Morgunblaðið - 14.05.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.05.1974, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAl 1974 Fa J 7 HÍÍ.A l.KHmA .V 'AiAjm LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL tt 21190 21188 LOFTLEIÐIR , tel. 14444 • 25555 m im BlLALEIGA CAR RENTAL (Hverfisgötu 18 SENDUM 27060 Æ BÍLALEIGAN '&IEYSIR CAR RENTAL 24460 I' HVERJUM BÍL PIOIMŒCER ÚTVARP OG STEREO KASSETTUTÆKI FERÐABÍLAR HF. Bilaleiga. — Simi 81260. Fimm manna Citroen G S stat- lon Fimm manna Citoen G S 8 — 22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m bílstjórum) HVER ER SINNAR ÆFU SMIÐUR 0 SAMVINNUBANKINN HÓPFERÐABILAR Til leicju i ierigri oy skemmri ferðir 8— 50 farþega bilar KJARTAN INGIMARSSON Sími 86155 og 32716 AfgreiSsla B.S.Í. simi 22300. Bílaleiga CfiR RENTAL Sendum HJ* 41660 - 42902 Vindhögg Mjög hefur vafizt fyrir þeim stjórnarsinnum aó verja hinar gerræóislegu aðgerðir Ölafs Jó- hannessonar, þegar hann rauf þingið gegn vilja meiri hluta þingmanna og hrifsaði til sfn alræðisviild í landinu. Þð hafa þeir reynt 1 ftilsháttar og halda því þá fram, að ekki sé það gerræði að ætla að skjóta mál- um til þjððarinnar. Hér er sleg- ið vindhögg. Nánast allir voru um það sammála, að ekki kæmi annað til greina en að kjósa sem fyrst og þá auðvitað fyrst og fremst til þess að gefa kjós- endum í landinu langþráð tæki- færi til að afgrciða stjórnar- stefnu(leysM) vinstri stjórnar- innar út í yztu myrkur. Hins vegar var um það deilt, með hvaða hætti ætti að efna til þessara kosninga og hvernig bæri að standa að nauðsynleg- um aðgerðum í efnahagsmálum fyrir 1. júní. Auðvitað var einungis ein ieið til, sem samrýmist leik- reglum þingræðis og lýðræðis. Sú leið var, að Ólafur Jóhann- esson segði af sér fyrir sig og ráðuneyti sitt og síðan yrði gengið til samninga um iausn efnahagsvandans og stjórnar- myndun, þannig að meiri hluti þingsins stæði þar að baki. Ekki hefði þetta breytt neinu um væntanlegar kosningar, nema kannski þvf, að þær hefðu verið haldnar 1 — 2 vik- um síðar en nú er fyrirhugað. Sjálfumgleði En Ólafur valdi leið gerræð- isins. Og það sem furðulegra er, þá hefur hann sfðan komið fram fyrir þjððina í sjónvarpi og útvarpi með þeim hætti, að heizt minnir á trúð. 1 umræðu- þáttum, sem að undanförnu hafa verið haldnir og Ölafur tekió þátt f, hefur ekki nokkur maður mátt taka til máls svo að forsætisráðherrann hafi ekki gripið fram í fyrir honum með brosgrettu á vörum, án þess að hafa nokkuð sérstakt til mála að leggja. Meira að segja hinn náni samherji, Ragnar Arn- alds.fékk ekki f sjónvarpsþætti nú fyrir skemmstu, tækifæri til að segja fulla hugsun fyrir.ráð- herranum. Að vísu er þar nú skaðinn minstur, en þð sýnir þetta með öðru, hversu fram- koma ráðherrans er öll kominn úr böndunum nú, þegar hann er orðinn einvaldur með þjóð- inni. Prófessorinn féll Anðvitað veit stjórnlaga- prófessorinn undir niðri, hvers konar gerræði hann hefur haft í frammi. Þó tekst honum ekki að dylja, hversu Ijúft honum er að finna til sætleika valdsins. Og það er augljóst af ýmsu öðru, að valdafíknin knúði Ólaf áfram í þessu máli. T.d. kom það fram í fréttaskýringaþætt- inum Landshorni sl. föstudags- kvöld, að ekki kom neitt til greina hjá ráðherranum nema að fá sjálfur að ráða stjðrnar- myndun. Þegar fréttamaðurinn spurði hann að því, hvers vegna hann hefði endilega þurft að ráðastjórnarmyndun frekar en aðrir sagði Olafur: „Af því að ég var forsætisráðherra. Ég átti val og heimtingu á þvf, ef ég viidi, að rjúfa þingið.