þar sem megin hluta auglýsinga- tíma sjónvarpsiais var varið til bóka- auglýsinga. Svo mikið var um þessar bókaauglýsingar í sjónvarpinu, að ég hygg að flestir hafi verið orðnir leið- ir á þeim og hættir að veita þeim eft- irtekt. Fyrir nokkru las ég grein, þar sem skýrt var frá niðurstöðum ranin- sókna á áhrifum bókaauglýsinga á einu Norðurlandanna, og hvað það væri sem helzt seldi bækur. Mér er nær að halda að slik rannsókn hafi einnig farið fram hérlendis, þótt ég minn'st þess ekki að hafa séð niður- stöður hennar birtar. 1 grein þeirri er hér er minnzt á, var skýrt frá því að raunverulega væru það margir ólíkir þættir sem ,,seldu“ bækur. Veigamesta atriðið var þó talið, hvernig viðbrögð dagblaðanna væru er þær kæmu út. Það kom í ljós, að lang stærstur hluti þeirra er keypti bækur fyrir sjálfa sig, tóku ákvörðun um kaupim strax eftir að hafa iesið fréttir blað- anna um útkomu bókarinnar. Mikill minni hluti þessara kaupenda beið eftir því að lesa eða heyra gagnrýni um hana. 1 þessum flokki kaupenda voru þeir sem keyptu að jafnaði flest- ar bækur. XII hliðar við þennan flokk voru þeir sem tóku ákvörðun eftir að bafa séð gagnrýni um bókina, og létu hana hafa úrslitaákvörðun við val sitt. í öðrum stærsta flokknum voru svo þeir er keyptu bækur til gjafa, og þar höfðu auglýsingar mest áhrif. Létu viðkomendur ráða mestu I mati sinu, hvort bókin fjallaði á einhvern hátt um áhugasvið þess er gjöfiina átti að þiggja, en skeyttu minna um hvort hún væri talin góð eða léleg. Sennilega er málum varið á svip- aðan veg hérlendis, nema hvað gief- endaflokkurinn er örugglega lang- stærstur. Mjög er Mka seninilegt að umtal um bók og umsagnir blaða um hana hafi meiri áhrif hériendis en víðast hvar annars staðar. Kemur þar sennilega til að markaðurinn er frem- ur þröngur, og blöð eru lesin meira að tiltölu hérlendis en víða erlendis, og einnig er hlustað mikið á útvarp og sjónvarp. Útgefendur halda þvi t.d. hiklaust fram, að gagnrýnendur geti ,,drepið“ fyrir sér bækur, þ.e. að slæm gagnrýni rýri sölumöguleika bðkar. Með því að flestar bækur koma út á svo skömmum tima hérlendis og raun ber vitni og þurfa eimnig að seljast á þeim tíma, eru útgefendur í miklum vanda. Þeim er bókastaf- lega nauðugur einn kostur að berj- ast um á hæl og hnakka til þess að vekja athygli á vöru sinni og stand- ast hina hörðu og miklu samkeppni jólabókaflóðsins. Svo virðist sem fjöl- miðlarnir kappkosti að gera öllum nokkum veginn jafnhátt undir höfði, þegar getið er um útgáfu bókar, og þeim auglýsingum verða svo útgef- endur að fylgja eftir með auglýsing- um. Og þá byrjar slagurinn fyrir al- vöru, — slagur sem varir frá morgni til kvölds meðan á vertíðinni stend- ur, og er að komast á það stig, að hann er að verða mörgum hvimleiður. Fyrir síðustu jól var það a.m.k. þann- ig að auglýsingarnar, einkum í út- varpi og sjónvarpi kæfðu hreiinlega hverjar aðrar, og menn hættu að skynja þær öðru vísi en orðarunu. Að vissu leyti gilti hið sama um aug- lýsingar í blöðum, en þó er það þann- ig að margir hafa þau fyrir augun- um meira og minna al'lan daginn, og fer þá ekki hjá því, að menn freistist til þess að lesa jafnvel það sem þeir hafa ekki beinan áhuga á. Af mæli Kópernikusar ÁRIÐ 1962 bar ég það fram I New York Herald Tribune, að Kópernikus hefði ekki verið pólskur maður, eins og þá var skrifað á flestum stöðum, held- ur þýzkur. Þetta var í upphafi geimferðaaldar, og blöðin því opnari fyrir vísindasögulegu efni en verið hafði nokkru áð- ur, en einnig var þetta á þeim árum sem einna verst þótti að heita Þjóðverji. Skrif mín í þessa átt voru tilraun til að hamla á móti þeirri tilhneigingu, jafn- framt þvi að halda sig við sagn- fræðileg sannindi. En það mun vera sannast að segja, að Kóper- nikus og ættingjar hans hafi til- heyrt