Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1973 SAI GAI N 1 Ed McBain: 1 ó heljcirþröm vegna þess, að þessi puerto- rfkanska stúlka var einhver ásjá- legasti kvenmaður, sem Hawes hafði augum litið allt sitt hunda- líf. Hann var ekki viss um, hvort áhugi hans beindist fremur að þrýstnum barmi Angelicu Gomez eða nítróflöskunni á borðinu. Meðan hann gældi við ýmsar hug- myndir varðandi nítróflöskuna, sökkti hann sér niður í hugaróra, hvað snerti sprengikraft þessarar ljóshærðu kynbombu, og eftir að hann hafði leyst hugmyndaflugið úr læðingi, naut hann þess í æ ríkari mæli að virða stúlkuna fyrir sér. Tígulegar hreyfingar hennar, grannir öklarnir, sem samsvöruðu vellöguðum kálfum og hnjám, langur hálsinn, grönn bogadregin hakan, beint nef. Sei, sei, það var hrein unun að horfa á hana. Og svo virtist hún algjör- lega óafvitandi um þessa eigin- leika sina. Hawes varð að áminna sjálfan sig um, að stúlkutetrið hafði nýverið skorið mann á háls. Þokkaleg stúlka. „Eyrði, er 'etta virkileg sprengja," spurði Angelica Virgi- niu. „Seztu niður og vertu ekki að angra mig,“ svaraði Virginia. „Ætlarðu að sprengja ana?“ ,,Ef með þarf, já.“ „’Vers vegna?“ „Æ, góða haltu þér saman. Hættu þessum heimskulegu spurningum." „Ertu með byssu líka, áh?“ „Ég er með tvær byssur," sagði Virginia. „Eina hér í hendinni, aðra hér í kápuvasanum mínum. Og borðskúffan hérna er full af þeim.“ Hún benti á skúffuna, þar sem hún hafði skömmu áður stungið skammbyssu Willis niður. „Þú ert ekkert að leika þér, á? erða?“ „Nei, ég er ekki að leika mér.“ „Eyrðu. Af 'verju leyfirðu mér ekki bara að fara?“ „Um hvað ertu eiginlega að tala?“ „Vers vegna læturðu mig ekki fara héðan? Þú stjórnar staðnum. Þú éyrðir 'vað löggan sagði áðan. Þúéfur rekið fleyg érna, já? Allt í lagi, ég labba út, á? Allt i lagi?“ „Þú verður þar sem þú ert, ljúfan.“ „Porqué? Til'vers?“ „Vegna þess, að farir þú héðan út áttu eftir að kjafta frá. Og kjaftirðu í vitlausan mann, geta allar mínar fyrirætlanir farið út um þúfur.“ „Við 'vern ætti ég svosem að tala. Ég tala við engan. Ég ætla strax út borginni. Kannski aftur til Puerto Rico. Tek flugvél. Élvíti, ég skar mann á áls, þú veizt. Stór 'ópur af krakkaskríl á 'ælunum á mér. Ég vakna kannski dauð á morgun, já? Svona, vin- kona, ég má fara?“ „Þú verður kyrr,“ sagði Virgi- nia. „Eyrðu, vertu....“ „Þú verður kyrr!“ „En ef ég labba út samt, ef ég geri það?“ „Þá ferðu sömu leið og löggan þarna í horninu." „Uff, þú ert vond,“ sagði Angelica og hún gekk frá borðinu yfir að stólnum sínum, settist og krosslagði fæturna. Hún fann, að augu Hawes hvíldu á henni, brosti til hans, en dró pilsið um leið niður á lærin. Hawes hafði í raun réttri ekki verið að horfa á fætur hennar. Hann hafði rétt í þessu fengið hugmynd.Hugmyndin vartvíþætt — fyrri hlutinn, ef áætlunin átti að takast, varð einmitt að fara fram í nánd við stúlkuna. Kjami hugmyndarinnar byggðist á tveimur framkvæmdaliðum, og Hawes var nokkuð sannfærður um, að annar þeirra tækist þegar í stað, hinn gat aftur á móti dregizt á langinn, ef hann tækist þá yfir- leitt. Samt var Hawes heillaður af hugmyndinni, og ann- ars hugar hafði hann einblínt út í tómið án þess að veita því