Alþýðublaðið - 26.08.1958, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.08.1958, Blaðsíða 6
6 Alþýðublaðið Þriðjudagur 26. ágúst 1958. EFTI'R að hafa kvatt Denver í ljósaskiptum, lá mín leið vest ur til Utah gegnum svonefnd Moffat jarðgöng. Þau eru um sex mílna löng og auðvitað þau hæstu í heimi, því að þau liggja í milli 10 og 11 þús. feta hæð. AnnarS' gekk ég fremur snemma til náða og svaf víst af mér jarögöngin, enda sér þar ekki skil dags og nætur, sízt að nóttu til. Ég þurfti að bíða næstu nætur í Salt Lake City eftir lest tii Washingtonríkis og nú hugsaði ég gott til glóðar- innar að sjá handaverk mor- mónanna hér. Þeir eru raunar ekki óþekktir á Islandi eða voru ekki, og í barnsminni er mér, að Gvendur dúllari var jöfnum höndum kallaður Gvendur mormóni, sem kunn- ugt er af samvinnu þeirra séra Árna og Þórbergs. Mitt fvrsta verk var að læsa föggur mínar í skáp á brautarstöðinm, nema myndavél, og arka svo í bæ- inn. Veður var bjart og sól skein í heiði og glampaði fag- urlega á turna mormónamust- erisins, hvar efst trónar gull- inn engill vopnaður básúnu. í forgarð musterisins er ölium heimilt að koma, en hann er undurfagur, skréyttur mai'g- litu blómskrúði. Enn fremur mega menn hlýða á hljómleika í samkomuihöllinni, ef leiðsögu maður fylgir hópnum eða ein- staklingunum. Með því að tvær stundir voru til næstu hljómleika, tók ég mér göngu um garðinn og fór að öllu sem hægast. En er écr nálgaðist lok þeirrar hring- ferðar var þyrping nokkur söfn uð nær samkomuhöllinni. Varð ~mér reikað þangað. r-m' SÁÐ í GRÝTTA JÖRÐ Hér var einn mormóna að skýra fyrir hóp unglinga um- hverfi og höfuðatriði í boðskap mormóna og var því misjafn- lega tekið. Rétt í því er ég kom að, bauð hann að svara spurn- ingum., og þá tók gamanið að kárna. Var sýnilegt að ung- mennin höfðu meiri áhuga á að hafa af þessu skemmtun fremur en fræðslu. Dundu nú spurningar á leiðsögumanni og virtist mér tveir hafa sitt hlut verkið hvor, annar að revna að reita hann tij reiði með fremur Oddur A. Sigurjónsson: r Ur vesturför IX. kom að hann var krafinn sagna um hví fólk af öðrum trúflokk- um mætti ekki koma í muster- ið. Gaf hann það svar, að á- stæðulaust væri að ræða slíkt og spurði svo: ,,Er ekki ýmis- legt, sem þið viljið ekki láta alla sjá?“ „Jú, auðvitað,“ galí við í kvalara hans. „Þess vegna eru stelpurnar í fötum.“ En nú þótti hinum alvarlegri nóg um og gaf merki um að hætta. Hafii samtalið verið ekki óá- þekkt og tíðkast í fjaHgöngum eða síldarhátum í landlegum. Hélt nú leiðsögumaður í broddi fyikingar tip minjasafns Þeirra, þar sem margt fróðlegt var að sjá. Meðal annars var uppbúið rúm þeirra Brigham Young hjóna, viðamikið og firna breitt, föt, vopn og minjagripir auk ótal guðsorðabóka á ýms- um Evrópumálum. Þrátt fyrir ýtarlega leit fann ég enga ís- lenzka og þótti miður. Þætti mér gustuk að send væri því safni Vídalínspostilla eða eitt- hvað í þkingu við hana. l'RAMKVÆMDIR MORMÓNA Héðan lá svo leiðin í hljóm- skála þeirra mormóna og hlýddi ég þar organleik og kór- söng. Var hvorttveggja stór- fenglegt, enda hundruð karla og kvenna í kórnum og orgelið eitt hið stærsta og bezta í heimi, auðvitað pípuorgel, sagt með um 11 þús. pípum, en ekki kann ég frekari skil á því né þýðingu slíks pípnagrúa. Must- eri þeirra mormóna er firna- mikil bygging að ummáli og um 70 metra há. Var Því val- inn staður á þá lund, að foringi þeirra, Brigham Young, tók sig út úr hópi samferð-afólksins og gekk einn samt um stund, stakk svo niður staf sínum og kvað upp úr að hér skvldi must erið standa. Er þá auðsén fyr- Frá Olympia — höfuðborg Washingtonríkis. áleitnu hjali, en hinn að slétta úr, svo að ekki