Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTOBER 1973 3 Bók á ensku eftir Gylfa Þ. Gíslason KOMIN er út hjá Almenna bóka- félaginu bók á ensku eftir Gylfa Þ. Gíslason, „The Problem of Being an Icelander — Past, present and Future.“ I kynningu AB segir, að hún sé rituð til að svara spurningum útlendinga um sögu landsins fyrr og nú og bókin geri það á skýran og skemmti- legan hátt. „Efni bókarinnar er vissulega hverjum útlendingi for- vitnilegt, og þá ætti hún ekki hvað sízt að verða stórþjóðar- mönnum til fróðleiks og skilningsauka," segir í fréttabréfi félagsins. Það kom fram á fundi með fréttamönnum og forráðamönn- um AB, að útgáfufélög í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð hafa látið í ljós áhuga á bökinni, er hún var kynnt á bókasýningu í Frankfurt nú nýlega. Ekkert hefur þó verið ákveðið um útgáfu GOÐAR SÖLUR í ÞÝZKALANDI ÞRJÚ ISLENZK SKIP SELDU I Þýzkalandi í gær, voru það tveir netabátar og eitt síldveiðiskip. Jón Helgason AR seldi 32 lestir fyrir 39.800 mörk eða 1.3 millj. Meðalverð er kh 43.10. Huginn 2. VE seldi 47.2 lestir en 4.5 lestir voru dæmdar ónýtar. Fyrir aflann fékk Huginn 61.193 mörk eða 2.1 millj. Meðalverðið er kr. 50.00. Uppistaðan i afla þessara báta var ufsi. Sæberg SU seldi 57.1 Iest af síld í kössum og 27 lestir í bræðslu fyrir 65 þúsund mörk eða 2.2 milljónir. Meðalverðið er kr. 27.50. Gylfi Þ. Gfslason á henni erlendis að svo komnu máli. I bókinni eru 16 heilsíðu- myndir, sem Gunnar Hannesson hefur tekið. Ensku þýðinguna annaðist Pétur Kidson Karlsson. Torfi Jónsson sá um útlit, Kassa- gerð Reykjavíkur prentaði Ijós- myndirnar, en bókin er prentuð og bundin hjá G. Benediktsson, Viðey og í Bókbindaranum. Hún er 92 bls. að stærð og skiptist í 28 kafla. Sjálfboðaliðar SJALFBOÐALIÐA vantar til starfa í dag við bygginu nýja Sjálfstæðishússins. Sjálfstæðis- menn! Mætið í dag kl. 13 — 19 og takið þátt í að koma upp nýju Sjálfstæðishúsi. Frá siðaskiptum til 9* s j álfstæðisbar áttu íslandssaga 1550-1830 eftir Lýð Björnsson „FRA siðaskiptum til sjálfstæðis- baráttu — Islandssaga 1550— 1830" heitir bók, eftir Lýð Björns- naumast jafn áberandi þáttur og á þjóðveldisöld eða eftir 1830. I bókinni er fjöldi mynda og margar fágætar. Eru myndir og kort alls 58 á 143 lesmálssíðum. Aftan við þær eru nafnaskrá, at- riðisorðaskrá og heimildaskrá á 15 síðum. 1 bókinni eru æviágrip 11 merkismanna frá því tímabili, sem hún spannar. „Frá siðaskiptum til sjálfstæðis- baráttu“ er offsetprentuð í Odda h.f. og bundin í Sveinabókband- inu h.f. Auglýsingastofa Torfa Jónssonar annaðist káputeikn- ingu. Fjallkirkjan komin úthjáAB — í fyrsta sinn á íslenzku í eigin gerð höfundar FJALLAKIRKJAN, eitt af meginverkum Gunnars Gunnarssonar skálds er nú komin út í þremur bindum hjá Almenna bókafélaginu, í fyrsta sinn á íslenzku í eigin gerð höf undar. I tilefni af því boðuðu forráðamenn