Morgunblaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1973 3 Á100 ára af- mæli Halldóru ,J>essi ár hafa gengið siysa- laust. Guð gaf mér góða heilsu. Ferðirnar mfnar gengu vel og fólk f öllum landsfjórðungum tók mér vel. Eg átti góða móður og dreymir hana enn á hverri nóttu. Eg tel mig gæfumann- eskju. Þessi sfðustu ár á Héraðshælinu á Blöndósi hefur mér liðið ágætlega. Svo óska ég landi og lýð guðblessunar.“ Þetta sajíði Halldóra Bjarna- dóttir m.a. í 100 ára afmælis- hófi sínu, er hún ávarpaði um 100 gesti, sem komnir voru til að óska henni til hamingju, frá fjarlægum stöðum innanlands og utan. Hófið héldu Samband austur-húnvetnskra kvenna og Heimilisiðnaðarfélag íslands í Kvennaskólanum á Blönduósi, og stýrði því Elísabet Sigur- geirsdóttir, formaður þess fyrr- nefnda. I tilefni afmælisins hafði verið komið fyrir sýningu í nýju heimilisiðnaðarsafni, sem húnvetnskar konur eru að koma upp í litlu burstahúsi við hliðina á kvennaskólanum. — Er það sérstakt áhugamál Hall- dóru Bjarnadóttur, og verður ein sérstök deild í því með hennar munum, sem hún hefur gefið safninu eftir sinn dag, og er ætlunin, að safn þetta verði á einhvern hátt tengt nafni henn- ar. Hafði Halldóra látið í ljós þá ósk, að þeir, sem vildu eitthvað gera í tilefni afmælis hennar, létu það ganga til safnsins og var það vissulega gert, því safninu bárust hátt á þriðja hundrað þús. krónur í gjafir. I ræðu sinni þakkaði Hall- dóra vinsamlegt boð og virðu- lega samkomu henni til heið- urs, um leið og hún þakkaði góða samvinnu á undanförnum áratugum. — „Ég óska fram- fara og framkvæmda í öllu ykk- ar starfi," sagði hún. „Og svo þakka ég bókasafnsnefnd, að hún vill gera svo vel að þiggja bréfasafn mitt og bókasafn. Og konunum fyrir að vilja þiggja muni mína i heimilisiðnaðar- safnið." Þarna kom fram, að Halldóra hefur gefið allt sitt bréfasafn, sem er mikið að vöxtum og bókasafn, sem í eru margar gamlar, dýrmætar bækur til nýrrar bókhlöðu, sem er að rfsa á Blöndósi við Blöndubrú. I afmælishófið voru komnir góðir gestir, m.a. fulltrúar frá Noregi og Danmörku, frú Signe Rutlin, yfirheimilisráðunautur í Noregi og frú Gertie Wandel, formaður Haanderbejdts Fremme 1 Danmörku, sem báð- ar þekkja Halldóru og segja hana vel þekkta meðal áhuga- fólks um heimilisiðnað á Norðurlöndum. Færðu þær Halldóru góðar gjafir. Framkvæmdastjóri Heimilis- iðnaðarfélagsins, Gerður Hjör- leifsdóttur, formaðurinn, Stefán Jónsson og stjórn voru þarna, og flutti S.tefán afmælis- barninu kveðju og færði henni 50 þúsund krónur frá Heimilis- iðnaðarfélaginu til safnsins. Einnig sagði hann, að félagið hefði óskað eftir að fá að gefa út aftur vefnaðar- og útsaums- mynstur Halldóru, sem hún gaf út 1935. Og 1 þriðja lagi hafði Heimilisiðnaðarfélagið ákveðið að gefa út fyrsta áganginn af Hugur og hönd, en þar eru dæmi úr vefnaðarbók Hall- dóru í litum. Fulltrúar úr stjórn Búnaðar- félags íslands sátu afmælishóf Halldóru, og hafði Hjörtur Eld- járn orð fyrir þeim. Flutti hann kveðjur félagsins og þakkir og tilkynnti að stjórnin hefði ákveðið að eita 100 þúsund krónur til heimilisiðnaðar- safnsins á Blöndósi í tilefni af- mælis Halldóru. En Halldóra er eina konan, sem er heiðurs- félagi Búnaðarfélagsins, hún hagði gefið félaginu merka gamla muni, sem þar eru til sýnis. Jón ísberg sýslumaður ávarp- aði afmælisbarnið og tilkynnti, að Halldóra hefði verið gerð að heiðursborgara á Blönduósi. Einnig hafði honum verið falið að færa henni 10 þús. krónur frá Tryggingastofnun ríkisins. Kona hans, Þórhildur Isberg, sem er stjórnarformaður heim- ilisiðnaðarsafnsins veitti við- töku fyrir þess hönd 15 þús. kr. frá Ofnasmiðjunni, 1000 kr. frá Ragnheiði