Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANUAR 1974 15 VIÐBUNAÐUR Á N-ÍRLANDI Franco einvaldur á Spáni brast í grát, þegar hann heilsaði ekkju Carrero Blancos fyrrverandi for- sætisráðherra, myrtur fyrir sem var Franco hitti ekkjuna við nokkru. minningarguðsþjónustu í Madrid, 22. siðasta mánaðar. Belfast, 2. janúar, NTB. ÖRYGGISLÖGREGLUNNI á Norður-írlandi hefur verið skipað að vera við öllu búin vegna þess, að óttazt er, að öfgafullir mótmæl- endur og katólikkar hafi hrundið af stað nýrri hermdarverkaher- ferð, eins og lengi hefur verið búizt við. Að minnsta kosti einn maður hefur beðið bana og margir hafa særzt í sprengjutilræðum og skot- bardögum í Belfast. Sá fyrsti, sem beið bana á árinu, var 24 ára gamall kaþólskur maður, sem var veginn úr launsátri í Belfast. Fimm voru fluttir í sjúkrahús í gærkvöldi eftir sprenginu fyrir utan samkomu hús kaþólskra. Leyniskyttur særðu tvo brezka hermenn í úthverfi og mikið tjón varð á stærsta vöruhúsinu í Bel- fast í sprengingu. í bænum Tempo í Fermanagh eyðilagðist pósthúsið í spreng- ingu. í Portadown var hús tveggja kaþólskra presta sprengt i loft upp, en engan sakaði. Ekkert samkomulag við námuverkamenn í Bretlandi Nýskipuð samsteypustjórn mót mælenda og kaþólskra tók í gær við völdum á Norður-Irlandi. Þetta er í fyrsta sinn síðan !r- landi var skipt 1922, sem kaþólsk- ir menn taka þátt í stjórninní. Forsætisráðherrann, Brian Faulkner, sagði, að valdataka stjórnarinnar markaði upphaf tímabils framfara og friðar í írsljri sögu. Nýr flugvöllur í Færeyjum LAGT hefur verið til að nýr flug- völlur i Færeyjum verði gerður við svokallað Glyvursnes sunnan við Þórshöfn. Kostnaðurinn við gerð flugvall- arins er áætlaður 130 milljónir danskra króna. Gert er ráð fyrir því að hann verði tekinn í notkun í fyrsta lagi 1978. Sérstök nefnd hefur kannað fyrirhugaða flugvallargerð og þessar upplýsingar koma fram í áliti hennar að sögn blaðsins Dimmalætting. London, 2. janúar, AP. Enginn árangur náðist á samningafundi með leiðtogum kolanámumanna í dag og upp úr viðræðunum slitnaði eftir 90 mfnútna fund. Hvorugur aðilinn vildi láta hafa neitt eftir sér um, hvað fram hefði komið á fundin- um, nema það, að ekkert hefði þokazt í samkomulagsátt. Vinnu- vikan í Bretlandi er nú komin niður í þrjá daga vegna orku- skorts, sem er afleiðing af yfir- vinnubanni námumannanna. Kolanámurnar eru í eigu ríkis- ins og rétt fyrir nýárið gerðu samningamenn stjórnarinnar námumönnum nýtt tilboð. Þeir buðu, að námumönnum yrði greitt kaup fyrir þann tíma, sem Fleygðu skónum í Gandhi Nýju Delhi, 2. jan., AP. REITT mótmælafólk fleygði skóm að Indíru Gandhi forsætis- ráðherra, er hún flutti ræðu í dag í Nagpur í Mið-Indlandi, þar sem allsherjarverkfall hefur verið gert til þess að mótmæla hækk- andi verðlagi. Múgur manns þrengdi sér að ræðustólnum, þegar frú Gandhi hvatti til sjálfsaga til þess að auð- velda stjórninni að sigrast á erfið- leikum í efnahagsmálum. Skórnir fóru fram hjá frú Gandhi. þeir þyrftu að verja til að færa sig í vinnuföt áður en þeir færu niður í námurnar og þann tíma, sem færi til þvotta og snyrtingar að vinnudegi loknum. Samninganefnd námumanna hefur nú reiknað út, að með þessu fáist ekki nema 40 til 70 pence hækkun á viku og sé það hvergi nærri nægilegt. Þeir höfðu vonazt til, þegar byrjað var að reikna þetta út, að hækkunin yrði um 3 pund á viku. Stjórnvöld hafa upplýst, að 730 þúsund launþegar hafi nú þegar misst atvinnu vegna verkfalls námumannanna. Er það aukning um 90 þúsund frá síðasta mánu- Hámarkshraði 88 km í USA San Clemente, Kaliforníu, 2. janúar, AP. NTB. NIXON forseti undirritaði f dag lög, sem miða að þvf að knýja hin 50 ríki Bandaríkjanna til að fyrir- skipa 88 km hámarkshraða f því skyni að spara bensfn. Samkvæmt lögunum missa rík- in framlög úr vegasjóði alríkisins ef þau taka ekki upp 88 km há- markshraða innan tveggja mánaða. Nixon sagði í yfirlýsingu, að mörg ríki hefðu þegar boðizt til að minnka hámarkshraðann eins og hann hefði beðið um. Hann sagði, að áætlað væri, að daglega mundu sparast 200.000 