hinum borgaralega og kirkjulega útflutningsstraumi, sem á þeim tímum sótti frá Þýzkalandi til austurs — en að hve miklu leyti ber að telja þá Þjóðverja eða Pólverja eftir að þeir höfðu búið þar í 2—3 kyn- slóðir má vera álitamál. Ekkert mælir á móti þvi, að Kópernik- us hafi talið sig réttan þegn Pól- verjakonungs, og í Kráká var hann löngum, en hins vegar skrifar hann sig Þjóðverja í námsmannaskrá suður á Italíu skömmu fyrir 1500. — Ég minnt ist ekkert á þetta við Pólverja sem hjá mér dvaldist sl. haust, og má vera að mér hafi fund- izt það of viðkvæmt að orða þetta við hann. En þó hefði ég gert það, ef ég hefði munað eft- ir því að 500 ára afmæli Kóper- nikusar var framundan, það sem nú á að fara að halda hátiðlegt, einnig hér á landi. Ég tel rétt að ætterni manna og móðurtunga gleymist ekki, en hins vegar þykir mér nú hver sú þjóð bezt, sem bezt vill halda á loft merki Kópernikusar eða þeim framsókn aranda sem einkenndi ævistarf hans. Nú líður senn að afmæli Kóp- ernikusar. Og þá vaknar enn, 500 árum síðar, sama spurning- in, sem vaknað hefur upp æ ofan í æ, alla þá tið, sem liðin er síðan: „Hafði hann rétt fyrir sér?“ Snýst jörðin um sjálfa sig og um sól, eða stendur hún kyrr? Það væri gott að fá skýr og ákveðin svör við þvi. Það er vit- að að Kópernikus setti kenningu sína fram ekki sem tilgátu, held ur sem sannindi. Og hinn pólski vinur minn, sem ég minntist á, ætlaði hreint ekki að trúa mér, þegar ég skrifaði honum, að á Vesturlöndum væru þeir taldir vísindamenn, sem héldu sig við hið siðarnefnda, og teldu Kópernikus minni visindamann en t.d. Tyeho Brahe. „Visinda- menn?“' spurði hann og setti síðan 5 upphrópunarmerki aftan við. Ég varð að senda honum ljósrit af bréfaskiptum mínum við slíka menn til þess að sanna honum þetta. Ennfremur benti ég honum á að B. Russel og Ein- stein hefðu báðir verið mjög ó- vissir um þetta mál, annar út frá rökfræði hinn út frá afstæðis- kenningu sinni. Það er skoðun mín að hægt hefði verið að leið- rétta þetta við B. Russell, ef mað ur hefði getað náð til hans. En miklu óvissara er það um Ein- stein, enda var hann miklu siður pennafær maður. Þorsteinn Guðjónsson. imii lllilii li iijiliW''' ijrniiiii' í iYil'iíí»i)l'Hf'' Þormóður Runólfsson: Þankabrot óhjákvæmilega að leiða hugann að Hugmyndafræði- legir blindingjar 1. DESEMBERBLAÐ stúdenta árið 1972 hefur að einkunnarorðum „Gegn hervaldi — gegn auðvaldi“. Blað þetta er fyrir margra hlutia siakir at- hyglisvert, og það svo, að ekki er ólíklegt að í framtíðinni verðd það notað sem heimildargagn um þann furðulega hugsuniairhátt, sem svo mjög einkennir nútímann. Höfuð- einkenni þessa málgagns stúdenta eru einkum þrenns konar (með eimni undanteknin.gu, sem er grein Eiriks Tómassonar): 1. Pólitískur einstefnu- akstur, 2. algjört virðingiairleysi fyr- ir staðreyndum og 3. fráhvarf frá raunveruieikanum inn í þokukennda draumheima hugklofans. Allir þykjast gireinarhöfundar þessa biaðs vera 6gn „framfiaTasinn- að“ fól'k, og telja sig vera að berjast gegn „afturhaldsöflum" fyrir fegurra og betra mannlifi. En sannleikurinn er sá, að þetta fólk er áratugum, ef ekki öldum á eftir timanum. í blaðinu eru t. d. þuldar, svo til orðrétt, aiflóga kennisetningar upp úr bókum Marx og Lenins, rétt eins og um nýuppgötvaðan sannleika væri að ræða, og ekki þyrfti annað en hrinda þessum kenningum í fram- kvæmd til þess að skapa þúsund ára ríki friðar og farsældar hér á jörðu og lyfta bróðurþeli, náunga- kærleika og öðrum fögrum kenndum til hásætis í samskiptum manna. Þetta fólk virðist ekki hafa hug- mynd um það, að síðan bækumar „Auðmagnið", „Riki og bylting" og aðrar slikar voru skrifaðar, hefur ýmislegt gerzt í heiminum. Að það var t.d. gerð bylting i Rússlandi ár- ið 1917, þar sem Vladiimir Lenin fékk tækifæri