Brynjólfssóttur, 10 þúsund krónum frá Huldu Stefánsdóttur og 1000 kr. frá Guðbjörgu Björnsdóttur. Sr. Árni Sigurðsson, frændi afmælisbarnsins, ávarpaði Halldóru og færði henni m.a, kveðju frá forseta Islands og forsetafrú. Einnig þakkir frá fslenskum ullarverksmiðjum. Þá barst kveðja frá Helgu Níelsdóttur með þakklæti frá Heimilsihjálpinni fyrir frum- kvæði Halldóru að heimilis- hjálp á Islandi. Kvenfélagasamböndin áttu þarna sína fulltrúa, sem færðu Halldóru þakkir og heillaóskir. Sigríður Torlacius, formaður Kvenfélagasambands Islands, tilkynnti, að Halldóra hefði ver- ið kjörin heiðursfélagi sam- bandsins. Emma Hansen, for- maður Sambands norðlenzkra kvenna flutti þakkir kvenna af Norðurlandi og tilkyitnti um 90 þús kr. gjöf frá þeirn, sem nota skyldi til að koma upp skápum i heimilisiðnaðarsafninu. Ásdís Sæmundsdóttir, formaður Sam- bands austfirzka kvenna, flutti kveðjur frá sambandinu og Búnaðarsambandi Austur- lands. Sigurveig Sigurðardótt- ir, formaður Sambands sunn- lenzkra kvenna flutti kveðjur og færði Halldóru fyrsta fána sambandsins. Sigríður J. Magnússon flutti kveðjur Kvenréttindafélagsins, og sagði, að þótt Halldóra hefði kannski ekki verið hrifin af því, þá væri hún bezta kvenrétt- indakona á landinu. Hulda Stefánsdóttir flutti ávarp til þessarar vinkonu sinnar og af- henti gjafir til safnsins Þór- hildi Isberg, sem fyrr er getið. Og Hrafn Sveinbjörnsson, odd- viti á Hallormsstað, færði Hall- dóru forkunnar fallegt, ofið teppi eftir konu sina Þórnýju Friðriksdóttur, vefnaðarkenn- ara og skólastjóra á Hallorms- stað. Og fylgdi visa: Halldóra, ég held ég sleppi að halda nokkra ræðu hér Þiggðu frá mér þetta teppi þvi fylgir kveðja og þökk frá mér Auk þessa barst Halldóru Framhald á bls. 31. Halldóra ávarpar gesti á afmælinu sínu. Ljósm. Bjöm Bergman. Utflutningur eykst — en Ut- flutningsmiðstöðin fiárvana ar, en gert er ráð fyrir, að a.m.k. Utflutningsmiðstöð iðnaðarins hefur nú miklar áhyggjur af tekjustofnum sfnum, eftir að fjárlög voru lögð fram og í ljós kom, að þar eru henni aðeins ætlaðar 6 milljónir til starfsemin- Jens Pauli les upp Upplestrarkvöld verður í Norræna húsinu n.k. miðviku- dagskvöld og verður þar lesið úr bókinni Gestur, smásagna- safni eftir Jens Pauli Heinesen frá Færeyjum, en nú f vikunni kom Gestur út f íslenzkri þýðingu hjá Almenna bókafélaginu. Á upplestrarkvöldinu munu tveir kunnir fslenzkir leikarar lesa úr verkum Jens Pauli auk hans sjálfs. 12 millj. kr. þurfi til rekstrarins á næsta ári. Allt er þvf f mikilli óvissu um framhald starfseminn- ar, þó að 30—40% aukning hafi orðið á útflutningi iðnaðarvara fyrir utan ál á sl. ári. Hefur stofnunin verið byggð upp að undanförnu og búið sig undir að halda áfram, en nú þegar hún hefur komið upp þjáifuðu fólki, lítur út fyrir að þurfi að draga saman seglin. Og það um leið og iðnaðurinn er illa staddur, m.a. vegna gengisbreytinga. Þetta kom m.a. fram á blaða- mannafundi, er Bjarni Björnsson stjórnarformaður útflutningsmið- stöðvarinnar og Úlfur Sigur- mundsson framkvæmdastjöri hennar efndu til og voru þá einn- ig til upplýsinga starfsmennirnir Guðlaugur Björgvinsson og Kornelíus Sigmundsson. Kynntu þeir m.a. starfsemi Útflutnings- miðstöðvarinnar og útskýrðu þró- un iðnaðarútflutnings frá 1968. Þar kom m.a. fram, að útflutning- ur iðnaðarvara án áls hefur aukizt frá 220 millj. kr. 1968 í 1167 millj. kr. 1972 eða frá 3—7% af heildar- útflutningi landsmanna. Á tíma- bilinu janúar til ágústs 1972 til Seðlabanki tslands hefur nú f þriðja sinn boðið út happdrættis skuldabréf til þess að afla fjár I vegamannvirkin yfir Skeiðarár- sand. Þetta þriðja útboð nemur 100 millj. kr. og er þá búið