Alþýðublaðið - 26.08.1958, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.08.1958, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 26. ágúst 1958. AlþýðublaðiS jarðar kom. Þeir aumka því eðlilega íslendinginn fyrir ihörkuna og kuldann, sem þar hljóti að vera landlægur. AUSTUR YFIR FOSSAFJÖLL Hér hefur áætlun mín ekki íverið eins ströng og í Colorado og ég því átt síður kost á að kynnast landinu af sjón en þar. Annars er það undurfagurt. Ég tók því fegins hendi tilboðí um að skreppa austur yfir F'ossa- fjöll (Cascade) með skólastjór- anum í Yehn, þar sem ég dvaldi. Fössafjöllin eru stór- skorin og hrikaleg sand- og kalksteinsfjöll, en skógi vaxin í vesturhlíðum nær því á efstu tinda. Austurhlíðarnar eru miklu snauðari af skógi. Hér er skógurinn og skógarvinna að- allifibrauð fólks. Þreklegir og sólbrenndir karlar sem eru hert ir við erfiði og útiveru. Fjöllin skipta hér veðri og þótt regn og suddi sé vestan þeirra getur verið himnablíða og sólfar aust an við þau. Svo var þennan dag. Dalirnir eystra eru nær samfelldur aldingarður, þar sem eplaræktin er umfangs- mest. Eplatrén voru nú að fella blóm og því ekki eins fögur og fegurst geta verið. Við stað- næmdumst í smábæ með indi- önsku nafni, en þangað átti skólastjórinn erindi. Athygli mín beindist að náunga með heljarmikil spjöld í bak og fyrir, sem skálmaði fram og aftur fyrir framan búðardyr, Á þessum spjöldum stóð: ,,Mill er óheiðarlegur. Hjálpið illa launuðu búðarfólki. Kaupið ekki í þessari búð!“ Ekki veit ég hvern árangur þetta hefur borið, né á hvern hátt átti að hjálpa búðarfólk- ,inu með því að kaupa ekki hjá Miller. Mér varð hins vegar hugsað heim og gat ímyndað mér hvernig svipurinn myndi vera á forstöðumönnum verzl- ana þar, við að hafa slíkan fylgifisk við búðardyr sínar. TÍZKAN OG SYNDIN Og svo í lokin örfá orð um annað efni, sem sé vortízku kvenfólksins hér. Blessað kven fólkið streymir nú um göturn- ar í svonefndum pokakjólum ósköp fátæklegum í litavali og sniðið er rétt eins og hvolft hefði verið yfir þær poka, en skorið úr fyrir höfuð oa hand- legg. Þetta er átakanleg sjón, þótt út yfir taki þeir kjólar, sem hafa ca. 30 cm garneringu neðst á pilsinu méð heljarmikl um útslætti. Til eru þó þeir sem leggja á þetta blessun sína. Til dæmis lýsti Billy Graham velþóknun sinni á þessu í stól- ræðu sl. sunnudag vfir 1800 j sálum, því að hér væri býðing- armikið skref stigið til að útmá kynþokkann! Veslings Biily. Sætleiki syndarinnar freistar fleiri en margur myndi halda, fyrst hann telur svona aðgerðir hafa hernaðarlega þýðingu. Að minnsta kosti gerir hann ekki ráð fyrir auðugu ímyndunar- afli- Og það er satt, að þessi klæðaburður örvar ekki tiltak- anlega þann eiginleika. En svo eru aftur aðrar kvinnur, sem I skálmá um stræti á flegnum, ermalausum léreftsblússum og stuttbuxum úr sama efni. Ekki hef ég séð umsögn Billys um þær. Hitt hef ég séð, að þær skilja ímyndunaraflinu lítið eft ir. Suður í Texas hefur ein at- hafnasöm frú haf.ð krossferð gegn þeim og veltur þar á ýmsu. Tjáðu svo blöð, að nær hefði komið til handalögmáls milli hennar og kennsl’.ikonu einnar á foreldra- og kennara- fundi. En góðir menn gengu um sættir og afstýrðu. Hafa svo báðar gefið út dagskipanir, að sið hershöfðingja, sem hafa lítt takmarkað valdsvið. Híns vegar hafa þeir, sem um er barizt, ekkl enn látið opinberlega heyrast á hvora sveifina þeir hallist. Því eru þessi áhuga- og fjandskaparmál enn óleyst og myrkri hulin, sem kannske er auðveldasta 'ausn- in, ef lausn skyldi kalla. c 5 Yerlla NÚ FYRIR sköm.mu var þess getið í fréttum útvarpsins, að Fegrunarfélagið hefði veitt við urkenningu fyrir fegúrstu skrúðgarða í Reykjavik. Þetta hefur einnig verið gert nokkur undanfarin ár. Ég álít, að þessi prýðilega ráð brey.tni Fegrunarfélagsins hafi komið því til leiðar, að garðar 'og lóðir hæjarbúa séu yfirleitt foetur hirtir nú en áður