Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANUAR 1974 25 fclk í fréttum fclk f fjclmiélum SNÚIÐ A BANNIÐ Fregnir herma, að ýmsir auð- menn á ítaliu hafi fundið leið til að sleppa létt út úr hanni ítalskra stjórnvalda við akstri almennra bifreiða á sunnudög- um. Þeir ku hafa keypt sér leigultíla — sem eru undan- þegnir banninu — til einkaaf- nota. JÓLAGJAFIR FRA HVERJUM? Ed Clinch heitir maður og býr i Illínois-ríki i Bandarikj- unum. A hverju ári i 25 ár hefur hann fengið kókoshnetu i jólagjöf frá einhverjum. sem hann veit ekki, hver er. og allt- af hefur gjöfin verið færð honum með nýstárlegum hætti. í ár færði maður á hesti honum gjöfina, tímanna tákn i orku- kreppunni. Aður hefur hann m'.a. fengið gjöfina í fallhlif. með sjúkrabifreið eða úr hendi frægra manna. Clinch grunar. að gefandinn sé einhver af gömlum félögum hans úr stríð- inu á Kyrrahafseyjum. JÓLA- GLAÐNINGUR Annar rnaður i Illinois-riki á ekki alveg eins miklu láni að fagna. John Lowe heitir sá og einn daginn bauð hann þremur unglingum fimm dollara i þakk- lætisskyni fvrir að þeir hjálp- uðu honum að ýta bifreið hans yfir snjóskafl. „Skítt með fimm arann. við tökum allt saman," sagði einn unglinganna og hrifsaði veski Lowes um leið og annar unglingur hrinti honum í snjóskaflinn. Þeir hlupu síðan á brott með veskið og höfðu um 30 dollara upp úr krafsinu. JÓLAKORT Nixon Bandaríkjaforseti á enn gnægð vina. þrátt fvrir mikið andstrevmi undanfarna mánuði. Fyrir nokkrum dögum gekk hann frá jólakortunum sinum þetta árið og voru þau alls 50 þúsund talsins. A kort- unum var gömul mynd af Hvíta húsinu og á kortin var letrað: „Með öllum beztu óskum um gleðileg jól og ánægjuríkt ár — forsetinn og frú Nixon." MÓÐGAÐUR Sovézka ljóðskáldið Yevgenv Yevtushenko var sárgramur, er hann sá mörg auð sæti í saln- um, sem hann ætlaði að flvtja ljóð í. í Ottawa í Kanada fyrir skömmu. „Þetta er í fyrstasinn í 20 ár, sem ég hef séð auð sætí við ljóðalestur minn," sagði hann. Um fjórðungur 200 sæta var auður. „Ef menn færu til Sovétríkjanna, fengju þeir ekki svona viðtökur." sagði hann og kallaði þetta „grófa móðgun". SKANDALI Þessi mynd sýnir logn á 1 undan óveðri. Rétt eftir að hún var tekin slö í heiftarlega brýnu milli leikkvennanna tveggja, Raquel Welch og Fay Dunaway, sem leika áttu tvö aðalhlutverkin í hinni nýju útgáfu á sögu Alexanders Durnas „Skyttunum" en að töku hennar er nú unnið í Madrid á Spáni. í atriðinu, sem taka átti, er þessari mynd var smellt af, var raunar gert ráð fyrir harðri orrahrið milli þessara tveggja persóna, — en sú orrahríð varð einum og raunveruleg áður en yfir lauk. Þær Raquel og Fay lentu sem sagt í hörkuslagsmálum þar sem beitt var hnefum, kjafti og klóm og lauk slagnum ekki fyrr en menn skildu þær að. Óvinátta leikkvennanna á rætur sínar að rekja til atviks, sem átti sér stað í hanastélsgilli einu heima i Hollywood. Þar voru þær báðar mættar stöll- urnar og voru vel við skál. Kallaði Raquel Faye „spilltan krakkagemling" en Faye kallaði Raquel í staðinn „bölvaðan viðvaning". Ekki batnaði ástandið þegar Faye komst að því, að Raquel, — þessi „bölvaði viðvaningur" — ætti að fá næstum milljón dollara meira fyrir leik sinn í “Skyttunum". Nú er sem sagt taka myndarinnar kominn i bobba og virðist allt benda til að skipt verði um leikkonur ef þeim rennur ekki reiðin fljótlega. Feðgar að leik LJÓSMYNDARI Associated Press-fréttastofunnar, John Duricka, hefur tekið röð ljós- mynda af bandaríska öldunga- deildarþingmanninum