tunnur af bensfni ef hámarkshraðinn yrði 88 km. Jafnframt hefur Nixon sam- þykkt 1.5 milljarða dollara ríkis- lán, sent á að nota til þess að endurskipuleggja rekstur sjö járnbrautarfélaga í norðaustur- og miðvesturríkjunum. Nixon lagði áherzlu á þýðingu þess að endurreisa og efla járnbrautirnar í Bandaríkjunum. Félögin sjö eru öll gjaldþrota. Auk lánsins fá þau 500 milljón dollara aðstoð til viðreisnarstarfs- ins. Lögin, sem Nixon undirritaði, eiga að vera í gildi fram á mitt ár 1975 ef ekki verður talið fyrir þann tima, að orkukreppunni sé lokið. Nixon hafði lagt til, að hámarkshraði einkabifreiða yrði 80 km á klst. og vörubifreiða 88 km klst, en Þjóðþingið vildi sama hámarkshraða fyrir allar bifreið- ar. Stjórn Nixons hefur einnig gert drög að bensínskömmtun, en von- ar, að ekki þurfi að grípa til henn- ar. Nixon kvaðst vera ánægður með hvernig Bandaríkjamenn hefðu sparað bensín til þessa. Með sama samstarfsanda mætti draga úr afleiðingum orkukrepp- unnar. Hann kvað lánin til járn- brautanna meiri en hann teldi, að þeim bæri með tilliti til skatt- greiðenda, en kvaðst þó álita, að þau væru þjóðinni til heilla. degi. Ekki eru taldir með 490 þúsund launþegar, sem voru at- vinnulausir, þegar fyrir verkfall- ið, né heldur tugþúsundir, sem ekki hafa látið setja sig á atvinnu- leysisskrá. Spáð er stöðugt vaxandi atvinnuleysi eftir því sem fyrirtæki draga úr starfsemi sinni eða leggja alveg niður alla vinnu, vegna orkuskortsins. Um 6.400 flýðu úr sælunni Berlín, 2. janúar, AP. UM 6.400 flóttamönnum frá Aust- ur-Þýzkalandi tókst að komast yf- ir til Vestur-Þýzkalands á árinu 1972, og er það 16 prósent aukn- ing frá árinu áður. Flóttamanna- samtökin „13 ágúst“ hafa upplýst, að töluverður hluti þessara flótta- manna hafi sloppið úr landi með því að fara í ferðalög til annarra austantjaldslanda og sleppa þar í gegn til frelsis. Carlos Arias Navarro, hinn nýi forsætisráðherra Spánar. Hann er 65 ára gamall, fyrr- verandi innanríkisráðherra, borgarstjóri í Madrid og yfir- inaður rfkislögreglunnar. Iranskeisari, (lengst t.h.), hélt fund með olfumálaráðherrum ýmissa Arabaríkja fyrir áramótin og er hér á fundi með þeim f höll sinni. Honum næst situr Zaki Yamani olíuráðherra Saudi Arabfu, sem þessa dagana er mikill áhrifamaður um heimsmálin. Keisarinn hefur hvatt iðnaðarþjóðir til að minnka olíunotkun og nota hana aðeins þar sem ekki verði notaður annar orkjugjafi. Miklar og auðugar olíulindir eru f iran. Arftaki Carrero Blancos vinnur embættiseið sinn Madrid, 2. janúar, AP. CARLOS Arias Navarro, hinn nýi forsætirráðherra Spánar, vann embættiseið sinn í dag, lýsti yfir hollustu við Francisco Franco rfkisleiðtoga og hét því að standa vörð um stjórnar- skrána. Arias Navarro mun sennilega gera litlar breytingar á stjórn sinni. Um það hefur verið rætt, að hann skipi herforingja í embætti aðstoðarforsætisráð- herra, þar sem hann er fyrsti óbreytti borgarinn, er hefur gegnt forsætisráðherraembætt- inu síðan borgarastriðinu lauk. Áður en Franco skipaði Arias Navarro eftirmann Carrero Blancos aðmíráls, gegndi hann starfi innanríkisráðherra. Hann var yfirmaður ríkislög- reglunnar 1956 til 1965 og borg- arstjóri í Madrid unz hann tók sæti í stjórn Carrero Blancos i júni i fyrra. Skipun hans í starf forsætisráðherra kom á óvart, þar sem hann var ekki einn þeirra, sem voru helzt taldir koma til greina. Eitt helzta viðfangsefnið, sem bíður hins nýja forsætisráð- herra er leitin að sex Böskum, sem stjórnin segir bera ábyrgð á tilræðinu við Carrero Blanco. Talið er, að þeir hafi flestir eða allir flýið til Frakklands, og nýi forsætisráðherrann og Kranco verða að ákveða, hvort bíðja skuli frönsku stjórnina um að handtaka mennina eða fram- selja þá. Franco rfkisleiðtogi sagði í nýársboðskap sínum, að tilræð- ið við Carrero Blanco hefði sameinað spænsku þjóðina. Hann kallaði tilræði lúalegan verknað lítils minnihluta, sem ýtt hefði verið undir erlendis frá. Kunnugir segja, að með skipun Arrias Navarro hafi Franco stigið skref til hægri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.