AB til fundar með fréttamönnum til að skýra frá þessari útgáfu. Var Gunnar Gunnarsson þar einnig og sagðist hann hafa stytt skáld- verkið allverulega við þýðinguna, einkum síðari hluta þess. Baldvin Tryggvason, fram- kvæmdastjóri AB, sagði, að enda þótt verk Gunnars Gunnarssonar hefðu verið gefin út áður á íslenzku, mætti þó með nokkrum sanni segja, að þetta væri frumútgáfa, þar GUNNAR GUNNARSSON FJALLKIR K JAN Fjái'Kiíkian. W:w> -nikK MsnfttMikur ííu:i>ní»» ÓURnarttOnðr, reku' i ógtoynw l»SK'« 0rO¥k«tor)i fco.-r.unQ* Ikáid* Ir4 írufljftamsku i •óÍSviua^i ri8 1« »8 streun., OQ «l lx»4 ci tvia »kww ticn :yr»i» cq »«du.-M>Kn«»: urr. :* siálfan séj 3Q *«. S»amt n:rur:r>g jr.ni uro ástkosro r«58ur Iwrfut «r. 1*03« ve’>8 aonu.-n rUiurtAVn oq iMaQMMwr. FjoCkirkjaa. som hér birtí*! ■ orxUnieQi, a*,8 háfundnrirut, he*u: y: «5 cmfnj (Btprrst* tiatavorSc Wcmkan háfun-J Kápumynd af Fjallakirkjunni, sem kemur nú út f þýðingu Gunnars sjálfs, sem cinnig hef- ur stytt verkið nokkuð. sem þær kæmu nú í hans eigin gerð og endanlegri. Af safni Gunnars í þessari nýju útgáfu eru komin út sjö bindi, og verð- ur henni haldið áfram, og er þess að vænta, að bindin verði ekki færri en 23-25, þegar allt er komið. Gunnar Gunnarss. var inntur eftir því á fundinum, hvort það hefði ekki jafnan verið almenn skoðun, að Fjallkirkjan væri sjálfsævisaga, og sagði hann, að margt væri að vísu líkt með eigin reynslu og aðalsöguhetj- um, svo og i umhverfi bókarinnar. Markmiðið hefði þó ekki verið að skrifa sjálfs- ævisögu, heldur væri verkið fyrst og fremst til að sýna lífið hér á Islandi og í Danmörku á þeim tima, er það gerist. Gunnar hefur á undanförnum árum unnið við að endurþýða bækur sínar, en langflestar komu fyrst út á dönsku og eru nú 67 ár síðan fyrstu bækur hans, tvö lítil ljóðakver, komu út í Danmörku. Þau hétu „Vor- ljóð“ og „Móðurminning". Hann sagði, að mikið væri óþýtt, en hann væri nú að vinna við bókina „Sælir eru ein- faldir“. Sagðist hann hafa mikla ánægju af því starfi. Fram kom, að ýmsar bækur Gunnars hafa aldrei birzt á islenzku. Eru það greina- og rit- gerðasöfn, ein bók um Island og önnur um Norðurlönd og nokkrar fleiri. Þessar bækur verða ef til vill í nýju út- gáfunni, þegar þar að kemur. Þá eru i fórum Gunnars hand- rit að nokkrum bókum, þar á meðal leikrit og smásögur, sem skrifuð voru á íslenzku, en ekki hafa komið út. Þær bækur, sem þegar eru komnar út nú í nýrri gerð Gunnars, eru Svartfugl, Viki- vaki, Heiðaharmur og Saga Borgarættarinnar, auk Fjall- kirkjunnar. I næsta bindi verður væntanlega „Sálu- messa". 1 kynnisbréfi AB um Fjall- kirkjuna segir meðal annars: „Fjallkirkjan, hinn mikil og einstæði sagnabálkur Gunnars Gunnarssonar hefur verið nefndur „eitt fegursta listaverk eftir íslenzkan höfund" og jafn- merkur bókmenntafræðingur og dr. Steingrímur J. Þorsteins- son hefur látið svo um mælt, að hún sé „tvímælalaust eitt af öndvegisverkum íslenzkra bók- mennta allra tíma“. En því má einnig bæta við, að hún er örugglega um fram önnur verk Gunnar Gunnarsson á blaða- mannafundi AB þessa höfundar lykillinn að lifs- skoðun og skáldheimi Gunnars Gunnarssonar. 