eftirtekt, að tómið var í þessu tilviki þokkafullir fætur Angelicu Gomez. Nú ákvað hann að notfæra sér nærveru stúlkunnar til að koma fyrra þætti áætlunarinnar í fram- kvæmd, því að hann gerði sér grein fyrir, að Viginia Dodge varð að snúa frá honum til að svo mætti verða. Hann færði sig yfir þangað, sem stúlkan sat. Hann -; I þýóingu Björns Vignis. dró sigarettupakka úr skyrtuvas- anum. velvakandi Velvakandi svarar ! sfma 10- 100 kl. 10.30—11.30. fri mánudegi til fóstudags. # Snobbhöll sundidíótanna Torfi Ólafsson, Melhaga 4, skrifar, og hefur sjálfur sett sér fyrirsögnina: „Það hefur varla farið framhjá neinum, sem átt hefur leið nálægt Sundlaug Vesturbæjar upp á sið- kastið, að þar stendur mikið til. Hefur gryfja mikil verið grafin rétt hjá húsi sundlaugarínnar og hið fagra tún, er þar hefur Iengi glatt augu vesturbæinga, verið stórskemmt með þessu jarðraski. Er það ekki fyrsti græni blett- urinn, sem ráðizt hefur verið á að undanförnu af dæmafárri skammsýni og tillitsleysi við borg- arbúa. Mun ætlunin vera að reisa þarna enn eina þarfleysubygg- inguna, sóa stórfé af sameigin- legum sjóðum borgarbúa til einskis, eða hafa ekki allir þeir, sem sótt hafa Sundlaug Vest- urbæjar, getað afklætt sig þar vandræðalaust til þessa? Væri ekki nær að nota heldur það fé, sem ætlað er í þessa snobbhöll, til þess að styrkja byggingu sjúkra- húss þess fyrir heilsutæp og aldurhnigin dýr, sem erlent val- menni bauðst til að gefa íslend- ingum, en þeir voru nógu miklir durgar til að hafna? Og hafa menn virkilega afráðið að reisa þessa klæðfellingahöll þarna, á einum fegursta stað borgarinnar, án þess svo mikið sem ráðgast við einn einasta mann eða konu þarna í nágrenn- inu? Geta menn verið svo blindir, að þeir sjái ekki, að þetta hús mun byrgja alla útsýn til Esjunn ar, ef menn standa sunnan megin við það, og skyggja með öllu á hina óviðjafnanlegu fegurð Skerjafjarðarins og Álftanessins fyrir þeim, sem um ókomin ár eiga eftir að ganga upp stéttina að sundlaugabyggingunni? Ég bara spyr: Eru engin takmörk fyrir því, hvað langt á að ganga í eftirlæti við kröfur forrikra sund- idíota, sem þykjast alltof fínir til að tína af sér spjarirnar innan um sauðsvartan almúgann? Ég skora því á borgaryfirvöldin að láta samstundis fylla þessa ljötu gryfju og leggja yfir hana þökur, svo að fegurðarskyn okkar vesturbæinga verði ekki sært frekar en orðið er og útsýn spillt með þessu tilhaldshúsi. Torfi Ólafsson, Melhaga 4.“ 0 Söguaidarbær og þingbúðir Steingrfmur Davíðsson skrifar: „Heill og sæll Velvakandi. Síðastl. vetur ritaði ég anga- lítinn pistil um sögualdarbæinn, sem þá var mikið rætt um að reisa, á vegum ríkisins, í minningu ellefu alda búsetu á landi voru, talið frá og með land- námi Ingólfs Arnarsonar. Ráða- gerð þessi var þó nokkuð á reiki og hugmyndir um bæinn óljósar, feigðarmerki á hugarfóstrinu, enda lét rikisstjórnin framkvæma fóstureyðingu litlu seinna. Eg benti á, að við hefðum ágætar heimildir um húsaskipan fyrstu bæja landnámsmanna, en mun hafa haldist lítið eða ekkert breytt næstu aldirnar. Þessvegna þurfti ekki að hika við byggingu sögualdarbæjarins svo kallaða. Hins vegar væn sýnt, að bærinn kæmist ekki upp fyrir