Morgunblaðið - 14.05.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.05.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1974 25 Sl <uggamync iif 1 n rskn FRAMHALDSSAGA EFTIR 1^1 MARIU LANG, ÞÝÐANDI: JOHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR. 8 á lyklum? Geturðu sagt mér hvort þessir lyklar minna þig á eitt- hvað? — Ég rótaði í veskinu mínu og gróf loks upp tvo lykla. Og rétti þá til Christers. Og ég sá áhuga- glampann í augum hans og vissi, að tilgáta mín var rétt. — Ég þekki svona lykla. Þetta eru nákvæmlega eins lyklar og dána konan hafði í fórum sínum . .. á annarri kippunni. Þá held- urðu sem sagt að þetta séu ... — Lyklarnir að bókasafninu, Christer! Og það þýðir, að hún hefur verið í þeim fámenna hópi, sem hefur næturlykla. Nú höfum við þó eitt spor til að fara eftir. — Svona, vertu nú róleg! Ertu alveg viss um, að hún gæti ekki hafa fengið þessa lykla að láni . . . eða tekið þá traustataki hjá Ein- ari? Ég hristi höfuðið ákaft. — Hug-B er mjög lokaður stað- ur, þar sem allir þekkja alla. Það hefur enginn utanaðkomandi neina ánægju af því að troða sér þangað inn? Ég verð líka alltaf sannfærð um, að það er einmitt á safninu, sem ég hef séð hana. . Ég lagði lyklana aftur í töskuna og sagði ákveðin: — Ég veit ekki, hvað þú hefur í hyggju að gera, Christer. En ég ætla að minnsta kosti að fara á safnið. Ég hef sterklega á tilfinn- ingunni, að þar geti ég komizt á snoðir um sitt af hverju . . . sem gæti staðið í einhverju sambandi við þetta mál. Christer.sem enn hafði ekki gert sér grein fyrir hinu þýðing- armikla hlutverki Hug-B, hikaði enn og hristi síðan höfuðið. — Mér þykir það leitt. En ég verð að fara á skrifstofuna mína. En auðvitað getur annar hvor þeirra Ellert eða Nord farið með þér á safnið, ef þú heldur i alvöru, að . . . — Ég held það fari bezt á því að ég komi þangað án þess að öll morðdeildin sé á hælum mínum. Ég þekki dálítið eldri stúdentana «em hafast þar við að staðaldri og ég get áreið- anlega fengið þá til að vera opinskárri ef ég er ein og þeir eru algerlega óviðbúnir. Auðvitað. . . auðvitað eru þeir kannski ekki alveg viðbúnir. Hvað stóð í blöð- unum í morgun. — Það var fátt og lítið. „Óþekkt kona fannst í nótt“ eða eitthvað i þeim dúr. Hvergi nefnt nafn þitt eða Einars og ekki, hvar konan fannst. En sá frestur stendur ekki lengur en þangað til siðdegisblöð- in koma út.Og ef ég hef ekki náð i Einar fyrir þann tíma, verð ég að siga dönsku lögreglunni á hann Tilboð óskast í smíði og uppsetningu eldhúsinnréttinga, skápa og sólbekkja í 1 2 íbúðir fyrir stjórn verkamannabú- staða í Hafnarfirði. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, og þurfa tilboð að berast fyrir kl. 1 1 00 mánudaginn 27. maí n.k. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGAP.TÚNI 7 SÍMI 26844 FLÉTIUHRIHGAR Eftirsóttu tyrknesku fléttuhringarnir komnir. Ekta silfur. Garðar Ólafsson, úrsmiður — Lækjartorgi. — Að hugsa sé, sagði ég dreym- andi. — 1 gærkvöldi ... það var mánudagur í gær, ábyggilega, er það ekki . . . í gær sat ég á flug- vellinum í Kastrup og hafði ekki hugmynd um að Einar væri í nokknrra kílómetra fjarlægð frá mér. Ilefði ég nú bara vitað það. Við slitum talinu og ég ákvað með sjálfri mér að hætta áð hugsa um minn horfna maka, að sinni. Eg vissi enn ekki, hvað ég átti að halda um hann og þessa dánu konu, en ég var viss um eitt: ég grunaði hann ekki um að hafa drepið hana. Og þessa stundina skipti eiginlega ekkert annað máli. Ég skildi við Christer Wiijk og var hin hressasta: — Vertu ekki svona daufur í dálkinn. Ég skal finna morðingj- ann fyrir þig! Ég vissi ekki, að strax þennan sama dag átti ég eftir að standa augliti til auglitis við morðingj- ann, tala við hann, þessa ógnvekj- andi persónu, sem leyndist undir nafninu „morðinginn." Éfe vissi heldurekki hversumörg og ægileg mistök okkur