Morgunblaðið - 14.05.1974, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.05.1974, Blaðsíða 27
MÖRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAI 1974 27 úr verinu EFTER EINAR SIGURÐSSON Afkoman. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan síðasta „Ver“ kom út og margt gerzt í efnahags- og stjórnmálum landsins. Ef staðan er aðeins rifjuð upp, þá er fyrst að minnast þess, að um áramótin var fiskverð upp úr sjó hækkað um 11H% og vísitölu- hækkun varð 1. marz. Þá átti svo að heita, að frysti- husin sknuðu 200 millj. króna hagnaði á árinu, en þá var i bjart- sýni undangenginna mánaða reiknað með nokkurri fiskverðs- hækkun, sem aldrei varð. Raun- verulega voru ,,húsin“ skilin eftir á núlli. Nú gerist það 1 febrúarlok, að kaup 1 fiskiðnaðinum hækkar um tæp 30%. í mörgum öðrum at- vinnugreinum, sem sjávarút- vegurinn er meira og minna háður, hækkar kaupið enn meira, allt upp 150%. Þegar staóa frystiiðnaðarins er gerð upp eftir hækkanirnar, er hún þannig, að kaup hefur hækkað um 550 millj. króna, fastakostnaður um 250 millj. króna, farmgjöld um 100 millj. króna. Fiskveró hefur svo lækkað erlendis um 100 millj. króna og fiskúrgangur um 400 millj. króna. Þetta eru samtals 1400 millj. króna, og er það sú tala, sem afkoman hefur breytzt um frá því, er reiknað var með áður- nefndum 200 millj. króna ágóða í ársbyrjun og tapinu nú, á árs- grundvelli. En þá er átt við, að hvorki kaup, visitala, fiskur ne annar tilkostnaður hækki frá því, sem nú er, og heldur ekki, að fiskur á erlendum mörkuðum lækki né beinverð. Til þess að gefa þessum tölum meira sönnunargildi skal það tekið fram, að þær koma heim við útreikninga opinberra aðila á af- komu frystihúsanna. Vitaskuld má alltaf teygja það og toga, hverjar verða hinar raunverulegu tölur, þegar upp er staðið í lokin, en eins og horfir er útlitið verra, en ekki betra. Hjá þeim, sem verkað hafa salt- fisk og skreið, er útlitið ekki sem verst, þó að dýrtfðarflóðið sleiki þar rjómann ofan af eins og í annarri útflutningsframleiðslu. Um áramótin var reiknað með $ 9,50 fyrir eggjahvitueininguna í loðnumjöli og $ 427,00 fyrir lýsis- tonnið og hráefnisverð ákveðið út frá þessu. Rúmur fjórði hlutinn af mjölinu var seldur fyrir fram fyrir verð samsvarandi $ 9,50, annar fjórði hluti fyrir $ 6,50 og tæpur helmingur er vonandi að seljast nú fyrir $ 6,00 einingin, þó er ekki enn séð fyrir endann á, hvernig mjölsölunni reiðir af. Þetta seinasta verð hefur 1 för með sér um 20.000 króna tap á hverja lest fyrir verksmiðjurnar frá upphaflegu verðlagningunni á hráefninu, kr. 3,75 kg. Þetta nem- ur tugum milljóna hjá verk- smióju. Ef lýsisverðið héldist eins og það er nú, en svo illa færi að mjölið seldist ekki nema fyrir $ 5,25, en fyrir það verð keyptu Pólverjarnir í fyrra, svo að búizt sé við því versta — það góða skaðar ekki — væri ekki unnt að greiða nema 1,45 fyrir kg af loðn- unni, og er þá reiknað með kr. 3,00 vinnslukostnaði á kg og eng- um greiðslum i verðjöfnunar- eða oliusjóð. Ekki