Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1973 (RAUOARARSTIG 3J BILALEIGA CAR RENTAL T2 21190 21188 til 14444 •25555 I BlLALEIGA CAR RENTAL /Sbílaleigan V^IEYSIR CAR RENTAL «“24460 í HVERJUM BÍL PIONŒIER ÚTVARPOG STEREO KASETTUTÆKI SKODA EYÐIR MINNA. Shodb LE/GAI9 AUÐBREKKU 44-46. SIMI 42600. FEROABILAR HF. Bllaleíga. ■ Simi 81260. Fimm manna Citroen G.S. stat- ion Fimm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m bílstjórum) Bílaleiga Car Rental 41660 - 42902 STAKSTEINAR Vaka vinnur á Kosningar til nefndar þeirrar, sem sjá á um 1. desem- ber hátíðahöld stúdenta hafa vakið mikla athygli. Vinstri menn sigruðu með naumum meirihluta, en listi Vöku, félags lýðræðissinnaðra stú- denta hlaut 48,5% atkvæða. Urðu vinstri menn felmtri slegnir yfir þessum úrslitum, þvf sfðast er þeir áttu f kosn- ingum um þetta sama efni — Brottför hersins — þá hlaut Vaka aðeins milli 20—30% atkvæða. Vaka hefur þvf unnið geysi- lega á undanfarin tvö ár, þau ár, sem þjóðin hefur búið við vinstri stjórn. Auk þess er vitað, að Vöku hefur ætfð gengið ver, þegar kosið er á stuttum framboðsfundi eins og nú, en kjörfundur stóð aðeins í einn og hálfan tíma. Vinstri- meirihlutinn hafnaði kröfu Vöku um, að kjörfundur stæði allan daginn, svo sem flestum gæfist kostur á að greiða at- kvæði. Fóru þeir kænlega að ráði sfnu, því að almennt er talið vfst, að vaka hefði sigr- að f kosningunum, ef kjörfund- ur hefði staðið heiian dag. Það er fróðlegt að fylgjast með kosningasögu stúdenta þau rúmu tvö ár, sem vinstri stjórn hefur þraukað f landinu. Fyrir tveimur árum hlaut Vaka 33% atkvæða. I fyrra hlaut Vaka 46% atkvæða og nú hlaut félagið 48,5% atkvæða. Það er því einsýnt, hvert stefnir. og eru vinstri stúdentar þvf að vonum orðnir mjög skelkaðir. Er eftir- farandi klausa úr Þjóðvilj- anum gott dæmi um það: „En þrátt fyrir sigur vinstri manna verða þeir að taka sig á í starfa. Hinn litli atkvæðamunur sýnir að Vökupiltar eru leiknir smalar og fylgnir sér og eina svar vinstri manna við þeim er öflug skipulagning og starf.“ En ekki er þó vinstri stjórn- inni einni að þakka, hversu lýð ræðissinnum vex ásmegin. Stúdentaráðsmeirihlutinn hef- ur verið með eindæmum slapp- ur í starfi og þvf hallast æ fleiri stúdentar að Vöku. Enda sést á hinum tilvitnuðu orðum úr Þjóðviljanum, að lögð er áherzla á að hvetja vinstri menn til að hrista af sér slenið og láta eitthvað að sér kveða Og það er sannarlega ekki að ástæðulausu, að slík krafa kemur fram. Með- an Vaka hafði meirihluta í stúdentaráði var Félags- stofnun stúdenta komið á fót. Þá voru námslán aukin stór- kostlega, svo að þau gerðu mörgum kleift að sinna námi, sem annars hefðu orðið frá að hverfa. Ahrif stúdenta á stjórn Háskólans jukust að miklum mun og stúdentar stóðu fyrir blómlegu starfi, fundahöldum o.fl. Nú er öldin önnur. I tfð vinstri manna hafa námslán staðið í stað og reyndar lækkað hlutfallslega. Ahrif stúdenta á stjórn Háskólans hafa minnkað að mun, eftir þvf sem þeim hefur fjölgað f skólanum. Stúdentaráð hefur stórskaðað álit almennings á stúdentum með þvf að senda í tfma og ótfma frá sér vanhugsaðar og álfalegar ályktanir, sem ekki hafa borið vitni um hátt menn- ingarstig. Öll önnur starfsemi er í slfkum öldudal, að mönnum er tekið að ofbjóða. Skemmst er að minnast, að Stúdentafélag Háskólans, sem Vöku menn ráða varð að grípa til sinna ráða til að fyrra stúdenta frekari skömm. Hélt félagið mjög glæsilegan borg- arafund að Hótel Sögu, sem var þrisvar sinnum fjölsóttari en allir þeir smákommafundir til samans, sem fundanefnd Stúdentaráðs hefur boðað til. Það er því engum blöðum um að fletta, að bjart ætti að vera framundan hjá Iýðræðissinn- um, enda er öllum að verða Ijóst, að þeir verða að hrinda af sér ófögnuðinum og tryggja Vöku hreinan meirihluta í stúdentaráði. Enda bendir nú flest til þess, að það gerist f næstu stúdentaráðskosningum. EINS og allir vita og Björn Téhá manna bezt, þá er myndlistin göfugust lysta fyrir utan elektróníuna og jass- ballettinn. Enda blómstra nú myndir uppum alla veggi og skúlptúrar (menningarlegt orð) útumöllgólf. — Gamlar konur utanaf