Morgunblaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1973 SAI B Al N 1 Ed McBain: I ó heljarþföm 14 var myrkrið skollið á. Gluggarnir voru hálfopnir til að hleypa inn mildu októberloftinu, en inn um þá barst líka fyrsti niður kvöld- umferðarinnar. Ritvélasláttur rauf þögnina. Kiing leit yfir sal- inn á borð nærri einum glugg- anna, þar hafði Meyer látið skýrslueyðublað, tvær arkir af kalkipappír og tvær af afritum í ritvélina. Loftljósið endur- speglaðist sem dauf skíma á nauðasköllóttu höfði Meyers, þar sem hann sat í keng yfir ritvél- inni og pikkaði með hléum. Cotton Hawes gekk yfir að skjala- skápnum og dró út eina skúffuna. Það ískraði í hjólum hennar. Hann tók upp möppu og byrjaði að fletta. Síðan gekk hann yfir að borði nærri einum glugganum. Skyndilega buldi í vatnskæling- unni í þögninni. „Ég vona að þér afsakið, að ég skyldi vera að angra yður með þessu,“ sagði Kling við Virginiu. „Maður ætti að vita betur, það er þýðingarlaust að tala við lík.“ Skyndilega barst skruðningur inn i salinn utan frá ganginum. Virginia stirðnaði við borðið, þar sem hún sat. Kling sýndist hún gera sig lfklega til að þrýsta á gikk -38unnar. „Hérna, hingað inn,„ heyrðist mannsrödd og Kling greindi óðar, að þar fór Hal Willis. Hann leit yfir afgreiðsluborðið, þar sem Willis og fangi hans komu nú í ljós. Það væri nær sanni að segja, að fanginn bókstaflega spryngi út, fram á sjónarsviðið, líkt og rósin mót ljósi sólar. Hún klæddist fjólubláum stuttjakka, óhneppt- um þannig að vel mátti greina rauða peysuna falla að þrýstnum barminum. Mittisgrönn var hún, og slétt, svart pilsið féll þétt að ávölum mjöðmum. Hún var í rauðum, háhæluðum skóm með svörtum öklaböndum. í sindrandi hvítum tönnum hennar glampaði á gyilta tönn. Gagnstætt litríkum klæðum var andlit hennar ómálað, en einnig það var á sinn hátt fullkomið, — gneistandi brún augu, þéttar varir og beint nef. Hún var vafalítið einn feg- ursti, alltént þokkafyllsti fangi, er teymdur hafði verið inn fyrir þröskuld salarins. Og teymd var hún. Willis ríg- hélt i annað úlnliðsband hand- járnsins með hægri hendi, og þannig togaði hann stúlkuaum- ingjann í gegnum vindhurðina meðan hún reyndi árangurslaust að smokra handjárninu fram af lúkunni, og spönsk blótsyrðin streymdu af vörum hennar. „Svona nú, cara mía,“ sagði Willis. „Áfram nú, tsotzkulah. Það ætlar enginn að meiða þig, í almáttugs bænum. Komdu, Liebchen. Hérna í gegnum hliðið. Hæ, Bert. Arennileg, ha? Halló, Pete, hvernig Iýst þér á fangann minn? Var rétt í þessu að skera náunga einn á háls með rakvélabl Willis þagnaði. Einkennileg kyrrð var i salnum. Hann leit fyrst á varðstjórann, því næst á Kling, en síðan flöktu augu hans áfram yfir borðin yzt í salnum, þar sem Haes og Meyer sátu þöglir við vinnu sína. Og þá sá hann Virginiu Dodge og byss- una hennar, sem beindist að svörtu töskunni. Það hvarflaði fyrst að honum að sleppa takinu á handjárninu og gripa til byssunnar. Sú hugdetta dó í fæðingu, því að Virginia varð fyrri til og sagði, „Inn með þig. Láttu byssuna eiga sig!“ Willis og stúlkan gengu inn í salinn. „Brutal," grenjaði stúlkan. „Pendega! Hijo de la gran puta!“ „Æ, góða þegiðu," sagði Willis þreytulega. „Pinga!" öskraði hún. „Élvítis löggan þin.“ „Þegiðu, þegiðu, þegiðu," sagði Willis næstum biðjandi. Stúlkan var sennilega allt að fimm sentimetrum hærri en Hal Willis, sem var rétt yfir 1,75 m, lágmarkið sem sett er 'sem skil- yrði fyrir inngöngu í lögregluna. Hann var áreiðanlega lágvaxnasti rannsóknarlögreglumaður, sem nokkur hafði augum litið. Hann var smábeinóttur og andlitið var varfærnin uppmáluð. Sérgrein Willis var júdó og með þeirri fþrótt lagði hann andstæðinga sína skjótar að velli en sex rumm- ungar með afli hnefans. Meðan hann virti fyrir sér byssuna í hendi Virginiu var hann einmitt að hugleiða, hvernig hann ætti að afvopna hana. „Hvað er á seyði?“ spurði hann viðstadda. „Konan með byssuna er með nítróglysserín í töskunni," svaraði Byrnes. „Hún er reiðu- búin að nota það.