Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANUAR 1974 Norskur gagnrýnandi spyr: r Verður Islendingur að hljóta Nóbelsverð- laun til að vekja athygli erlendra útgefenda? Útdrátlur úr nokkrum ritdómum um „Sonen min Sinfjötle“ eftir Guðm. Daníelsson. Ritdómar um „Sonen min Sin- f jötle“ eftir Guðmund Daníelsson halda stöðugt áfram að herast frá Noregi og er í þeim öllum lokið miklu lofsorði á bókina, og ekki síður þýðinguna, sem Asbjörn Hildremyr hefur gert. Forstjóri Fonna Forlags, Jostein Övrelid, hefur tjáð þýðand- anum, að af útgáfuhókum Fonna Forlags hafi engin bók fengið jafngóða blaðadóma og selst jafn vel sem Sinfjötli frá því skáldsagan Stríð og friður eftir Leo Tolstoj kom út fvrir allmörg- um árum. Mbl. hefur áður birt úr ritdómum um Sinfjötla úr Dag og Tid og Nationen. Olav Dalgard bókmenntafræð- ingur skrifar í Arbeiderbladet í Osló 1. des. s.l. grein um „Sin- fjötla" undir fyrirsögninni „Is- landsk mellomalder". Dalgard byrjar grein sína á vangaveltum um, hvað valdi því, að bæði almenningur og rithöf- undar á íslandi séu svo miklu nákomnari mannlífi og sagnhefð miðaldra en nokkur önnur þjóð. Auðvitað kann hann ekkert óyggj- andi svar við því. Síðan segir orðrétt í greininni: „Guðmundur Danielsson, sem heimsótti Noreg í haust, tilheyrir eldri kynslóðinní, sem — með Halldór Laxness í broddi fylking- ar — hefur lagt nýtt land undir plóginn, bæði í skáldsagnagerð og öðru lausu máli. Hann hefur skrifað yfir 30 bækur með fjöl- breytilegu efni, og í þessari skáld- sögu hefur hann ráðist á og endurskapað söguna um Völsung- ana, sem Ibsen sótti til efnið í „Víkingana á Háloglandi'*. Nú á tímum eigum við sjálfsagt erfitt með að taka í fullri alvöru hinar miklu hetjur og stoltu valkyrjur, sem Wagner og Ib- sen gæddu yfirmannlegri stærð. Daníelsson hefur — eins og Frakkinn Bedier í endursköpun sinni á sögunni um Tristan og Isolde — lagt allan hugsanlegan þunga á það mannlega í hetjunum og sýnir okkur þær i eðlilegu epísku ljósi." Dalgard rekur nú í stórum dráttum gang sögunnar og bendir á helztu örlagavaldana. Síðan seg- ir hann orðrétt: „Allt þetta og miklu fleira tek- ur Daníelsson upp í skáldverk sitt, án þess að það verki yfirhlað- ið eða þunglesið. Hann fer hæfi- lega frjálslega með gömlu hetju- sögurnar og hefur skapað nýtt og persónulegt skáldverk, þar sem hinar yfirmannlegu hetjur fá mannlega skaphöfn og eiginleika. Sinfjötli stígur að lokum fram sem friðþægindarfórn eins og Daníelsson túlkur hann — siðasta fórnarlamb styrjaldar- og hefndarguðsins Óðins. Þannig flytur þessi episka skáldsaga tímabæran friðarboð- skap, sem rithöfundurinn orðar þannig: „ba fyrst, þegar þeir guðir eru dauðir, sem á blóðfórnum nærast barna sinna, en sverð okkar brot- in öll, og söngharpan ein við lýði, þá fyrst munum vér, gamlir menn, fá að halda sonum vorum og gleðjast við þeirra líf ' Án efa hefur Guðmundur Daníelsson skapað hér verk, sem mun öðlast varantegt gildí í ís- lenzkum og norrænum bókmennt- um. Og Asbjörn Hildremyr hefur þýtt það á norsku á verðugan og skáldlegan og fullkominn hátt.“ Stavanger Aftenblad, 22.11. 