“ Og sfðar f þættinum spurði fréttamaður- inn, hvort Sjálfstæðisflokkur- inn hefði ekki getað myndað rfkisstjórnina með meirihlut- ann á bak við sig. Þá sagði forsætisráðherrann: „Ég var bara ckkert á því að gefa hon- um tækifæri til þess.“ Já, það vekur svo sannarlega furðu og hneykslan að sjá, hvernig valdaf íknin hefur leik- ið stjórnlagaprðfessorinn Ólaf Jðhannesson, manninn, sem á undanförnum árum hefur kennt laganemum við Iláskðla ísiands um stjðrnskipan lýð- veldisins. Fyrir þessa laganema hefur hann lagt próf og kveðið upp stóradóm um frammistöðu þeirra. Nú hefur hann sjálfur staðið frammi fyrir sínu prðfi. Og hann féll. -Mr spurt og svarað I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS1 Hringið í síma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Les- endaþjónustu Morgunblaðs- ins. □ Er ógreitt or- lof skattlagt? Þorsteinn Veturliðason, Stóragerði 24, spyr: „Fjármálaráðuneytið gefur út launaseðil til starfsmanna sinna. í sumum tilvikum er þeim reiknað til tekna ársins 1973 orlof, sem ekki kemur til útborgunar fyrr en þann mánuð á árinu 1974 þegar sumarfrí er tekið. Nú fær prentari á vikukaupi greitt or- lofsfé síðasta virkan dag fyrir sumarfri. Honum er í engu til- viki reiknað s’ambærilegt orlofsfé til tekna nema á sama ári og peningarnir eru greiddir. Því spyr ég: Er réttmætt að skattleggja ógreitt orlof og í öðru lagi, hvernig stendur á slíku ósamræmi? Eða túlka yfirvöld skattlögin sem teygjan- lega heild með undanþágum? Höskuldur J ðnsson, skrifstofustjóri í fjármálaráðu- neytinu, svarar: f samræmi við ákvæði laga um orlof nr. 87/1971 greiðir launadeild ráðuneytisins föst- um starfsmönnum „laun í orlofi" en öðrum starfsmönn- um „orlofsfé". Greiðslur „launa 1 orlofi" eða „orlofsfjár" eru alltaf færðar til gjalda um leið og þær eru inntar af hendi frá ríkisféhirði. Jafnframt eru greiðslurnar færðar til tekna þeim, sem við þeim taka eða eiga reikninga þá hjá pósti og síma, sem orlofsfé er lagt inn á. Skv. ákvæði 3. tl. A-liðar 13. gr. reglugerðar nr. 245/1963 skal orlofsfé teljast til tekna á því ári, sem krafa myndast vegna þess, þ.e.a.s. á sama tíma og sama ári og launa er aflað. □ Á að greiða vegagjald af bátum? Jóhann Ágústsson, Álfhóls- vegi 145, Kópavogi, spyr: Þurfa eigendur báta, sem nota bensin á vélar þeirra, að greiða vegagjald? Ef svo er ekki, hvar og hvernig á að fá það eindurgreitt? Höskuldur Jónsson, skrif- stofustjóri i fjármálaráðuneyt- inu, svarar: Reglur hafa verið settar um endurgreiðslu innflutnings- gjalds af bensini og er þær að finna sem reglur nr. 9 í B-deild stjórnartíðinda 1971. Skv. reglum þessum má endurgreiða bensíngjald, hafi bensinið verið notað á vélbáta til fiskveiða. Ekki er endur- greitt nema af 850 litra notkun á ári, sé vél bátsins 14 hestöfl eða þar undir. Endurgreiðslubeiðni stfluð til fjármálaráðuneytisins skal send til sýslumanna, bæjar- fógeta eða hreppstjóra, 1 Reykjavík til lögreglustjóra, sem síðan senda beiðnina áfram til fjármálaráðuneytis- ins. Fjármálaráðuneytið sendir siðan endurgreiðsiurnar til sýslumanna og bæjarfógeta, sem annast útborgun til þeirra, sem í hlut eiga. Erindi um endurgreiðslu bensíngjalds vegna notkunar bensins árið 1973 þurftu að vera komin til rétts lögreglu- stjóra fyrir 15. febrúar s.l. □ Skattfrádráttur vegna náms í Þroskaþjálfa- skólanum Björgvin Jónsson, formaður nemendafélags Þroskaþjálfaskólans spyr: „Hvers vegna fá nemendur Þroskaþjálfaskóla Islands ekki nema 18.000 kr. frádrátt af skatti vegna skólasetu, meðan nemendur í Hjúkrunarskóla ís- lands fá 26.000.