Morgunblaðið - 12.04.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.04.1973, Blaðsíða 28
2S MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGDR 12. APRlL 1973 Eliszabet Ferrars: Sarnf3ri)a i dauriam — Mér þætti gaman að vita, hvers konar manneskja ungfrú Dalziel hefur í rauninni verið •— eða er sagði hún. — Og hvort Roderick hefur ekki haft á réttu að standa um hana. Paul tók upp glas, sem hún hafði sett á þurrkborðið. Hvað áttu við með að hafa á réttu að standa? — Sennilega hefur hann þekkt hana betur en nokkur annar, sagði Rakel. — Eða held urðu það ekki? •— Jú, það er ekki nema lík- legt. — Og hann var hræddur um, að hún mundi koma í veg fyrir þessa giftingu. — Já, nema hvað þar virðist honum hafa skjátlazt algjör- lega. — Já. Rakel hleypti brúnum móti gufunni úr vaskinum. — En bara að það hafi nú verið misskilningur? Paul hélt glasinu upp að birt- unni, sá móðu á því og hélt áfram að fægja það. — Það er að vísu rétt, að við höfum ekki annað en hans orð fyrir því, sagði hann. Það hafði mér nú ekki dottið í hug. En það er athugunarverð hugmynd. — Ég átti ekki við það, sagði hútn. Ég var að hugsa, að ef þetta er rétt hjá Roderick og frænka hans hefði verið andvíg þessari giftingu, og hefði raun- verulega ætlað að hindra hana, hefði hún getað það og svo . . . og svo, ef hún hefði séð, að það var orðið um seinan — og er það ekki hugsanlegt? — þá hefði hún ætlað að hefna sín. Þú skilur, þvi meira sem ég hugsa um þetta, sem gerðist í húsinu, því grunsamlegra finnst mér það. Paul var dálitla stund að átta sig á því, sem Rakel var að gefa í skyn. En svo sagði hann: — Guð minn góður! Það er hræði- leg tilhugsun! Þér er vonandi ekki alvara? Rakel vissi ekki sjálf, hversu mikil alvara henni var. — Það er ekki verra en að láta sér detta morð í hug. — Nema, hvað þú ert að gefa í skyn, að það sé ungfrú Dalziel sem sé glæpamaðurinn, sagði Paul. — Þú lætur þér detta í hug, að önnur eins kona — gáfuð, töfrandi og göfuglynd kona, gæti gert svona hræðilegt uppistand og látið sig hverfa, til þess eins að valda ungum manneskjum slíkri sorg. — En er hún þá í rauninni töfrandi og göfuglynd? Paul setti varlega frá sér glas ið, rétt eins og hann væri hræddur við, hvað gerast kynni ef hann héldi á því áfram. — Hefur hún nokkurn tíma gefið þér tilefni til að halda annað? spurði hann. — Það held ég ekki, sagði Rakel. — En jafnvel þótt svo sé ekki, gæti hún gert það, fyrr eða seinna. Það mundi taka heila mannsævi að læra að þekkja konu eins og hana. Hún er kannski ekki eins blátt áfram og skiljanleg og haldið er. Ég held, að hún sé vel fær um að láta halda það um sig, sem hún sjálf óskar. Paul hristi ákaft höfuðið. Konu eins og hana! endurtók hann, eins og þessi orð móðg- uðu hann alveg sérstaklega. -— Nú jæja, Roderick hefur nú sennilega þekkt hana manna bezt, sagði Rakel, — og hann var hræddur við hana. — En það, sem þú ert að gefa í skyn, mundi þýða sama og að hún væri brjáluð. Já, á vissan hátt, býst ég við. Að minnsta kosti, að hún hefði tapað sér, ef til vill vegna þess að fregnin um giftingu Rodericks