Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1974 DAGBOK t dag er fimmtudagurinn 3. janúar, sem er 3. dagur ársins 1974. Eftir lifa 362 dagar. ÁrdegisháflæSi er kl. 00.52, sfðdegisháflæði kl. 13.17. Þú skalt ekki óttast þá, því aS ég er með þér til þess aS frelsa þig. (Jeremía 1.8). ÁRNAÐ HEILLA Á aðfangadag jóla voru gefin saman í hjónaband Ella Bjarnar- son, sjúkraþjálfari og Helgi Torfason, jarðfræðinemi. Heimili þeirra er að Grænuhlíð 10, Reykjavík. Þann 1. desember gaf séra Þor- bergur Kristjánsson saman í hjónaband í Kópavogskirkju Þóru Hauksdóttur og Þorstein Stígs- son. Heimili þeirra er að Efsta- hjalla 7, Reykjavik. (Studio Guðm.). Þann 24. nóvember gaf séra Garðar Þorsteinsson saman í hjónaband í Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði Sigurlaugu Jóhanns- dóttur og Sigurjón Vigfússon. Heimili þeirra er að Sléttahrauni 27, Hafnarfirði. (Ljósmyndast. íris). Þann 8. desember gaf séra Jóhann S. Hlíðar saman í hjóna- band Unni Garðarsdóttur og Egil Grettisson. Heimili þeirra er að Grænukinn27, Hafnarf. (Ljósmyndast. íris). Þann 1. desember gaf séra Þór- ir Stephensen saman i hjónaband Elínu Helgu Þorbergsdóttur og Birgi Jóhann Þormóðsson. Heim- ili þeirra er að Rauðalæk 11, Reykjavík. (Studio Guðm.) Vikuna 28. desember — 4. janúar verður kvold- og helgi- dagaafgreiðsla lyfjabúða í Reykjavík í Háaleit isapóteki og Vesturbæjarapóteki. Næturvarzla verður í Háa- leitisapóteki. Læknastofur eru lokaðar á laugardögum og helgidögum, en læknir er til viðtals í göngudeild Landspítalans i síma 21230. Almennar upplýsingar um lækna- og lyfjabúðaþjónustu í Reykjavík eru gefnar í símsvara 18888. Mænusóttarbólusetning fyrir fullorðna fer fram í Heilsuvernd- arstöðinni á mánudögum kl. 17.00—18.00. Vaktmaður hjá Kópavogsbæ — bilanasími 41575 (símsvari). Lóðrétt: 1. hrópa 6 álasað 8. ósamstæðir 10. Kögur 12 skemmdi 14. á litínn 15. viðskeyti 16. ósamstæðir 17. þusar. Lóðrétt: 2. frumefni 3. linnulaus 4. ekki þessa 5. hughreystir 7. forfaðirinn 9. vökvi 11. hvíldi 13. stuttu. LAUSN A SÍÐUSTU KROSS- GÁTU Lárétt: 1. dorma 5. áar 7. röst 9. KK 10. grautur 12. AG 13. leti 14. lem 15. agati. Lóðrétt: 1. dorgar 2. rasa 3. mátuleg 4. ár 6. skrifi 8. örg 9. kút 11. tema 14. lá. Heimsóknartími sjúkrahúsa Barnaspítali Hringsins: kl. 15—16, virka daga, kl. 15—17 laugard. og kl. 10—11.30 sunnud. Borgarspítalinn: Mánud. —föstud. kl. 18.30—19.30. Laug- ard. og sunnud. kl. 13.30—14.30 og kl. 18.30—19. Flókadeild Kleppsspítala: Dag- lega kl. 15.30—17. Fæðingardeildin: Daglega kl. 15—16 og kl. 19 — 19.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Daglega kl. 15.30—16.30. Heilsuverndarstiiðin: kl. 15—16 og kl. 19—19.30 daglega. Hvítabandið: kl. 19—19.30, mánud.—föstud. laugard. og sunnud. kl. 15—16 og 19 —19.30. Kleppsspítalinn: Daglega kl. 15—16 og 18.30—19. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15—17 á helgidögum. Landakotsspítali: Mánud.— laugard. kl. 18.30—19.30. Sunnud. kl. 15—16. Heimsóknartími á barnadeild er kl. 15—16 daglega. Landspítalinn: Daglega kl. 15—16 og 19—19.30. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánu- dag—laugard. kl. 15—16 og kl. 19.30—20. Sunnudaga og aðra helgidagakl. 