1 raun er þetta veraldarsaga ungs skálds og rekur í ytri og innri viðburðum þroskaferil þess allt frá frumbernsku, er það unir óhult undir grasi grónum moldarvegg við leik að stráum og til þess er það hefur rösk- lega tvitugt unnið úrslitasigur meðal framandi þjóðar og endurheimt um leið sjálfan sig og landið sitt, sem ásamt minningunni um elskaða móður hefur alla tíð verið að búa um sig i hjarta hans og verið honum í senn sigurtákn og örlagavaldur." Um útslit allra bindanna þriggja annaðist Torfi Jónsson, þær voru settar og prentaðar i Odda hf. og bókband sá Sveina- bókbandið um. í fyrsta bindinu er „Leikur að stráum“. Síðan kemur „Nótt og draumur" og í þriðja bindinu „Oreyndur ferðalangur" og „Hugleikur". Bækurnar þrjár eru samtals 953 bls. Ævisaga Hagalíns og íslenzkt ljóðasafn meðal bóka, sem koma bráðlega út hjá AB Á FUNDI hjá Almenna bókafé- laginu skýrði framkvæmda- stjóri þess, Baldvin Tryggva- son, og form. bókmenntaráðs, Tómas Guðmundsson, frá nokkrum væntanlegum bókum, sem koma út á næstunni hjá AB. Má þar nefna Islenzkt ljóðasafn, sem Kristján Karls- son hefur séð um, og er þetta fyrsta bindið af fimm, þar sem birt verða íslenzk úrvalsljóð. Nefna má og þriðju þjóðsagna- bók Sigurðar Nordal, „Stóð ég úti í tunglsljósi"; ævisögu Guð- mundar Hagalín og „Flscher gegn Spassky" eftir Friðrik Ólafsson og Freystein Jóhanns- son. Af kiljum, sem félagið gefur út, skal þessara getið: „Dóminó” leikrit Jökuls Jakobssonar, „Djöflarnir", saga eftir Hrafn Gunnlaugsson og ljóðabækur eftir þrjá nýja höf- unda, Gisla Ágúst Gunnlaugs- son, Ragnheiði Erlu Bjarna- dótturog Þóru Jónsdóttur. Aðspurður um, hvernig af- borgunarkerfi það, sem AB hef- ur komið upp, hafi reynzt í framkvæmd, létu þeir Baldvin og Tómas vel af því og sögðu heimtur hafa verið góðar og yfirteitt stæðu menn í skilum. Gagntíllögur vinnuveitenda Lýður Björnsson son, sagnfræðing sem Bókaverzl- un Sigfúsar Eymundssonar hefur sent frá sér. I kynningu BSE seg- ir, að bók þessa megi kalla undan fara bókar Heimis Þorleifssonar „Frá einveldi til lýðveldis" — Is- landssaga eftir 1830, sem kom út hjá forlaginu í byrjun þessa árs. 1 formála getur Lýður Björns- son þess, að vikið sé að nokkru frá hefð í kennslubókagerð, þar sem fjallað sé hér mun meira um þjóð- ina og líf fólksins, atvinnu þess og lífskjör, en gert hafi verið. Eðli- legt sé, að lögð sé meiri áherzla á þennan þátt heldur en stjórn- málasöguna, þegar fjallað sé um timabilið 1550—1830, enda stjórn- mál í þrengri merkingu þess orðs VINNUVEITENDASAMBAND Islands metur fyrstu tvo Iiði krafna Alþýðusambands Islands sem 8 milljarða kr. viðbótarút- gjöld