Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JULl 1974 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 1 00. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 35,00 kr. eintakið. Allt útlit er nú fyrir að verðbólguvöxturinn á þessu ári muni nema 50- 60% og hefur verðbólgan aldrei verið meiri. Á við- reisnarárunum var hún að jafnaði um 10% og þótti landsmönnum nóg um, en hinn gífurlegi vöxtur hennar á síðustu misserum sýnir, að nú verður í alvöru að snúast gegn þessari þróun með tiltækum ráðum. í því skyni að efla skilning almennings á þessu vandamáli og hugsanlegum aðgerðum er og nauðsynlegt, að sem almennastar umræður fari fram um þær leiðir, sem tiltækar kunna að vera. Vafalaust er flestum ljóst, að verðbólgan hefur að sumu leyti verkað örvandi á ýmsar fram- kvæmdir í þjóðfélaginu. Þannig er óhætt að slá því föstu, að hún hefur auð- veldað húsbyggjendum að eignast þak yfir höfuðið og standa undir hinum háa byggingarkostnaði. Á hinn bóginn hefur svo gífur- legur verðbólguvöxtur, sem nú er í landinu, einnig mjög skaðvænleg áhrif. Gildi peninganna verður nánast ekkert í augum fólks og sá, sem geymir peninga í banka lang- tfmum saman í stað þess að festa þá í einhverjum verð- mætum, er beinlínis að tapa fé. Verðbólgan ýtir einnig undir brask af ýmsu tagi og gerir þeim, sem aðstöðu hafa til að safna miklum skuldum, kleift að komast yfir miklar eignir með hjálp verðbólgunnar. í umræðum um tak- mörkun verðbólguvaxtar hafa menn gjarnan ein- blínt á þau sjálfkrafa tengsl, sem eru milli kaup- gjalds og verðlags í landinu. Á árunum 1960- 1964 var þetta sjálfkrafa kerfi tekið úr sambandi. Afleiðingin varð sú, að mikill órói ríkti á vinnu- markaðinum, verkalýðs- félögin sömdu til skamms tíma, jafnvel aðeins 6 mánaða í senn og kaup- gjaldshækkanir voru sízt minni en á þeim tímum, þegar kaupgjaldsvísitalan hefur verið í gangi. Með júnísamkomulaginu 1964 var verðtrygging launa tekin upp á ný og hefur verið við lýði síðan, að mestu í óbreyttu formi, með nokkrum undan- tekningum þó. Á kreppuárunum var með samkomulagi við verkalýðsfélögin sett svo- nefnt þak á vísitöluna, sem vakti mikla óánægju í hópi þeirra, sem hærri laun höfðu, og það þak var af- numið, þegar betur fór að ganga. Með verðstöðvunar- lögum 1970 tók viðreisnar- stjórnin áfengi og tóbak út úr vísitölunni og frestaði greiðslu tveggja vísitölu- stiga í um 10 mánuði. Verkalýðshreyfingin og vinstri flokkarnir snerust af mikilli hörku gegn þeim ráðstöfunum. En völdin hafa gert vinstri flokkana raunsærri að þessu leyti. Þeir hafa skert vísitöluna með ýmsum hætti á valdatíma sínum. í fyrsta lagi með því að láta söluskattshækkun ekki koma fram í kaup- gjaldsvísitölu. 1 öðru lagi með því að taka áfengi og tóbak út úr vísitölu. í þriðja lagi með því að taka bílinn út úr vísitölu og í fjórða lagi með því að taka nokkur vísitölustig hrein- lega af launþegum. Þannig virðast allir stjórnmála- flokkar á einu máli um, að breytinga sé þörf á nú- verandi verðtryggingu launa og er það í sjálfu sér spor í rétta átt, en ef menn vilja skoða þessi mál af raunsæi er ljóst, að verð- trygging launa í einhverju formi verður að vera til staðar. í þeim miklu umræðum, sem fram fara víða um lönd um verðbólgu- vandann er hvað eftir annað vakin athygli á for- dæmi Brasilíu, þar sem tekizt hefur að skera verð- bólguvöxtinn mjög niður BARÁTTAN GEGN VERÐBÓLGUNNI með einu allsherjar verð- tryggingarkerfi, þar sem laun og verðlag og allar fjárskuldbindingar svo og sparifé hefur verið verð- tryggt og allt kerfið endur- skoðað á þriggja mánaða fresti. Hér á landi hefur lítið verið um verð- tryggingu fjárskuld- bindinga, þó hefur það nokkuð færzt í vöxt. Þannig hefur ríkissjóður um nokkurra ára bil tekið lán með almennu útboði, sem eru verðtryggð. Við- reisnarstjórnin setti verð- tryggingu á húsnæðislán, sem vinstri stjórnin afnam, en tók upp á ný skömmu fyrir kosningar og er það enn ein viðurkenning vinstri stjórnar á ráð- stöfunum Viðreisnar, sem á sínum tíma voru mjög gagnrýndar. í vaxandi mæli er rætt um nauðsyn þess að verðtryggja spari- fé, sem mundi að sjálf- sögðu þýða almenna verð- tryggingu fjárskuld- bindinga, því ekki gætu bankar lánað út verðtryggt sparifé án þess að útlánin væru einnig vísitölu- bundin. Sjálfsagt