Morgunblaðið - 11.01.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.01.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JANUAR 1974 19 bækur A. Alvarez: Bók Oliver Sacks Awakenings er lýsing taugasérfræðings á reynslu hans af svokölluðu töfra- lyfi, sem um tíma særði fram sárþjáða uppvakningufrásvefn- sýkisfaraldrinum er geisaði um heiminn á þriðja áratug þessarar aldar. Dr. Sacks skrifar stórfall- ega og af einstakri snerpu og inn- sýn bæði í hugarfar sjúklinga sinna og í eðli sjúkdóma almennt. Osip Mandeistam: Ljóðaúrval (Selected Poems), þýtt af Clar- ance Brown og W.S. Merwin (Ox- ford). Þrátt fyrir að hafa verið einangraður á ógnarstjórnartím um Stalíns, árið 1938 oggerður að mannleysu siðan, hefur Mandel- stam lifað af í ljóðum sinum á undraverðan hátt og virtist sem einn af frumlegustu snillingum þessarar aldar. Ævisöguritari hans og bandariskt ljóðskáld hafa tekið sig saman um að gera þýðingar sem einnig eru ljóð að eigin verðleikum, í senn skýr og skírskotandi. The Best and the Brightest. (Barrie and Jenkis): Þetta er hin svolítið hirðuleysislega en hrífandi og safarika saga Davids Halberstams af skoðunum og per- sónuleikum sem viðriðnir voru Vietnem leysingarnar í Banda- ríkjunum. l.grein Kingsley Amis: Af bókum þessa árs jafnast eng- in á við Pedigree eftir Stephen Potter og Laurens Sergant (Collins) hvað skemmtunargildi varðar, bæði í bráð og lengd. Hún samanstendur af fjörlegum rit- gerðum um uppruna enskra orða yfir dýra- og jurtaríkið. Allir sem áhuga hafa á máli og málkennd, á hvaða stigi sem er, munu gleypa þessa bók í sig, jafnvel þótt þeir gefi skítídýroglýsifrati á jurtir. Tchaikovsky eftir John Warrack er næmlega skrifuð og mynd- skreytt á hugmyndarikan hátt, og birtir bæði manninn og músik hans skýrt og rétt. Evelyn Waugh and his World (Weidenfeld and Nicolson) nær ekki tilgangi sín um eða höfundur er ekki viss um hver tilgangurinn er. Engu að sið- ur geta aðdáendur Waugh ekki án þessarar bókar verið, og i henni eru nokkrir stórf inir brandarar. Noel Annan: Fyrir hvern og einn sem enn er ljóst að sagnfræðin getur skýrt betur en nokkur önnur fræði hvernig samspili manna og sam- félags er háttað, er það þýðing á meistaraverki einu sem er bóka- viðburður ársins: The Mediterr- anean and the Mediterranean World in the Age og Philip II eftir Bernand Braudel (Collins). Annað meistaraverk sem end- urprentað var á þessu ári er The Greek Anthology (Allen Lane,) valið af Peter Jay, stórkostlegt safn eftir forn skáld um erótískar minningar og söknuð við andlát löngu liðinna manna og kvenna. Þetta var mikið uppskeruár fyr- ir ævisögur, og tvær þær beztu voru um frjálslynda forsætisráð- herra: C.B. um ævi Sir Henry Campbell Bannerman eftir John Wilson (Eyre Methuen), sem sér- stakan áhuga vekur vegna póli- tiskar skarpskyggni sinnar. Hvað lásu þeir í útlöndum 1973 BREZKA vikublaðið The Observer fær í lokhvers árs nokkra valinkunna andans menn til þess að staldra við í bókaflóð- inu og velja sér nokkr- ar bækur, sem þeir persónulega telja merkastar af þeim sem út komu á árinu. Eftirfarandi eru greinargerðir þessara manna fyrir vali þeirra á BÓKUM ÁRS- INS. The Honorary Consul eftir Gra- ham Greene (Bodley Head). Ég hef lengi verið aðdáandi skáld- sagna Greenes og þessi virtisl crucian Enlightenment eftir Frances Vates (Routledge). Þetta er magnþrungið verk, innblásið af miklu hugarflugi og vizku lær- dómsmannsins, sem mikill sómi var sýndur i flestum öðrum lönd- um en eigin ættlandi. Prófessor Trevor Roper hefur nýlega fjallað á snjallan hátt í útvarpsþætti um verk Frances Yates og fór um hana fögrum orðum og mjög að verðleikum. m Evelyn Waugh. A.J. Ayer: Þrjár af skáldsögum þessa árs hafa orðið mér til sérstakrar ánægju: Nadezjda Mandelstam. mér ein sú bezta. Persónur, sögu- svið, samruni trúarog stjórnmála, eiga sér hliðstæður, en það er hins vegar engin stöðnun í með- ferð Greens á þessu efni sínu. Temporar.v Kings eftir Anthony Powell (Heinemann). Allar viðbætur um Wilderpool hljóta að gleðja alla þá sem fylgzt hafa með ferðum Anthony Powels um tímann og tilraunum með hann. Hér bætast einnig nýj- ar persónur í hópinn. Jane eftir Dee Wells (Blond and Briggs). í þessu tilfelli verð ég að viðurkenna að áhugi minn stafar nokkuð af f jölskylduástæð- um: Höfundurinn er eiginkona mín. En ég held að undir öílum kringumstæðum hefði mér samt fundizt þessi frumsmið um lif og ástir bandarísks blaðamanns í London bæði fyndin og áhrifa- mikil. Isaiah Berlin: Ég mæli með þremur sérstak- lega ólíkum bókum. I fyrsta lagi, annað bindið af endurminningum Nadezhda Mandelstam sem