að bjóðaút alls 330 millj. kr. I tveimur fyrri útboðunum seld- ust skuldabréfin upp á fáum dög- um, en nú er salan hins vegar hægari, en jöfn þó. Happdrættis- skuldabréfin voru sett í sölu um miðjan september, en ennþá eru tveir þriðju þeirra óseld. Seðlabankinn bauð fréttamönn- um austur á Skeiðarársand um 1973 hefur útflutningur iðnaðar- vara aukizt úr 744 í 1065 millj. kr. Virðist útflutningur f ár án áls ætla að verða 1600 milljónir. Frá 1968 hefur þýðing markaðssvæða Framhald á bls. 31. helgina til þess að kynnast fram- kvæmdum. Allar framkvæmdir ganga mjög vel og er reiknað með að hringvegurinn opnist í byrjun næsta sumars. Svanbjörn Frímannsson Seðlabankastjóri var með í förinni og sagði hann að framkvæmdir væru í rauninni á undan áætlun enda hefði Vega- gerðin verið fljótari að eyða pen- ingum, en Seðlabankinn að safna þeim. Kvað Svanbjörn samvinnuna á milli Vegagerðarinnar og Seðla- bankans hafa verið mjög góða. Happdrættisskuldabréfin voru Stórtjón í eldsvoða í Nesjahreppi Höfn í Hornafirði 15. október. Um klukkan sex í gærmorgun, er gangnamenn voru á leið til smölunar, tóku þeir eftir þvf, að reyk lagði frá bænum Austurhól í Nesjum. *Er komið var að, var eldur í heystakk, sem stóð við nýtt fjárhús. Fjárhúsið, hænsnahús og srníðahús með miklu af verkfærum brunnu öll til kaldra kola. Slökkviliðsmenn komu strax á vettvang og tókst þeim að verja íbúðarhúsið. Aðal- slökkvistarfið tók eina og hálfa klukkustund. Tjón bóndans á Austurhól er mikið. Gunnar. Hlöðubruni að Hæli Geldingaholti 15. október I gær brann hlaða að Hæli. í hlöðunni voru um 700 hestar af heyi og talið er að þriðjungur þess, sem í henni var, hafi eyði- lagzt. Verið var að byggja fjárhús við hliðina á hlöðunni og voru menn að vinna með hjólsög. Með einhverjum hætti komst neisti frá hjólsöginni í hlöðuna og skipti það engum togum, að hlaðan varð alelda á tveim mínútum. Hlaðan, sem er stálgrindarhús, skemmdist mjög mikið, t.d eyði- lagðist þakið á henni, Slökkvilið kom frá Flúðum og fjölda fólks dreif að frá nágrannabæjum. Var unnið að slökkvistarfi langt fram á nótt. Bóndinn á Hæli heitir Bjarni Einarsson. —fréttaritari Þrír seldu í Þýzkalandi Islenzk fiskiskip selja nú afla mörgum sinnum I viku f Þýzka- landi. I fyrradag seldu þar þrjú skip og vitað er um fjölda skipa, sem eiga að selja þar f vikunni. Tveir netabátar seldu ufsa í Cuxhaven og Bremerhaven í gær. Hrönn seldi 61.9 lestir í Cuxhaven fyrir 83.556 mörk eða 2.8 milljónir. Meðalverðið var kr. 46.80. Eitt tonn af afla bátsins var dæmt ónýtt. I Bremerhaven seldi Gunnar Jónsson 56.7 lestir fyrir 62 þúsund mörk eða 2.1 milljón. Meðalverð hjá bátnum var kr. 38.15. Af afla Gunnars voru 6.5 lestir dæmdar ónýtar. Það hefur verið nokkuð áberandi upp á síðkastið að hluti af afla netabáta, sem hafa selt í Þýzkalandi, hefur verið dæmdur ónýtur. Ekki er vitað um ástæður, en margt bendir til þess, að fisk- urinn sé orðinn of gamall þegar hann kemur á markað í Þýzka- landi. Þá seldu skuttogarinn Vest- mannaey f Bremerhaven 151.5 lestir fyrir 194 þúsund mörk eða 6.7 milljónir. Meðalverð var 44.67 kr. fyrst sett á markað í marz 1972, en þau eru visitölutryggð og verð- gildi þeirra hefur því hækkað um 33,8% siðan. Þannig gefa þessi bréf af sér auk þess að hvert bréf er happdrættismiði og er dregið einu sinni á ári í þau 10 ár, sem bréfin eru bundin. Vinningar nú eru tveir 1 millj. kr. vinningar, einn 500 þús. kr., tuttugu 100 þús. kr. og tvö hundruð og fimmtfu 10 þús. kr. vinningar. Áætlaður kostnaður við fram- kvæmdirnar til að opna hringveg- inn er miili 700 og 800 millj. kr. Hringvegarbréfin enn í boði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.