Morgunblaðið - 11.01.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.01.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1974 21 NATO- styrkir Menntamálaráðuneytið hefur úthlutað fé því, er kom í hlut tslendinga til ráðstöfunar til vís- indastyrkja á vegum Atlantshafs- bandalagsins („NATO Scienee Fellowships") á árinu 1973. Um- sækjendur voru 30, og hlutu 10 þeirrastyrki sem hér segir: 1. Gissur Pétursson augnlæknir 100 þúsund krónur til að kynna sér barnaaugnlækning- aro.fi. við háskólasjúkrahúsið í Little Rock, Arkansas, Bandaríkjunum. 2. Guðmundur Valur Magnússon B.AHon. 100 þúsund krónur til framhaldsnáms í sálfræði við Birkbeck College, London. 3. Halldór Halldórsson læknir 50 þúsund krónur til að kynna sér gigtlækningar við sjúkra- húsí Heinola, Finnlandi. 4. Magnús JóhannessonB.Sc. 100 þúsund krónur til að vinna að rannsóknaverkefni varðandi oliumengun við háskólann í Manchester, Bretlandi. 5. Ófeigur J. Öfeigsson læknir 100 þúsund krónur til að sækja alþjóðlegt læknaþing um brunaskemmdir í Buenos Aires og flytja þar erindi um rannsóknir sinar á meðferð brunasára. 6. Dr. Óttar P. Halldórsson verk- fræðingur 100 þúsund krónur til að kynna sér, einkum i Bandarikjunum, aðferðir við mælingar á jarðhræringum og áhrifum þeirra á mannvirki. 7. Páll B. Helgason læknir 100 þúsund krónur til framhalds- náms í endurhæfingar- og orkulækningum við Mayo Graduate School of Medicine, Bandarikjunum. 8. Sveinn Hallgrímsson ráðu- nautur 100 þúsund krónur til framhaldsnáms í búfjárerfða- fræði og kynbótafræði við há- skóla í Bandaríkjunum. 9. Þórarinn E. Sveinsson læknir 100 þúsund krónur til fram- haldsnáms í krabbameins- rannsóknum við Niels Finsen- stofnunina í Kaupmannahöfn. 10. Örn Guðmundsson tann- læknir 100 þúsund krónur til framhaldsnáms í tannlækn- ingum við Björgvinjarhá- skóla. Athugasemd Vegna ummæla í Reykjavikur- bréfi Morgunblaðsins 6. jan. s.l., vill stjórn Jörundarfélagsins í Reykjavík benda á eftirfarandi atriði: Jörundur, alls Islands verndari og hæstræðandi til sjós og lands, gerði byltingu á íslandi 1809 gegn dönsku einræði, í þágu íslenzkrar alþýðu. Jörundur var maðurinn, sem hleypti af stað sjálfstæðisbaráttu íslendinga með yfirlýsingum sin- um um, að upphafinn væri allur danskur myndugleiki á íslandi, og ísland væri laust og liðugt frá Danmerkur rikisráðum. Jörundur var sá, sem fyrstur færði íklendingum eigin fána, sem var blár feldur með 3 hvítum þorskum á. Jörundur hugðist endurreisa Alþingi islendinga, sem rúmum 10 árum áður hafði verið lagt nið- ur, en vegna valdaráns stuðnings- manna danska einræðisins var þingið ekki endurreist fyrr en 36 árum eftir brottför Jörundar. Jörundur gerði sitt til að treysta varnir íslands með bygg- ingu Phelpsskans, sem danskir aðilar og leppar þeirra rifu strax að loknu valdatímabili Jörundar. Af þessum fáu dæmum sést, að það er því hróplegt óréttlæti að setja Jörund við sama borð og morðingja eins og „Tyrki“ og „of- beldismenn". Og orð Morgun- blaðsins um að hérvist Jörundár hafi verið háðugleg virðast ótví- rætt þjóna betur einræði en minningu þess manns, er hóf sjálfstæðisbaráttu islendinga. Virðingarfyllst, stjórn Jörundar- félagsins f Reykjavík. J----------------“V flskur óskar eftlr að ráða slúlku III afgrelðslustarla uppl. veltlar ð slaðnum ASKUK BREIBHOLTSBÚtR UTSflLfl Útsalan er byrjuð. Blússur, dömu- og barnapeysur. Mikil verðlækkun. Laugavegi 28. ími 17710. AUSTFIRÐINGAMÓTIÐ verður á Hótel Borg laugardaginn 12. janúar og hefst með borðhaldi kl. 19. Mótið sett af form. fél. Guðrúnu Jörgensen. Minni kvenna: Dr. Stefán Aðalsteinsson. Skemmtiþáttur Ómar Ragnarsson. Veizlustjóri erBrynj ólfur Ingólfsson, ráðuneytisst. Heiðursgestir Þórarinn Þórarinsson, skólastjóri og frú. Miðar afhentir í dag kl. 1 6 — 19 að Hótel Borg. Allir Austfirðingar og gestir velkomnir. Upplýsingar i símum 34789 og 37974 Stjórnin. Kennsludagar Námsflokka Reykjavíkur í Breiðholtsskóla eru Mánudagar: barnafatasaumur, kl. 7.45 — enska I. fl. kl. 7.45 — enska III fl. kl. 8.35. Fimmtudagar: enska I. fl. kl. 7 45 — enska II. fl. kl. 8.35 — kjólasaumur kl. 8.00. Námsflokkar Reykjavíkur. TRAKTQR með dísil vél, minnst 35 hö., óskast til leigu til vors. Tilboð sendist Mbl. merkt: skd. Í.R.I. — 4869. AUKATEKJUR Harðduglegur maður með bíl til umráða, og vélavit, óskast til að annast um rekstur skiðalyftu til vors. Góðir tekjumöguleikar gegn dugandi. Tilboð sendist Mbl. merkt: skd. Í.R. II — 4853. TILBOÐ óskast í eftirtalin tæki, er verða til sýnis hjá Stálborg h/f., Smiðjuvegi 13, Kópavogi, mánudaginn 14. janúar 1974, milli kl. 1—4. Volvo F. 85 vörubifreið, árgerð 1 966, nýuppgerð. Willysjeppi, ógangfær. Trillubáturinn Hafborg VE-1 15, 7,29 tonn, smíðaður 1961. Báturinn er vélarlaus. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri sama dag kl. 5. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 o jŒZBQLLötCQkÓLÍ BÓPU, I >1 líkom/fcckl HERRATIMAR — HERRATÍMAR Herratlmar ! líkamsrækt og þrekæfingum hefjast laugar- daginn 12. jan. Æfingar laugardags- og sunnudags- morgna. Þjálfari Ólafur Þór. STURTUR — SAUNA Innritun í síma 83730. jazzBaLLetdskóU bópu 1—MÁLASKÓLI—2-69-08 0 Danska, enska, þýzka, franska, spænska, ítalska og íslenzka fyrir útlendinga. £ Kvöldnámskeið. £ Síðdegistímar. 0 Innritun daglega. 0 Kennsla hefst 14. janúar. fN Skólinn er til húsa í Miðstræti 7. Q Síðasti innritunardagur. -2-69-08—HALLDÓRS - ^affikQrlinganjar^ tilkynna Við verðum í Borgarkjöri, Grensásvegi 26, * nœstu vikur O. Johnson & Kaaher kaffi fœst í fgrsta flokks matvöru- verzlunum um land allt. 0 JOHNSON & KAABER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.