1973. Nils Hellesnes segir meðal annars í ritdómi um „Sonen min Sinfjötle": „Þessi skáldsaga er þannig byggð, að hún tekur jöfnum hönd- um mið af fornum sagnfræðileg- um viðburðum og hliðstæðum úr okkar eigin tíð. „Sonen min Sinfjötle'' er saga um örlögin, sem í norrænni goða- fræði, stjórnar aðalpersónunum og atburðarásinni. En fyrst og fremst er sagan rannsókn á hefndinni og hvernig hefndar- þorstinn brýtur niður og eyðilegg- ur einstaklinginn. Auk þess sem höfundurinn er gæddur sagnfræðilegri innsýn ög fágaðri bókmenntalegri form- gáfu, einkennist þessi skáldsga af lifandi litauðri bæði í frásagnar- hætti og efni. Einnig les maður þessa bók með gleði, vegna þess að þýðingin er svo meistaralega gerð, og sá sem á heiðurinn af henni er nýtt nafn. Maðurinn heitir Asbjörn Hildremyr — ná- ungi sem hefur tilfinningu fyrir gildi og merkingu orðanna. Norsk Ungdom (blað norska ung mennafélagssambandsins) gefið út í Oslo birtir 22. nóvember rit- dóm eftir Helge Bolstad. Nefnir hann grein sína Saga med samtidsappell sem mætti ef til vill þýða: Fornsaga, sem höfðar til nútímans. Helge Bolstad segir meðal annars: „Islendingar eru bókmennta- elskandi kynþáttur, og ritfær. Miðað við fólksfjölda er varla nokkur þjóð í heimi, sem yrkir jafn mikið. Guðný Sigurðardóttir: Töfrabrosið Bókarforlag Odds Björnssonar 1973 Fyrir nokkrum árum gaf Al- menna bókafélagið út smásagna- safn eftir Guðnýju Sigurðardótt- ur. Smásögurnar í þeirri bók voru ekki veigamiklar, en vitnuðu þó um smekkvísi og hagleik á mál og frásagnarhátt. Þeirra var að litlu getið, enda ískyggileg og að því er virðist tízkubundin fyrirtekt að leiða frekar hjá sér smásögur en skáldskap i öðru formi — en slíkt tómlæti sæmir sízt íslendingum, því að vafasamt er, að íslenzk skáld hafi síðustu níutíu árin náð í óbundnu máli jafngóðum tökum á nokkru skáldskaparformi og smásögunni. Maður skyldi ætla, að skyldleiki íslendinga og Norðmanna leiddi af sér ríkuleg bókmpnnta- leg viðskipti. En þannig er það nú ekki, — að minnsta kosti ekki hvað áhrærir Norðmenn og þekk- ingu þeirra á yngri bókmenntum íslands. Við þekkjum Halldór Laxness. Snilligáfa hans hefur fyrir löngu rutt sér braut langt úr fyrir norræn landamæri. En íslenzkar nútimabókmenntir eru miklu meira en Laxness einn. Margir gáfaðir íslenzkir rithöfundar hafa orðið að lifa í skugga Nóbelsverð- launahafans. Þess vegna skal Fonna Forlag njóta alls heiðurs fyrir að hafa árum saman markvisst dreift þekkingu á yngri ljóðagerð ís- lands, og prósa, í Noregi. 1 haust hefur Fonna Forlag kos- ið að kvnna nýja íslenzkan rithöf- und á norsku. Nýjan og nýjan — ja, það er nú það. Það sýnir dálítið dapurlegt dæmi um staðreyndirnar, þegar rithöfundur með meira en 30 bækur að baki sér eftir 40 ára skáldferil og sem í föðurlandi sínu er talinn eínn hinn snjallasti að hann skuli fyrst núna vera uppgötvaður og talinn hæfur á norskan bókamarkað. Rithöf- undurinn er Guðmundur Daniels- son, og í haust er hann á dagskrá með skáldsöguna „Sonen min Sin- fjötle". Greinarhöfundurinn rekur nú nokkuð efni umhverfi og tíma- setningu sögunnar. Svo heldur hann áfram og segir: „Samstundis og efasemdalaust getum við heimfært tilfinningar, skynjun og atburði sögunnar til okkar eigin órólegu tíma. Það eru sömu öflin, sem ráða í dag — herja mannshugann. Þetta gæðir rómaninn nýrri og mikilli stærð (dimensjon). Tímasetning sög- unnar gefur málinu sérkennilegt afl. Hér finnst ekkert orð ódýrt (Her er ingen fraser). Hvert orð verðskuldar rúm sitt og gæðir frá- sögnina þunga. Þýðandinn, Asbjörn Hildremyr, hefur gert einmitt þetta fullkom- lega ljóst“. í Haugesunds Avis, þann 22. okt. 1973 er grein, sem ber fyrir- sögnina: Bókmenntaleg hjálp til Vest- manneyja. Undirskriftin er L. „Nýlega er út komin hjá Fonna Forlagi bók, sem vekur sérstakan áhuga