Morgunblaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTOBER 1973 Skoðanir ámynd- listarvettvangi Bragi Asgeirsson ræðir við Tryggva Olafsson Á FERÐ minni um Norðurlönd á nýafstöðnu sumri dvaldist mér nokkuð í Khöfn. Atvikin höguðu því svo, að ég átti langar viðræður við ungan íslenzkan myndlistar- mann, Tryggva Ölafsson að nafni, sem dvalið hefur þar á annan áratug við nám og starf. Ég hafði áður sótt hann heim og ferðast með honum um Jótland, skoðað myndlist og rökrætt. Nú reifaði ég við hann þá hugmynd mína, að það gæti orðið fróðlegt að fá brot af þessum samræðum á prent, sem gæt.u svo jafnvel orðið upp- haf og stofn að viðtækari skoðana- skiptum myndlistarmanna á opin- berum vettvangi. Frjálsleg, um- búðalaus rökræða, sem gæti allt í senn orðið almenningi til fróð- leiks, aukið skilning á málum myndlistarmanna og fengið þá til að láta hressilega til sín heyra. Hér skyldi ekki um að ræða að túlka neina eina skoðun, en í framhaldinu gætu aðrir myndlist- armenn lagt orð í belg. Meginatr- iðið skyldi vera að fá fram fjöl- breytilegar og málefnalegar skoð- anir. Tryggvi samþykkti þetta, og þar sem hann hugðist sækja okkur heim og setja upp sýningu í galeríi SUM, sem nú stenduryfir, þótti mér kjörið að viðtalið birtist, meðan á sýningunni stæði, svo að fólk gæti kynnt sér hvort tveggja, skoðanir hans sem list samtímis. Hin venjubundnu blaðaviðtöl segja éðlilega næsta lítið. B: Þú ert Norðfirðingur, Tryggvi, gekkst í Menntaskólann f Reykjavík eri snerir þér að list- námi í stað þess að halda áfram á hagnýtri menntabraut, — hvað réð þeirri ákvörðun, hvað vakti áhuga þinn og hvernig þróuðust þau mál? T: Svo við byrjum á upphafinu, þá málaði ég sem strákur fiski- báta og önriur skip á Norðfirði. Ég hef þá skýringu á þvi, hvers vegna ég hélt uppteknum hætti, að ég gafst einfaldlega aldrei upp á að búa til myndir. Málaði út um glugga, reyndi að mála og teikna fugla og fjöll í sveitinni á Héraði, á eftir fylgdu sólarlög og síldar- bátar fyrir norðan o.s.frv. Síðan fór ég á sjó og í menntaskóla, en las mest mér til skemmtunar, á togurunum. Kynntist reyndar Kjarval f sveitinni, sem hafði skúr og málaragræjur á Úthéraði. Varla minnkaði áhuginn ámalerf- inu við það. Kjarvai gaf okkur strákunum af bæjunum sveskjur og brúnkökur, á meðan hann út- skýrði fyrir okkur heilu víkinga- orrusturnar í urðinni fyrir ofan Hreinsstaði. Mastrið á víkinga- skipinu var einmana símastaur, er varð að þola margar örvahríðir þarna í grjótinu. Veturinn 1957 sótti ég kvöldnámskeið í Handíða- skólanum. Lærði þar fyrst að kompónera uppstíllingar hjá indælismanni, Sigurði Sigurðs- syni. En eftir að hafa verið tekinn inn á Listaháskólann í Höfn, vegna nokkurra mynda málaðra á árunum ’60—’61, ásamt meðmæl- um tveggja dáindismanna, greip ég vitanlega tækifærið og hélt utan. Skólinn olli mér nokkrum vonbrigðum, en annars má þar, margt gott læra. Lenti hjá merki- legum persónuleika, próf. Sören Hjorth-Nielsen, sem reyndist mörgum Islendingum vel, en er nú hættur kennslu. B: Leiðin lá sem sagt til borgar- innar við sundið. Var það ásetn- ingur þinn I upphafi að ílendast ytra eða þróuðust málin þannig ósjálfrátt? T: Mér hefði aldrei komið til hugar að ílendast í Danmörku, en siðan hafa mál þróast þannig, að ég og fjölskylda mín höfum brátt átt 12 viðburða- og lærdómsrfk ár hér i Höfn og möguleikar