15—16.30. Vífilsstaðir: Daglega kl. 15—16 og kl. 19.30—20. FRÉTTIR 1 SÁ NÆSTBESTI Kvenfélag Lágafellssóknar heldur sína árlegu jólatrés- skemmtun fyrir börn i dag, 3. janúar, kl. 14 á Hlégarði, Mos- fellssveit. Kvenfélagið Bylgjan heldur skemmtifund í kvöld á Bárugötu 11 kl. 20.30 fyrir félagskonur og eiginmenn þeirra. Jói hafði ekki komið heim í tvo daga, svo að konan hans sendi simskeyti til fimm vina hans, og voru þau öll samhljóðandi: Jói ókominn heim — áhyggjur — er hann hjá þér — Ebba. Eftir stutta stund hafði hún fengið fimm svarskeyti, sem öll voru á sömu leið: JÁ. Pennavinir Israel Leora Mandelson Kfar Mordechai — 76-954 ISrael Hún er 15 ára að aldri og vill skrifast á við jafnöldru sína frá íslandi. Áhugamál hennar eru frí- merkjasöfnun, lestur, tónlist og íþróttir. Bandaríkin Debra Brown 7003 Harvey Avenue Pennsauken, New Jersey 08109 U.S.A. Hún er 15 ára, og hefur mikinn áhuga á alls konar útilífi og tón- list. ÁHEIT og SJAFIR I Gjafir til .Langholtskirkju f Reykjavík. I nóv. og des. 1973. Áheit Guðrún Sig. kr. 1.000— Sigrún Össurard. 1.100,— Páll Ólafsson 2.000,— Einar Palsson 2.000.— Lítill drengur 500.— Lítil stúlka 500.— Ingigerður Einard. 3.000.— Áheit H.Þ. Hafstein 1.500,— N.N. við messu 1.000.— Margrét og Haraldur Ól. 5.000.— Alls kr. 17.600,— Gefið í Hjálparsjóð kirkjunnar: Kr. 5.550,— Gefið í Hjálparsjóð Langholts- safnaðar frá börnum og tengda- börnum Jú.líönu Guðm. frá Flatey: Kr. 10.000.— Beztu þakkir. Árelíus Nílsson. ást er. . . c_Xi\ cll . . . að sýna áhuga á því sem hún er að undirbúa | BRIPGE I eftirfarandi spili, sem er frá leiknum milli Hollands og Tékkó- 'slóvakíu í Evrópumótinu 1973, tókst spilara að villa á skemmti- legan hátt fyrir andstæðingunum, þannig að þeir náðu ekki réttu lokasögninni. Norður S. 8-3 H. G-10-9-5-2 T. G L. Á-10-9-8-3 Vestur S. Á-K-G-9-7-2 H. Á-7-3 T. K-D L. 5-2 Suður Austur S. D-10-5 H. K-D-8-4 T. A-10-5 L. G-7-4 S. 6-4 H. 6 T. 9-8-7-6-4-3-2 L. K-D-6 Við annað borðið varð loka- sögnin 4 spaðar hjá A—V og fengu þe.ir 12 slagi. Við hitt borðið gengu sagnir þannig: V N A S 1 L 1 S (!!) 2 T P 2 S 3 L 3 H P 3 S p 4 T P 4 H p p p Með spaðasögninni tókst norðri að villa þannig fyrir andstæðing- unum að þeir náðu ekki réttu úttektarsögninni í spaða, en sögðu þess í stað úttektarsögn í hjarta, en þá sögn er aldrei hægt að vinna. Sagnhafi fékk 8 slagi og tapaði 200. IMÝIR BORGARAR Á Fæðingarheimili Reykjavík- ur fæddist: Guðrúnu Þorkelsdóttur og Herði Sigurðssyni, Þinghólsbraut 67, Kópavogi, sonur þann 16. des- ember kl. 00.55. Hann vó 13 merk- ur og var 51 sm að lengd. Þórdísi Þormöðsdóttur og Þorbirni Arnasyni, Reynimel 90, Reykjavík, dóttir, þann 16. desember kl. 06.45. Hún vó 14!ó mörk og var 51 sm að lengd. Jakobínu Gunnþórsdóttur og Guðfinni Jakobssyni, Þelmörk 78, Hveragerði, sonur, þann 16. desember kl. 19.25. Hann vó rúm- ar 14 merkur og var 49 sm að lerigd. Jakobínu Gröndal og Eirfki Ragnarssyni, Hæðargarði 6, Reykjavík, dóttir, þann 16. dese- mber kl. 11.10. Hún vó tæpar 13 merkur og var 49 sm að lengd. Gunnhildi Höskuldsdóttur og Ólafi Ögumdssyni, Kotmúla, Fljótshlíð, sonur þann 16. desem- ber kl. 04.25. Hann vó tæpar 14 merkur og var 54 sm að lengd. Nönnu Guðrúnu Zoége og Lárusi J. Atlasyni, Bankastræti 14, Reykjavík sonur þann 19. des- ember kl. 07.00. Hann vó rúmar 14 merkur og var 52 sm að lengd. Auði Öskarsdóttur og Guð- mundi Einarssyni, Vesturbergi 78, Reykjavík, Dóttir þann 26. desember kl. 10.10. Hún vó rúmar 14 merkur og var 52 sm að lengd. Kristínu Þórarinsdóttur og Ómari Óiafssyni, Kóngsbakka 4, Reykjavík, dóttir þann 26. des- ember kl. 05.30. Hún vó tæpar 13 merkur og var 50 sm að lengd. Ingibjörgu Þórðardóttur og Guðmundi Steingrfmssyni, Ljós- heimum 4, Reykjavfk, dóttir þann 24. desember kl. 01.25. Hún vó 14 merkur og var 50 sm að lengd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.