var, og er það vel. Annars hefur mér virzt, að Reykv'íkingum yfir- leitt þyki vænt um garða sína ®g sýni þeim verðskuldaða natni og umiönnun, enda mikil ánægja flestum kaupstaðarbú- íum að hafa fallega og vei hirta trjá- og blómagarði við hýbýli sín. Af bæjarfélagsins hálfu virð- 3st einnig ríkja áhugi íyrir þessu, ef dæma má eftir því, og ég man það rétt, að á hverju yori er þeim, er ekki þrífa lóðir sínar fyrir ákveðinn tíma, Siótað því, að það verði þá gert af öðrum á Þeirra kostnað. — Þetta útaf fyrir sig ber ekki að lasta, því sjálfsagt er að taka vei áminningum um góða um- gengni. , ygj 17. júní síðastliðinn hélt borg arstjórinn okkar eina af sínum ágætu ræðum. Þar drap hann á meðal annars að fyrirhugað væri að fjolga opnum svæðum, sem skipuleggja ætti á þann veg, að þau yrðu bæjarbúum til þæginda og augnayndis og þá bæjarfélaginu til sóma. Ég þykist vita að þarna hafi hugur fylgt máli frá hans hálfu, og hann verði ekki sakaður um, þótt eitthvað gangi úrskeiðis um hirðingu lóða og landa bæj. árins, heldur þeir menn, sem valizt hafa þar til umsjónar. Ég tek þannig til orða sökum þess, að ég tel, að þar sé ýmsu það mikið ábótavant, þótt vel sé um sumt, að ástæða sé til þess að úr því yrði bætt. — I þessu sambandi skulu tekin að- eins fá dæmi, og verður því fyrst fyrir aðaltrjágarður bæj arins, Tjarnargarðurinn, sem var í mikilli vanhirðu, er ég sá hann nú fyrir skömmti. Á honumi hafa verið unnin skemmdarverk, brotnar grein- ar og fleginn börkur af trjám, sem viðkomandi umsjónarmað- ur eða menn verða ekki sakað- ir um,, en vita ættu Þeir það, að það eru ætíð til of magrir, LENGI VEL var málum svo farið, að á ísland; hafði hraði tuttugustu aldar ekki náð útbr-eiðslu. Þar ríkti kyrð og friður, það var land þar sem klukkan hafði ekki svo ýkjamikið að segja. Svona er það jafnvel enn í sumurn aí- skekktustu sveitum landsins, en því miður á mjög fáum stöðum. Hinn ameríski hraði hefir náð tökum á þjóðinni, eða réttara sagt hraði nútím- ans, því að hann er orðinn svo útbreiddur um allan heim, að ekki er liægt að kenna hann lengur við Ame- ríku eina. Ennþá finnast þó nokkrir staðir á jarðkringlunni, þar sem ekki er tekið svo mikið tillit til klukkunnar TökÚm sem dæmi eyjuna Barra í Hebrideseyjarklasanum. Ef einhver myndi spyrja þar hvað klukkan vseri, yrði hon uni sennilega aðeins svarað því, að það væri morgun, miður dagur eða kvöid. — Klukkuístundirnar eru v'art mældar. Það olli því nokkuð miklu raski á eyju þessari, þegar flokkur kvikrnyndaleikara lagði þangað leið sína ekki alls fyrir löngu, ásamt öllum þeim fylgifiskum sem með þurfa að vera við töku kvik- myndar. Arthur Rank settist sem sagt þarna að, til að taka hluta af myndinni „Rockets Galore“. Rafmagn, sem. áður var óþekkt fyrirbæri á eynni, var nú framleitt með stórri aflstöð, sem flutt var úr iandi og svo margt nýtt og sjald- séð eða áður óséð af eyjar- skeggjum var flutt til eyjar- innar, að búast hefði rnátt við, að þeir yrðu meira en lít ið 'hissa. Það var þó c-ðru nær. Þeir tóku þessu öllu saman með heimspekilegri ró sveitamannsins og létu ekk- ert á sig fá. Jafnvel þegar Jeannie Car son,, sem leikur í myndinni, settist undir hárþurrku á að- algötu eins þorpsins á eynni, kinkuðu þeir aðeins vin- gjarnlega kolli til hennar um leið og þeir gengu hjá en hóp uðust ekki saman í kringum hana, eifis og íslenzkar stúlk ur í kringum Tyrone Power fyrir utan Borgina, eða þá mun ófrægari ítali. Ástæðan til þess að ungfrú Carson varð að setjast undir hárþurrkuna á götu úti var sú, að ekki var í annað hús að venda, nema flytja hár- þurrkuna upp í fjallakofann, þar sem sofið var, en þar var hreint ekki rúm fyrir allan útbúnað, svo að þar sem veðr ið var afar gott, voru göturn ar bara notaðar til ýmis kon- ar starfsemi. Þar voru teikni stofur, rakarastofur, hár- greiffslustofa, saumastofa og svo margc fleira. Á eyjunni er hvorki