“ „Sei, sei,“ sagði Willis, „alltaf eitthvað um að vera.“ Hann þagnaði og horfði á Virginiu. „Er í lagi, kona, að ég taki af mér yfirhöfnina og hatt- inn?“ „Láttu byssuna fyrst á borðið hérna.“ „Nákvæm, ha?“ sagði Willis. „Kona, ég skelf á beinunum. Eruð f þýóingu Björns Vignis. þér virkilega með glundur þarna í töskunni?" „Já, ég er virkilega með það.“ „Ég er frá Missouri," sagði Willis og tók eitt skref i átt til hennar. Eitt andartak hélt Kling, að stundin væri runnin upp. Hann sá Virginiu Dodge rjúka af offorsi ofan I töskuna og hann bjóst við sprengingunni á hverri stundu. En höndin kom í ljós aftur og hélt nú á flösku með litlausum vökva. Hún setti flöskuna varlega á borðið. Willis virti hana vandlega fyrir sér en sagði síðan. „Þetta gæti allt eins verið kranavatn." „Langar þig til að ganga úr skugga um það?“ „Mig? Nei, ég er engin hetja.“ Hann gekk aðeins nær borðinu. Virginia setti töskuna aftur niður á gólf. Loftljósið glampaði á flösk- unni. „Jæja,“ sagði Willis, „þá er það byssan." Hann dró byssuna og hulstrið fram af beltinu og lagði það varlega ofan á borðplötuna án þess að hafa augun af flöskunni. velvakandi Velvakandi svarar i sima 10- 100 kl. 10.30—11.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Þjónusta sfmans Maður, sem kveðst vera „einn allra mesti símnotandi hér á landi“, lagði eftirfarandi bréf á borðið hjá Velvakanda um dag- inn: „Kæri Velvakandi! Oft er verið að gagnrýna opin- berar stofnanir og ríkisrekin fyr- irtæki vegna lélegrar þjónustu við almenning. í þessum tilvikum er almenningur jafnframt eig- andi viðkomandi stofnana, (að vísu á óljósan hátt, eins og alltaf hlýtur að verða um ríkiseignir), svo að hér er eigin- lega um sams konar gagnrýni að ræða og þegar einkaeigandi fyrir- tækis ávítar duglitla starfsmenn sína. Þessi gagnrýni á fullkominn rétt á sér, því að það hefur alltaf verið sama sagan alls staðar í heiminum, að forstjórar ríkisfyr- irtækja hafa tilhneigingu til þess að verða sannkallaðir ríkis- bubbar í öllum viðhorfum sfnum til almennings. Þeim hættir til þess að fara að líta á almenning, sem borgar kaupið þeirra, eins og undirmenn sína eða óviðkom- andi utangarðsfólk, sem eigi ekki að vera að brúka sig og vera með truflandi gagnrýni. Svo fara þeir að líta stórt á sjálfan sig, eins og mýmörg dæmi sanna. Stundum er þó eins og það kom- ist í tízku að skammast út f vissar ríkisstofnanir af óbilgirni og ö- sanngirni meðan önnur ríkisfyrir tæki sleppa. Þannig er oft verið að hnjóða í Ríkisútvarp og Lands- síma, — kannski af þvi, að þá er oft hægt um leið að fá útrás fyrir almenna nöldurgirni gagnrýnand- ans. Sérstaklega á það við um útvarpið, því að á vegum þess er oft flutt efni, sem hlytur sam- kvæmt eðli málsins að falla mönn-, um misjafnlega f geð. Sígilt dæmi um nöldursefni (einkum úti á landi) er starfsemi Vegagerðar ríkisins. Hún hefur þó yfirleitt staðið sig með ágætum, enda ver- ið heppin með forystumenn, en að sjálfsögðu ætti hún ekki að vera annað en samræmingar- og út- boðsskrifstofa, sem útdeilir verk- efnum til verktaka. Vegagerðin hefur alltaf verið í klemmu milli hagkvæmnis sjónarmiða og raun hæfs mats sjálfrar sfn annars vegar og misjafnlega gáfulegs pólitfsks vilja hins vegar. Sumar ríkisstofnanir virðst svo sleppa að mestu við almenna gagnrýni, þótt þær ættu ef til vill eðli sínu sam- kvæmt að liggja vel við höggi þeirra, sem alltaf geta fundið sér nöldursefni. Taka má Trygginga- stofnun ríkisins sem dæmi. Jafn- vel þótt heiftarleg árás væri gerð á hana að undirlagi æðsta yfir- manns hennar (núverandi trygg- ingamálaráðherra, M.Kj.), tókst sú árás ekki, af því að undirtektir almennings skorti. Arásin mis- heppnaðist og rann út í sandinn. Sennilega er árásarmönnunum það nú kærast, að þessi aðför þeirra gleymist hið fyrsta. Stundum sjást í blöðum beinar skammir um sfmaþjónustu hér á landi. Þeim vil ég almennt mót- mæla, þótt sjálfur hafi ég ein- staka sinnum (afar sjaldan) orðið fyrir öðru vísi afgreiðslu á óskum mínum en ég hefði viljað, og er það vart tiltökumál f jafn-stórri stofnun sem Landssfminn er. Símafólkið, ef kalla má það svo, er eins og aðrir Islendingar: yfir- leitt þægilegt og kurteist fólk, allt að vilja gert til þess að leysa hvers manns vanda, sem til þess leitar, en, eins og annað fólk, getur það orðið þreytt af löngu vinnuálagi og mætt á kvabbi viðskiptavin- anna, sem stundum hafa ekki ástæður til þess að útskýra sfnar sérstöku óskir. Það er alveg víst, að miðað við flest önnur lönd ersímaþjónustan á Islandi nálægt hámarkinu. Haf- ið þið reynt til dæmis að panta landssfmaviðtöl og viðtöl til ann- arra landa í Frakklandi, Tékkó- slóvakíu, Italíu, Túnis, Póllandi og Irlandi? Þetta hef ég allt reynt og það með mjög vondum árangri. Sumir miða allt við Bandarikin. Það er ekki sanngjamt, því að þar er síminn í höndum einkafyrir- tækja, sem keppast um að veita sem bezta þjónustu, enda er sfma- þjónustan þar löngu viðurkennd sem hin bezta í heiminum. En meðan við höfum sfmann á Is- landi f krumlunum á ríkisreknu einokunarfyrirtáeki, þá skulum við samt viðurkenna'það, sem vel er gert, og það flest. Sfmaskráin hefur skánað mikið á undanförnum árum og er nú að verða ágæt. Eitt verður að minna Póst- og símamálastjórnina á. Það er, að „Götu- og númeraskrá yfir rétthafa síma í Reykjavík, Seltjarnamesi, Kópavogi, Hafnar- firði, Bessastaða- og Garðahreppi, mai 1971“ er löngu orðin úrelt. Það eru bráðum að verða liðin tvö og hálft ár síðan hún var gefin út. Margir aðiljar þurfa nauðsynlega á þessari skrá að halda. Því þarf að gefa hana oftar út en raun ber vitni. Sé hún dýr í útgáfu, þá má líka selja hana dýru verði. Eftir- spurnin verður að ráða markaðs- verðinu hér sem annars staðar.“ 0 Ugla sat ákvisti Dagbjört Garðarsdóttir hringdi og bað um, að komið yrði á fram- færi sérstöku þakklæti til Jónasar Jónssonar fyrir þáttinn „Ugla sat á kvisti", sem var á dagskrá sjónvarpsins s.l. laugardag í um- sjá Jónasar. Dagbjört vildi einnig þakka Þurfði Sigurðardóttur fyrir fram- lag hennar til þáttarins, og sagðist vonast til að heyra hana og sjá sem oftast í slíkum þáttum. # Afhverju...? Húsmóðir f Austurbænum vill fá svar við ýmsum spurningum, og fer bréf hennar hér á eftir: „Góði Velvakandi! Þú birtir oft bréf frá húsmæðr- um i Vesturbænum. Gerðu það nú fyrir mig að láta prenta bréf frá mér, húsmóður í Austurbænum. Af hverju hafa forráðamenn strætisvagnanna ekki samráð við íbúa f Austurbænum, þegar leið- um strætisvagnanna er breytt? Það er ekki víst, að öllum standi á sama um nýju leiðirnar, og þá á ég ekki aðeins við ökuleiðirnar um Austurbæinn, heldur einnig áfangastaði þeirra í öðrum bæjar- hlutum. Af hverju er miklu dýrara að kaupa I matinn nú en það var, þegar vinstri stjórnin settist að völdum, og af hverju er allt, þar á meðal talin öll venjuleg þjónusta af hálfu ríkisins, orðið svo miklu dýrara en það var áður? Ég vil taka það fram, að við kusum öll Framsókn seinast (hjón með tvær dætur á kosningaaldri). En skyld- um við kjósa svoleiðis næst? Mér erspurn. Af hverju skyldum við sætta okkur við allt, bara af þvf að svokölluð „okkar stjórn" situr að völdum? Enda þótt Velvakandi sé allur af vilja gerður á hann ekki annað svar en. Af því bara! IDNAÐARHÚSNÆÐI Erum kaupendur að 200 — 600 fm. iðnaðarhúsnæði á jarðhæð á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Tilboð sendist Mbl. merkt: 1018 fyrir 23. okt. vörubflstlórafélagld bróttur heldur félagsfund í húsi sínu, fimmtudaginn 18. þ.m. kl. 20.30. Fundarefni: Samningamálin. Áríðandi er, að félagsmenn fjölmenni og mæti stundvís- lega. Stjórnin. KARLMANNAFÖT Glæsilegt úrval af vönduðum karlmannafötum nýkomið. Verð aðeins kr. 5.650.00 ANDRÉS, Skólavörðustíg 22, Sími 1 8250. Ég hef flutt skrifstofu mína að Lyngási 8, Garðahreppi, (hús Öndveg- is h f.), Þórarinn Þ. Jónsson, lögg. endurskoðandi Sími 51065.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.