spryngi allt í loft upp. Var samvinna þeirra hin bezta, sem á leiksviði væri. En nokkrar gáskafullar ung- meyjar flissuðu við, sem undir leikur væri í symfóníunni. — Mannauminginn var milli steins og sleggju, en furðu stilltur og reyndi að leysa úr; spur&ingum alvarlega. Þar I irmynd .Gvendar dúllara, er hann ákvað stað fyrir hús vin- ar síns Hjálmars Lárussonar á Blönduósi forðum. Hvað sem annars segja má um sitthvað í fari Brighams Young og þeirra mormóna, er skylt að viðurkenna verk þeirra, sem tala sjálf sínu máli hverjum, sem lítur augum Saltvatnsdalinn, sem fyrir komu þeirra var eyðimörk. Þar búa nú um 350 þús. manna við gróðursæld fengna með á- veitum, sem ekki hefur verið áhlaupaverk að skipuleggja og framkvæma. Eru mormónar nú og búnir að niðurleggja siít- hvað, sem öðrum blæddi í aug umí s. s- fjölkvæni, og semja sig meira að siðum annarra í daglegu lífi. Þar sem skammt var liðið á dag, slóst ég í för með hóp manna til að skoða koparnámu eina mikla í nágrenni Salt- vatnsborgarinnar og talin er hin me-sta í heimi af opnum námum. Fá Bandaríkjamenn þar um 40% af kopar sínum. Náma þessi er sem hringlaga gígur, þrengst í botni, en víkk ar upp, grafin í láréttum hjöll- um, sem lestir renna um á tein um. Horfðum við Þar og hlýdd um á sprengingar, er dundu sem ásareiðin væri á ferð. Far- arstjóri, kátur og fjörgur ná- ungi, skýrði frá gangá mála um námuvinnslu og virtist vita flest þar um. En þó varð hon- um orðfall er hann efti.r að hafa æskt spurninga fékk þessa:. „Hvað haldið þér að mundi þurfa til þess að kaupa heiia skíttið?“ Var þá óspart hlegið. ÚTHÝST VEGNA BYRÐARLEYSIS Að loknu þessu ferðalagi tók ég að hyggja að náttstað. En þar eð ég vildi ekki drasla fögg um mínum af járnbrautarstöð inni og eiga svo á hættu örðug- leika með að koma þeim þang- að aftur síðla nætur, hélt ég farangurslaus til hótels eins og baðst gistingar. En er ég var inntur að farangri og sagði sem var, vildu þeir ekki við mér taka. Mun þeim hafa fundizí ég grusamlegur. Er ég þæfð- ist fyrir og vildi hafa náttból eigi að síður, var mér neitað því fastar. Hélt ég á braut eft- ir að: hafa látið þeim í té síð- ari hluta hinnar alkunnu máls- greinar: „Ég heiti Gestur, er frá Hæli ..Tók ég það ráð að vaka á brautarstöðinni og nota tímann til bréfaskrifta, eftir að um kyrrðist. Er mér ekki grunlaust að sum þeirra bréfa hafi borið nokkurn iit hugarfarsins þá stundina. Varð mér þó að Þessu all- mikið gagn, því að nokkuð hafði safnazt fyrir af ósvöruð- um bréfum vegna sífelldra ferðalaga. Hef ég því við nán- ari yfirvegun ákveðið að gefa upp reiði mína við mormóna og vænti, að þeim þyki öllu betur. LJÓSMYNDIR OG LEIÐSÖGN Annars varð næisti dagur fremur leiðigjarn. Ferðin yfir idahoríki var heldur tilbreyt- ingasnauð. Vorið virtist ekki hafa hraðað göngu sinni þang- að. Hásléttan, sem ieið lá um grá og guggin og glænapurleg fjöll í fjarska. Byggð virtist mér fremur strjál og húsakost- ur lágreistur. Gróður, sem nafn væri gefandi, helzt með- fram lækjarsytrum og árspræn um. Vel má þó vera, að mér haf'i sézt yfir sitthvað mark- vert vegna svefndrunga og feg inn varð ég að skríða í bólið að kvöidi. Næsti morgunn heilsaði bjart ur og fagur og sást ekki ský- skaf á lofti. Við vorum komnir til Portland í Oregonríki og hér lá fyrir dagsdvöl. öllurn þeim gauragangi, sem því fylgir. Valin er rósadrottn- ing ,sem ekur í fagurlega blóm skreyttum vagni um borg og stræti við hyllingu mannfjöld- ans. Þá dagana er hún á kafi í rósum og gengur eflaust ekk; á öðru. Við skulum vona, að á þeim séu ekki allt of margir þyrnar. 