til að sannia kenningar Karls Marx og sinar eigin í verki. Þessu „nienntaða" fólki virðist ekki vera kunn sú sögulega staðreynd, að sósíaMsmi eða kommúmiismi í fram- kvæmd bafa hvarvetna leitt til al- ræðisstjómiarhátta, þar sem stjórn- vöid haifa náð miklu fastari þræla- tökum á alþýðu manna en mamnkyns- sagan kann nokkur dæmi um önnur, fyrr eða síðar. Jafnvel argvítugustu einræðisseggir fomiaddarinnar gátu ekki látið sig dreyma um sdiikt óskor- að heljarvald yfir hverjum einasta þegni ríkja sinna sem kommúnista- stjómdr nútímans hafa náð. Þessum hugmyndafræðiiegu blindingjum hef- ur tekizt að loka þá sitaðreynd úti úr álfhólum hugarhedma sinna, að hið sósdadska stjómkerfi Sovétrikj- anna lyfti til æðstu valda blóðugasta fjöldamorðingja veraldarsögunnar, Jósef StaMn, sem sagnfræðingar telja að hafi orðið valdur að dauða eða ævilöngum örkumlum ekki færri en 30 milljónum manna af þjóðum Sovétríkjamna („Stailin-hungursneyð- in“ 16 miUj., þrælaibúðir Siberíu 10 millj., auk allra þeirra sem myrtir voru í hinum frægu „hreinsunum" og fjölmörgum uppþotum bænda, verkamanna og ýmissa mdmnihluta- hópa á yfir 30 ára timabild). Islenzkir vinstri stúdentar hunza í umræðum sínum stjór-nmálaþróun eftirstriðsáranna, þegar flestir stjómmálaleiðtogar Vesturlanda trúðu í einlægnd á varamdegam frið í heiiminum og beittu sér þar af leið- andi fyrir afvopriun landa sinna, en urðu von bráðar að snúa við blað- inu vegna vitfirringsilegrar útþenslu- stefnu og vopnaframleiðslu Sovét- ríkjanna. Atlantshafsbandiaiagið og herseta Bandaríkjamanna í lönd-um Vestur-Evrópu var ekkert annað en nauðvöm frjálsra vestrænna þjóða, þar á meðal Islands, gegn v£ilda- græðgi og ofbeldistálhmeigingum kommúnista. Þanndig eru það komm- únistar sem bera raunveruiega á- byrgð á tilveru NATO, sem og Var- sjárbandadiagsins ad sjálifsögðu. 1. desemberblað stúdenta 1972 ber þess svo Ijósan vott sem verða má, að hafli það fólk, sem í það riítar, á annað borð nokkurn tíma haft sjálf- stæðar skoðamir, byggðar á vitræn- um rökum, þá hiafa þær skoðandr fyr- ir löragu breytzt í fullkoimlega rök- helda ofsatrú, sem engar staðreynd- ir og engiin rás atiburða megnar að hagga hið mimmsta. Vitanilega gerir hin rökhelda trúarbrynja þessa fólks það að verkum, að hrein fásínna væri að reyna að rökræða við það eða mæla það máli edns og venjulega menin. — Þessd staðreynd hlýtur menntalkerfi þjóðarimmar, þar sem hér virðist vena um allfjölmennan hóp menmtamanna að ræða. Þegar það virðist orðið Mggja ijóst fyrir, að taisvert stór hluti námsmanna kem- ur mun ruglaðri, dómgreindarlausari og þekkimigairsnauðari út úr skól'un- um heldur en bann var við upphaf náms, þá er eitthvað meira en lítið að. Og það er sízt að umdra, þótt nokkur kuxr heyrist öðru hverju meðal íslenzkrar aiþýðu vegna þeirra sikatta og ainnarra gjiaid'a, sem af hennd eru tekin til þess að halda uppi himu rándýra manimtakerfi, þeg- ar áraimgurinn er svó hörmulegur. En þetta var útúrdúr. Þó þvi hafi þegar verdð lýst yfir, að rökræður við höfumda 1. des.-bliaðisdms þjóni ekki tdigangi, er ekki þar með sagt að málflutningur þeirra eigi að liggja I algjöru þagnargildi. Þvi alditaf er til alistór hópur leitandi fólks, sem er í eðh síniu of ístöðuiítið og dóm- gredndarsnautt til að skapa sér sjáif- stæðar skoðanir af aimennum frétt- um og persónulegri lífsreynslu. Slíkt fólk er geifin bráð hvers komar áróð- ursmönnum, sem uppblásnir af anda- giift trúariofstækisins predika hug- mymdir símar yfir þvi sýknt og heil- agt, óhindiraðir af mótrökum þeirra sem betur vita. Það er vegna þessa fólks, að leitazt mun við í næstu Þan'kabrots-greiraum að benda á nokknar augljósustu rökvilluimar í mál'flufmingi rótitækra vimstri mamna á IslamdL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.