Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1973 17 Fóstureyðingar og tilraunir á fóstrum Ófullburða barn ásamt legköku f gervimóðurlffi. Blóð streymir gegnum barnið eins og örvarnar benda. Með svona útbúnaði má halda lffi f barninu meðan á tilraunum stendur. Mænan er klippt sundur svo að það finnur engan sársauka. VlSINDIN hafa á sfðari árum haldið inn á ýmsar umdeilanlegar brautir. Beizlun kjarnorkunnar til smfði eyði- leggingarvopna, ræktað manns fóstra f tilraunaglösum og tilraunir á lifandi dýrum eru fáein dæmi. Hér segir frá vísindalegum tilraunum lækna og líffræð- inga á lifandi fóstrum, fengn- um við fóstureyðingar. Eg sótti heim kunnan útvarps- og sjónvárpsmann sænskan, fil. lic. Eskil Bloc, deiidarstjóra á Rannsókna- stofnun sænska hersins (FOA), sem hefur kynnt sér málavöxtu til hlítar. Block er vel kunn- ugur íslenzkum málefnum, hefur dvalið hér á landi og kann íslenzkuna mæta vel. Hann veitti mér aðgang að gögnum og margvíslegar upplýsingar. Block gerðist fyrir fimm ár um forgangsmaður umræðna í fjölmiðlum um fósturtilraunsr. Markmið hans var að knýja fram rannsókn í málinu, fá úr því skorið hvort slíkar tilraunir færu fram í Svíþjóð, og hvort þær væru þá lögum sam- kvæmar. Því miður verður ekki annað . sagt en viðbrögð lækna, sem hlut áttu að máli, hafi orðið stéttinni til vansæmdar. Ein- hvern veginn hefur það æxlazt þannig, að læknastétt Vestur- landa hefur haldizt uppi að reisa rammgerðan þagnarmúr um starf sitt — og mistök í starfi. Það er raunar óljóst, hvort þetta er nokkrum í hagtil langframa. Læknarnir sóru og sárt við lögðu, að slikar tilraunir hefðu aldrei farið fram í Svíþjóð, og væru að auki tæknilega ófram- kvæmanlegar. Virtur læknir og prófessor staðfesti þetta i útvarpsumræðum. Stjórnandi þáttarins stöðvaði andmæli Blocks á þeirri forsendu, að sænskur prófessor skrökvaði ekki. Síðar kom þó á daginn, að hann fór þarna vísvitandi með rangt mál. Einnig var á bak við tjöldin lagt hart að Block persónulega að láta af baráttu sinni. Meðal annars var til fært, að helzta forsprakka fósturtilrauna í Svíþjóð, prófessor Diezfalusy, hefði orðið svo vel ágengt, að hann myndi bráðlega koma til greina sem Nóbelsverðlauna- hafi, ef starf hans yrði ekki truflað. Sænska læknablaðið þrætti í lengstu lög fyrir tilraunirnar. Smám saman komu þó brestir í þagnarmúrinn. Læknar og annað starfsfólk sjúkrahúsa gáfu sig fram og staðfestu, að tilraunir á fóstrum færu þar fram. Sfðan gerist það, að þekktur læknir skrifar grein í vísinda- ritið Forskning och Framsteg (4. tbl. 1971) um rannsóknir sínar og prófessors Diezfalusys á efnafræðilegum getnaðar- vörnum. Þar eru fósturtil- raunir taldar mikilvægur liður 1 rannsókninni og fylgir skýr- ingamynd sú, sem hér getur að líta. Myndin sýnir, hvernig lifandi fóstri, eða ófuliburða barni, er komið haganlega fyrir í eins konar tæknilegum móðurkviði. Blóði er dælt í gegnum æða- kerfi barnsins eins og örvarnar sýna. Þannig má halda barninu lifandi langtímum saman og gernýta í tilraunaskyni. SlNE I ÞJÓNUSTU VlSINDAMANNA Ég hef ekki haft aðstöðu til að grennslast fyrir um, hvort fósturtilraunir séu fram- kvæmanlegar á Islandi, en það verður að teljast ólíklegt. Hins vegar er ekki loku fyrir það skotið, að íslenzk fóstur hafi verið notuð í tilrauna- skyni. Samtök isl. námsmanna er- lendis, SlNE, hafa af einhverj- um ástæðum tekið að sér milli- göngu um aðgerðir á barnshaf- andi islenzkum konum á erlendum fóstureyðingastöðv- uin. Þess er skylt að geta, að auðveldlega má koma við slíkri tilraunastarfsemi, ein- kum á stöðvum í einkarekstri. Þær eru oft starfræktar sem alger fjárplógsiðja á stúlkum úr nágrannalöndum með strangari