yrðu menn feitir af því. En svona getur farið, þegar verðfall, kreppa og verðbólga herja á framleiðsluna. Nýlega lét hálfopinber nefnd frá sér fara skýrslu um afkomu togaranna, og komst hún að þeirri niðurstöðu, að 500 lesta togararn- ir töpuðu 14 millj. króna á árs- grundvelli og stærri togararnir 24 millj. króna. Um afkomu bátaflotans er ekkert vitað, það þyrfti að gera það dæmi sem fyrst upp nú í vertiðarlokin, en enginn vafi er á, að útkoman verður ljót. Ekki er langt siðan afli bátanna var 15.000 lestum minni en i fyrra á sama tima, og hafði hann þá farið minnkandi frá árinu áður. Bara þetta er verðmætisrýrnun upp á 300—400 millj. króna. Allur til- kostnaður hefur farið stórlega hækkandi, þó að það sé stórkost- legast á veiðarfærunum og viðhaldi þeirra og skipanna. Útgerðarmönnum bátaflotans var að vísu lofað af stjórnarvöldun- um, að afkoma þeirra skyldi ekki versna frá þvi, sem talið var um siðustu áramót, að hún yrði, og er ekki að efa, að við það verður staðið. Það er ekki gaman að vera at- vinnurekandi i dag. ★ Grein þessi átti að fylgja „Verinu“ síðastliðinn sunnudag, en féll niður vegna mistaka blaðs- ins. — Minning Hildur Framhald af bls. 18 um er fyrir svo ótal margt að þakka. Vináttuna, fjölskyldu- böndin, samverustundirnar heima og heiman og margt annað. Éfe og fjölskylda min vottum Sigurði vini okkar, börnunum ungu, Guðrúnu móður hennar, Jó- dfsi systur hennar og öðrum nán- um ástvinum innilega samúð. Páll Sigurðsson. — Danmörk Framhald af bls. 1 mála og fleiri félagsmála. Aðgerð- ir þessar áttu að vega upp á móti gjaldeyristapi Dana, sem nú er talið nema um 800 milljónum danskra króna á mánuði. Dánskir verkamenn hafa mótmælt öllum þessum atriðum harðlega og sem fyrr segir gert verkföll til að léggja áherzlu á kröfu sína um að Hartling segi af sér og boði til kosninga. Talið er víst, að þessar aðgerðir verkamanna eigi stóran þátt f því að hinir flokkarnir vilji ekki styðja Hartling. — Hannibal Framhald af bls. 28 flokkinn á Vestfjörðum f kom- andi alþingiskosningum og sagðist hann hafa þakkað um leið fyrir gott samstarf á liðn- um árum. Um það hvort hann færi í framboð í einhverju öðru kjör- dæmi, sagði Ilannibal, að það væri með öllu óráðið. — Þýzkaland Framhald af bls. 1 hann þyrfti að skammast sín fyrir. Brandt réðst jafnframt harkalega á Honecker, leiðtoga A- Þýzkalands, fyrir að hafa komið njösnaranum Gunter Guillaume inn á skrifstofu sína og sagði, að sá verknaður væri ekki til þess fallinn að bæta sambúð austurs og vesturs. Honecker sagði í ræðu á sunnudag, að samstarfi milli A- og V-Þýzkalands yrði að halda áf.ram og var þetta túlkað sem áskorun til Schmidts um að láta njósnamálið ekki hafa áhrif á sa-mbúð þjóðanna. Framhald af bls.28 skipa Baldur Kristjánsson, sem er sonur Kristjáns Benediktssonar, er skipar efsta sæti á hinum um- deilda framboðslista, Sveinn Her- jólfsson, sem á sæti í stjórn SUF, og Ása Kristfn Jóhannsdóttir, sem setið hefur f stjórn Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík. „Ólöglegt