Edward M. Kennedy og 12 ára syni hans, Edward yngri, sem mikið hefur verið skrifað um að undanförnu, vegna þess, að taka þurfti af hon- um annan fótinn til að freista þess að stöðva útbreiðslu krabbameins um likama hans. Þessi mynd er hin fyrsta í myndaröðinni, sem birt er, og sýnir hún þá feðga að leik við heimili sitt að morgni aðfangadags. Edward yngri hefur haft mikinn áhuga á íþróttum, eins og aðrir karl- menn f ættinni, og meðal jóla- gjafa hans að þessu sinni var fótbolti, em eitt fremsta liðið í ameríska fdrboltanum hafði notað í einum leik sínum. Útvarp Reykjavík FIMMTUDAGUR 3. janúar 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00. 8.15 og 10.10 Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Svala Valdimarsdóttir heldur áfram að lesa söguna „Malenu og litla bróður“ eftir Maritu Lundquist (10). Morgun- leikfimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Kristjánsson ræðir við Guðmund Kjærnested skipherra. Morgunpopp kl. 10.40: Gregg Allman synglir. Morguntónleikar kl. 11.00: Ey- vin Möller leikur á píanó tvær sónötur eftir Kuhlau / Kirsten Fiagstad og Sinfóniuhljómsveit Lundúna flytja söngva eftir Sibelius / Enskir einleik- arar flytja Septett í B-dúr eftir P'ran/. Berwald. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynning 13.00 A frfvaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óska- lög sjómanna. 14.30 Síðdegissagan: Saga Eldeyjar- Hjalta" eftir Guðmund G. Hagalfn. Höfundur les sögulok (32). 15.00 Miðdegistónleikar Wilhelm Kempff og Fílharmíníusveitin í Berlín leika Píanókonsert nr. 2 í B-dúr op. 19 eftir Beethoven; Ferdinand Leitner stj. Sinfóníuhljómsv. í Dresden leik- ur Sinfóníu nr. 8 i h-moll „Ófullgerðu hljómkviðuna eftir Sehubert Wolfgang; Sawallisch stj. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15) Veð- urfregnir). 16.20 Popphornið. 16.45 Barnatfmi: Gunnar Valdimarsson stjórnar a. „Hún amma mín það sagði mér‘\ 1: Mímir Völundarson les álfasögu úr þjóðsögum Jóns Árnasonar. 2: Gunnar Valdimarsson segir söguna af.Búkollu. 3: Guðrún Tómasdóttir syngur barna- gælu frá Nýja-íslandi, og einnig verður sungið lagið „Alfafell“. b. Kafli úr sögunni „T(;ygg ertu, Toppa" eftir Marv O'Hara Þorsteinn V. Gunnarsson les. 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veðurfregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Daglegt mál Helgi J. Halldórsson cand.mag. flytur þáttinn. 19.10 Bókaspjall Umsjónarmaður: Sig- urður A. Magnússon 19.30 1 skfmunni Myndlistarþáttur í um- sjá Gylfa Gíslasonar. 20.10 Leikrit: „Montserrat" eftir Emm- anuel Roblés Þýðandi: Jóhanna Sveins- dóttir Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir. Persónur og leikendur Montserrar. spænskur liðsf Sigmund- ur ' örn Arngrímsson Izquierdo, yfirliðsforingi Baldvin Halldórsson spænskir liðsforingjar: Zuazola.. ) Guðjón Ingi Sigurðsson Morales. .') Sigurður Karlsson Antonanzas.. ) Sigurður Skúlason Móðirin Margrét Ölafsdóttir Elena Helga Jónsdóttir Kaupmaðurinn Klemenz Jónsson Leikarinn Gísli Alfreðsson Leirkerasmiðurinn Karl Guðmunds- son Ricardo Þórhallur Sigurðsson 21.50 Arthur Rubinstein leikur píanó- verk eftir Debussy 22.00 Frettir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: Minn- ingar Guðrúnar Borgfjörð Jón Aðils leikari les (18). 22,35 Manstu eftir þessu? Tónlistarþátt- ur í umsjá Guðmundar Jónssonar pí- anóleikara. 23.20 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok FÖSTUDAGUR 4. janúar. 