að finna sjcnvarp, kvikmynda- hús, samkomuhús eða ,partý‘ Jeannie eignaðist tvo mjög góða vini í þesari för sinni, var annar þeirra lamb en hinn Ian Macneil, 15 ára ung lingur, sem bjó með móður sinni og Jeannie var búsett hjá meðan á kvikmyndatök- unni stóð. Ian litli varð mjög feim- inn þegar hann komst að þvi að þessi framandi kona ætti að dveija í húsi móður hans, en þegar hann komst að þvi að hún var hjálparvana gagn svo nokkuð sé nefnt, enda létu leikararnir sér þetta lynda, og skemmtu sér kon- unglega meðal hinna inn- fæddu, við að kynnas siöum þeirra og háttum. Óvíða er eins og á Barra, þar sem flest ir íbúanna geta státað af því að vera persónulega kunnug- ir einhverjum frægum kvik- myndaleiltara. Þannig er það oft þegar farið er á afskekkta staði til að taka kvikmyndir, þá kynn ast leikararnir ýmsu frum- stæðu, og þá kemur oftast upp í þeim, að þeir eru löngu orðnir leiðir á öllu prjáli heimsins og vildu helst ekki þurfa að yfirgefa þessa cíá- samiegu staði. S $ s s s s s s s s s sem ekki telja sér skvlt að ganga vel um, þar sem óþrifn- aður og ill umhirða er fyrir hendi. Eins og Tjarnargarðurirm ]eit út langt fram eftir sumri, var j hann sáður en svo tl auigna- yndis fyrir bæjarbóa né aðra og bæjarfélaginu og þeim sem hann eiga að hirða lítt til sóma- Þá eru það lóðarblettir bæjar- ins milli Kvisthaga. Hjarðar- haga og Kvistihaga—Ægissí'ðu. Mér er sagt, að þar hafi ekki verið ýjað við ósómanum frá því að sú þyggð reis af grunni sem. nú er þar. Svæði þessi eru og hafa verið þakin njóla og öðru illgresi endimarka á milli, og kostar það mikla vinnu og fyrirhöfn, hvert vor og sumar fyrir þá sem eiga lóðir, er liggja að þessum óþrifablettum, að hreinsa illgresi, sem frá þeim þerst. Þessir sömu menn geta engu hótað og myndu að líkum ekki gjöra það, þótt þeir hefðu að- stöðu til, en það virðist ekki ósanngjarnt, að þeir færu fram, á það, að bæjarfélagið — um leið‘og~það hvetur menn til að prýð'a lóðir sínar og garða — geri þeim það ekki mikið erf- iðara, en þörf er á, með slíku sem hér á sér stað. Margi.r bafa spurt, hver hafi með þessi máj að gjöra. Mér ■ er fikki kunnugt um það, en að j líkindum er það garðyrkjuráðu j nautur þæjarins. Ef það er rétt, þá mun það 'vera Hafliði sá hinn sami, sem er með í að verðlauna þá skrúð garða, sem fegurstir þykja. Margir bafa einnig spurt, — hvernig á því geti staðið að á þessu sé ekki ráðin einhver bót. — Því get ég heldur ekki svarað, en vart er það fyrir þekkingarleysi og! ekki fyrir skort á vinnukrafti j vart tveimur gælískum. i söngvum, sem hún átti aði syngja í myndinni, hófstj hann þegar handa við aði kenna henni framburðinn á| þeim og tókst það vitanlega i með ágætum. Gelísk tunga. er i nefnilega enn í dag til á, Barra, en því hafði Jeannie, ekki reiknað með. j Á myndinni sem birtist af ' Jeannie með þessum þætti,1 sjáum við hana með vini sín- ' um lambinu, og ef landslagið ' er athugað, þá kemur i ljós að ' það er ekkert ósvipað því sem ' við eijum að venjast á fs-' landi. jafnvel girðingin gæti1 sem bezt verið stauragirðing uppi í sveit. ef þess er gætt, að í vor var garðyrkjumanni, sem af mörg um er til Þekkja er talinn vera einn af duglegustu og beztu garðyrkjumönnum bæjarins, — sagt upp starfi hjá bænum, að því er virðist fyrir einihverjar annarlegar ástæður. Svo viR til, að í Kvisthag- anum er sá skrúðgarður sem talinn var af dómnefndinni vera fegurstur í bænum og álít ég það rétt vera. Margir koma til að skoða hann, sem, er mjög að vonum. Það er stutt á milli þessara umræddu staða, og væri ekki úr vegi fyrir það fólk, sem kemur til að skoða verðlaunagarðinn, og þá u,m leið' hvernig skrúðgarðar eiga að vera, að líta einnig á þá staði, sem ég hef gert hér að umræðuefni, þá getur það einm ig séð, hvernig trjágarðar á opnu svæði eiga ekki að vera. Hafsteinn Halldórsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.