fóstureyðinga löggjöf. Hafa margar stöðvar verið staðnar að þvi að selja síðan fóstrin til vísindalegra tilrauna. Helztu viðskiptavinirnir munu vera lyfjaframleiðendur, eins og síðar verður getið. I næstu grein verður mál þetta rakið nánar, og að lokum birt samtal við lækni, sem sjálfur hefur stjórnað fósturtii- raunum. Hinn nýi utanríkis- ráðherra Noregs Knut Frydenlund MESTA óvissan varðandi myndun nýrrar norskrar rikisstjórnar undir forystu Trygve Bratteli var um, hver myndi skipa embætti untanríkisráðherra. Vara- formaður Verkamanna- flokksins, Rieulf Steen, sem lengi hafði verið talinn vís í þessa stöðu, baðst undan því að sitja í ríkisstjórninni. Þá kom landsstjórnin og þing- flokkurinn sér saman um Knut Frydenlund, sem raunar var fyrirfram vitað, að myndi verða formaður í utanrikismálanefnd og stjórnarskrárnefnd þings- ins. Knut Frydenlund er fæddur árið 1927 í Dramm- en, og var fyrst kjörinn á þing í Oslóarkjördæmi árið 1969. Hann tók embættis- próf i lögfræði árið 1950 og réðst þremur árum sfðar í þjónustu utanrfkisráðu- neytisins. Á vegum þess hef- ur hann starfað m.a. i Bonn og Brússel. Hann hefur einnig verið fastafulltrúi Noregs hjá Evrópuráðinu. Frydenlund var í mörg ár einkaritari Halvards Lange utanrlkisráðherra, en árið 1967 réðst hann tilstarfa hjá verkalýðshreyfingunni. Frydenlund hefur verið mótandi afl utanríkisismála- stefnu Verkamannaflokks- ins á síðari árum, sum- part sem formaður alþjóða- nefndar flokksins, en einnig sem talsmaður fyrir inn- göngu í Efnahagsbandalagið á Stórþinginu. Hann á sæti i stjórn Verkamannaflokks- ins. Eftir ósigurinn í þjóðarat- kvæðagreiðslunni um Efna- hagsbandalagið, hefur Knut Frydenlund lagt mikla áherzlu á „virkari Evrópu- stefnu“ í málflutningi sínum. Það verður eitt af veigamestu verkefnum hans sem utanrikisráðherra, að gera þessi áform sín að virk- um lið í stefnu sinni á borði ekki síður en í orði. PRÓF VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS Frétt frá Háskóla Islands Magnús Grímsson I UPPHAFI haustmisseris hafa Sigríður Sigurðardóttir eftirtaldir stúdentar lokið prófum Sigrún Ragnarsdóttir við Háskóla Islands: Soffia Kjaran Embættispröfi í guðfræði: (3) Trausti Júliusson Ulfar Bragason Birgir Asgeirsson Þráinn Hallgrímsson Jakob Ag. Hjálmarsson Jón D. Hróbjartsson Embættisprófi í lögfræði: (10) Fyrri hluta prófi 1 verkfræði: (3) Geir R. Jóhannesson Arnar Guðmundsson Hallgrímur Gunnarsson Ami Kolbeinsson Kristján H. Bjartmarsson Björn Hafsteinsson Guðmundur Sigurjónsson B.S.-prófi í verkfræði- og raunvís- Jón Steinar Gunnlaugsson indadeild Ölafur G. Gústafsson Stærðfræði sem aðalgrein: (1) Pétur Gunnlaugsson Sigríður Hlíðar Gunnarsd. Sigurberg Guðjónsson Skarphéðinn Þórisson Eðlisfræði sem aðalgrein: (1) Sævar Lýðsson Einar H. Guðmundsson Kandídatsprófi í viðskiptafræð- Jarðfræðisem aðalgrein: (3) um: (12) Ámi Hjartarson Agúst Einarsson Margrét Hallsdóttir Birgir Björn Sigurjónsson Sigriður P. Friðriksd. Björn Bjarnason Björn Björnsson Landafræði sem aðalgrein: (2) Daníel Þórarinsson Bjarni Reynarsson Guðmundur örn Gunnarsson Sigfús Jónsson Hulda Auður Kristinsdóttir Karl M. Kristjánsson Líffræðisem aðalgrein: (7) Kristján Gunnarsson Auður Antonsdóttir Stefán Friðfinnsson Ami H. Jónsson Steingrímur Þ. Gröndal Bogi Ingimarsson Örn Guðmundsson Guðmundur Einarsson B.A.-prófi f heimspekideild: (13) Leifur D. Þorsteinsson Tryggvi Gunnarsson Áki Gíslason Stefán B. Sigurðsson Guðni Kolbeinsson Helgi Guðmundsson B.A.-prófi í almennum þjóð- Ingibjörg Sæmundsdóttir félagsfræðum: (2) Jörgen L. Pind Aðalbjörg Jakobsdóttir Kolbrún Hjartardóttir Þorbjörg Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.