framboð“ Til rökstuðnings þeirri fullyrð- ingu, að framboðslisti Framsókn- arflokkáns, í Reykjavík sé ekki löglega ákveðinn segir í fréttatil- kynningu Samtaka vinstri fram- sók náfmanna: „Það fulltrúaráð, sem ber fram hinn svokallaða lista Framsóknar- flokksins f Reykjavík, er ekki skipað á löglegum grundvelll Hinir 'svokölluðu fulltrúar FUF voru kosnir á aðalfundi, sem hlut- laus rannsóknarnefnd SUF hefur Aðstoðarfélag aldraðra UPPLÝSINGAR í síma 20990 kl. 9—11 f.h. alla daga nema laugar- daga og sunnudaga. Óskað er eftir sjálfboðaliðum. — Nixon Framhald af bls. 13 og aðeins 30% vilja, að hann haldi áfram. Aður hafa ekki fleirí en 50% Bandarfkjamanna viljað ríkisréttarrannsókn gegn forset- anum samkvæmt skoðanakönnun- um. Bæði Gerald R. Ford varafor- seti og Julie Nixon Eisenhower ítrekuðu um helgina, að Nixon væri staðráðinn f að halda áfram. Ford sagði, að Nixon ætti að halda áfram. DREGIÐ hefur verið í happdrætti námsferðasjóðs Myndlista- og handfðaskóla íslands. Eftirtalin númer hlutu vinninga.: Nr. 1947, olíukrítarmynd eftir Hring Jóhannsson, nr. 1058 grafíkmynd eftir Björgu Þor- steinsdóttur, nr. 623 teikning eftir Baltazar, nr. 2142 grafík- mynd eftir Ragnheiði Jónsdóttur, nr. 1717 myndverk eftir Snorra Svein Friðriksson, nr. 257 Kjarval og Lökken, keramikskúlptúr, nr. úrskurðað ólöglegan. Þeir aðilar, sem undirbjuggu og stjórnuðu aðalfundinum og nú réðu öðru og þriðja sæti hins svokallaða lista Framsóknarflokksins f Reykja- vík, hafa brotið lög félagsins á margvíslegan hátt. Þeir afhentu rúmlega hundrað manns félags- skfrteini án þess að það fólk hefði nokkurn tfma gengið f félagið. Þeir strikuðu stóran hluta lög- legra félagsmanna út af félaga- skrá og ráku þá þar með úr Fram- sóknarflokknum. Þeir dreifðu at- kvæðaseðlum út um bæ án nokk- urs eftirlits en meinuðu lögmæt- um félagsmönnum að greiða at- kvæði. Fulltrúaráð skipað fulltrú- um, sem kosnir eru á slfkum grundvelli, er þvf aigerlega ólög- legt. Framboð, sem það ákveður, getur með engu móti talist rétt- kjörið framboð Framsóknar- flokksins f Reykjavfk. Þegar halda átti nýjan aðalfund FUF f Reykjavík til, m.a.,að kjósa á lögmætan hátt fulltrúa félagsins f fulltrúaráð Framsóknarfélag- anna f Reykjavík, gripu lögbrjót- arnir til þess ráðs að setja lög- bann á samflokksmenn sfna. Sú — Fyrirspurnir Framhald af bls. 28 borgarstjóra við þeim birt svo fljótt sem kosturer. Eins og kunnugt er, hefur Mbl. um nokkurt skeið innt af höndum þá þjónustu við lesendur sfna að afla svara við fyrirspurnum af ýmsu tagi, og eru fyrirspurnir og .svör til borgarstjóra þáttur f þeirri þjónustu blaðsins. Fram að kjördegi til borgar- stjórnar verða borgarmálin mjög í sviðsljósinu og er ekki að efa, að margir borgarbúar hafa hug á að fá upplýsingar um ýmislegt, sem fyrir augu ber í borginni, svo og málefni, sem þeir kunna að hafa átt samskipti við starfsmenn borgarinnar um. Nú er því tæki- færið að beina fyrirspurnum til borgarstjóra með milligöngu Morgunblaðsins og væntir blaðið þess, að sú þjónusta verði vel metin. 