-, en nemendur í öllum þessum skólum njóta sömu launa meðan á námi stendur?" Ríkisskattstjóri svarar: Skv. þeim upplýsingum, sem mat á námsfrádrætti er byggt á, er fjöldi bóklegra kennslutíma verulega hærri við Hjúkrunar- skóla íslands en við Þroska- þjálfaskóla. Laun nema við Hjúkrunarskóla Islands eru einnig lægra hlutfall af launum að námi loknu. Námsfrádráttur við þessa skóla hefur meðal annars verið ákveðinn með hiiðsjón af þessu □ Eiðsgrandi eda Eiðisgrandi? Jón Hákon Magnússon, Látra- strönd 6, Seltjarnarnesi, spyr: Hvernig stendur á því, að borgaryfirvöld kalla Eiðis- granda Eiðsgranda í auglýsingu um skipulagssamkeppni? Grandinn heitir eftir bæ Meyvants Sigurðssonar, Eiði, en Meyvant er heiðursfélagi í Reykvikingafélaginu. Páll Líndal, borgarlögmaður, svarar: Það er gömul nafnvenja að kalla þetta Eiðsgranda. Hljómplðtur eftir HAUK INGIBERGSSON Carpenters Q The Singles 1969 — 1974 □ LP, Ster- eo. □ Fáikinn. Þrátt fyrir að The Carpenters hafi verið starfandi og gefið út plötur, sem vinsælar hafa orðið vestan hafs, þá varð nafnið ekki verulega þekkt hér á landi fyrr en á sl. ári, er lögin Top of the YVorld og Yesterday once more urðu eftirlæti óskalagaflólks. Þau, sem tekið hafa sér nafnið The Carpenters, eru tvö syst- kini, Richard og Karen Carp- enter, sem syngja saman og hvílir aðalábyrgðin á heröum systurinnar, en nú er Riehard .y ,i*3. •>- i" * Richard og Karen Carpenter. farinn aðsemjalöginá plötur þeirra og virðist vera að koma meira í sviðsljósið en áður. Eins og nafn plötunnar ber með sér eru á henni þau lög, sem Carp- enters hafa gefið út á litlum plötum á fimm ára tfmabili. Lögin eru flest róleg, en auk áðurnefndra laga má nefna Close to you, Ticket to ride og We’ve only just begun. Ilvorki er haegt að segja með sanni, að Carpenters séu nýtízkuleg né frumleg, en þetta er i senn þægileg og vingjarnleg tónlist, eiginleikar, sem komið hafa plötunni efst á sölulista víða um heim. The Hollies □ Greatest hits □ LP, Stereo □ Plötuportið. Þessi plata er byggð upp á sama hátt og Carptersplatan, gömul, vinsæl lög, sem spanna tfmabilið 1965-1973. Hljóm- sveitin Hollies kom fram á sama tfma og Bítlarnir og Ston- es og vörumerki þeirra hefur alla tfð verið einkar stílhreinn og vandaður söngur. A þessum tfma hafa orðið mannabreyting- ar i hljómsveitinni, t.d. hætti Graham Nash og Terry Silvest- er kom líklega á árinu 1969. Þrátt fyrir mannabreytingar hefur hljómsveitin þó haldizt furóulega jöfn og náð vinsæld- um á vinsældalista alltaf öðru hverju. Þarna er m.a. að finna Bus stop, Carrie-Anne, Stop, stop, stop, Look through any window, On á carousel, Long, cool woman in á hlack dress ásamt, He ain’t heavy, he’s my brother, sem er það bezta, sem Hillies hafa gert fyrr og síðar. Það er ekki hægt að segja ann- að en gömlu Hollieslögin hafa borið aldurinn vel, því að þau eru fersk enn þann dag í dag, þótt hljóðritun hafi að vísu ver- ið til muna ófullkomnari 1965 en nú á dögum, eins og vel má heyra. Gefur platan þvi ekki aðeins gott yfirlit yfir feril The Hollies heldur einnig þróun poppsins um nokkurra ára bil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.