fyrir margra hluta sakir,“ byrjar greinin. Síðan er gerð grein fyrir höfundinum og þýðandanum. Þar eftir er stiklað á stóru í atburðarás „Sinfjötla" og einhvern veginn tekst höfundin- um að draga fram líkingu með skáldsögunni og þeim byltingar- öflum og frelsishreyfingum, sem við þekkjum öll úr fréttum nútím- ans. Orðrétt segir síðan: í haust kom út skáldsaga eftir Guðnýju Sigurðardóttur, kostuð af Bókaforlagi Odds Björnssonar. Hún heitir Töfrabrosið, er frekar stutt, aðeins 114 blaðsíður í frem- ur litlu broti. En hún bendir ótví- rætt til þess, að Guðný Sigurðar- dóttir hafi hæfileika sem skáld- sagnahöfundur. Hún segir vel frá, málið lipurt og látlaust og samtöl eðlileg. Þá er og sagan vel gerð sem heild, og loks er það, sem ekki ber sízt að meta, enda ærið sjaldgæft meðal íslenzkra rithöfunda, að því er mér hefur virzt: Guðný er gædd kímni, og hún hefur lag á að nota hana á þann hátt, að hún verði ekki til úrdráttar heldur árétting- ar því alvarlega erindi, sem skáld- konan ávið lesendur sína. . „Eitt af því sem er sérstætt við þennan auðuga róman er að höf- undurinn hefur hugsað til fólks- ins frá Vestmannaeyjum og gefur öll ritlaunin sín í því skyni að endurreisa Bæjarbókasafn Vest- mannaeyja. Daníelsson ætlar að kaupa úrval norskra bóka, einnig bóka, sem þýddar hafa verið af íslenzku á norsku. Hugsun hans er sú að efla norsk-íslenzkt menn- ingarsamband." Dagblsðið TIDEN í Arendal birtir 8. október s.l. grein um Guðmundur Daníelsson „Sinfjötla'' á norsku. Hér er stutt- ur kafli úr greininni: „íslenzki rithöfundurinn Guð- mundur Daníelsson kemur í haust út með fyrstu bók sína á norsku. Rithöfundurinn, sem tal- inn er einn hinna fremstu og sér- kennilegustu af núlifandi íslenzk- um rithöfundum, leggur í þessari bók fram fullgilda sönnun þess, að skáldsagnalist hans er í mjög háum gæðaflokki. Rómaninn „Sonen min Sinf jötle“ er hrífandi á meira en einu sviði. Stíll bókar- innar er mjög góður ásamt bygg- ingarformi hans, og persónulýs- ingarnar eru mjög skýrar ..." Dagblaðið FÆDRELANDS- VENNEN í Kristjansand birtir grein um „Sinfjötla" 8. okt. sl. Meðgreininni fylgir mynd af rád- mann Konrad M. Havig í Arendal, sem hélt blaðamannafund fyrir blaðamenn tveggja syðstu fylkja Noregs, Austur-Agder og Vestur- Agder. i þessari grein fær bókin þann vitnisburð að þetta sé litrík- ur róman, lifandi og mjög persónulegur, með stórbrotinni atburðarás. AGDERPOSTEN hefur svipuð ummæli 9. október. Þeirri grein fylgir þriggja dálka gosmynd úr Vestmannaeyjum. í báðum þess- Sagan gerist í Reykjavík nútím- ans og fjallar um það mikla og margumrædda vandamál, sem rauðsokkurnar blessaðar telja sig hafa að nokkru leyti leyst, en eiga þó eftir nægilegt til þess að það endist að minnsta kosti nokkrum kynslóðum! Aðalpersónan er gift kona, sem vinnur heima, á þrjú börn, tvo all stálpaða syni og átján ára dóttur, sem farin er að vinna að hárgreiðslu. Nú, svo á hún eig- inmann, sem er það sæmilega stæður, að heimilið getur veitt sér brýnustu nauðsynjar, þó að það og þá ekki sízt húsmóðurina vanti fjölmargt, sem ýmsar aðrar fjöl- skyldur og frúr telja sjálfsagt að þær fái nottð. Þetta eitt út af fyrir sig er sosum allt annað en hugn- anlegt húsfreyjunni, en auk þess um greinum er tími og rpm sög- unnar skilgreint og að hún sym- boliseri nútímann. SÖRLANDSKE TIDENDE í Arendal birtir 8. okt. stóra frétta- grein um útkomu bókarinnar með fjögra dálka mynd af Konrad Havig með „Sinfjötla'* á