2077 plattar eftir Sigrúnu Guðjónsdóttur, nr. 503 myndverk eftir Kjartan Guðjónsson. nr. 237 grafíkmynd eftir Einar Hákonar- son, nr. 2108 teikning eftir Jón Reykdal, nr. 1308 teikning eftir Halldór Pétursson, nr. 375 mynd- verk eftir Niels Hafstein og nr. 1921 myndverk eftir Sigurð Sig- urðsson. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 19821 milli kl. 15 og 17. (Birt án ábyrgðar). aðgerð hefur leitt til þess, að Borgardómur Reykjavíkur og e.t.v. sfðar Hæstiréttur tslands munu á ótvfræðan hátt leiða hið sanna f Ijós. Þótt Samtök vinstri framsóknarmanna harmi, að lög- banni sé beitt til að hindra eðli- lega og réttmæta flokksstarfsemi, ber I sjálfu sér að fagna þvf, að dómstólar landsins hafa fengið málið f hendur. Þeir munu fella dóm um athæfi þessara manna. „Vafasöm fjármáiastarfsemi“ Um þá fullyrðingu, að með framboðslistanum sé verið að hefja til vegs pólitfskt siðleysi og margvíslega fjármálaspillingu segir svo: „A undanförnuin árum hafa eflst til valda !■ nan Framsóknar- flokksins í KeyKjavfk ýmiss konar fjármálaöfl. Þau hafa tengt starf- semi flokksins margvíslegri vafa- samri f jármálastarfsemi, hús- næðisbraski og lánamiðlun. Full- trúar þessara afla skipa nú baráttusæti á hinum svokallaða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík." Börkur seldi í Skagen Nótaskipið Börkur frá Nes- kaupstað seldi 2007 kassa af sfld f Skagen í Danmörku í gær fyrir um 2.4 millj. kr. Meðaiverð f.vrir hvert kíló var 31 króna. Ekki var allur afli Barkar seld- ur í gær, 200 kassa, sem urðu eftir, átti að selja á markaðnum í morgun. Fjögur til fimm fslenzk sfld- veiðiskip hafa nú hafið veiðar f Norðursjónum og vitað er um fjölmörg skip, sem eru lögð af stað til veiða þar, eða eru i þann veginn að leggja af stað til veiða. — Bátaflotinn Framhald af bls. 28 ekki á sjó í sumar, og kæmu til fyrrgreindar ástæður, en ýmsar fleiri mætti telja upp. Humar- veiðitakmarkanir verða t.d. mjög miklar f sumar. Enginn bátur yfir 100 rúmlestir fær nú leyfi til humarveiða og afiatakmarkanir eru meiri en áður hefur þekkzt. Eru þessar ráðstafanir gerðar með samþykki L.Í.U., enda er brýn nauðsyn að vernda humar- stofninn vel á næstu árum, ef hann á ekki að þurrkast út. Marg- ir þeir útgerðarmenn, sem hafa gert skip sín út á humarveiðar höfðu hugsað sér aó gera út á spærling í sumar og fyrir nokkr- um mánuðum voru bundnar mikl- ar vonir við þær veiðar. Nú er hins vegar ljóst, að lítill grund- völlur er fyrir þeim veiðum, þar sem verð fyrir spærling til bræðslu verður það lítið, að ekki verður hægt að gera út á þær veiðar nema með stórfelldu tapi. Aðeins hinir stærri bátar geta stundað sfldveiðar í Norðursjón- um í sumar, og er búizt við sæmi- legri afkomu þeirra báta ef vel fiskast. Hins vegar er nú þörf á hærra meðalverði, þar semolfa og kassar hafa hækkað gífurlega frá í fyrra. Togveiðar eru nú einnig mun erfiðari en áður, þar sem búið er að setja bátunum strangar veiðireglur með nýju