áttu eftir að verða á og hversu margt átti eftir að gerast áður en okkur tækist að lokum að komast að sannleikanum. Ef ég hefði vitað það þennan morgun hefði ég kannski verið jafn áhyggjufull og hugsi og Christer, vinur minn. 4. kafli. Á daginn kemst maður inn á safnið án þess að hafa lykla. Það með er ekki sagt, að hver sem er geti komið og fengið inngöngu. Fyrst ýtir maðpr á dyrabjöllu og svo opnast dyrnar undurvingjarn lega. En þar með er líka draumur- inn búinn um sinn. Því að í litlu herbergi situr maður, sem fylgist með því að það séu aðeins „fastir viðskiptavinir" bókasafnsins, sem fá að fára inn. Stundum þurfti maður að sýna skírteini. Og minnstu munaði að ég yrði stöðv- uð á þessu stigi, þegar ég var nú þarna kominn að leita að ein- hverju, sem gæti varpað ljósi á morðið. Venjulega var sami maðurinn við gæzlu og hann var farinn að þekkja mig og hleypti mér inn án þess ég sýndi nokkur skilríki. En mannaskipti höfðu orðið með- an ég var í burtu og einhver kven- vera hafði tekið við störfum og hún var ekki á þeim buxunum að láta mig vaða þarna inn á skftug- um skónum. Það var ekki fyrr en einn kunningi minn kom út úr einu herbergjanna, að hann sá í hvaða vanda ég var og leiddi frú Jónsson, eins og hún mun hafa heitið í allan sannleika um, að vogandi væri að leyfa mér að halda lengra. — Ég vona þér trúið því, frú min góð, að þessi unga dama er velþekktur gestur hér á safninu. Bæði ég og aðrir stúdentar þekkj- um hana vel. Og hún er ekki nærri eins hættuleg og hún lítur út fyrir að vera . .. Konan muldraði í barm sér eitt- hvað á þá leið, að hún hefði ekk- ert um mig vitað, en ég rétti björgunarmanni mínum höndina og þakkaði honum kærlega fyrir aðstoðina. Karl-Gustaf Segerberg var grannvaxinn, Ijóshærður ung- ur maður með ákaflega blá augu. Hann líktist einna helzt saklaus- um menntaskólasveini, en þó var það staðreynd, að hann hafði í meira en ár gengt virðulegu dós- entstarfi í bókmenntasögu og að hann gerði það með mestu prýði. Ef betur var að gáð sá maður greindarblikið í bláum augum hans og við framkomu hans var eitthvað geðþekkt og ljúft sem gaf til kynna, að þennan mann væri jafnan ánægja að hitta. Við töluðum saman i ákafa og Karl Gustaf þurfti ekki að beita miklum fortölum til að fá mig til að skilja, að ég hefði gott af að fá mér slgarettu upp í reykstofunni, sem er til vinstri, þegar inn er komið, áður en gengið er upp mjó- an stiga upp í lestrar- og bóka- safnsherbergin á næstu hæð. — Þú mátt ekki taka námið oi geyst eftir friið, sagði hann glað- lega. — Þér gæti beinlínis orðic! illt af þvi. Og ég veit að inni i reykstofu situr að minnsta kosti einn, sem iðar í skinninu eftir a? hitta þig .. . Hann fylgdi mér upp í reyk- mettað herbergið, þar sem vif komum saman, aðallega til a? skiptast á kjaftasögum. Hafi ég verið glöð yfir að hitta Karl Gustaf varð ég satt að segja enn kátari, þegar ég sá hver þarna sat, hulinn pipureyk. Stór-Bingó Stór-bingó verður að Hótel Sögu í kvöld kl. 8.30. Meðal vinninga 2 Útsýnarferðir til sólarlanda. Fjölmenn- ið. Fjáröflunarnefnd Árbæjarsafnaðar. Heilsuræktin HEBA AuÓbrekku 53 Konur athugið Getum enn bætt við í dagtíma í maí. Leikfimi 2 — 3—4 sinnum í viku. Sturtur, sauna, Ijós og nudd. 3ja vikna megrunarkúr, dagtímar. Megrunarleikfimi alla daga vikunnar nema sunnudaga. Góður mátarkúr, ströng viktun. 2 nudd innifalið í verðinu. Innritun í síma 42360. v Heimasími 43724. Nýir tímar hefjast aftur 4. júní. 30 daga megrunarkúr. Morguntímar, dagtimar, kvöld- tímar. Leikfimi 2 — 3—4 sinnum í viku. Innritun þegar hafin. UÓS & ORKA ÞYZKU GÓLF LAMPARNIR KOMNIR AFTUR EINNING GLÆSILEGT ÚRVAL AF GÓLFLÖMPUM FRÁ UANMÖRKU SENDUM I PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT LANDSINS MESTA LAMPAURVAL LJÓS & ORKA Snóurlandsbraut 12 simi 84488

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.