gefn- ar verða út í enskri þýðingu af Collins nú í vor. undir nafninu Hope Abandoned. Næstum þvi annað hvert prósaverk sem berst til okkar frá Sovétríkjunum, allt frá klénasta „sósíalískum real- ísma“ til Solzhenitsyns, „samiz- dats“ og jafnvel Pesternaks, hef- ur i óralangan tíma reynt að þröngva ákveðinni niynd af Rúss- Graham Greene. Aldous Huxley. Osip Mandelstram. landi upp á lesendur. Hinar bitru endurminningar frú Mandelstam birtast hins vegar sem raunveru- leikinn sjálfur. Dómur hennar um einstaka menn kunna vinir . þeirra að andmæla; Iýsingar hennar á atburðum og kringum- stæðum eru fullkomlega sannfær- andi. í þessu tilliti virðist mér þetta verk einstakt í bókmenntun- um. I öðru lagi þykir mér hlýða að nefna fyrsta bindi af ævisögu Aldous Huxley eftir Sybille Bed- ford (Collins). Lífi hans er lýst á næmgerðan hátt, sérstökum hæfi- leikum hans og einstökum gáfum gcrð góð og viðfelldin skil, svo og í fjölþættum áhugamálum hans. Er Aldous Huxley fullsæmdur af þessu verki Bedfors, sem i senn er frábær rithöfundur og var einnig gróinn vinur Huxleys. Þriðja bókin er svo The Rosi- Alastair Buchan: Svo mjög hef ég þurft að sinna brauðstritinu á þessu nýliðna ári, að ég hef litið gefið mér tíma til að lesa aðrar bækur en þær, sem beinlínis snerta mitt fag. Á þvl sviði fannst mér merkasta bókif) vera frábær ævisaga Hammar- skjölds (Bodley Head) eftir Brian Urquhart og í þeirri bók kynntist ég ekki aðeins mörgu um heillandi persónuleika Hammar- skjölds, hugrekki hans og sveigjanleika, heldur einnig skildi ég margt i samtið okkar mun bet- ur að lestri þessarar bókar lokn- um. Verk Raymonds Arons La Republique imperiale (Calmann Levy) er stórgott framlag sem fjallar um styrk, veikleika og stefnu bandarískrar stjórnmála- stefnu eftir eimn hæfasta höfund évrópskan og mestan sérfræðing á því sviði. Europe since 1970 (Weidenfeld and Nicolson) eftir James Joll er einnig athyglisverð bók, þar sem fléttað er saman og skýrt á eftirminnilegan og að- gengilegan hátt hinum ótal mörgu þáttum, sem koma saman í sögu okkar á þessum síðustu árum og kynna okkur i nýrra ljósi þessa heimsálfu, sem er hvort tveggja í senn velferðarálfa, en þó svo hrjáð af hvers kyns erfiðleikum og innbyrðis sundrung, þegar grannt er að gáð. Edward Chrankshaw: Sú bók sem langt af öðrum ber i huga mér er As I Remember them eftir Galina von Meck (Dob- son). Höfundurinn, sem er kom- inn yfir áttrætt er ein af hetjum samtiðar okkar að minum dórni. En bók hennar hefur meira i sér 'ólgið en söguna af því, hvernig lifa má af pyndingar sovézka kerfisins. Sérstakt afrek hennar tel ég vera að bjóða fram brú milli Rússlands fortíðarinnar og nútíð- arinnar. Rússland sem var, í mynd f jölskylduvina frá Pushikin til Tjakovsky eru henni jafn raun- verulegir eins og þeir menn. sem dæmdu föður hennar til dauða og skutu hann. Og hún skrifar um hörmulega lifsreynslu Sína i sov- ézkum fangabúðum af sama ein- faldleik og öll bókin er skrifuð. Hún hefur næmt auga fyrir öllu sem hún upplifir þar, en á kimni örlar þrátt fyrir allt. Margaret Drabble: Þær bækur þrjár, sem ég hafði mest gaman af að lesa á árinu, sem nú er liðið er í fyrsta lagi As If By Magic eftir Angus.Wilson (Secker and Warburg), mikil- fengleg, einkennileg, skemmtileg bók og margþætt, sem vekur Ies: andann svo til umhugsunar, að ekki dugir að lesa hana einu sinni. ef hún á að korna að gagni og er það ekki sizt sá þáttur sem mér fellur bezt, að nauðsynlegt er að lesa hana að minnsta kosti tvisvar. I öðru lagi Awakening eftir Oliver Sacks, sem er heill- andi og áhrifamikil frásögn um áhrif lyfsinsnýja L-dopa. Bókin er ákaflega vel skrifuð og þau dæmi sem rakin eru mjög áhrifarík og láta lesanda ekki ósnortinn, enda þótt ekki sé þar með sagt að hann fallist á allar kenningar höfundar og vangaveltur um þetta lyf. I þriðja lagi vil ég svo geta urn síðustu skáldsögu B.S. Johnson, Christie Malry’s Own Double, Entry, sem var stutt, skemmtile^ mjög læsileg og snjöll hvernig sem á er litið. Þessa rithöfundar verður vissulega saknað af bók- menntafólki. Graham Greene: Þessar bækur nefni ég: Defeat of an Ideal eftir Shirle.v Hazard (Macmillan). Frásögn um Sameinuðu þjóðirnar frá mann- eskju sem vann þar i tiu ár, bók, sem er í senn spaugileg í nieira lagi og sorgleg. Aldous Huxley eftir Sybille Bedford. Ekki þurfa menn endi- lega að vera aðdáendur Huxleys til að hrifast af þessari bök, sent er gagnmerk í betra lagi. A New Dominion eftir R. Praw- er Jhabvala. Af þessari skáldsögu hafði ég meira gantan en öllum öðrum sem ég las á árinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.