mínir sem málara farið batnandi. Borg- in er hæfilega stór, full af hefð, sem virðir handverk og listir og því ekki eins púrítönsk og þröng eins og Reykjavik getur orkað á mann. Síðan náminu á Akademí- unni lauk (’66), hef ég svo farið mínar leiðir, út og suður í malerí- inu, málað margar slæmar mynd- ir og lært ýmsar lexíur af þvi. Danir hafa reynst mér af ar vel og margir eiga þakkir skildar í þvi landi. B: Hafa tengslin við íslenzka myndlist rofnað eftir býsna langa dvöl ytra eða ertu með á nótunum um það sem þar gerist? T: Tengslin hafa alls ekki rofn- að. Það væri líka afleitt þvi að ég er þó fjandakornið íslenzkur mál- ari og hver getur hlaupið frá upp- runa sínum? Menn ná þó náttúru- lega aldrei til botns í sýningarvið- burðum með dagblaðalestri eða af frásögnum ýmissa landa, sem maður rekst á, því sjón er sögu ríkari. Hefði t.d. gjarnan viljað sjá yfirlitssýningar á Þorvaldi og Gunnlaugi heitnum Scheving. Sem meðlimur í SUM hef ég frétt af sýningum i Rvik, ei heldur má gleyma öllum þeim ágætu gestum sem á árunum hafa heimsótt okk- ur i Höfn, og sagt frá þróun ,,and- ansmála” á Fróni. B: Hvert sækir þú verkefni þin í dag? T: Spurningin er næsta auðveld eigir þú við verkefnaval mitt al- mennt. Þar fæ ég margan hlutinn gefinn þvf efniviðurinn er alls staðar. Annars er hjá mér um að ræða eins konar klofning i þessum málum. Hef alltaf verið rómantískur náttúru- skoðandi i aðra röndina, en efagjarn svartsýnisnagli í hina. Þessa hefur mátt sjá stað á öllum sýningum mínum. Hugmyndafræðilegar teoriur f myndlist hafa verið mér til skemmtunar, samtímis þvi, að maður er trúlega einhver tegund fagurkera. Mér er ómögulegt að umgangast listir á því plani, að þetta verði til og sé í eðli sínu eins sjálfsagt og það að fuglarnir syngja I trjánum. Get heldur ekki séð, að listir almennt- séu án tengsla við samfélagið. Verkefnin vel ég í þvi umhverfi sem fyrir er, sem er svonefnt vestrænt þjóð- félag, skapað af manninum i sinni eigin mynd, þótt sú sé ekki alltaf fögur. Þess vegna er fróðleg skemmtun að skoða öskuhauga í ýmsum borgum, þvf ekki er hent samadóti í Khöfn og Madrid t.d., þó að því sé hent af nauðsyn. Þvf næst mætti spyrja: Er þetta náttúra? Allavega speglar þetta raunveruleika þeirra, sem í honum hrærast. B: Þú ert meðlimur SUM og sýnir með þeim. Nokkur hávaði hefur verið i kringum þennan félagsskap og meðlimir hans hafa ásakað eldri myndlistarmenn um að standa í vegi fyrir hinum yngri. Það er hressilegur gustur úr þei'rri átt á köflum, en er ekki hætta á að viðhorf þeirra breytist, er þeir eldast og þeir verði að taka afstöðu til sér yngri lista- manna og nýrri viðhorfa? Ég vil minna á að innan fárra ára teljast flestir þeirra innan miðkynslóðar ísl. myndlistarmanna. I Sviþjóð er t.d. til félagsskapur, sem nefnist „De Unga“, en þetta er hópur, sem á sínum tíma lét sjálfsagt nokkuð að sér kveða, stofnaður af nauðsyn, og mun enn í fullu fjöri, en telst þó íhaldssamur nokkuð á nútímavísu, enda er meðalaldur stofnenda í dag nálægt sextugu! T: Þú nefnir hávaða. Ef einhver atburður gerist þarna á horni Laugavegar og Vatnstígs, þá er ekki ósennilegt að honum fylgi einhver hávaði, og þegar áhorf- andinn að þessum atburði kemur svo heim til sin, þá man hann kannski einmitt aðallega eftir nefndum hávaða. En hvernig ætti að vera hægt að reka sýningar- starfsemi í þeim tilgangi