3 -á't TIL HÖFUÐBQRGAR WASHIN GTONRÍKIS Leiðin frá Portland lá um hríð niður með Colurrjbiafljótí til smábæjar, sem nefnlst Kel- so-Langeniew. Raunar er ekki mikið útsýni þaðan fyrir þétt- um skógi, svo að nafnið er ekki réttnefni. Þaöan fylgai brautin öðru hvoru smáá furðu tærri, sem rennur og bugðast Mormónamusterið í Saltsævaboi’g Portland stendur neðarlega við stórfljótið Columibía, er skiptir ríkjum Orengo og Washington. Eru þangað tíðar göngur allstórra skipa og svo upp eftir ánni. Annars er borg- in nafnkunn fyrir blómarækt og köiluð rósaborgin hér vestra. Hafði ég hér hinn sama hátt með farangur minn og í Salí- vatnsborginni og hélt svo út í vcr'blíðuna. Su5ur og austur frá miðbænum gat að líta hæð- ir skógi vaxnar og lagði ég þangað leið mína. Hér voru alls konar ávaxtatré í fullum blóma og fegurstu litum. Ég var að reyna að taka mynd af fagurri skógarbrekku yfir götu, en gekk heidur illa að hitta á umferSarlaust and- artak, þegar ég var ávarpaður. Var þar hressilegur náungi, er viidi ræða um ljósmyndatækni. Ekki þóttu mér þær umræður góðar, því að þar er ég fremur veikur á svellinu og sló því út í þá sálma að spyrja hann um borgin-a. Var fræðsla um hana auðfengin og gaf hann mér ágætar leiðfeeiningar um hvert halda skyldi. Rvöddumst við svo með virktum. Hélt ég nú til austurs og í áttina að Washingtongarðinum, sem bæði er blórria- og dýragarður, stolt borgarinnar. Garður þessi liggur í geysimiklu brekkuhalli eða fellshlíð móti vestri og sér þaðan yfir borgina, þar sem skógur hylur ekki sýn. Því mið ur er þetta svo snemma vors, að hann er ekki í fullum blóma enn, einkum er lítið af rósum útsprungið- Eigi að síður er hér að sjá svo stórfenglegt blómskrúö, að ógleymanlegt er. Brestur mig orð að lýsa Því sem. vert er. Sagt var mér af öðrum enn feg' urri garði austar í borginni, en sá hængur var á, að hann er ekki opinn almenningi. tip sýn is fyrr en í byrjun maí, svo að ég vr aðeins of snemma á ferð. Þar er aðalsvið rósahátíðarinn- ar miklu í miðjum júní, með milli skógivaxinna bakka. Hér og hvar bar stangaveiðimenn fyrir augu ýmist prílandi utan í bökkunum eða fljótandi á smáihornum eftif ánni. Engan sá ég draga fisk, og stoppaðl þó lestin um hálftíma á einum stað við ána, þar sem nóg var af veiðigörpum. Virt- ist mér að þar hæfði vel hin forna skilgreining háðfuglsiis Wessels á veiðistöng, sem hann sagði vera „prik með ormi á öðrum endanum og iðjuleys- ingja á hinum“. Þetta getur nú raunar stafað af því, að ég hef ekki stundað slíkan veiðiskap síðan ég í bernsku eltist við að veið-a lækjalontur á títuprjóns öngul og þekki því ekkl af raun unað þess að missa þann allra- stærsta. Höfuðborg Washingtonríkis, Olympia, er smáborg með 17— 18 þús. íbúa. Hún stendur við krókóttan fjörð og r.ú fann ég fyrst sjávarlykt aftur eftir nær 4 mánuði. Fannst mér það meira hressandi en mig hafði grunað. Er þó langt héðan til opins hafs. Þrennt er það, sern Olympia státar af, ölbruggun, timburvinnsla og svo þinghús- byggingin. Tvennt hið fyrr- nefnda hef ég ekki enn séð né reynt- Ætla ég því að tempiur- um heima væri óhætt mín vegna að hætta að berjast móti Agli geysisterka. Þinghúsið er hins vegar mjög fögur byggín.g innra og. ytra, en a. m. k. hið ytra ekki frumlegri en aðrar þinglhúsbyggingar hér, sem flestar eru sniðnar í sama móti og þinghúsið í Was.hington D. C. Það stendur á bakka fagurs smávatns, sem sagt er fiskiauð ugt, en hins vegar þurfa veiði- garpar að fara til A'berdeen á vesturströndinni tip þess að komast verulega í kynni við þann stóra og gráðuga. Veður- far er hér eindæma milt og blítt. Þennan vetur fengu 01- ympíúbúar aðeins tvisvar að sjá snjó og aðeins meinlaust fjúk, sem, varð að vatni, er til

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.