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.00. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl. ), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Svala Valdimarsdóttir endar lestur sög- unnar um „Malenu og litla bróður" eftir Maritu Lundquist. (11). Morgun- leikfimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25: Steve Wonder syngur. Tónlist eftir Schumann kl. 11.00: Michael Berges, Daniel Dubar.Georges Barboteu, Gilbert Coursier og Kamm- erhljómsveitin i Sarre leika Hornkon- sert í F-dúr op. 86 / Sinfóníuhljóm- sveitin í Cleveland leikur Sinfóníu nr. 2 í C-dúr op. 61. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Með sínu lagi Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum. 14.30 Sæ-Taó hin fagra Kínversk ástar- saga frá 15. öld. Jón Helgason þýddi. Edda Kvaran les. 15.00 Miðdegistónleikar André Gertler og Kammersveitin í Zurich leika Fiðlu- konsert eftir Tartini; Edmond de Stoutz stj. Arthur Grumiaux og Lamoureux-hljómsveitin Ieika, Fiðlu- konsert nr. 4 i d-moll eftir Paganini; Jean Fournet stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15). Veðurfregnir. 16.20 Popphornið 17.10 Utvarpssaga barnanna: „Saga myndhöggvarans" eftir Eirfk Sigurðss. Baldur Pálmason les sögulok (5). 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir 18.45 Veðurfregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Fréttaspegill 19.20 Lýðræði á vinnustað Guðjón B. Baldvinsson flytur síðara erindi sitt. 19.45 Heilbrigðismál: Barnalækningar — fjórði þáttur Sævar Halldórsson læknir talár um svefntruflanir hjá börnum. 20.00 Sinfónfskir tónleikar frá hollenzka útvarpinu Flytjendur: Fílffarmóníu- sveit hollenzka útvarpsins. Einleik- ari: Pascal Togé. Stjórnandi: Sergiu Commissiona. a. „Óveðrið", forleikur eftir Pjotr Tsjaikovskí. b. Serenata op. 48 eftir Tsjaikovskí. c. Píanókonsert í G-dúr eftir Maurice Ravel. d. Rúmensk rapsódía nr. 1 í A-dúr op. 11 eftir Georges Enesco. 21.00 Þriðja þorskastrfðið Kristján Friðriksson forstjóri flvtur erindi. 21.30 Utvarpssagan: „Foreldravanda- málið — drög að skilgreiningu" eftir Þorstein Antonsson. Erlingur Gíslason leikari les (2). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyjapistill. 22.45 Draumvísur Sveinn Arnason og Sveinn Magnússon kynna lög úr ýms- um áttum. 23.45 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. m í kvöld kl. 20.15 flytur Einar Pálsson erindi, sem nefnist Jólaóður Miltons og táknmál Njálu. Þar skýrir Einar frá kenningu, sem nýlega hefur verið fram sett af norskum og enskum bókmenntafræðingum um Jólaóð Miltons. Samkvæmt þeírri kenningu var Jólaóður Miltons byggður á „allegóríu", en sú tegund miðaldaritunar byggðist á þvt', að helzta þekk- ing um heimsrásina var falin t einföldum söguþræði. Þannig mátti skilja ritverkin á tvennan hátt — annars vegar sem frá- sagnir af viðburðum og hins vegar var svo æðri merking þess, sem frá var sagt. Nú hefur kontið í ljós, að Jólaóður Miltons var byggður á nákvæmlega sama hugmynda- fræðilega grundvelli og Njála, þannig, að enska skáldið hefur skrifað samkvæmt sömu heims- myndarfræði og höfundur Njálu gerði, enda þótt, rúmar þrjár aldir liðu á milli þess að þessi verk voru rituð. Einar Pálsson nant bók- menntir við Royal Academy of Dramatic Art í London. Hann hefur rekið Málaskólann Mími um árabil. Fræðimennskuna hefur hann stundað i fristund- um um tveggja áratuga skeið og hefur hann lagt sérstaka stund á rannsóknir á táknmáli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.