landhelgis- veiðilögunum, sem samþykkt voru f vetur á Alþingi. Sagði Kristján, að einu björtu hliðarnar f útgerðinni var togara- aJinn en hann er nú 42 þúsund lescir á móti 9 þúsund lestum i fyrra. En þess ber þó að gæta að fjöldi togara á veiðum er nú margfalt meiri en þá og nú síð- ustu vikur hefur af li þeirra dottið niður. Loðnuaflinn var nú 462 þúsund lestir á móti 420 þúsund lestum í fyrra og einnig inn í þá mynd kemur fjölgun skipa, þvi nú stunduðu 50 fleiri skip loðnuveið- aren 1973. Þegar við, nokkrar þeirra, sem bárum gæfu til að eiga Hildi heitna Vilhjálmsdóttur að vini, hittumst til að reyna af veikum mætti að setja saman ofurlitla rit- smíð um þennan ógleymanlega sólargeisla f lífi okkar, sólar- geisla, sem engri okkar hefur enn tekist að skilja að nú sé slokknað- ur, nema í ljúfri endurminningu birtu yls og gleði, héldum við að okkur yrði ekki skotaskuld úr þvi. Af svo mörgu hlaut að vera að taka. Minningarnar voru svo óteljandi allt frá því að við vorum í Melaskólanum, sfðan f þeirri menntastofnun, sem kölluð var Gaggó Vest og síðan áfram gegn- um lffið þar til dauðinn skarst i leikinn og tók Hildi frá okkur. Hildi, sem hefði, ef forsjóninni væri nokkurn tftna stjórnað af einhverju réttlæti, átt að lifa okk- ur allar. Við sátum bara þöglar, hnípnar og hnuggnar og rifjuðum upp alit það sem hún hafði alltaf fært okkur með nærveru sinni i hópi okkar skólasystra hennar. Alla gleðina, alla hlýjuna og gáskann, sem hún bjó yfir í svo rikum mæli. Ef við hittum hana of sjald- an, var hennar saknað, svo auð- velt er að geta sér þess til með hverjum söknuði yið kveðjum hana hinsta sinn. Við vitum að ekkert hefði verið Hildi fjær skapi, en að sjá um sig lofrollu í eftirmælastíl. Allir sem til hennar þekktu vita lfka að slfkfa skrifa er ekkijþörf. A sfnum stutta æviferli sýndi hún það, sem allir ættu að geta verið sammála um að góða manneskju mætti best prýða, blessuð, elsku Hildur. Því verður áreiðanlega ekki með orðum lýst;, hver harmur er upp kveðir.n lnnan fjölskyldu Hildar. Við vottum eiginmanni hennar Sigurði Þórðafsyni. bórn- um þeirra, móður hennar Guð- rúnu Þorgeirsdóttur,/og Jódísi systur hennar okkar dýpstu sam- úð. Einhverjar ljúfustu endur- minningarnar frá því að við vor- um í skóla eru viðtökurnar. sem við alltaf fengum hjá pabba og mömmu Hildar á Öldugötunni. Guðrúnu og Vilhjálmi heitnum Eyþórssyni, sem lést í fyrra. en þau hjónin tóku okkur alltaf opn- um örmum og af þeiiri hlýju, sem seint mun gleymast. En þó að við séum allarharmi slegnar, munum við áreiðanlega, þegar tíminn hef- ur grætt dýpstu sárin, hugsa til Hildar sem þess ljósgeisla, er bar ávalt með sér birtu og yl hvar sem hún fór, hvort sem verið var að bralla eitthvert prakkarastrik í Gaggó, eða bara við sátum og hló- um að því sem okkur þótti bros- legt og nutum þess að vera í ná- vist Hildar vinkonu okkar. Skóias.vstur. — Fram- boðslistinn Dregið í happdrætti Mynd lista- og handíðaskólans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.