hefði komið henni svo úr jafnvægi, þegar hún var þreytt fyrir — eftir þessa ráð- stefnu i Genf. Hún tók hlutina svo geyst, var það ekki? — En þú hefur bara ekkert fyrir þér í því, að fregnin um giftinguna hafi komið henni úr jafnvægi, sagði Paul þrákelknis- lega. — Ég skil bara ekki, hvern ig þér hefur nokkurn tíma getað dottið annað eins í hug. Það virð ist ekki þér líkt ... ó ... Hann leit snöggt á hana. Hann sá ekki framan í hana af þvi að hún laut yfir vaskinn og hamaðist við uppþvottinn ... — Þér hefur ekki dottið þetta í hug sjálfri, er það? sagði hann. — Var það ekki Brian, sem vakti máls á þvi? Gaf hann þér ekki þessa hugmynd? — Nei, svaraði Rakel snöggt. — Ertu viss ? — Já, alveg viss. Hafi hann gert það, er þér eins gott að muna eftir því, að hann hefur lykil að húsinu og getur komizt þar inn, hvenær sem hann vUl. Já, en hann vill það bara ekki. — Hvernig veiztu það ? — Af því að hann hefur sagt mér það sjálfur. Hún hamaðist æ meir við verkið og þeytti disk unum á þurrkborðið með ofsa- hraða. Paul gretti sig að öðru glas- inu, sem hann tók upp. Hann vissi, að hann var að rugla og spana hana upp að nauðsynja- lausu, og koma af stað vandræð- um. En einhver innri spenna gerði það að verkum, að hann hafði ekki vit á að láta þetta gott heita. — Mér finnst nú eitthvað grunsamlegt, að svo virðist sem Brian hafi ekki komið nálægt húsinu i allan gærdag, enda þótt hann vissi, að ungfrú Dalziel var komin heim, sagði hann. Svo að mér hlýtur að detta í hug, að hann hafi nú þrátt fyrir allt far- ið þangað, en af einhverjm í þýáingu Póls Skúlasonar. ástæðum ekki viljað nefna það. Honum hefur varla verið bein- línis hlýtt til hennar, ef hann hefur verið búinn að frétta, að hún ætlaði að reka hann út fyr- irvaralaust, og mér kæmi það mjög á óvart, ef hann vissi ekki velvakandi Velvakandi svarar í síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. 0 Hafnargerð á Suðurlandi „Velvakandi! 1 tilefni þess, að Vestmanna- eyingar geta orðið fyrir þvi að höfn þeirra lokist eru menn að athuga hafnarstæði á svæðinu milli Dyrhólaeyjar og Þorláks- hafnar. Ég er ókunnugur við Dyrhólaey, en þekki Þorláks- höfn. Og ég þekki brimið við ströndina þar á milli. Ég er fæddur Stokkseyringur (1887) og man þvi vel eftir sjávarflóð unum sem komu um aldamótin tvo vetur. Þá rann upp í lægð- inni, þar sem nú stendur Knarr arósviti og svo vestur Grims- dal og fyllti allar tjarnir, svo að bærinn Grjótlækur stóð eins og hólmi upp úr flóðinu. Grimsá kom úr Traðarholts- vatni og rann til sjávar í lægð inni þar sem vitinn stendur og þar lentu skip. Svo var gerð stífla og nýtt afrennsli, sem heitir Nýi lækur og nú er af- rennslið í Baugstaðaá. Slíkt brim hefir ekki komið siðan. 0 Brimrót og varnargarðar Ég segi frá þessu, vegna þess að ég veit að þessir menn, sem um þetta mál fjalla hafa aldrei séð þvílíkar hamfarir. Þess vegna vildi ég segja: Byggið ekki nýja höfn, nema þar sem hægt er að gera svo sterka skjólgarða að þeir standist haf rót á borð við það sem ég var að lýsa. Það hafa slitnað bátar frá bryggjum bæði i Þorláks- höfn og Grindavík, auðvitað vegna þess, að varnargarðarn- ir eru ekki nógu háir og sterk- ir. Ég enda svo þessar línur með því að segja við þá, sem um þessi mál fjalla, takið brim ið með í reikninginn. Þorsteinn F. Einarsson Hrafnistu.