fyrir atvinnuvegi landsins — eins og skýrt var frá f Morgun- blaðinu I gær. Tillögur vinnuveit- enda voru á samningafundi f fyrradag k.vnntar verkalýðsleiðtog unum og verða þær birtar hér með þeim útskýringum, sem Mbl. fékk hjá Vinnuveitendasam- bandi Islands. Fyrsti liðurinn hljóðar svo: „Kjarasamningar skyldra félaga verði samræmdir í heildargrunn- samningi, sem gildi fyrir lands- samböndin sameiginlega. Sér- ákvæði einstakra félaga verði við- bót við slíkan samning." Vinnu veitendur segja að ástæðan fyrir þessu sé, að margir samningar skyldra félaga séu f meginatrið- um samhljóða. Þvi vilja þeir ein- falda málin með heildargrunn- samningi, en sérákvæði hvers fé- lags komi síðan til viðbótar. Annar liður hljóðar svo: „Samið verði samtímis um öll ágreinings- atriði, svo að ekki komi til stað- bundinna verkfalla einstakra starfshópa eða starfsgreina.“ Þetta atriði telja vinnuveitendur mjög mikilvægt, svo að einstakir starfshópar stöðvi ekki stór at- vinnufyrirtæki. Þegar síðast var gengið frá samningum, var sumum ágreiningsatriðum frestað til svokallaðra sérsamn- inga. Þriðji liðurinn fjallar um samn- ingstímann: „Samningstími verði 3 ár, og verði um kaupbreytingar að ræða, komi þær til fram- kvæmda í áföngum." Vinnuveit- endasambandið telur, að sá 2ja ára samningstimi, sem gilt hefur, hafi gefið góða raun, en enn betra yrði, ef samið yrði til 3ja ára. Fjórði liður tillagna VSl. er: „Fullmótaðar og endanlegar kröfur um kaup og kjör verði lagðar fram samtímis uppsögnum samninga. Að öðrum kosti verði uppsögn ógild." Undanfarið hefur gengið erfiðlega að fá full- mótaðar kröfur félaganna og eru þess jafnvel dæmi, að kröfur hafi borizt eftir að eiginlegir samningafundir höfðu hafizt. Með þessu fyrirkomulagi teiur Vinnuveitendasambandið, að samningar eigi að geta gengið greiðlegar fyrir sig. Fimmti liðurinn fjallar um verðlagsmál. Hann er svohljóð- andi: „Samningsaðilar beiti sér fyrir þvi, að núgildandi lög og starfshættir verðlagsyfirvalda verði teknir til endurskoðunar. Til bráðabirgða beiti fulltrúar vinnumarkaðarins sér fyrir því sameiginlega, að Verðlagsnefnd verði settar ákveðnar starfs- reglur, sem kveða á um hámarks afgreiðslutíma umsókna ásamt á- kvæðum um rökstuðning fyrir úr- skurðum nefndarinnar. Auk þess verði komið á fót verðlagsdóm- stól, sem hægt verði að skjóta til úrskurðum Verðlagsnefndar meðan hún starfar. Dómstóllinn verði skipaður jafnri fulltrúatölu frá aðilum vinnumarkaðarins, einum frá ASl og einum frá VSI, en oddamaður verði tilnefndur af Hæstarétti.“ Þetta er að áliti vinnuveitenda veigamikil krafa, sem verið hefur ofarlega á blaði hjá þeim undanfarin ár. Félögum innan VSl hefur oft fundizt þeir illa leiknir af verðlagsnefnd og þvi er þeim umhugað að ná sam- komulagi um breytta starfshætti. Sjötti liður tillagna Vinnuveit- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.