þjóð- hátíðina, fyrst framkvæmdir væru ekki byrjaðar, þar sem flestar framkvæmdir færu nú á tímum laklega lestagang. Ég taldi og fráleit, að reisa þennan eina minningarbæ einhvers stað ar uppi í eyðidölum, eins og helst var ráðgert, heldur skyldi byggja hann í námunda við Reykjavík,— bæ Ingólfs. Best fer nú á því, að áhuga- menn í landshlutunum taki málið í sfnar hendur, og reisi eigi aðeins einn sögualdarbæ heldur 1—2 í hverjum Iandsfjórungi, og þá við Reykjavík. Bæi þessa skal reisa á fjölsöttum sögustöðum i hverjum landsfjórðungi. Um marga er að vel ja, en ég vil benda á þessa: I Sunnlendingafjórðungi Bergþórshvol og Kirkjubæjar- klaustur, í Vestfirðingafjórðungi Borg á Mýrum og Hvamm í Dölum, i Norðlendingafjórðungi Þingeyrar í Húnaþingi og Krists- nes í Eyjafirði, í Aústfirðinga- fjórðungi Skriðuklaustur og Egilsstaði. (Mörk landsfjórðung- anna voru önnur, en hér ertalið.) Eins og fyrr segir, er þetta aðeins bending um staðaval. Og ekki er gert ráð fyrir nema einum ,,bæ“ í fjórðungi hverjum, nema í Norð- lendingafjórðungi Reykjavík yrði þá sér, sem vera ber, vegna Ingólfs Arnarsonar. 0 Sex engin ofrausn Sex sögualdarbæir í öllu landinu eru engin ofrausn. Frá- leitt er, að allir Islendingar þurfi að fara á einn stað til að kynnast réttri mynd af fyrstu bústöðum feðra vorra á ættjörðinni — t.d. að skólabörn að norðan, austan og vestan verði að fara suður í Þjórsárdal til að kynnast af eigin raun þessum verkum feðranna. Byggingamenn úti á landsbyggð- inni kunna vel til verka og af- kasta miklu, svo kostnaður yrði svo lítill, að ekki er negnandi, enda vísast að sjálfboðaliðsvinna yrði fyrir hendi. Því má treysta, að enn eru svo margir hraustir menn og dug- andi í dreifðum byggðum landsins og smáum byggða- kjörnum þeirra, að þeim verður létt, að reisa einn „söguraldarbæ" í hverjum landsfjórðungi á Locfdýr h.f. Aðalfundur félagsins verður haldinn að Hótel Esju, laugardaginn 27. okt. kl 14. Dagskrá samkvæmt félags- lögum Stjórnin. múd á Melunum 4ra herb. góð íbúð ásamt 2 rúmgóðum herb. í risi ásamt sér bílskúr til sölu. Lysthafendur leggi nöfn sín inn á afgr. Mbl. fyrir 31 . þ.m. merkt: „Melar 1 327“ Hjólhúsaeigendur Þeir, sem óska eftir geymslu fyrír hjólhús í vetur, hringið ! síma 81529, milli kl. 9-6 Hjólhúsaklúbbur íslands. Vörubfll óskast Vörubíll með diselvél 7-9 tonna, hentugur til fisk- flutninga óskast til kaups. Uppl. í síma 8086, Grindavík. nokkrum vikum. Ég lagði fyrr til, að 2 — 3 fornaldarbúðir yrðu endurreistar á Þingvöllum, og þeim haldið við, svo þær væru til sýnis öllum þeim, er Þingvelli sækja heim. Vitanlega skal velja búðir nafnkenndustu manna. Búðarústir, þær, er enn sjást, eru miklu minni en fornu búðirnar hafa verið og því ekki nothæfar til viðmiðunar sem slíkar, svo áætla verður stærð þeirra eftir líkum. Þetta ber ríkinu að framkvæma og kosta. A aldaskilum þjóðarinnar skal þetta gert. 11/9 1973. Steingrfmur Davíðsson." h.’AÐ U'íGJR EMUR GAMALL TEMUR Veizlumatur Kalt borð Útbúum mat fyrir bæði stærri og smærri veizlur, ferminaarveizl- ur og hátíðahöld félaga- samtaka. Kræsingarnar eru í KOKKHÚSINU KOKK HÚSID Lakjargata8 simi 10340

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.