“ 0 Fiskveiðar í Faxaflóa „Nýlega var lagt fram á Al- þingi frumvarp um takmarkað ar veiðar með dragnót og botn- vörpu í Faxaflóa. Flutnings- menn eru nokkrir þingmenn úr Reykjavík, auk eins þingmanns úr Reykjaneskjördæmi. Verð ég að segja, að ég varð fyrir vonbrigðum, er ég sá, að einn af þingmönnum Reyknesinga var viðriðinn frumvarp þetta og vona ég að ekki verði fleiri þingmenn Reykjaneskjördæmis til þess að ljá máli þessu lið- sinni sitt. Ýmsir, tengdir sjáv- arútvegi hafa orðið til þess að mæla gegn frumvarpinu og hafa rök þeirra allra hnigið að sama brunni, þ.e. að um auk ið aflamagn væri að ræða frá og meðan íriðunar gætti, siðan aflatregða og jafnvel ördeyða þau tímabil er leyfi voru veitt til dragnótaveiðanna. Sýna rök þessara „reyndu sjómanna“ hversu fráleitt væri að leyfa þessar veiðar á ný, hvað sem ummælum einstakra fiskifræðinga líður. Sem leik- maður hef ég dálítið fylgzt með þessum málum. Minnist ég þess, að á árunum um og eftir 1950 var varla fisk að fá á hand- færi — á grunnslóð. En eftir útfærslu landhelginnar, er fjörðum og flóum var lokað fyr ir þessari rányrkju árið 1952 byrjaði strax að örla á smáfiski hér grunnt í flóanum. Jókst þessi afli síðan ár frá ári allt til ársins 1961 — að mig minnir — að Faxaflói var opnaður á ný fyrir dragnótaveiðum. Virt- ist þá svo sem allur fiskur hyrfi um leið — á handfæri. Síðan helzt þessi ördeyða allt fram á s.l. sumar, að enn á ný fer að bera á auknum afla, en þá eins og kunnugt er hafði flóinn verið friðaður um skeið. Þetta litla dæmi virðist mér svo augljóst, að þær tölur sem ákveðinn fiskifræðingur hefur látið frá sér fara um þetta mál, réttlæta ekki þær aðgerð- ir, sem fyrirhugaðar eru með flutningi frumvarpsins. Undir það skal tekið, að sjá verður landsmönnum, án tillits til bú- setu, fyrir nýrri soðningu þeg- ar mögulegt er, en það verður að vinnast á raunhæfari hátt en þann að ráðast á uppeldis- stöðina og ungviðið í Faxaflóa, einungis með stundarhagsmuni huga. Að lokum vænti ég þéss, að háttvirtir alþingismenn hafi flestir þá skynsemi til að bera, að þeir standi gegn þessu frum varpi. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. EÐALGOLFLAKK - EPOXY-LAKK Fyrir verksmióiur, verkstæói, bílskúra, þvottahús og annaó sem mikió mæóir á. EÐALGÓLFLAKK sameínar beztu kosti olíúlakka og plastlakka. Þa?S er fljótþornandi og sérlega slitsterkt, þolir vel olíúr og þvotta úr sterkum efnum. LakkiS myndar harSa, en mjög svegjanlega húíS. EPOXY-LAKK er plastlakk, sem tekur öllum venjulegum lökkum langt fram, gagnvart sliti og áhrif- um af sterkum efnum. ÞaSþoIirt.d. vfdisóda, sellólósaþynni og ýmsar sterkar sýrur FÆST I MALNINGARVÖRUVERZLUNUM UM LAND ALLT VEL HIRT EIGN ER VEROMÆTARI liiniiiiiiiuDiiiiiiiii niiiiiiiiui Álftanesi 6.4. Einar ÖIafsson.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.