Morgunblaðið - 14.05.1974, Side 21

Morgunblaðið - 14.05.1974, Side 21
I MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAI 1974 21 □ ÓVÆNTUR GESTUR Það var engin furða, þótt einn viðskiptavinurinn vekti meiri athygli eigenda lítillar veitingastofu í Houston í Texas en aðrir. Hér var kominn Richard Nixon forseti Bandaríkjanna. Veitingastofan er skammt frá hótelinu, þar sem Nixon bjó, og hann skrapp þangað inn til þess að fá sér hressingu. Á myndinni sést forsetinn ræða við Marie „Skrimp“ Hamilton, eiganda veitingastofunnar. Þau eru bæði alvarleg á svip, en sessunautar Nixons virðast aftur á móti skemmta sér hið bezta. □ DIOR TALAR Hér sjáið þið glæsi- legan kvöldkjól frá Dior. Hann var sýnd- ur á tízkusýningu, sem þetta fræga tízkuhús hélt í París í síðastliðnum mán- uði. Ekki fylgir text- anum með myndinni, hvað svona flík kost- ar eða hvort samlík- ingin við fiðrildi hef- ur einhverja dýpri merkingu. □ ÉG TALA Eg tala og þið hlustið, má lesa út úr svip mannsins i ræðu- stólnum. Hér er kominn Idi Amin forseti Uganda, og hann er að flytja ræðu á fundi Ein- ingarsamtaka Afríkuríkja. Idi Amin er maður mikill að burð- um og kemur það sér vel fyrir hann, þvi að hvar gæti hann annars komið fyrir öllum orð- unum. Og tæplega er forsetinn með húfuna af ótta við, að það kuli á kollinn. Útvarp Reykjavfk ^ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAl 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.15 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 8.45. Oddný Thorsteinsson les framhald „Ævintýris um Fávís og vini hans" eftir Nikolaj Nosoff (20). Útvarp vegna unglingaprófs í dönsku kl. 9.00 Morgunleikfimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30 Létt lög á milli atriða. Morgunpopp kl. 10.25 Morguntónleikar kl. 11.00: Felix Ayo og 1 Musici leika tvo árstíðakonserta eftir Vivaldi, „Vorið" og „Sumarið" / William Bennett, Harold Lester og Denis Nesbitt leika Sónötu i h-moll fyrir flautu, sembal og víólu da gamba eftir Hándel / Agustin Anievas leikur á píanó Tilbrigði og fúgu eftir Brahms um stef eftir Hándel. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.00 Eftir hádegið Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Sfðdegissagan: „Hús málarans" eftir Jóhannes Helga Óskar Halldórsson les (4). 15.00 Miðdegistónleikar: íslenzk tónlist a. Sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Fjölni Stefánsson. Rut ingólfsdóttir og Gísli Magnússon leika. b. „Alþýðuvisur um ástina" eftir Gunn- ar Reyni Sveinsson við texta eftir Birgi , Sigurðsson. Söngflokkur syngur undir stjórn höf- undar. c. „ólafur Liljurós", ballettmúsík eftir Jórunni Viðar. i Sinfóníuhljómsveit Islands leikur; Páll \ P. Pálsson stj. i 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). ' 16.25 Popphornið 17.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá Kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Bókaspjall Umsjónarmaður: Sigurður A. Magnús- son. 19.55 Lög unga fólksins Ragnheiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 1 21.00 A vettvangi dómsmálanna Björn Helgason hæstaréttarritari talar. 21.30 A hvftum reitum og svörtum Guðmundur Arnlaugsson flytur skák- þátt. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Eiginkona í álögum" eftir Alberto Moravia Ragnhildur Jónsdóttir islenzkaði. Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona les (3). 22.35 Harmonikulög Jo Ann Castle leikur. 23.00 A hljóðbergi „Vítisvélin", leikrit eftir Jean Cocteau; — síðari hluti. Með aðalhlutverk fara Margaret Leighton, Jeremy Brett, Alan Webb, Patrick Magee og Diana Cilento. Leik- stjóri er Howard Sackler. 23.55 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. A skjánum ÞRIÐJUDAGUR 14. maí 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Steinaldartáningarnir Nýr, bandarískur teiknimyndaflokkur i framhaldi af myndunum um Fred Flintstone og félaga hans. Nú eru börn Freds og samtíðarmanna hans vaxin Ur grasi, og um þá ungu og uppvaxandi kynslóð fjallar þessi myndaflokkur. 1. þáttur. Listakonan Vala Þýðandi Heba Júlíusdóttir. 21.00 Stjórnmálaviðhorfið Umræðuþáttur í sjónvarpssal. Umsjónarmaður Ólafur Ragnarsson. 21.40 Skák Stuttur, bandarískur skákþáttur. Þýðandi og þulur Jón Thor Haraldsson. 21.50 Heimshorn Fréttaskýringaþáttur um erlend mál- efni. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnús- son. Dagskrárlok MIÐVIKUDAGUR 15. maíl974 18.00 Skippf Astralskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.25 Sögur af Tuktu * Kanadískur fræðslumyndafiokkur um lifnaðarhætti Eskimóa fyrr á árum. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.45 Gftarskólinn 14. þáttur. Kennari Eyþór Þorláksson. 19.20 Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Veðurog auglýsingar 20.30 Konan mfn í næsta húsi Breskur gamanmyndaflokkur. Flutningar f vændum Þýðandi Heba Júlíusdóttir. 21.05 A tfunda tfmanum Að þessu sinni verður rætt við fólk, sem hlotið hefur stóra vinninginn í happdrætti, — fjallað um kvartanir, sem berast Neytendasamtökunum vegna vöru og þjónustu, og rætt við mann, sem vinnur að því í tómstundum að rækta erlendar blómategundir, áður óþekktar hér á landi. Þá verður sýnd syrpa gamalla kvik- mynda og inn í hana fléttað viðtali við 100 ára konu og rímnakveðskap. Umsjónarmaður ólafur Ragnarsson. 21.45 Kirkjan f Póllandi Austurrísk fræðslurpynd um kaþólsku kirkjuna i Póllandi og stöðu hennar gagnvart stjórnarvöldunum. Þýðandi og þulur óskar Ingimarsson. 22.45 Dagskrárlok Þýzk bók um Norður- höf og frelsi sjávarins Komin er út I Þýzka- landi á Safari-bóka forlaginu f Berlln bókin „Das Nord- meer — und die Freiheit der See“ og er höfundur Heinz Bariiske. Á kápusfðu er litmynd frá Vest- mannaeyjum. Bókin skiptist í fjölmarga kafla og fjallar sá fyrsti um Island, eld- fjallaeyjuna f Norð- urhöfum, sfðan koma kaflar um vík- ingana í Norðurhöf- um, baráttu tslend- inga um fiskveiðar Kápumynd bókar- innar „Das Nord- meer — und die Freiheit der See.“ sínar, kafli er um þetta hafsvæði og frelsi sjávarins al- mennt o.fl. Kafli er um Færeyjar, Hjalt- land og Orkneyjar, annar um auðlindir á hafsbotni og kaflar eru einnig um fisk- veiðar Dana og Norð- manna. Þá er heim- ildaskrá og nafna og orðaskrá. Mikill fjöldi mynda, bæði í Iit og svarthvítar, prýða bókina, sem er hin myndarlegasta að öllum frágangi. Hún er 328 bls. að stærð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.