að kynna almenningi nýja hlið á listum og jafnframt ætlast til að þetta fari fram í kyrrþey? Jafnvel þjóð- kirkjan, sem mun nokkuð viður- kennd orðin, þarf að nota sér tómahljóðið í kirkjuklukkunum til að fá mannskapinn í guðshús landsins. Hávaðinn, sern hrellir er ekki tilgangur I sjálfu 'sér, og hann stafar sannarlega ekki af kyrrstöðu, frekar en annar „hávaði”, en sem kunn- ugt mun, er kyrrstaða hræðsla við breytingar. Þessi breyting er líklega sá gustur, sem þú nefnir. Gusturinn er góður þótt jafnvel hann geti þreytst. Mér þykir heldur trúlegt, að Súmmarar breytist með aldr- inum, rétt eins og annað fólk, en vonandi ryðgar ekki of fljótt hin hugmyndafræðilega grind í þeim. Annars er erfitt að spá, en þó sér í lagi um framtíðina, eins og Storm P. sagði. „Það getur sjálfsagt verið byrði á félagsskapnum að dragast með of mörg lík I lest- inni.“ I SUM er hægt að víkja mönnum út yfir sakramentið fyrir sofandadóm. Hver var t.d. meðalaldur hinna fjögurra FlM- manna, sem sýndu saman að Klömbrum nýverið? B: Um meðalaldur þeirra er tóku þátt í haustsýningunni I ár get ég engar upplýsingar gefið enda mótfallinn því að slíkar sýn- ingar séu tíundaðar til meðal- aldurs, alla aldursflokka tel ég jafn réttháa beri þá að með gilda myndlist. En vel á minnst, þar sem umræðurnar hafa nú beinst að félagsmálum væri fróðlegt að fá álit þitt á þeim málum og hvernig þú álítur að þau mái verði leyst svo að flestir megi vel við una. T: Ég er nú ekki bezti maðifrinn sem hægt er að fá í þessa spurn- ingu. Þú sagðir í grein í Mbl., 4. sept. „að ekki sé víst að þeir, „aktívustu” verði með á haustsýn- ingunni og má því búast við að hún verði veikari en skyldi". Síðan telur þú nauðsyn á að stokka ísl. myndlistar- mál upp, — laukrétt. Mér finnst þú bara allt of kvíðafullur út af þessu. Fyrirframhug- renningar þínar minna mig á bændurna fyrir austan, sem töl- uðu heldur hóflega um dilkana sína, af því að þeir vissu þá rýra og grunaði að slengin yrðu of létt. Dilkarnir verða nú samt að vera eins og þeir koma af fjalli. Upp- stokkun myndlistarmála hófst að mínu viti árið 1965, með stofnun SUM, enda þótt slíkt hafi kannski ekki verið viðurkennt. Þá voru og munu enn ýmsir Súmmarar taldir of varasamir bjöllusauðir af fyrir- svarsmönnum FlM, — síðan hafa FÍM-menn spilað sína nóló um félagsmál myndlistarmanna og nú krefur neyðin, að spilin séu stokk- uð, því annars kemur aldrei neitt grand á þeirra kort. B: Varðandi haustsýninguna var ég ekki kvíðafullur á þann veg er þú álítur, ég minntist ein- ungis á, að eftir tveggja ára hlé hefðu FÍM-menn enga afsökun, ættu þeir ekki frambærileg verk. Sá kvíði sem þú þóttist kenna í skrifum mínum stafar af því að sýningarnefnd var skammtaður alltof naumur tími til undir- búnings sýningarinnar og má það furðulegt teljast, því að slíkar sýningar, eigi gæðin að gilda, koma ekki fljótandi á fjöl rökrétt og fyrirhafnarlaust. Á þessu sviði hafa Súmmarar vinninginn yfir FlM, en hins vegar má deila um það hvenær uppstokkun mynd- listarmála hafi hafist. En haltu áfram að segja frá SÚM. T: SÚM-félagsskapurinn hefur sýnt allan skrattann af myndlist, af fjárhagslegum vanefnum þó, en af áhuga og sannfæringu, tek- ist misjafnlega, sem vænta mátti. Galerie SÚM hefur lagt sig eftir að kynna erlenda myndlist. Ég trúi ekki, að það sé tilgangslaust að kynna erlenda myndlistar- strauma og ný viðhorf í Rvík. Breyting er nauðsynleg (sagði ekki þróun). Vestræn menning hefði ekki lifað ýmsa aðra kúltúra af, ef hún hefði ekki getað endur- nýjað sig. Geti FÍM-menn ekki haldið samsýningu án slæmrar samvisku, þá liggur allavega engin endurnýjun í því að sargast út í Súmmara, sem gera sitt besta, þótt breyskir séu. Valtýr Pétursson, fyrrverandi form. F.