mundi slík ráðstöfun auka mjög sparifjármyndun og trú fólks á verðgildi peninga, en draga jafnframt úr eftirspurn eftir lánum. Verðtryggingarkerfið í heild sinni er eitt af því, sem þarf að taka til alvar- legrar umræðu í sambandi við ráðstafanir til þess að takmarka verðbólguna og halda henni í skef jum. Flugfélagið hefur opnað A- Grænland fyrir ferðamönnum Þegar kosningaslagurinn var t algleymingi, kom til Reykjavtkur ungur maður. sem búið hefur um árabil f bænum Angmagssalik á austurströnd Grænlands. Nú hefur hann ráSizt I það stórvirki a8 byggja fyrsta áfanga a8 hóteli þar f bænum, til þess a8 skapa skilyrSi fyrir ferSamenn, sem f vaxandi mæli leggja nú leiS sfna til austur strandar Grænlands. Þetta er eina hóteliS á austur Grænlandi Angmagssalik er 800 manna bær en f hreppnum öllum eru um 2500 manns. sagSi hótelstjórinn, sem heitir Kelly Nicolaisen. Það eru hinar reglulegu flugferðir Flugfélags íslands til Kulusuk, sem hafa opnað austurströnd Grænlands sem vettvang ferða- langa. Þeir, sem þangað koma, vita að sjálfsögðu, að þar er ekki að finna baðstrendur. — Vita, að það er hin hrikafagra náttúra, sem bo8ið er upp á. — Þeir, sem f sumarleyfum vilja ástunda útilff, gönguferðir og stangveiði og ánægju hafa af svo nýstárlegu sporti sem siglingum um lygna djúpa firði innan um borgarfsjaka hafa nóg við að vera meðan á nokkurra daga viðdvöl stendur. í þessum fyrsta áfanga hótels- ins er gistirými fyrir 12 gesti, en auk þess hefur hótelið, sem heitir Hótel Angmagssalik svefnpoka- pláss fyrir allmarga gesti. Nicolaisen hótelstjóri sagSi, a8 tilgangurinn með ferð hans hingað nú væri sá að ræða vi8 forráða- menn Flugfélags íslands um sam- vinnu. Það er Ijóst, að Flugfélagið verður að leita til danskra og grænlenzkra yfirvalda I sambandi viS leiguflugið til Kulusúk og félagið hefur ekki fengið leyfi fyrir þeim fjölda ferða. sem það telur sig þurfa, til að anna þörfinni fyrir sfaukna og betri þjónustu vi8 ferðafólk. — Eins og þið munið vita, eru flestir þeirra, sem til Kulusúk koma á sumrin ferða- menn frá V-Evrópulöndum, sem hafa haft einhverja viðdvöl f Reykjavfk en sfðan brugðið sér yfir til okkar. í samstarfinu vi8 Flugfélag , <$> t. / J {f Samtal við hótelstjórann í Angmagssalik EAST' GREEMLAND Kápumynd af hótel-pésanum frá Hótel Amgmagssalik islands, einkum við forstöðumann utanlandsflugsins. Birgi Þor- gilsson, er málum nú svo háttað, sagSi eigandi Hótel Angmagssalik, að við viljum vinna að þvf vi8 yfirvöldin f Grænlandi, a8 Flug- félagiS fái rýmkað allverulega leyfið til þess a8 stunda Græn- landsflugiS til Kulusdk og helzt árið um kring. Þá væri hægt t.d. a8 bjóða hraustum ferSalöngum, sem ekki kalla allt ömmu sfna og eru tilbúnir að mæta grænlenzk- um vetri og stunda alls konar vetrarsport, að koma til Angmags- salik og dveljast á hótelinu f viku- tfma, t.d. f febrúarmánuði eða marz — þegar aftur er farið að lengja daginn. Ég held, sagði hótelstjórinn, að það hljóti a8 hljóma æði spennandi f eyrum margra, a8 eiga þess kost nú á öld hraðans og streitunnar, a8 bruna á grænlenzkum hundasleSa um hjarnbreiðurnar heima. — en ein- mitt það er liður f vetrardagskrá þeirri, sem ég er nú a8 undirbúa og athuga f samráði við Flugfélag fslands f þeirri von, að leyfi fáist fyrir auknar flugferðir til Kulusúk. — Já, það er fyrst og fremst verk Flugfélags fslands og þá ekki sfzt Birgis Þorgilssonar, að tekizt hefur a8 opna austurströnd Græn- lands fyrir ferðamönnum og aukn- um samskiptum vi8 umheiminn, sagði Nicolaisen hótelstjóri, sem sfBan bætti við: Túrisminn hefur þegar sýnt og sannaS fólki heíma, að auknum ferSamannastraumi fylgir nýr þáttur f atvinnuháttum, sem annars eru afar fábreyttir. — En, sag8i hótelstjórinn, ég sakna þess hve fslendingar eru tiltölulega fáir f hópi hinna mörgu ferðamanna. sem koma frá Reykjavfk. — Ég veit, a8 þeirra sumarferðir eru einkum suður á bóginn, en ég veit Ifka, a8 þa8 er fjöldi fólks hér sem langar til Grænlands og með tilkomu hótels- ins tel ég, að gó8 skilyrði séu fyrir þvf og ég vonast til aS eiga eftir a8 hitta fleiri fslendinga f ferða- mannahópunum er stundir Ifða fram. Hótelstjórinn f Angmagssalik og Birgir Þorgilsson (t.h.) f skrifstofu hans. Litla hóteliS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.