svokall- aðri landsbyggð taka sig upp og sýna stórfeingleg lystaverk aungvusíðuren Súmerar og aðrir malbikarar. Sjónlausir öldungar hella sér útí mynd- fðnina á grafarbakkanum. Og maður má þakka fyrir, meðan Ragnheiður Brynjólfsdóttir og það fólk þrifur sér ekki pentskúf og meitil í hönd og tekur til við myndlystina vía miðla og aðra mörlanda. — Að sjálfsögðu mundi Heiða af tæknilegum ástæðum ekki mála umkverfið, einsog það var á hennar tið, heldur einsog það er á okkar tímum. En það er semsagt bara af tæknilegum ástæðum. En svo við höldum okkur við lifendur, þá eru þau tíðindi nýjust af lystamönnum, að Alfráður Jógi hefur opnað sýningu á verkum sínum og boðið af því tilebbni frétta- mönnum og gagnrýnendum og öðrum menníngarvitum uppá snarl undir einu stórvirki sínu, sem ber hið tilkomumikla heiti Teingdamanna eða búrtfkin í gapastokknum. Það er sko mysteríum, sagði Jógi við oss menníngarvita, að einginn hefur hugmynd um, hvort teingdamamma er bútíkin eða búrtfkin teingda- mamma. Hins vegar er lystin i eðli sinu mysteríum og magí og maggý. Eða bara vorsjestersósa bætti lystamaðurinn við og þreif í vinstra frambrettið á músinni sinni og strauk það vingjarnlega. — Það er öllum sönnum lystamönnum Ijóst, hélt hann áfram, að til þess að að bera skyn á maggý þurfa menn að hafa hesthúsað það vænan skammt af alkóhóli, að mynd- sýnin skerpist nægilega tilþessað menn ajái íþað- minnsta tvöfalt. — A hinnbóginn er ég, einsog danir vita, svo risavaxinn andi, hvar sem á er litið, að einginn hefur áður kviknað slíkur hér norður við Dumbshaf. Og þarf ekki að orðlengja það: Þetta er láng- bezta sýning, sem opnuð hefur verið til þessa dags og ... David Cassidy leysir frá skjóðunni... DAVID CASSIDY skrapp í stutta ferð til Bretlands á dögunum til að sýna sig í sjón- varpi, rétt til að hressa upp á plötusöluna (enda er nýjasta platan hans komin í topp 10 í Bretlandi). Hundruðum saman reyndu örvæntingarfullir aðdáendur hans þar í landi með öllum tiltækum ráðum að hafa upp á dvalarstað hans, en án árangurs. Blaðamað- ur Melody Maker komst þó að því fyrir klíkuskap, hvar goðið væri að finna og dró fram blokk og biýant og hélt af stað. Kom hann aftur að vörmu spori með svar Cassidys við ýmsum spurningum, m.a.: UM sögusagnir um að I)avid hefði náð sér í vinstúlku í Bretlandi: „Ég er með tvær stúlkur með mér í þessari ferð, en þær sungu báðar með mér á nýju stóru plötunni minni og þær eru báðar giftar öðrum. Ég er ekki að fara að gifta mig, nema eitthvað eigi eftir að koma mér hræðilega á óvart! Ég á ekki einu sinni fasta kærustu. Ég fór bara út úr bíl með annarri þeirra í gær og nú skilst mér, að við séum gift! Maðurinn hennar var eins hissa og ég — hann sendi mér hamingjuóskakost í gærkvöldi! UM Osmonds og Jackson Five: „Þetta eru hljómsveitir með fimm eða sex strákum, og þær spila góða tónlist. Ég held, að það séu blöðin og plötufyrir- tækin, sem reyna stöðugt að binda okkur saman. Mér finnst ég ekki vera tengdur þeim á neinn hátt. Ég hef aðeins hitt einn eða tvo af Jackson Five, en ég hitti Osmonds eitt kvöldið í upptökustúdíói. Plötufyrir- tækin okkar líta kannski svo á, að við séum að keppa, en ég lft svo á, að ég eigi alls ekki í neinni samkeppni við þá.“ UM tekjurnar: „Ég hef ekki hugmynd um, hvað ég græði. Það er misjafnt. Ef ég kem fram á hundrað hljómleikum, fæ ég auðvitað miklu meira en ef ég kem ekki fram á neinum. Ef milljón plöt- ur með mér seljast, þá auðvitað.... Þetta fer eftir því, sem er að gerast hverju sinni.“ UM úrsögn hans úr Partridge-sjónvarpsþættinum (Söngelska f jölskyldan): „Ég á eftir tíu vikna upp- tökur til viðbótar, og svo er ég hættur að eilífu. Og það eru engar áætlanir um, að ég komi fram sem gestur í sjónvarps- þáttunum, eftir að ég er hættur. Ég held, að það sé gott, að ég er að hætta — það er orðið dálítið úrelt fyrir mig að vera þar, það er allt og sumt.“ Hvernig koma þeir því inn í söguþráðinn, að hann hætti? „Ætli ég fari bara ekki í há- skóla. Annaðhvort það eða þeir grípa mig, hundinn og strætis- vagninn og hrinda okkur fram af klettum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.