Í.M. sagði í blaðaviðtali, að nauðsynlegt væri að hræra í hafragrautnum, svo hann brynni ekki við. Þetta er eins satt einsog það er sagt. Súmmarar hafa bara ekki getað spilað syrpuna með FlM, því þeir hafa verið við ann- að borð í þessari félagsvist. Svo spyrð þú í blaðinu: hvað gera SÚM-menn? Ætli þeir geri ékki það sem þeim gott þykir, eftir efnum og ástæðum. En að leysa þetta menningarvandamál (þarna vantar okkur mikla alþýðlegra orð), er ekki áhlaupaverk. Fyrir það fyrsta veit ég ekki til þess að Islendingar hafi neina sérstaka menningarstefnu, stefnan er stefnuleysa, skilst mér, en samt hef ég reynt í mörg ár að greina þessa „stefnu" fósturjarðarinnar í menningarmálum. Réikna með, að almenningi þyki hann aðskil- inn frá listalífi yfirleitt, sem sé að margir sjái ekki stefnu hlutanna í heild, þ.e. sjái ekki skóginn fyrir eintómum trjám, eins og Danir segja. Öllu ægir saman, sögulegum atriðum, nýskeðum hlutum jafnt sem hreinum nýjungum, NB: án sérstakrar (nauðsynlegrar) sundurliðunar. Þess vegna hlýtur að vera sjálfsögð skylda lista- manna að sjá hvaða stöðu list- irnar hafa innan ramma þjóð- félagsins. I hinu litla íslenska þjóðfélagi er listasköpun nánast leyndardómsfull, flestum finnst þeir vera í ágætri, þ.e. hæfilegri, fjarlægð frá listafólkinu og vegna þess arna er náttúrlega auðvelt að komast hjá að taka alvarlega af- stöðu til menningarmála almennt, en samt er þetta Ieyndardóms- fulla nudd svolítið spennandi. A fyrrnefndan hátt getur jafnvel nýtt lifandi listaverk orðið skyndi-klassískt hallelúja, upp úr súru og þá sér hver maður að samtímamyndin er orðin rugl- ingsleg. B: Hvað segir þú um lista- mannalaun og sér í lagi hvað vilt þú segja um þá venju úthlutunar- nefndar að veita ekki Islend- ingum, búsettum erlendis neina umbun fyrir þeirra störf? Þetta eru þó ísl. ríkisborgarar og kjör þeirra misjöfn líkt og starfs- bræðra þeirra heima. T: Þarna mismæltirðu þig, þú hlýtur að hafa meint ellilaun. Á Islandi eru menn gjarnan efni- legir til fimmtugs, a.m.k. Eftir þetta undurlanga gelgjuskeið eru þeim greiddar nokkrar gengis- lækkunarkrónur fyrir allt það sem þeir hafa verið fyrirlitnir fyrir í 20 ár. Séu þeir erlendis er þetta mál að sjálfsögðu vonlaust, ég veit ekki um einn einasta lista- mann erlendis síðustu ár sem fengið hefur listamannalaun nema eina húsmóður í Kaup- mannahöfn. Aðrir ísl. listamenn eru óþjóðhollir fantar, sem frernja þann glæp að kynna sér listir meginlandsins. Ætli Guðmundur Erró, nú heimsfrægur maður, hafi ekki einhvern tímann verið blank- ur í París? ísl. listamenn halda þó fremur uppi sóma lands síns erlendis heldur en hitt. Annars gæti maður orðið stór- skáld, bara á því að halda áfram að hugsa um þessa kómedíu. Hef- urðu lesið Moliére? Persónulega þykir mér trúlegt að þetta séu gamlir skátar sem starfa við út- hlutun þessa fjár og margir Framhald á bls. 18 Tryggvi Ólafsson við eitt af verkum sfnum á vinnustofu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.