norsku í höndunum, og er Iögð mikil áherzla á aukin vináttutengsl milli íslands og Noregs í grein- inni. Miklum lofsorðum er farið um höfund bókarinnar, en engin tilraun gerð til að ritdæma hans. Þann 20. okt. birtir stórblaðið SUNNMÖRSPOSTEN, sem gef- inn er út i Alasundi langa neðan- málsgrein um „Sonen min Sin- fjötle'' og höfund bókarinnar. Að- ur hafði sama blað birt frétta- grein um bókina. I krónikkunni, sem undirrituð er af A.H. er gerð ýtarleg úttekt á skáldverkinu og komizt að geysilega jákvæðri nið- urstöðu. Þar er einnig bent á þá miklu einangrun, sem málið veld- ur íslenzkum rithöfundum. Um það atriði segir svo orðrétt í grein- inni: „Um rithöfundinn Guðmund Daníelsson má segja, að hann er gott dæmi um tungumáls- einangrun þá sem islenzkir rithöf- undar búa við, þar sem hann fyrst núna fær útgefna eina af bókum sínum á norsku. Frá því fyrsta bók hans kom út 1933 — ljóðasafn — hafa komið út eftir hann 35 bækur, skáldsögur, smásagna- söfn, ferðabækur og margt annað. Tvisvar sinn- um hafa -bækur eftir hann verið valdar af hálfu tslands til þess að vera með í bókmennta- samkeppni Norðurlandaráðs, önn- ur þeirra er „Sonen min Sinfjötle". Það lítur helzt út fyrir, að Islendingur verði fyrst á fá Nóbelsverðlaunin til þess að vekja nægilega mikinn áhuga norskra útgefenda til þess að hon- um veitist tækifæri til að sýna hvers hann er megnugur sem skáld. Nú getur einhver kannski sagt, að úr því að íslendingar ríghalda sér við mál, sem aðeins 200 þús- und sálir skilja, þá geti þeir átt sig sjálfir, en það er mála sannast, að þrátt fyrir fámenni sitt hafa þeir þann boðskap og þá list upp á að bjóða, að þeir ættu skilið stærri lesendahóp. Að forminu til er „Sonen min Sinfjötle" sögulegur róman, og einnig að því leyti er þetta nýstár- leg skáldsaga frá hendi Daníels- sonar, því að bæði á undan og eftir hefur hann að langmestu leyti fjallað um samtímaefni í skáldskap sínum.“ Síðan kemur mjög greinagóð úttekt á mannlýs- ingum, stíl, efni og boðskap bókarinnar. Grein sinni lýkur höfundurinn með þessum orðum: „Hér höfum við andspænis okk- ur mann, sem hefur mikilleika bæði sem rithöfundur og maður." á hún við að búa fádæma tillits- leysi bónda síns og barna, bæði i orði og verki. Þetta ergir hana og vekur deilur og rifrildi á heim- ilinu, og auðvitað eykur það á þreytu hennar og lífsleiða, og þeg- ar sagan hefst, er þessi blessaður píslarvottur alveg að því kominn að heimta hjónaskilnað. Þá gerist það, sem ýmsir munu telja með nokkrum ólíkindum og jafnvel reyfarabrag. En skáld- konan kemst þó furðanlega frá að gefa þessu blæ raunveruleikans og þá ekki síður því, sem á eftir fer. Ég tel jafnvel alls ekki ólík- legt, að sú breyting, sem verður á framkomu og líðan sögukonunnar og að nokkru á heimilislifinu, kynni að vekja einstaka lesanda til hollrar umhugsunar um eigin hagi, en hins vegar er ég ekki í vafa um, að það, sem þarnagerist, líti út sem furðuleg þýlyndisfjar- stæða fyrir sjónum fjölmargra kynsystra skáldkonunnar, kannski fyrst og fremst af því, að með allri sinni hægð og glettni kynni Guðný Sigurðardóttir að koma við viðkvæman streng hjá þeim sjálfum. Og svo segðu þær þá: „O, svei attan! . . . Og mikill bannsettur afturhaldsdurgur og elliglapakjáni er Guðmundur Ilagalín að finna ástæðu til að skrifa um og jafnvel bera lof á jafnnauöaómerkilega bók og þessa!" Guðmundur Gfslason Ilagalfn. Gaman og alvara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.